Þjóðviljinn - 23.07.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.07.1963, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 23. júlí 1963 ÞJ0ÐVILI1NN SÍÐA 5 O Myndir frá SKALHOLTI DAður en vígsla Skálholts- dómkirkju hófst á sunnu- dagsmorguninn gengu nær eitt hundrað prestar, prófastar og biskupar, innlendir og erlendir, í skrúðfylkingu til kirkju, fram- hjá staupasteini sem komið hef- ur verið fyrir á grasflöt fram- an við hina nýju kirkju. Á myndinni sjást prestarnir á leið til kirkjunnar og ganga fremst- ir þeir séra Ólafur Skúlason, asskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunn- ar, og séra Magnús Guðmunds- son á Setbergi, síðan hver prest- urinn af öðrum og loks próf- astar. Cí\ I lok vígslumessunnar var íá) altarisganga, hin fyrsta í Skálholtskirkju, og gengu til altaris biskupamir sem við- staddir voru athöfnina og aðrir vigsluvottar. Myndin var tekin þegar biskupinn yfir Islandi hr. Sigurbjöm Einarsson, og sókn- arpresturinn séra Guðmundur Óli Ólafsson, útdeildu brauð' og víni. x-. ' 'X.; Q\ Mjög var vandað til alls ö/ söngs og tónlistarflutnings við kirkjuvígsluna — vakti sá þáttur athafnarinnar ekki hvað minnsta athygli. Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, dr. Robert A. Ottóson, hafði umsjá með tónlistarflutningn- um, dr. Páll Isólfsson lék á orgelið, sr. Hjalti Guðmunds- son (á miðri mynd lengst til vinstri af karlmönnunum f söngflokknum), stúdentar guðfræðideild Háskólans og Skálholtskórinn sungu. Lengst til vinstri á myndinni, við hlið organleikarans, er Guðmundur Gilsson organleikari á Selfossi, en hann átti einnig drjúgan þátt í tónlistarflutningnum við kirkjuvígsluna. Ljósmyndir: Ari Kárason Fimmtánda landsþing Kvenfélagasambands íslands í júní síðastl. Landsþing Kvenféla gaspmbands íslands, hið 15. í röðinni, var haldið í Reykjavík dagana 24—27. júlí, og sóttu það 42 fulltrúar frá öllum héraðssamböndunum, auk þeirra stjórnarkvenna, sem ekki eru fulltrúar og aöalritstjóra .,Húsfreyjunnar“, blaðs sambandsins. Á þinginu var fjallað um nokkur helztu áhugamál og verkefni sambandsins og skýrsla flutt um starfgemi þess. sem var mjög fjölþætt. Þingið gerði allmargar álykt- anir og fara nokkrar þeirra hér á eftir. Um þátttöku kvenna í ýmsum nefndarstörfum 15. landsþing K.í. mælist til þess, að kvenfélögin vinni að þvi, að fleiri konur séu kosnar í skólanefndir, stjórnarnefndir sjúkrahúsa, elliheimila og í önnur ráð og nefndir, sem fjalla um heilbrigðis-, uppeld- is- og menntamál. Ekki sízt ber að leggja áherzlu á hlut- deild kvenna í stjórnum þeirra stofnana. sem kvenfélög hafa safnað fé til. Um fræðsiu í grænmetisrækt Landsþing K.f. skorar á landbúnaðarráðherra og bún- aðarmálastjóra að beita sér fyrir þvf, að héraðsráðunautar, sem útskrifast frá bændaskól- um, fái undirstöðufræðslu í grænmetisrækt, gvo að þeir geti á ferðum sinum um land- ið einnig leiðbeint heimilum á þessu sviði. Um áfengismál 15. landsþing K.f. endurtek- ur fyrri áskoranir sínar til hins háa Dómsmálaráðuneytis um, að komið verði á al- mennrj vegabréfaskyldu, svo að auðveldara verði