Þjóðviljinn - 23.07.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.07.1963, Blaðsíða 1
 Þriðjudagur 23. júlí 1963 — 28. árgangur — 162. [tölublað. Viðræðum sovézkra og kínverskra kommúnista skotið á frest um sinn, eru ekki taldar hafa borið árángur ■ Sjá tíundu síðu j Flugvél hlekktist á í lendingu Á laugardagskvöldið' hlekktist lítilli flugvél á í lendingu á flugvelilnurn fyrir botni Siglufjar'ðar. í flugvéi'nní voru tveir Akureyringar, Einar Björnsson flugmaður, og Hreinn Pálsson, og sluppu þeir ómeiddir. Sést flugvélin hér á mynd- inni, en hún skemmdist talsvert. (Ljósm. G.M.). Nánari frétt á 10. síðu Búizf viS undirrifun innan fvegg]a sólarhringa Sáttmáli á næsta leíti um bann vii kjarnatilraunum MOSKVU og WASHINGTON 22/7 — Mönnum ber saman um að undir- ritun sáttmála um takmarkað bann við kjamasprengingum sé nú á næsta leiti og er jafnvel búizt við að sáttmálinn muni undirritaður á morgun, en ekki síðar en á miðvikudag. Sérfræðingar samningamannanna eru nú að leggja síðustu hendur á sáttmálann og í óstaðfestum fregnum er sagt að fulltrúi Bandaríkjanna, Averell Harriman, muni fara heim til Washing- ton á miðvikudag. Margir vænta þess að sáttmálinn muni marka tíma- mót í samskiptum Sovétríkjanna og vesturveldanna og samningar um önnur ágreiningsmál muni ganga greiðar að honum undirrituðum. Samir'" '"mefndimar sátu á fundi í ir klukkustundir í dag og var það lengsti fundur þeirra fram að þessu. Að fundinum lokrium var sagt að á honum hefði enn miðað í átt til fulls samkomulags um bann við kjarn- orkusprengingum. Það þykir benda til þess að viðræðurnar séu nú komnar langt áleiðis, að formenn samninga- nefndanna, þeir Harriman, Hails- ham lávarður og Andrei Gromi- ko, komu saman einir á fund að loknum fundi nefndanna í dag. Ekkert var þó látið uppi um GENGID TIL SKALHOL TSKIRKJU Myndin var tekin við kirkju- Bræla á síldarmiðunum og flotinn í höfn ■ SIGLUFIRÐI 22/7 — í gær og dag hefur verið rigning hér á Siglu- firði og bræla á síldarmiðunum og liggur flotinn í höfn. ■ Brælan gaus upp kl. 3 í fyrrinótt, þegar hvessti á norð-austri, en síðan hefur verið austan og norðaustan bræla á síldveiðimiðunum. ■ Allmörg veiðiskip liggja hér á Siglufirði, en aðalflotinn liggur inni á Raufarhöfn og Seyðisfirði, svo og í Ólafsfirði. Húsavík og Neskaupst. G.M. dyr í Skálholti sl. sunnudags- morgun, er prestar og biskupar gengu í prósessíu til kirkjunn- ar. Fremst, lengst til hægri á myndinni, sést einn sóknar- ncfndarmanna, en síðan koma þeir séra Gunnar Jóhannsson héraðsprófastur og sr. Guðmund- ur ÖIi Ólafsson sóknarprestur; að baki þeim koma svo aðrir vígsluvottar, þá sr. Bjarni Jóns- son vígslubiskup og loks biskup- inn yfir Islandi, hr. Sigurbjörn Einarsson. (Ljóm. Þjóðv. A. K.). Fleiri myndir eru á 5. síðu, *iá og 10. síðu. hvað þeim hefði farið á milli, en þess er getið til að þeir hafi rætt um tillögu sovétstjórnarinn- ar um að gerður verði griðasátt- máli milli hernaðarbandalaga stórveldanna. Ganga frá orðalagi Ráðunautar samninganefnd- anna voru á fundi í allan morg- un og að því bezt er vitað voru þeir að ganga frá endanlegu orðalagi sáttmálans. 