Þjóðviljinn - 21.07.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.07.1963, Blaðsíða 12
Meirihlutinn í Hafnarfirði hækk- ar álögur á bæjarbúa um nær 34% Engin rök færð fyrir nýrri milljónahækkun á fjárhagsáætlun bæjarins 'Á fundi basjarstjórnar Hafnarfjarðar s.l. þriðjudag bar hinn nýi meirihluti Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks fram þá tillögu að breyta fjárhagsáætlun bæjarins 1963 þannig, að 9. liður teknamegin, stafliður a, útsvör hækki um kr. 2 milljónir 150 þúsund og verði kr. 23.904 þús., en gjalda- megin komi nýr liður, er heiti óráðstafaður tekjuafgangur!! Engin greinargerð fylgdi með tillögunni um þörf bæjarsjóðs fyrir þessum auknu álögum og er bæjarstjóri las tillöguna upp, gat hann að engu um, að bæjar- sjóður hafði þörf fyrir þessar tekjur. Meinfýsi ein saman — engar frambærilegar ástæður Kristján Andrésson, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins mótmælti harðlega þessum vinnubrögðum og taldi sýnilegt, að engin þörf væri á því að hækka nú útsvarsupphæðina að- eins 6mánuðum eftiraðfjárhags- éætlun fyrir árið 1963 var sam- þykkt, enda engin rök færð fyr- ir nauðsyn þess. Hins vegar væri augljóst að niðurstöður fram- talsnefndar, sem nú væri að Ijúka störfum, sýndu að hækka mætti útsvörin án þess að fara í hámark á hinum lögákveðna útsvarsstiga. Það væri öllum kunnugt að vegna mikils síld- arafla á síðasta ári, hefðu tekj- ur sjómanna og annarra þeirra er að sildarframleiðslu unnu orðið óvenju hár. Þau rök höfðu Sjálfstæðismenn í frammi í jan- úar I vetur, er þeir sömdu og samþykktu fjárhagsáætlun bæj- arins 1963 og heimtuðu kr. 7.144.000,00 meira af bæjarbúum en fjárhagsáætlun fyrir 1962 gerði, það er ca 26% hækkun. Flestir töldu þá þessa miklu hækkun á einu ári hreina ó- r.vífni, en nú skyldi gengið enn lengra. Meirihlutinn krefðist til viðbótar kr. 2 millj. 150 þús. eða áætlar að innheimta kr. 37 millj. 44 þúsundir nú 1963, en áætlunin 1962 á sömu liðum var kr. 27 millj. 665 þús. Hækk- unin verður því nú 33,9% Vist mundu dæmi þess að sveitar- félög væru nauðbeygð til að ganga langt i álögum á ibúa sína, þegar sérstakar aðkallandi þarfir væru fyrir hendi, en aö hækka útsvör í svo litlu bæj- arfélagi sem Hafnarfirði um milijónir af því einu að meiri- hlutinn hefur fengið vissu fyrir því, að tekjur bæjarbúa sl. ár reyndust örlítið hærri en þeir hefðu sjálfir áætlað í ársbyrj- un, slíkt væri algert einsdæmi. Það værá sorglegt, að framá- menn í einu bæjarfclagi væru haldnir slíkri meinfýsi I garð samborgara sinna. Máttlausar afsakanir Nokkrar umræður urðu út af ræðu Kristjáns og reyndu þeir Aðalfundur P.í. Aðalfundur Prestafélags Is- lands verður haldinn að Hólum í Hjaltadal að aflokinni synodus, og stendur fundurinn aðeins einn dag, 27. ágúst. Hefst hann kl. 9 að morgni með morgunbænum, sem prófastur staðarins, séra Bjöm Bjömsson, flytur. Aðalum- ræðuefni á fundinum verða kjaramál og félagsmál og flytja framsögur um þau efni séra Jakob Jónsson og séra Jón Þor- varðarson. Einnig mun séra Gunnar Ámason flytja erindi um þing lúterska heimssambandsins sem hefst í Finnlandi um næstu mánaðamót. Áður hafði verið ráðgert að aðalfundur prestafé- lagsins yrði haldinn í sambandi við Skálholtshátíðina en nú hef- ur verið gerð sú breyting sem að framan greinir. Kristinn Gunnarsson og Páll