Þjóðviljinn - 23.07.1963, Page 4

Þjóðviljinn - 23.07.1963, Page 4
4 SÍÐA H6ÐVILIINN Þriðjudagur 23. júlí 1953 Ctgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Mælikvariinn JTyrir nokkrum dögum var vakin á því athygli hér í blaðinu að það væri Morgunblaðinu síð- ur en svo nokkurt fagnaðarefni, þótt horfur væru á að samkomulag myndi takast í Moskvu um tak- markað bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. í>ver't á móti hefur blaðið látið í ljós miklar á- hyggjur af þessu tilefni og varað Kennedy mjög eindregið við því að semja við Krustjoff, þótt hin góðu ráð Morgunblaðsins muni að vísu aldrei kom- ast til áfangastaðar. Þetta eru ekkert ný viðbrögð í Morgunblaðinu; lesendur hafa fengið að kynnast þeim alla daga síðan 1951 að hernámið var endur- nýjað. Hliðstætt viðhorf birtist ljóslega í vor þeg- ar almenningur fékk vitneskju um þá skýrslu sem yfirmaður almannavarna, dr. Ágúst Valfells, hafði > samið um afleiðingar hernámsstefnunnar. Þar var ljóslega sannað að öll fræðileg rök mæltu gegn hemámi íslands, það yki ekki öryggi landsmanna heldur spillti því, það drægi ekki úr hæ'ttunni heldur magnaði hana. En Morgunblaðið lét allar , þvílíkar röksemdir eins og vind um eyru þjóta og I svaraði skætingi einum, líkt og það lætur sig einu ! gilda þau almennu rök sem virðast þó vera að sveigja leiðtoga stórveldanna til aukins samkomu- lags. jþessi viðbrögð eru afleiðing af því hvernig leið- togar Sjálfstæðisflokksins hugsa. Almennar röksemdir hrína ekki á þeim frekar en vatn á gæs, niðurstöður vísindamarma um hætturnar af vígbúnaðarkapphlaupi og helsprengjutilraunum er langf fyrir utan sjóndeildarhring þeirra, alvar- legar hugleiðingar um framtíð íslendinga snerta þá ekki. Þeir sjá aðeins eina röksemd, nálæga og á- þreifanlega: Hernámið er gróðalind, og þá upp- sprettu þarf að hagnýta sem lengst og bezt. Her- námið hefur fært íslenzkum ríkiss’tjórnum hundr- uð milljóna króna í mútufé í rúman áratug, það hefur opnað leiðtogum hernámsflokkanna leiðir að hverskyns efnahagslegri fyrirgreiðslu; það hefur gert hermangsfyrirtækjunum í Sameinuðum verk-, tökum kleift að mata krókinn; auk þess sem her- námsflokkarnir, málgögn þeirra og forustumenn hafa átt vísan f járhagslegan bakhjarl ef þeir, þurftu á að halda. Það er þessi nákomna stað- reynd sem markar afstöðu Morgunblaðsins til allra alþjóðamála; sú stefna er góð sem fesfir her- námið í sessi og eykur það; hin slæm sem kynni að draga úr því og afmá það. Y^sir kunna að draga í efa að efnishyggjan sé svona rótgróin hjá Morgunblaðinu sem gjam- an hefur viljað kenna sig við aðrar eigindir. En hún er í sjálfu sér eðlileg afleiðing af trúnni á auðvaldsþjóðfélagið, af því sjónarmiði að gróðinn sé öruggur mælikvarði á það hvað sé rétt og rangt. Alkunnugt er úr sögunni að sá mælikvarði getur gert menn svo nærsýna að þeir koma ekki auga á þær staðreyndir sem blasa við hverjum þeim sem gefur sér tóm til að líta upp. — m. Heimsmet