Þjóðviljinn - 24.07.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.07.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 24. júlí 1963 ÞI0ÐVILJINN SlÐA 1 | Verkalýður Asíu, Afríku og k Suður-Ameríku berst hetjubar- ^ áttu fyrir mannsæmandi til- k veru. f í Indlandi hefur verkalýður k hinna nýju stórfyrirtækja for- " ystuna. Má þar til nefna verk- k fall 225 þús. verkamanna í J bastiðnaðinum í Kalkútta 1961 m og verkfall málmiðnaðarmanna J Durgapur sama ár. 1962 fór H verkfallsalda yfir landið og ? sýndi verulega framför í allri | skipulagningu baráttunnar. J Verkfallssjóðir voru myndaðir ■ með virkri þátttöku alls verka- k lýðs landsins. Árangur barátt- ^ unnar kom fram í verulegum k launahækkunum og auknum \ tryggingum. k 1 maí 1962 háðu 35 þús. ™ verkamenn í kopamámum k Norður-Rhodesíu, verkfall, sem 1 var að því leyti einstakt i sinni ■ röð. að hvítir verkamenn stóðu með hinum innfæddu og neit- uðu að gerast verkfallsbrjótar. 1 Kenya var fjöldi verkfalla 1962; fyrri helming ársins voru þau 112, hið stærsta þeirra náði til yfir 70 þús. landbúnað- arverkamanna. Augljósar framfarir f skipu- lagningu verkfalla komu fram í verkföllum stáliðnaðarmanna og kjötiðnaðarmanna í Uru- guay, hafnarverkamanna á Ceylon; hafnarverkamanna og málmiðnaðármanna í lsrael og landbúnaðarverkamanna, námumanna og hafnarverka- manna í Tanganyika. Dýrkeypt reynsla verkalýðs- ins í hinum háþróuðu auð- valdslöndum verður þannig skóli fyrir verkalýð þróunar- landanna. Hin vaxandi verkfallsbarátta síðustu ára hefur dregið til sín ýmsar stéttir. sem áður hafa komið þar lítt við sögu, svo sem landbúnaðarverkamenn og skrifstofufólk. Yfir þrjár millj. landbúnað- arverkamanna um endilanga Italiu, háðu harðvítug verkföll árið 1962, sem færðu þeim launahækkanir allt að 40% ,auk annarra friðinda. Verkföll í • • Onnur grein landbúnaði voru einnig háð á Spáni, Grikklandi og víðar, það ár. Kennarar við mið- og æðri skóla hafa á síðustu árum háð verkföll í Bandaríkjunum, Arg- entínu, Perú, Chile, ítalíu, Bretlandi, Frakklandi og víðar. 1 Italiu, Japan og Grikklandi hafa læknar og hjúkrunarkon- ur tekið þátt í verkföllum. Þá hafa opinberir starfsmenn fjölda landa einnig háð verk- fallsbaráttu. 1 Vínarborg gerðu starfsmenn hótela allsherjar verkfall og þar gerðu einnig lögregluþjónar verkfall. Þessi upptalning sýnir að æ fleiri stéttir eru farnar að not- færa sér verkfallsvopnið í bar- áttu sinni fyrir bættum lífs- kjörum. En verkfallsvopnið er ekki aðeins notað, í sívaxandi mæli sem vopn í hinni almennu launabaráttu, heldur færist það mjög í vöxt að það sé einnig notfært í baráttunni fyrir friði og almennri afvopnun, til vam- ar almennum lýðréttindum og gegn afturhaldi og fasisma. 1 sumum tilfellum er hér um að ræða stuttar aðgerðir til að tjá vilja verkalýðsins, eins og 15 mínútna verkfall fyrir friði er háð var í Belgíu, 8. mai 1962, einnar stundar verkfall gegn hryðjuverkamönnum O.A.S., sem háð var í Frakklandi, verkfall eitt hundrað þúsund verkamanna í Queensland í Ástralíu, til vamar réttindum verkalýðssamtakanna, allsherj- arverkfaliið í Aden, í sept. 1962, gegn nýlenduáformum Breta og fleira mætti telja. Flest hin stærri verkföll í Suður-Ameríku eru að öðrum þræði gegn hemaðareinræði þessara