V. Daníelsson að afsaka gerðir meirihlutans með því að honum hafi ekki verið kunnugt um launahækkanir opinberra starfs- manna. Kristján svaraði þeim því, að hann hefði við síðari umræðu fjárhagsáætlunarinnar borið fram tillögu um að áætla 400 þús. kr. til launahækkana bæjarstarfsmanna, en sú tillaga hafi verið felld af meirihlutan- um með þeim rökum, að áætlað væri fyrir væntanlegum launa- hækkunum í fjárhagsáætluninni. Ekki væri hægt að koma nú og segja að hækka þurfi enn þá útsvörin af þeim sökum. Ljóst væri og að greiðslur vegna væntanlegra launahækkana bæj- arstarfsmanna yrðu aðeins lítiil hluti af þeim milljónum, sem hækkanimir næmu. Jón Pálma- son bæjarfulltrúi mælti einnig gegn útsvarshækkuninni, en hún var samþykkt með 7 atkv. gegn tveimur. Nýtt stálskip til Dalvíkur Þann 16. júlí sl. kom til Dalvíkur nýtt 225 lesta stál- skip, m/s LOFTUR BALD- VINSSON EA 124. Eigandi og útgerðarmaður er Aðal- steinn Loftsson, Dalvík, og bcr skipið nafn föður hans. Skipið er smíðað í Noregi. Aflvél er 660 ha. Lister. Skip- ið er búið öllum venjulegum siglinga- og fiskileitartækjum af nýjustu gerð. Ganghraði í reynsluför var 10,7 sjómílur. Loftur Bald- vinsson kom hingað til Dal- ivíkur kl. 5 e.h. og eftir toll- skoðun hafði farið fram kom það að bryggju. * Sveitarstjórinn, Valdimar Óskarsson flutti stutta ræðu og bauð skip og skipshöfn velkomna í heimahöfn, og ámaði eigandanunn allra heilla. Skipstjórinn, Viktor Jakobsson, sem sigldi skipinu heim, þakkaði fyrir hönd skipshafnar. Félagar úr Karlakór Dalvíkur sungu við móttökuna. Skipið fer nú á síldveiðar og verður Kristján Jónsson Dalvík skipstjóri. 1. vélstjóri er Vigfús Svein- bjömsson. — Heimir. íbúðalán til langs tíma — lækka þarí útlánsvextina Neyðast stjórnarvöldin Ioks til þess að breyta stefnu sinni í húsnæðismálum, eftir ábendingum frá bankastjóra norska Ibúðabankans? I fyrradag barst Þjóðviljanum ýtarleg skýrsla um íbúðabygg- ingar hér á landi og er hún samin af Johan Hoffmann bankastjóra Den Norske Stats Husbank, en hann hefur dval- izt hér á landi um 2ja mánaða skcið á vegum Sameinuðu þjóö- anna til þess að kynna sér þessi mál og gera tillögur til breyt- inga á sviði húsnæðismála hér. Skýrsla bankastjórans, sem nefnist „íbúðabyggingar og fjár- framlög til þeirra á Islandi" er mjög löng og ýtarleg og verða henni gerð nánari skil síðar hér í blaðinu. En aðalniðurstöð- ur bankastjórans, þar sem hann ræðir um tillögur til úrbóta á húsnæðismálum okkar eru m.a. þær: 1. Að lækka beri vexti af húsnæðislánum og veita lánin til langs tíma. 2. Að stofnsettur verði sérstakur banki, sem annist útlán íbúða- bygginga og miði hann starfsemi sína fyrst og fremst við lánveitingar til íbúða, sem reistar eru á hóflegu verði. 3. Gerð verði áætlun um íbúðabyggingar, haft verði strangt eftirlit með byggingakostnaði húsa, og engin lán Framhald á 2. siðu. Sunnudagur 21. júii 1963 — 28. árgangur — 161. tölublað. Friðrik og Keres efstir eru nu Að loknum 10 umferðum á Piatigorsky-mótinu í Los Angel- es eru þeir efstir og jafnir Frið- rik Ólafsson og Keres með 614 vtnning hvor, heimsmeistarinn Petrosjan er þriðji með 6 vinn- inga, Najdorf og Gligoric í 4. og 5. sæti með 5 vinninga hvor, Reshevsky sjötti með 4 14 vinn- ing, Panno sjöundi með 314 og Benkö rckqr Iestina með 3 vinn- inga. Hinni löngu