Brumels hápunktur landskeppninnar í Moskvu Mörg frábær afrek voru unnin um helgina á Lenín-leikvangi í Moskvu, er þar var háð sjötta landskeppni Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í frjálsum íþróttum. Hæst ber þó afrek Valeríjs Brumel, sem enn bætti heimsmet sitf í hástökki, stökk nú 2,28 metra, einum sentímetra hærra en gildandi met hans. Keppnin I karla- flokknum var nú mun jafnari og harðari en nokkru sinni áður, en Bandaríkjamönnum tókst enn að tryggja sér sigurinn með 5 stiga mun, 119 stigum gegn 114. í kvennaflokki unnu Sovétríkin með mun meiri yfirburðum en búizt hafði verið við eða 75 stigum gegn 28, þannig að hin óopin- bera heildarstigatafla landanna í kcppninni varð þessi: Sovétríkin 89 — Bandaríkin 147. Hér verður getið helztu úr- slita fyrri keppnisdaginn: I 100 metra hlaupi karla sigraði Bandaríkjamaðurinn Bob Hayes á 10.2 sekúndum, en Edvin Ozolin, Sovétríkjunum, varft annar á 2/10 sek. lakari tíma. f 110 metra grindahlaupi gerðist það óvænta, að Anatolín Mikhajlof frá Sovétríkjunum sigraði á 13.8 sek., en Banda- ríkjamaðurinn Lindgren varð síónarmun á eftir í mark. Lenoníd Ivanof, Sovét., sigr-<j> aði í 10 km. hlaupi á 29.10,2 mín. og landi hans Jefímof varð annar. f stangarstökki tryggðu Bandaríkjamenn sér tvöfaldan sigur. Uelses sigraði, stökk 4.90 en Pennel stökk 4.70 m. Jim Dupace, Bandaríkjunum vann 800 m hlaupið á 1.47,8 mín. en Buliséf, Sovétr. varð annar á 1.48,0. Bandaríkjamennirnir hlutu tvöfaldan sigur í kúluvarpi, Williams vann 400 m hlaupið á 46.2 sek., Connolly sigraði i sleggjukasti, kastaði 66.75 m. í 20 km. kappgöngu sigraði Sólodoff Sov. á 1.33,40 mín. í 4x100 metra boðhlaupi urðu Bandaríkjamennirnir á undan sovézku keppinautunum í mark, en voru dæmdir úr leik vegna ólöglegrar skiptingar þeirra Pauls Drayton og Hayes. Sovézka sveitin hljóp á 40.2 sekúndum. Sem fyrr segir sigruðu sov- ézku konumar þær bandarísku með miklum yfirburðum. Fyrri daginn sigruðu þær sovézku i öllum keppnisgreinum: Popova í 100 m hlaupi á 11.7 sek., Tsjitsik í hástökki .stökk 1.73 m. Tamara Press vann kringlu- kastið með 55.61 m. kasti. Ozo- lína spjótkastið, kastaði 54.41 metra. Þá unnu sovézku stúlk- umar 4x100 m. boðhlaup á 45 sekúndum. Síðari dag keppninnar urðu helztu úrslit þessi: f þrístökki unnu Rússar tvö- faldan sigur; fyrstur varð Fé- doséff, stökk 16.11 metra. í 3000 m. hindrunarhlaupi varð einn- ig tvöfaldur sovézkur sigur, en tvöfaldur bandarískur sigur í kringlukasti, Silvester kastaði lengst 61.44 metra. Vfirburðir sovétkvenna í 80 m grindahlaupi (1. Kulkova á 10.9) og í 800 m hlaupi (1. Dmit- éva á 2.07,8) voru miklir. Hápunktur keppninnar síðari daginn var hið nýja heimsmet Brumels í hástökki sem fyrr segir. Annar í hástökki varð Bandaríkjamaðurinn Johnson, stökk 2.15 metra. f 1500 m hl. sigraði Bandaríkjamaðurinn Burleson á 3.41,0 mín. Lusséf, Sov. sigraði í spjótkasti kastaði 83.09, BandaTÍkjamenn unnu 4x400 m boðhlaupið á 