Þjóðviljinn - 24.07.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.07.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. júlí 1963 MÓÐVILJINN SlÐA 3 Efnahagsmál og deilan við Kínverja á dagskrs Mikilvægur fundur leiðtoga kommúnistaf lokka A-Evrópu MOSKVU 23/7 — Stjórnarlei'ðtogar og flokksforingjar í aðildarríkjum efnahagsbandalags sósíalistísku landanna (Comecon) eru komnir til Moskvu og munu sitja þar á fundi næstu daga. Helztu mál á dagskrá munu vera efnahagssamvinna landanna og deilur kommúnistaflokk- anna í Bvrópu og kínverskra kommúnista. 1 dag komu til Moskvu full- trúar frá Póllandi, Tékkóslóva- kiu og Búlgaríu, sem sitja munu fundinn ásamt fulltrúum Sovét- ríkjanna, Austur-Þýzkalands, Rúmeníu, Ungverjalands og | Mongólíu, en Mongólía gerðist aðili að bandalaginu í fyrra. bal, forsastisráðherra Mongólíu og Gheorghiu-Dej, forsætisráð- herra Rúmeníu. Æðstu menn Allir æðstu leiðtogar þessara landa munu sitja fundinn. Þeir eru Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, Ulbricht, forseti Austur-Þýzkalands, Kadar, for- sætisráðherra Ungverjalands, Sjivkoff, forsætisráðherra Búlg- aríu, Novotny, forseti Tékkó- slóvakíu, Gomulka, fram- kvæmdastjóri Sameinaða verka- I mannaflokksins pólska, Tseden- Gheorghe Gheorghiu-Dej Sprengingabann Framhald af 1. síðu. verður lagður fyrir öldungadeild- ina til fullgildingar. Undirrita æðstu menn? Síðar var sagt að Kennedy forseti myndi enn ekki hafa á- kveðið hvort senda ætti Rusk til Moskvu eða hvort sá háttur skyldi hafður á að sáttmálinn yrði sendur milli höfuðborga stórveldanna þriggja og þar und- irritaður af stjómarleiðtoga hvers þeirra. Þetta bendir til þess að Bandaríkjaforseti telji sáttmála þennan svo mikilvægan og skipta svo miklu máli fyrir þróun heimsmálanna, að eðlilegast væri að æðstu menn stórveldanna staðfestu hann með undirskrift sinni. Þáttaskil í samskiptum Þetta sjónarmið kemur heim við þá skoðun dómbærra manna að síitmplí-nn um 5*níivun kiarnn- sinnum. Keppni þeirra í vopna- smiði hefur upp á síðkastið eink- um beinzt að fullkomnun vam- arvopna, hinna svonefndu „and- flugskeyta“ (,,anti-missiles“), en aðeins er hægt að reyna þau, ef leyfðar eru sprengingar í and- rúmsloftinu. 1 Bandaríkjunum hefur verið haldið fram að Sov- étríkin stæðu Bandaríkjunum framar í smíði slíkra vopna og gáfu síðustu kjamatilraunir Sov- étríkjanna yfir Novaja Semlja það reyndar til kynna. Engu að síður vifðist Bandaríkjastjóm nú hafa ákveðið að hætta keppninni á þessu sviði og vekur það vonir um að hægt verði að stöðva víg- búnaðarkeppnina. Hvað gera Frakkar? En allur vandinn er ekki leyst- ur, þó að stórveldin þrjú hafi komið sér saman um sprenginga- bann. Fjórða ríkið sem eign- azt hefur kjarnasprengjur. Frakk- Ekki Júgóslavar Júgóslavía á að þessu sinni ekki áheyrnarfulltrúa á fundi Comecon, eins og venjan hefur verið á þeim flestum síðan 1958. Enginn fulltrúi mætir heldur frá Albaníu, en Albanir stóðu að stofnun bandalagsins ásamt hinum sósíalistísku ríkjunum í Austur-Evrópu. Ágreiningur Enda þótt víst sé talið að við- 1 ræður þessara æðstu manna sós- j íalistísku ríkja Evrópu muni að verulegu leyti fjalla um deiluna við Kínverja, munu efnahags- málin þó vafalaust verða mjög ofarlega á dagskrá. Ágreiningur hefur orðið milli landanna út af framkvæmd þeirrar verkaskiptingar í efna- hagsmálum sem þau höfðu kom- ið sér saman um í fyrrasumar. Það munu einkum vera Rúmen- ar sem eru óánægðir með þann hlut sem þeim var þá ætlaður í sameiginlegri efnahagsþróun landanna. Gert