að fram- fylgja þeim lögum og reglum, sem í áfengislöggjöfinni felast. Ennfremur skorar fundurinn á fáðiiheyfið, að ~það hhltiét til um, að mjög verði þyngdar refsingar fyrir ólöglega útvegun og sölu áfengra drykkja til unglinga. Um heimilisaðstoð við aldrað fólk 15. landsþing Kvenfélaga- sambands íslands beinir þeim tilmælum til kvenfélaga lands- ins, að þau skipuleggi hvert á sinu félgssvæði heimilisað- stoð við aldrað fólk, sem slíkr- ar aðstoðar þarfnast, Starfsemi þessi beinist að því, að aldrað fólk geti sem lengst búið að sínu, þótt nánir ætting.ar eða aðrir vandamenn hafi ekki að- stæður til a.ð veita því nauð- synlega heimilisaðstoð. Um kristindómsfræðslu í skólum 15. landsþing K.f. beinir þeirri áskorun til Menntamála- ráðuneytisins, að kristindóms- fræðsla í skólum verði aukin að miklum mun, m.a. með því að kenna kristinfræð; ■' ioka skyldunáms. Telur ngið æskiiegt, að prestun landsins verði falin þessi kennsla. þar sem þvi verður við komið. Um hækkun f járveitingar til orlofssjóðs húsmæðra 15. landsþing K.í, þakkar hækkun þá. sem veitt hefur verið til orlofssjóðs húsmæðra frá þvi, sem upphaflega var ákveðið. En vegna mjög auk- innar starfsemi orlofsnefnda telur þingið þó. að f'-ekari hækkun á framlagi ríkisins sé nauðsynleg. Fer þingið þess á leit við Alþingi og r”-;sstióm, að fram’ag til orlofssíéðs verði hækkað á næstu fjár- lögum. Kosningar KQsnjngar fóru fram seint á þinginu. Úr stjórn áttu að ganga formaður og meðstjórn- andi. Rannveig Þorsteinsdóttir, sem setið hefur í stjórn Kven- félagasambands fslands í 16 ár þar af síðustu 4 árin sem foimaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Formaður var kosin Helga Magnúsdóttir,. BÍikastöðum. Mosfeltssveit og meðstjórnandi Ólöf Benedikts- dóttir. Reykjavík. Fyrir var í stjórninni Jónina Guðmunds- dóttir, Reykjavík. í varastjórn voru kjörnar; Sigríður Thorlaeíus. Elsa Guð- jónsson og Guðlaug Narfadótt- ir, allar úr Reykjavík. í útgáfustjórn Húsfreyjunn- ar voru endurkjörnar: Svava Þorleifsdóttir. Elsa Guðjóns- son, Kristjana Steingrímsdótt- ir, Sigríður Kristiánsdóttir og Sigríður Thorlacíus. Fyrsta áætlunar- feri tii Færeyja Comeconfundur haldinn í Moskvu Kvikmyndahátíðin í Moskvu Fellini hlaut gullverðlaunin MOSKVU 21/7 — ítalski kvik- myndastjórinn Federico Fellini hlaut gullverðlaunin á þriðju kvikmyndahátíðinni í Moskvu fyrir mynd sína „8Va“- I forsend- um dómnefndar fyrir verðlauna- veitingunni segir m.a. myndin sé þannig gerð að hún „lýsi frá- bærlega leit listamanns að sann- leikanum". Þessi kvikmynd Fellinis sem fengið hefur mjög misjafna dóma á vesturlöndum er eins konar sjálfslýsing. Þar er sagt frá kvikmyndastjóra sem veldur ekki þvi verkefni sem honum hefur verið falið, taka kvik- myndar þeirrar sem hann er að vinna að fer öll í handaskolum. Sá þráður myndarinnar er rofinn af draumsýnWn og endurminn- ingum höfundarins sem bregða Ijósi á hvernig á öngþveiti hans stendur. Það kom á óvart að mynd Fellinis skyldi hljóta gullverð- launin á hátíðinni í Moskvu, menn höfðu talið ólíklegt að dómnefndinni myndi falla i geð útsmoginn