3.04,4 mín. í kúluvarpi kvenna sigraði Tamarra Press, varpaði 17.59 metra. Sigurvegari í 5000 metra hl. varð Túrín, Sovétríkjunum, á 13.50,0 og landi hans Ivanoff, í öðru sæti á 4/10 sek. lakari tíma en Bandaríkjamennimir langt á eftir. f tugþrautinni sigraði Rúss- inn Kuznetsoff. hlaut 7666 stig. Valerí Brumel Drumchapel og úrvalið gerðu jafntefli, 1:1 Á sunnudagskvöldið léku skozku annars flokks piltamir síðasta leik sinn að þessu sinni hér og kepptu þá við úrval úr féiögunum hér. Úrvalsliðið var þannig skipað: Gylfi Hjálmarsson Val, Þór- lákur Hemiannsson Val, Ár- sæll Kjartansson KR, Þórður Jónsson KR, Þorgeir Guð- mundsson KR, Friðjón Guð- mundsson Val, Helgi Númason Fram, Hinrik Einarsson Fram, Guðjón Sveinsson Fram, Theo- dór Guðmundsson KR og Hörð- ur Markan. Þetta lið Reykjavíkur féll heldur vel saman og það sýndi John Uelses baráttuvilja allan tímann. Þeir sköpuðu sér fyrsta opna tæki- færið í leiknum, sem kom á 15 mínútu. Var Hinrik þá kominn innfyrir alla og hafði engan við að kljást nema markmanninn sem hafði hlaupið fram; ætl- aði hann þá að lyfta knettinum yfir markmanninn en það var ekki nógu nákvæmt og fór hann langt aftur fyrir. Annað tækifæri fengu þeir á & 30. mínútu á alveg sama hátt, en þá var það Guðjón Einars- son sem hafði tækifærið, en hann skaut beint á markmann- inn sem var kominn út fyrir vítateiginn. Lenti skotið í brjósti markmanns. Skotar voru hættulegir á 17 mín.. en Gylfi varði vel og forðaði marki. í síðari hálfleik léku Skot- ar undan vindinum og lá held- ur á Úrvalinu sem þó sýndi við og við laglegan samleik. og á 13. mín. skorar Theodór mark fyrir úrvalið og var það um 25 m. skot sem fór í horn marks- ins. Það ruglaði markmanninn að knötturinn breytti um stefnu. er hann snerti vamar- mann, og hafði hann ekki möguleika til að verja. A 20. mín, sækia Skotar hart og eiga skot rétt framhjá marki. og 10. mín. sfðar bjarg- ar Gylfi vel hörkuskoti af stuttu færi. Drumchapels-menn gefast ekki upp, og eru oft æði nær- göngulir, og á 35. mín. sækja þeir allhart að marki úrvals- ins. Lauk þessu með því að vinstri útherji sendir knöttinn yfir til útherjans hægra megin, sem þar beið frír og skorar ó- verjandi fyrir Skota. Þannig lauk leik þessum með jafntefli 1:1: sem eftir gangi hans er ekki svo ósanngjarnt. Framhald á 8. síðu. Breiðablik í úrslHum 2. deildar Á sunnudaginn fór fram í Vestmannaeyjum leikur í ann- arri deild, og léku þar saman Breiðablik og Vestmannaeyjar. Leikar fóru þannig að jafn- tefii varð 2:2. Eyjamenn áttu miklu meira í leiknum og höfðu mörg tækifæri sem ekki notuðust, en Breiðablik nýtti þá möguleika sem þeim buðust. Þessi leikur geröi út um það að Breiðablik fer nú í úrslitin milli riðlanna í annarri deild. Verður ekki annað sagt en að bað sé góð frammistaða hjá Breiðabliki. Ekki er fullvíst hvaða lið vinnur hinn riðilinn en margt bendir til þess að það verði Þróttur. 1 t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.