mun hafa verið ráð fyrir að hægar yrði farið í iðnvæðinguna í Rúmeníu en ver- ið hefur fram að þessu, en Rúm- enar telja sig hafa allar að- stæður til að halda áfram hinni mjög öru iðnþróun sem þar hefur orðið síðasta áratuginn, en hlutfallsaukning iðnaðarfram- leiðslu þeirra hefur undanfarin ár verið meiri en í flestum öðr- um löndum. Deilan vlið Kínverja Deilan við Kínverja er ekki einungis um fræðikenningar, heldur hefur hún haft mjög mik- il áhrif á efnahagsþróunina í sumum sósíalistísku landanna. Þannig stafa efnahagsörðugleikar Tékkóslóvakíu að verulegu leyti af því, hve mjög hefur dregið úr viðskiptunum við Kína síðustu árin. Aldrci íramar? — Bandarísk vetnissprenging sprenginga sé þrátt fyrir takmörk sín (hann tekur ekki til spreng- inga neðanjarðar) svo mikilvæg- ur, að ástæða sé til að ætla að hann muni marka tímamót í al- þjóðamálum. Það styður líka þessa skoðun að í Moskvu hefur einnig verið rætt um önnur mál sem stórveld- in varða og þykir alveg víst að áframhald verði á þeim við- ræðum. Búizt er við banda- ríska samningamanninum Averell Harriman til Washington ein- hvern næstu daga og mun hann þá þegar gefa Kennedy forseta skýrslu um viðræðumar. Vígbúnaðarkeppnin stöðvuð? Það sem gerir þennan sátt- mála svo mikilvægan er að með honum vakna vonir um að tak- ast megi að binda enda á víg- búnaðarkeppni stórveldanna. Nú er svo komið að Bandaríkin og Sovétríkin hafa komið sér upp svo tröllauknum vígbúnaði og svo miklum birgðum kjama- vopna að þau peta lagt hvort annað í eyði — og það mörgum land, er ekki aðili að sáttmálan- um og stjóm de Gaulle hefur aldrei verið til viðræðu um slík- an samning. Frakkar halda á- fram undirbúningi að kjama- sprengingum yfir Kyrrahafi, og hefur verið búizt við að þeir myndu gera þar eina eða tvær tilraunir í andrúmsloftinu á þessu ári. í fréttum frá París í dag er þó staðhæft að þeir muni ekki geta gert tilraunir þar á þessu ári. Auk þess er vitað að aðrar þjóðir hafa aðstöðu til að fram- leiða kjamasprengjur og hefur þannig verið talið líklegt að Kín- verjar myndu geta gert fyrstu tilraun sína með slíka sprengju innan skamms. Sáttmáli stórveldanna getur ekki bundið hendur annarra, en erfitt er að trúa því að þau muni láta öðrum haldast uppi það sem þau neita sjálfum sér um. öðru máli gegnir hins vegar hvemig þau geta komið i veg fyrir að önnur ríki fari sínu fram, eins og ástandið er nú á alþjóðavettvangi. 40 sjómílna landhelgi viB S-Kóreu SEUL 23/7 — Stjóm Suður- Kóreu hefur kunngert að fiskveiðilögsagan skuli ná 40 sjómílur frá ströndum landsins. Þessu er einkum beint gegn japönskum fiski- skipum sem mikið stunda veiðar á miðum undan strönd Suður-Kóreu og hef- ur Japansstjóm mótmælt útvíkkun fiskveiðilögsög- unpar og segir að óheimilt sé að hafa hana stærri en tólf mílur. Myndin er tekin þegar allt lék í Iyndi fyrir Stephen Ward og vinkonum hans. Það er Christine Keeler sem situr við hlið hans. Réttarhöldin yfir ”dr.„ Stephen Ward Röðin komin að Mandy Rice- Davies að segja sína sögu LONDON 23/7 — í dag var röðin komin að Marilyn (,,Mandy“) Rice-Davis og þremur öðrum vinkonum „dr“ Stephen Wards að bera vitni í réttarhöldunum yfir hon- um sem standa yfir í Old Bailey fyrir kynferðisafbrot og vændismiðlun. Mandy gaf eins og Christine Keeler í gær skilmerkilega lýs- ingu á æviferli sínum síðan hún kom til London fyrir rúmum tveimur ámm, þá á sextánda ári, skýrði ófeimin frá ástamálum sínum og taldi upp sina mörgu rekkjunauta. Hún lét sér hvergi bregða þótt bæði verjandi og sækjandi væm