Þjóðviljinn - 24.07.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.07.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA HÖÐVILIINN Miðvikudagur 24. júlí 1963 Ðtgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaílokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjóísson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Abending þa« er sjaldan, sem það kemur fyrir, að málgögn stjórnarflokkanna ræða í fullri hreinskilni um þá óðaverðbólgu, sem allar viðreisnarráðstafanirn- ar undanfarin ár hafa leitt yfir almenning í land- inu. Þó kemur það fyrir að slíkar raddir brjótast fram sem neyðaróp í stjórnarblöðunum og má sjá eitt dæmi þess í Alþýðublaðinu í gær. Hannes á horninu ræðir um verðlagið 1 pis'tli sínum og hefst hann á þessa leið: „Allur tilkos+naður er ofsalega hár hér á landi. Nú kostar fæði fyrir hjón um sólarhringinn í gististöðum allt að 400 krónum, eða 4000 krónur í 10 daga. Þetta er ofsa- legt verð, en hvað skal segja. Allt er orðið svo kostnaðarsamt, að fólk getur varla áttað sig á því. Ég hef íalað við menn, sem segjast ekki kunna orðið að verðleggja störf sem þeir vinna í ígrip- um. Þeir hanga enn í sama gjaldi og þeir kröfð- ust fyrir þremur árum.“ jyú vill einmitt svo til, að viðreisnin hefur nýlega — nánar til tekið s.l. vetur — haldið upp á þriggja ára afmæli sitt, og árangrinum verður ekki öllu betur lýst en með orðum Hannesar á horninu, sem vitnað er til hér að framan. Tvennar gengisfellingar, nýir og hækkaðir söluskattar á allar vörutegundir og fleiri slíkar ráðstafanir hafa sagt óvægilega til sín í „öllum tilkostnaði". Og verzlunarfrelsið, sem mest er gumað af virðist ekki heldur þess megnugt að vega hér upp á móti nema síður væri; þess hefur sem sé verið vandlega gætt að auka svigrúm til „frjálsrar álagningar“ fyrir heildsala og kaupmenn, enda hafa þeir vel kunnað að meta þá fyrirgreiðslu eins og sjá má iðulega í málgögnum þeirra. En launastéttirnar hafa hins vegar ekki fylgzt með þessari þróun hvað kaupgjald snertir; verðbólgualdan hefur rið- ið á þeim eins og holskefla, sem sópað hefur burt jafnharðan öllum ávinningi af lítilsháttar kaup- hækkunum og síaukinni yfirvinnu. Svo ör hefur verðbólguþróunin verið, að fólk hefur ekki áttað sig á þeim hlutum til fulls. Þrjú ár eru ekki lang- j ur tími, en Hannes á horninu segir frá því eins J og aldamótafyrirbæri, að hann hafi meira að segja: rekizt á menn, sem „hanga enn í sama gjaldi og þeir kröfðust fyrir þremur árum“ fyrir störf unn- in í ígripum. jyjaður skyldi líka ætla að mörgum þeim, sem fylgt hafa Alþýðuflokknum að málum sé þessi þróun ærið áhyggjuefni. Verðbólgan bitnar að sjálfsögðu á þeim jafnt og öðrum þjóðfélagsþegn- um. En þeir mega hins vegar horfa upp á það dag hvern að Alþýðuflokkurinn styður þessa verð- bólgustefnu af öllu afli. Og leiðtogar Alþýðu- flokksins hafa keppzt við það að reyna að sanna almenningi, að einmitt þessi stefna hafi stórbætt kjörin á undanförnum árum! Venjulegt Alþýðu- flokksfólk á sjálfsagt erfitt með að átta sig á því, hvernig það má vera að Alþýðuflokksforingjarnir segja því allt annað en bláköld reynslan kennir því. Það mun því ekki að ófyrrisynju, að Hannes á horninu gefur pistli sínum m.a. yfirskriftina: „Margir orðnir algerlega áttavilltir“. Það er engu líkara en í þessu felist hógvær ábending um það, hvernig komið er fyrir Alþýðuflokknum. — b. SJALFSMORÐ TIL AÐ MOTMÆLA OFSÓKNUM Fyrir skömmu gerðist það á torgi elnu í mlðblki Saigon, höfuðborgar Suður-Vietnams, að búddamunkurinn Tchic Quang Dhuc lét brenna sig lifandi. 