ríkja. Með tvennum voldugum á- tökum, í okt. og nóv. 1961, felldi alþýða Ecuador aftur- haldsstjórn Ibarra forseta. Nokkrum mánuðum síðar gekk voldug alda pólitískra verk- falla yfir Guatemala, gegn þá- verandi einræðishei-ra landsins, Fuentes. I Dominikanska lýð- veldinu snerust verkfallsátökin upp i uppreisn gegn einræði ^ Trujillo, sem hernaðarklíkunni fei tókst þó að bæla niður, með ^ aðstoð bandaríska flotans. k Alþjóðlegar samúðaraðgerðir > með þjóðfrelsisbaráttu kúgaðra B þjóða hafa farið vaxandi hin J siðari ár. Viða um heim hafa ■ verið háðar samúðaraðgerðir með verkalýð Spánar og Alsír. Þá vöktu ofbeldisaðgerðir w* Bandaríkjanna gegn Kúbu al- menna reiði verkalýðsins um w víða veröld. I flestum löndum | Suður-Ameríku fylkti verka- k lýðurinn sér á götunni til að * lýsa samúð sinni með kúbönsku k þjóðinni. í Japan og Sýrlandi, ^ Indónesíu og Ghana, Frakk- landi og ítalíu krafðist verka- * lýðurinn friðar og sjálfstæðis b fyrir Kúbu. 1 Italíu tók yfir J hálf þriðja millj. verkamanna ■ þátt í Kúbu. samúðarverkfalli með Með börnin / ferðalagið Það er erfitt að ferðast lang- ar léiðir með börn í bílum. 1 sænsku blaði las ég nýlega grein um það hvernig foreldr- ar ættu að haga sér, til þess að slíkar ferðir yrðu sem farsæl- astar fyrir fjölskylduna. Það var Alvar Thorson yfir- maður sænskra umferðamála sem í greininni tók þetta efni til meðferðar og gefur hann eftirfarandi ráð. Hvílið bömin oft Þegar ferðast er með böm langar leiðir í bílum þarf að stoppa oft, helzt á tveggja tíma fresti. og leyfa bömunum að fara út og hreyfa sig. Böm hafa hvorki þolinmæði né þrek til að sitja marga klukkutíma í bíl í einu. Gætið þess að staðnæmast á stöðum sem bömin geta ó- hindrað hlaupið um og leikið sér þessar stundir. Öruggasti staðurinn aftursætið Það er öruggast að hafa bömin í aftursætinu. Sé ferð- ast með smáböm í körfum eða vöggum ætti að hafa þau á gólfinu aftur í bílnum, þá er minnst hætta á því að þau meiðist ef bremsað er skyndi- lega eða ef óvænt óhöpp bera að höndum. Margir virðast halda að það sé bezt að sitja með bamið í framsætinu en það er alrangt. Ef eitthvað kemer fyrir á bam- ið á hættu að skella í framrúðu bifreiðarinnar og stórslasast. Læstar hurðir Á hurðum bifreiðarinnar eiga að vera öruggar læsingar. Það er hörmulegt að lesa og heyra um slys sem hafa orsakazt af því að hurðir bifreiða hafa opnast og böm dottið út. Lokið alltaf hurðunum að innan, þá getið þið fullvissað ykkur um að dyrunum sé vel lokað og að engír fingur verði á milli. Gluggarnir Bömum á auðvitað aldrei að líðast að hanga með höfuð og handleggi út um bflgluggana, það er ekki aðeins hættulegt fyrir þau sjálf og þá sem með þeim eru í bílnum, heldur get- ur það einnig fipað aðra bif- reiðastjóra sem um veginn fara Leikföng í ferðalaginu Stóraukin f jölbreytni í íslenzkri ostaframleiislu Eins og sagt var frá í Þjóð- viljanum í gær er komin í verzl. ný tegund af osti, Cam- embert ostur. Mjólkurbú Flóa- manna hefur á annað ár gert tilraunir til framleiðslu á þess- um osti og er nú þeim árangri náð að sala getur hafizt. Camenbert ostur er gerður víða um heim og þykir hið mesta lostæti, hann er fransk- ur að uppruna og heitir eftir litlu þorpi í Frakklandi. Sigurður Benediktsson kynnti