1 Moskvu eru menn sannfærðir um að til- kynning um að samkomulag hafi náðst muni gefin út eínhvem allra næstu daga. Innan tveggja sóarhringa Franska fréttastofan AFP segir að í Washington sé talið að sátt- málinn muni undirritaður innan tveggja sólarhringa. Hinsvegar er þar með ekki fullvíst að sáttmálin gangi í gildi strax — og getur það dregizt á langinn. Kennedy forseti hefur ákveðið að bera sáttmálann und- ir öldungadeild þingsins til full- gildingar og þótt búizt sé við að hann muni tilskildan meiri- hluta þykir líklegt að harðar umræður verði um fullgilding- una. Hörð andstaða Herskáustu öflin í Bandaríkj- unum halda því fram að ef slík- ur sáttmáli, sem bannar allar kjamasprengingar nema þær sem gerðar em neðanjarðar, verði gerður, muni það efla mjög víg- stöðu Sovétríkjanna gagnvart Bandaríkjunum, þar sem þau séu nú komin lengra í smíði varnar- flugskeyta, en Bandaríkjamönn- um sé nauðsyn að gera tilraunir í andrúmsloftinu með slík skeyti, sem búin eru kjamahleðslum. ef þeir eigi að jafna metin. Er búizt við að þessi öfl muni berjast af alefli gegn fullgildingu sáttmál- En í Kína og í Albaníu kveður við annan tón. Þar er því haldið fram að með sáttmálagerðinni séu Sovétríkin að láta undan síga fyrir Bandaríkjunum sem jafnan hafi notað kjamavopnin til að neyða aðra til að láta að vilja sínum. Tilgangurinn sé sá að reyna að koma í veg fyrir að Kína verði það afl sem staðizt geti Bandaríkjunum snúning. líka á sviði kjamavopnanna. Von um frekari samninga Bæði austan tjalds og vestan eru menn á eitt sáttir um að sáttmálinn um takmarkað bann við kjamasprengingum geti orðið til að marka tímamót í samskipt- um stórveldanna. Vart fari hjá því að sáttmálinn muni auðvelda mjög lausn annarra deilumála, en þetta hefur fengið misjafnar undirtektir á vesturlöndum. Þannig fara vesturþýzkir ráða- menn ekki dult með þá skoðun sína að varast beri alla frekari samninga við Sovétríkin. Sendiráðsmaður USA biðst hælis MOSKVU 22/7 — Einn af starfs- mönnum bandaríska sendiráðs- ins í Moskvu, Victor Norris Ha- vilston að nafni, hefur beðið um hæli í Sovétríkjunum sem póli- tískur flóttamaður, segir mál- gagn sovétstjómarinnar „Isvest- ía“. Hann var sérfræðingur í dulmálslyklum sendiráðsins. Benkö með vinn- ingsstöðu gegn Friðrik í L. A. Vegna veikinda Reshev- skys og Keresar var 11. umferð skákmótsins. í Los Angeles frestað um helg- ina, en 13. umferð tefld í staðinn. tJrslit urðu þau að Najdorf og Petrosjar. gerðu jafntefli, en aðrar skákir fóru í bið, þar á meðal skák þeirra Friðriks Ólafssonar og Benkös. Er staða Friðriks í skákinni talin vonlaus. Bana- slys í gær Laust eftir klukkan þrjú í gær varð það hörmulega slys í Reykjavík, að lítil stúlka, aðeins fimm ára gömul, varð fyrir bíl og beið bana. Málsatvik eru bau, að litla stúlkan var stödd til móts við húsið nr. 18 við Mýrargötu, þegar bif- reið var ekið vestur Mýr- argötuna. Segir sjónarvott- ur að slysinu, að litla stúlk- an hafi hlaupið skyndilega þvert út á götuna. Stúlkan lenti fyrir hægra framhomi bílsins og kastaðist i göt- una. Var hún enn með lífs- marki, en andaðist í Landa- kotsspítala skömmu síðar. Bifreiðinni, sem var fólks- bíll af austur-þýzkri gerð, ók ungur maður. Telur hann sig hafa orðið telpunnar var á gangstéttinni, en síð- an ekki fyrr en slysið varð. Ekki er vitað um neitt að- gæzluleysi frá hans hálfu, er orsakað gæti slysið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.