stíll hans og leikur hans að myndforminu. Myndinni hafði einnig verið heldur fálega tekið þegar hún var sýnd i þing- höllinni i Kreml á föstudaginn fyrir troðfullu húsi. Fellini var sjálfur viðstaddur sýninguna á- samt konu sinni. leikkonunni Giulietta Masina, og hélt þá langan fyrirlestur um gildi list- arinnar og ábyrgð listamannsins. Af öðrum verðlaunum sem veitt voru á kvikmyndahátíðinni má nefna að bandaríska leikkon- an Eva McQueen, sem ekki hef- ur haft mikið orð á sér til þessa, hlaut verðlaun fyrir „mesta lista- afrek". Hún lék í kvikmyndinni „The Great Escape“. Indversk leikkona fékk verðlaun fyrir beztan leik i kvenhlutverki. Gullverðlaun fyrir frábæran listrænan árangur hlutu tékk- neska myndin „Við megum aldrei fyrirgefa", sú júgóslavneska „Kozara“ og sú japanska „Al- ræmd stúlka“. Fyrstu silfurverðlaun hlaut sovézk mynd en önnur pólsk. Danska kvikmyndin „En hygge- lig familie" hlaut einnig silfur- verðlaun. á miðvikudag MOSKVU 22/7 — Viðræðum þeirra Krústjoffs og Kadars, forsætisráðherra Ungverjalands, er lokið og voru þeir algerlega sammála um öll atriði, segir í tilkynningu Tassfréttastofunnar. Krústjoff hefur þegið boð um að heimsækja Ungverjaland. Kadar mun dveljast áfram í Sovétrikjunum, en á miðviku- dag hefst í Moskvu fundur stjórnarleiðtoga Comecon-land- anna. Gheorghiu-Dej, forsætisráð- herra Rúmeníu, er lagður af stað til Moskvu, en talið er að eitt höfuðmál ráðstefnunnar verði ágreiningur Rúmena við hin Comecon-löndin. Klukkan 3,20 fyrir hádegi í dag leggur fyrsta flugvélin af sta'ö hé'ðan af Reykjavíkurflugvelli til Vogeyjar í Færeyjum. Þar með er hafi'ð reglulegt áætlunarflug til Færeyja í fyrsta sinn í sögurmi. Flugfélag Islands hefur tekið á leigu flugvél af gerðinni Dou- glas DC3 til flugsins og mun hún taka 20 farþega í ferð, sem er minna en DC3 vélarnar, sem fljúga innanlands. Þessu veldur að vélin verður að hafa auka- benzínforða á svo langri leið. Áætlun Flugfélagsins gildir til septemberloka, en þá verður Færeyjaflugið tekið til endur- skoðunar með tilliti til þeirrar reynslu, sem þá hefur fengizt. Framhaldið fer svo eftir flutn- ir.gaþörfinni og því hvort eitt- hvað verður gert fyrir flugvöll- inn á Vogey, þannig að t.d. millilandavélar félagsins gætu athafnað sig þar. I gær var verið að leggja síð- ustu hönd á frágang vélarinnar, mála á hana einkenni félagsins o.fl. Fjögurra manna áhöfn verður á vélinni í þessari fyrstu ferð, Jón R. Steindórsson flug- stjóri, Frosti Bjarnason flug- maður, Henning Finnbogason vélamaður og Unnur Gunnars- dóttir flugfreyja. Fullbókað er 1 ferðina og einnig mikið bók- að í næstu 2 ferðir héðan. Þá er fullbókað í fyrstu ferðina frá Glasgow til Færeyja og nokkuð í þær næstu, en eins og áður hefur komið fram í fréttum verð- ur flogið frá Vogey til Björg- vinjar, síðan aftur til Vogeyjar og þaðan til Kaupmannahafnar og Glasgow og síðan til Reykja- víkur með viðkomu í Færeyj- um. Fargjaldið frá Reykjavík til Færeyjar er 2050 krónur aðra leiðina, 3895 ef keyptur er far- seðiU báðar leiðir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.