íslenzka Camembert ostinn fyr- ir fréttamönnum. sem voru á einu máli um ágæti hans. Osta og smjörsalan hefur stuðlað mjög að aukinni fjölbreyttni í ísl. ostagerð á síðari árum og standa vonir til að innan skamms verði hafinn útflutn- ingur á íslenzkum ostum. Áhugi Islendinga fyrir góðum ostum hefur ekki verið mikill hingað til og þjóðin er fámenn svo erf- itt er að halda uppi hérlendis jafnmikilli fjölbreyttni i ost- um og hjá milljónaþjóðunum. Camembert osturinn er í 150 gr. dósum og kostar dósin kr. 25.00 í smásölu. Osturinn er viðkvæmur bæði i fram- leiðaiu og geymslu og verður að geymast á köldum stað en leiðbeiningar um þetta munu fylgja hverri dós. Það er ekki að efa að margir munu fagna þessari nýjung í íslenzkri osta- gerð. Hér eru svc til gamans nokkrar uppskriftir að mjög góðum ostaréttum. Ostabrauð með eggjahvítu 75 til 100 gr. rifinn ostur 1 eggjahvíta 4 þunnar brauðsneiðar smjör. Brauðsneiðarnar eru smurðar með smjöri. 1 stífþeyttu eggja- hvítuna er blandað rifna ostin- um, látið með matskeið ofan á brauðsneiðina, bakað strax við meðalhita þar til það er gul- brúnt. Þennan rétt verður að búa til rétt áður en á að borða hann. Borða má þennan osta- rétt hvort heldur er með kaffi eða tei eða sem smárétt. Ostakúlur 1 rækjuostur 100 gr. smjör eða smjörlíki sinnep pipar rifið rúbrauð Rúgbrauðið er rifið og þurrk- að á pönnu þar til það er vel þurrt. Kælt. Smjörið er hrært þar til það er lint þar í er hrærður rækjuosturinn og kryddið. Kælt. Búnar til úr þessu hnöttóttar smáar kúlur. Kúlunum velt upp úr rifna rúgbrauðinu. Geymdar á köld- um stað. Rétt áður en borðað er, er þeim raðað í topp á ' glerskál. Borðað með alls kon- ar drykkjum. Ostasamlokur 100 gr. hveiti 100 gr. smjör 75 gr. rifinn ostur 2 til 3 matsk. rjómi Ostakrem: 1 hluti smjör 2 hl. gráðostur Myljið saman smjör og hveiti, blandið ostinum og rjómanum saman við, hnoðað, látið standa á köldum stað í 1 klst. Breitt mjög þunnt út. Stungn- ar út litlar kringlóttar kökur. j Þegar þær eru kaldar eru þær j lagðar tvær og tvær saman með ostakremi á milli. Ostakremið Smjörið er hrært, gráðuostur inn hrærður þar út í. I Leikföng fá bömin til að una betur í löngum ferðalögum. Á- nægð og róleg böm gera ferða- lagið skemmtilegt og auðvelt. En leikföngin verður að velja með gaumgæfni. það má ekki vera neitt sem börnin geta meltt sig á eða truflað bflstjór- ann með. Varizt þess vegna hluti eins og risastóra tusku- bangsa og hunda og umfram allt hávaðasöm leikföng. Hamingjuóskir Gitte Hænning er tslendingum að góðu kunn. Flestir rnuna ef- laust eftir litlu þybbnu stelpunni sem heimsótti tsland fyrir nokkrum árum ásamt föður sínum og heillaði alla með sðng og skemmtilegri framkomu. Nú er Gitte orðin falleg dama og var þessi mynd tekin af hcnni þegar hún eftir söngsigur í Þýzka- landi nýlega tók við hamingjuóskum frá hinni kunnu söng- konu Marlene Diietrich. IRAMTÍÐARSTARi FRAMKVÆMDASTIÓRI ÓSKAST ÚTGERÐ FISKVINNSLA Viljum ráða strax framkvæmdastjóra að útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tæki voru Kirkjusandi h.f. í Ólafsvík. Nánari upplýsingar gefur Jón Arnþórsson, starfsmannastjóri S. í. S., Sambandshúsinu Reykjavík. . STARFSiyiAN NAHALD %

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.