biðskák Friðriks og Gligoric úr 8. umferð móts- ins lauk með sigri Islendings- ins eins og búizt hafði verið við. Á hann þá eftir að tefla við báða sovézku skákmennina, sem eru í efstu sæíunum ásamt honum og þá Panno og Benkö sem eru neðstir. Elleftu umferð skákmótsins verður tefld í dag, sunnudag, og mætir Friðrik Ólafsson skæð- asta keppinaut sínum, Keres. Úrslit í bílagetraun Orslit í bílagetraun Vikunnai eru nú kunn. Eins og kunnugt er var getraun þessi í 10 blöð- um, og vinningurinn Volkswagen eða Land-Rover bifreið, eftir vali vinnanda. Alls bárust 2000 lausnir, og var dregið úr þeim á skrifstofu borgarfógeta hinn 19. þ.m. Upp kom nafnið Unn- ur Bergsveinsdóttir, Langagerði 56. Reykjavík. Unnur er gift Ævari Þorgeirssyni stýrimanni, og eiga þau tvö ung börn. I tllefiil vígslu Skálholtskirkju Þjóðviljanum barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu: „í tilefni af vígslu hinnar nýju Skálholtsdómkirkju h. 21. júlí 1963 hefur forseti Is- lands í dag að tillögu dóms- og kirkjumálaráðherra veitt allmörgum brotamönnum skilorðsbundna náðun af eftirstöðvum refsivistar- dóma.“ Gar&ar Ólafsson kominn tii byggða Garðar Ólafsson tannlæknir í Keflavik sem týndist á Gríms- tunguheiöi er nú kominn fram heili á húfi. Garðar hafði verjð að villast í þokunni í rúma tvo sólarhringa þegar hann fann sjálfur fram til byggða snemma i gærmorgun. Umfangsmikil leit hafði verið gerð að Garðari úr flugvélum og einnig leituðu á svæðinu ílokkar frá Slysavarnafélagi Is- lands, Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði með sporhundinn „Nonna", leitarflokkur frá Kefla- vik, Flugbjörgunarsveitin og bændur úr Húnavatnssýslu und- ir forystu Lárusar Bjömssonar í Grímstungu. Ekkert amaði að Grími þegar hann kom til byggða nema hvað hann var orðinn svangur. Slysavamafélag Islands bað blaðið að skila þakklæti til allra sem þátt tóku í leitinni. Krústjoff á ind- verskri sýningu MOSKVU 20/7 Krústjoff forsæt- isráðherra var í dag viðstaddur opnun indverskrar sýningar sem haldin er í Moskvu, og klippti sjálfur sundur borðann sem strengdur hafði verið fyrir inn- ganginn. Krústjoff lék á alls oddi og gerði að gamni sínu við sýn- ingargesti. Talið er að hann hafi með komu sinni á sýninguna viljað sýna fram á að Sovétrík- in vilja halda vináttu Indverja og eru þeim hliðhollir í deilunni við Kínverja. '5 MæSur í úrbóta Vesturbænum krefjast leikvallamálum þar Hinn 5. júní sl. var lagt fyrir fund í borgarráði Reykjavíkur áskorunarskjal undirritað af 92 mæðrum er búa við Ránargötu, Vestur- götu, Bárugötu og Stýri- mannastíg. Er þar skorað á horgaryfir- völdin að hlutast til um, að bætt verði hið bráðasta úr tilfinnanlegum skorti á ör- uggum Ieiksvæðum fyrir börn við þessar götur. Eins og nú er ástatt, er gatan eini leikvangur barn- anna mcstan hluta ársins, en bílaumferð hefur mjög auk- izt þarna á undanförnum arum, m.a. vegna margra nýrra atvinnufyrirtækja, og eru börnin í sívaxandi hættu af henni. Ibúar áðurnefndra gatna telja því mjög brýnt, að kom- ið verði upp gæzluvelli og opnum leikvelli fyrir börnin í hverfinu og vænta þess, að borgaryfirvöldin leggi sig fram við að leyst þetta nauðsynjamál. Munu þeir — og þá ekki sízt mæðurnar — fylgjast af áhuga með afgreiðslu máls- ins og framkvæmd þess. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.