500 munkar og nunnur voru viðstödd þennan atburð. Hjarta munksins, sem bjargaðist úr bálinu, er nú geymt sem helgur dómur f Loi Xa-hoíinu sem er stærsta guðshús í Saigon. Munkurinn framdi sjálfsmorð til að vekja athygli á ofsókn- um þeim sem Diem einræðisherra beitir trúbræður hans, en Búddistar eru lang fjölmennasti trúflokkurinn í landinu, þótt Diem og hyski hans sé kaþólskt. Myndin sýnir Tchic Quang Dhuc á hálinu. Margir íslendingar sýndu frábæra trúarhrifningu á Skál- holtshátíðinni sælu nú um helgina, en ólíklegt verður að teljast að margir þeirra sem þar voru saman komnir séu reiðubúnir til að leggja svo mikið i sölurnar fyrir trú sína sem munkurinn í Saigon. Nýskipaður NATÖ-hershöfðingi Átti örðugt meö að draga andann vegna Gyöingaþefs Hershöfðinginn Johann-Adolf Graf von Kiel- mansegg sem vestur-þýzk hernaðaryfirvöld hafa útnefnt yfirmann NATÓs í Mið-Evrópu ritaði árið 1941 bók um hermennsku sína í Póllandi og Frakklandi. Lýsir hann þar takmarkalausri að- dáun sinni á Hitler en viðbjóði á Gyðingum og þess háttar lýð. Bók hershöfðingjans nefnist „stríðsvagnar milli Varsjár og Atlanzhafsins" og kom út hjá Verlag Die Wehrmacht í Berlín 1941. í þcim kafla sem fjallar um innrásina í Pólland , getur að líta eftirfarandi lýs- ingu: „Húsin voru hroðalega skítug, | það var næstum ómögulegt að anda. Þetta er skiljanlegt þar sem svo til allir íbúarnir voru Gyðingar". Kveðst höfundur undrast hve slíkur lýður væri fjölmennur í Póllandi. Vonaðist eftir árás Um aðdragandann að innrás þeirra nazista í Pólland hefur NATÓ-hershöfðinginn þetta að segja: „Við vissum allir að Þýzka- land bjóst til að stöðva rudda- skap Pólverja sem þegar var farinn að teygja sig yfir landa- mærin. Með öndina í hálsinum hlýddum við á síðasta tilboð Der Fuhrers til Pólverja .. Og við hefðum ekki verið þýzkir hermenn hefðum við ekki von- að að Pólverjar myndu ekki fallast á það“. Næturró nazista Á blaðsíðu 43 skýrir Kiel- mansegg hershöfðingi frá þvi hvemig pólskir skæruliðar í þorpinu Polichno spilltu nætur- ró Þjóðverjanna: ,.í fyrsta sinn gerðum við beinar ráðstafanir til að tryggja nætursvefn okkar og síðar varð ; þetta að reglu og reyndist á- j gætlega. Allir íbúar þorpsins j sem eftir voru voru reknir saman í stóran húsagarð og læstir inni yfir nóttina og var það trygging fyrir því að við gátum sofið rólegir af um nótt- ina ótruflaðir af skothríð“. Töfrandi ræðumennska Þetta hefur hershöfðinginn að segja um ræður Adolfs Hitlers: „Vegna þess hugarástands sem- ég var í er ég hlustaði á ræðu Der Fiihrers og eins vegna sögulegs mikilvægis hennar varð ég hrærðari en ég hafði nokkru sinni áður orð- ið. Ég þurfti ekki annað en að gefa andlitum hinna hermann- anna auga til að komast að því að þetta átti ekki einungis við um mig heldur einnig alla aðra“. Á blaðsíðu 81 segir hershöfð- inginn: „Ég sat í stól æðsta manns ríkisins (þ.e. Póllands. Þjóðv.), ríkis sem við höfðum ekki að- eíns yfirbugað hemaðarlega, heldur hafði sigur okkar af- máð það af spjöldum sögunnar. Þetta ríki reyndist endast í tuttugu ár eftir að það var búið til, enda þótt sagan hefði kveð- ið upp yfir þvi dauðadóm 150 árum áður.