æði nærgöngulir í spumingum sín um, heldur svaraði þeim stilli- lega en ákveðið og brosti blíðlega til þeirra. Tveggja stunda yfirheyrsla Hún var yfirheyrð nær jafn- lengi og Christine Keeler daginn áður, eða í um tvær klukku- stundir, og kunni frá mörgu að segja. Bretar afsali sér öllum kjarnavopnum LONDON 23/7 — Fyrir árs- þingi brezka Vcrkamannaflokks- ins sem kemur saman í októ- ber munu liffgja fjölmargar til- Iögur frá einstökum flokks- dejldum þar sem krafizt verður að Bretar afsali sér upp á sitt eindæmi öllum kjarnavopnum og banni Bandaríkjamönnum allar herstöðvar í landi sínu. Þingið verður haldið í Scar- borough 30. september til 4. október og er búizt við hörð- um átökum milli fylgismanna kjarnorkuvígbúnaðar og þeirra sem honum eru andvígir. Engu er spáð um málalyktir, en þeg- ar hafa yfir tuttugu flokks- deildir lagt fram ályktunartil- lögur um kjamorkuafvopnun og afnám herstöðva. f öllum til- lögunum er auk þess lagzt gegn fyrirætlun Bandaríkjanna um hinn svonefnda ,,marghliða“ kjarnorkuherafla Nato. Hún lýsti sambandi sínu við Astor lávarð, bandaríska kvik- myndaleikarann Douglas Fair- banks yngri, sem nú hefur lengi verið búsettur í Englandi, og Pet- er Rachman („Pólska Pétur“) og dró ekkert undan. Astor lávarður hafði oft notið blíðu hennar og í þakklætisskyni greitt fyrir hana húsaleiguna, þegar illa stóð á fyrir henni. Fairbanks hefði hins vegar aðeins sængað hjá henni einu sinni, en hún og „Pólski Pétur“ hefðu búið lengi saman „eins og hjón“. Hún viðurkenndi að hún hefði haft mök i**ð fjölmarga karlmenn og þegið if þeim gjaf- ir, einnig í reiðufé. Vændiskonur eða ekki? Þessar löngu yfirheyrslur yfir ungfrúnum tveimur hafa þann tilgang að fá staðfest að þær hljóti að teljast vændiskonur. því að ekki fer milli mála að Ward hefur þegið af þeim fé þegar hann var í kröggum. Ungfrú X og unfrú R Auk ákærunnar á Ward fyrir að hafa þegið fé af vændiskon- um er hann kærður fyrir að hafa haft kynmök við ófullveðja stúlk- ur, eða yngri en 21 árs að brezk- um lögum. Tvær þeirra báru einnig vitni í dag og voru þær nefndar ung- frú R og ungfrú X. Þær báru að Christine Keeler hefði komið þeim í kynni við Ward og önn- ur þeirra játaði að hafa sængað hjá honum áður en hún var orð- in 21 árs gömul. Hin bar að hann hefði reynt að fá sig til að leggjast með karlmönnum í svefnherbergi hans, svo að gest- ir hans gætu fylgzt með því sem þar fór fram gegnum hinn gegn- sæja spegil sem var í veggnum. Fjórða vitnið var Margaret Ricardo og var hún sú eina sem viðurkenndi að hún væri vændiskona og hefði hlotið dóm fyrir vændislifnað. Hún kvaðst oftar en einu sinni hafa gengið í eina sæng með gestum Wards í sumarbústað hans við Cliveden- hölL Felfe hlaut 14 ára dóm fyrir njósnir KARLSRUHE 23/7 — í dag voru kveðnir upp dómar í vítækasta njósnamálinu sem komið hefur upp í Vestur-Þýzkalandi eftir stríðið. Tveir háttsettSr starfs- menn vesturþýzku leyniþjónust- unnar, sem m.a. störfuðu að gagnnjósnum, voru sekir fundn- ir um njósnir í þágu Sovétríkj- anna og dæmdir ásamt aðstoðar- manni þeirra. Höfuðpaurinn, Heinz Felfe, var dæmdur í fjórtán ára fang- elsi og er það lengsti njósna- dómur sem kveðlnn hefur verið upp í Vestur-Þýzkalandi. Sam- starfsmaður hans í leyniþjón- ustunni, Hans Clemens. h’aut tíu ára fangelsi og Erwin Tic- bel, sem hafði verið sendiboði þeirra, fékk þriggja ára fang- elsi. Þeir Felfe og Clemens játuðu að þeir hefðu sfundað njósnir fyrir Sovétríkin í heilan ára- tug. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.