“ Signrsæl barátta Á blaðsíðu 90 ér hershöfð- inginn kominn fram til ársins 1940 og fræðir lesendur um að „hin sigursæla barátta í Nor- egi hefur enn einu sinni sýnt fram á staðfestu Der Fuhrers og dugnað hersins." „Þýzkir hermennskuhæfileik- ar og skipulagning var reynd- ar komin það langt áleiðis að ekki þurfti annað en að brýsta á hinn fræga hnapp og fjand- inn varð laus. Landher og flug- her biðu reiðubúnir til að hef ja gagnárás á hverri stundu. Der Fiihrer fyrirskipaði það þegar fjandmennimir í blindni sinni hugðust ráðast á þýzkt land. Framhald á 8. síðu. Sérstæður fornminjaáhugi í Frakklandi Unglingarnir héldu svall- veizlur í miðaldabyggingu Bifreiðaslys sem hafði dauð- ann í för með sér varð til þess að franska lögreglan komst á snoðlr um að hundruð unglinga höfðu að staðaldri komið sam- an í „draugahöli" einni frá tólftu öld og haldið þar trylltar svallsamkomur. Unglingarnir sem flykktust saman í Roche- fort-höllinni í Cote d’Or skammt frá Dijon voru allir meðlimir klúbbs sem nefndist „Litla kanfnan" og segir lög- reglan að það hafi verið mjög vel skipulagður félagsskapur. Fyrirlestur Klúbbstjómin gekkst fyrir „fyrirlestrum um hinar tækni- legu hliðar kynlífsins ásamt sýnikennslu í þeim efnum“. Sýningamar voru jafnframt samkeppni og hlutu þau verð- laun sem mesta hugkvæmni sýndu. 1 „Litlu kanínunni" var auk þess hópur „vísindamanna" sem stundaði ýmiskonar rann- sóknarstörf í vinnustofu sinni, en ekki vill lögreglan veita nánari upplýsingar um það at- riði. Tómar flöskur Ekki hefur heldur verið skýrt frá því hve lengi unglingamir hafa notað Rocheforthöllina undir samkvæmi sín en viskí- og vínflöskur sem fundist hafa í hundraðatali á staðnum benda ótvírætt til bess að svo hafi verið um alllanga hrið. Höllin var reist árið 1156. Varðmaður gætti hennar til ársins 1953 er hann lézt og stóð byggingin upp frá því mannauð, þar tll „Litla kanínan" hóf þar hina sérstæðu starfsemi sína. Æsileg ökuferð I byrjun síðastliðinnar viku kom 18 ára stúlka, Francoise að nafni, að máli við lögregluna í Leignes. Hún var í ákafri geðshræringu og sagði að 23 ára gamall vinur sinn hefði látið lifið er hann missti stjórn á bílnum sem hann ók. Er lög- reglan rannsakaði bifreiðina fundust þar leifar tveggja viskíflaskna og vélbyssa. Fran- coise sagði að vinur hennar hefði verið drukkinn er þau hófu hina æsilegu ökuferð og í yfirheyrslunum kom í ljós að þau höfðu haldið sig í Roche- fort-höllinni ásamt fjölmörgum vinum sínum sem þar höfðu skemmt sér um helgina. • Draugagangur Furðulegt má það heita að lögreglan skyldi ekki fyrr kom- ast á snoðir um það sem fram fór í höllinni. Þegar íbúar ná- grennisins voru yfirheyrðir kojn í ljós að þeir höfðu að staðaldri orðið varir við háv- aða frá hallarrústunum. Margir héldu að vísu að ókyrrð þessi stafaði frá fyrrverandi íbúum staðarins sem gengju aftur um nætur. Hinsvegar höfðu fjöl- margir aðrir orðið varir við mergð bfla sem óku með deyfð- um ljósum til hallarinnar um hverja helgi. Þess má geta að fyrr í ár uppgötvaði lögreglan unglinga- klúbb sem lagt hafði foma höll fyrir utan París undir félags- starfsemi sína. Svo virðist því sem franskir unglingar hafi mikinn áhuga á fomminjum þótt á sérstæðan hátt sé. á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.