Þjóðviljinn - 25.07.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 25.07.1963, Page 1
Fimmtudagur 25. júlí — 28. árgangur — 164. tölublað. ■ | Portúgal verBi vikiB úr SÞ ■ ■ | Trotskistar styBja Kínverja Sjá síðu 0 •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■"«■"■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■ Jón Ingimarsson. Skákþing Norðurlanda Skákþing Norðurlanda er háð um þessar mundir í Óðinsvé- um í Danmörku og taka 6 Is- lendingar þátt í mótinu, tveir f landsliðsflokkii og fjórir í meistaraflokki. — Á 2. síðu Þjóðviljans í dag er fréttabréf frá Jóni Ingimarssyni af setn- ingu mðtsins og fyrstu umferð, en Jón er einn hinna íslenzku keppenda. Kæra ríkisstof nanir fyrir brot á vinnulöggjöfinni TVÖ SLYS Tvö smáslys urðu í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson datt af vinnupalli við húsið nr. 24 við Brekkugerði og meiddist í baki. Hann er til heimilis að Sólheim- um 35 og var fluttur í Slysavarð- stofuna til athugunar. Hitt slysið varð við Mánafoss Eimskipafélagsins. Reynir Bárð- dal varð á milli skips og bryggju með annan fótinn og var fluttur í Slysavarðstofuna til rannsókn- Stéttarfélag verkfræð-^ inga hefur ákveðið að kæra ríkisvaldið fyrir Félagsdómi fyrir brof á vinnulöggjöfinni. Telur félagið að ýmsar ríkis- stofnanir hafi reynt að efna til ólöglegra verk- fallsbrota með því að auglýsa eftir verkfræð- ingum til starfa eftir að Jöglegt verkfall var haf- ið. Hinrik Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarfélags verk- fræðinga, skýrði Þjóðviljanum frá þessu í gær. Tilefnið er það að nokkrar stofnanir rík- isins, vegagerðin, landsíminn og raforkumálaskrifstofan auglýstu eftir verkfræðingum til starfa samkvæmt úrskurði kjaradóms um laun opinberra starfsmanna. Verkfræðingar almennt eru hins vegar ekki í Bandalagi starfsmanna ríkis- og bæja, held- ur í Stéttarfélagi verkfræðinga sem semur fyrir félaga sína og á í verkfalli. Engar umsóknir munu hafa borizt um stöðurnar hjá símanum og raforkumála- skrifstofunni; hins vegar sóttu fjórir verkfræðingar um sex stöður hjá vegagerðinni og hafa þeim nú verið veitt störfin. Framhald á 0. síðu. FerBafálk í hríB og kulda ú NorBurlandi Fréttamaður Þjóðviljans hafði í gær samband við Amþór Björns- son, hótelstjóra í Reynihlíð við Mývatn. Hann sagði, að í sumar hefðu óvenju margir útlendir ferðamenn lagt leið sina til Mý- vatns og Mývatnssveitar. Mest hefði borið á Þjóðverjum. en einnig Englendingar verið all- margir. Svíar og Ameríkanar. Og það hefur ekki blásið byr- lega fyrir ferðafólkinu vegna kuldanna. Til dæmis, sagði Am- þór, snjóaði hér við Mývatn í nótt mill klukkan 2 og 3 og varð jörð alhvít niður að Vatni. Ferða- fólk sem var á ferð í Möðrudal sl. nótt, aðfaranótt miðvikudags- ins, lenti þar í blindbyl. Heyskapur hjá bændum ligg- ur nú niðri, enda grasspretta engin, og er fyrra slætti enn ekki lokið á mörgum bæjum. Kartöflugras féll á bænum Vog- um í fyrrinótt, eins og reyndar víðar á Norðurlandi undanfarna daga. t.d. í Ólafsfirði. Stærsta skemmtiferBaskipiB 1 gíermorgun kom hingað vestur-þýzka skemmtiferða- skipið Bremen með 800 þýzka og bandaríska ferðamenn. — Veðurútlit var slæmt, þegar skipið kom, en rættist úr er á daginn leið og fóru 6-700 farþeganna til Gullfoss og Geysis á vegum ferðaskrif- stofu Geirs H. Zoega, sem annaðist móttöku þess. Bremen mim vera stærsta skemmtiferðaskip, sem komið hefur hingað til Reykjavíkúr, en það er 35.000 tonn. Það er skráð í Bremen og er eign Norddeutsche Lloyd skipafé- lagsins. Skipið var smíðað eftir stríð, en er nú nýlega endurbyggt. Ef ekki hefur verið því meiri óánægja með veðrið í gær, má búast við að skipið komi hér aftur að ári, Trésmiðir Múrarar TRÉSMIÐAFÉLAG REYKJA- VlKUR hélt félagsfund f fyrrakvöld og voru þar samþykktir nýir samningar um kaup og kjör, en þeir voru undirritaðir með fyrir- vara af samningsnefnd fé- Iagsins fyrir helgii. Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá eru samningamir á svip- uðum grundvelli og samn- ingar iðnaðarmannafélaganna, sem áður höfðu samið. SAMKVÆMT hinum nýja samn- ingi hækkar sveinakaup f dagviinnu úr kr. 30,25 i kr. 34,18 á klst. Kaup sveina, sem vinna við vélar hækkar úr kr. 32,50 í kr. 38,45. Verkfæragjald hækkar úr kr. 1,45 f kr. 1,70. í ÁKVÆÐISVINNU hækkar reikningstala óendurskoðaðra þátta taxtans úr 27,84 í 31,46 en endurskoðaðra þátta f 34,18. Samningurinn gildir til 15. október og rennur þá út án uppsagnar. I FYRRAKVÖLD samþykktu múrarar og múrarameistarar á félagsfundum hina nýju samninga, sem undirritaðir voru af samniinganefndum félaganna í sl. viku. SAMKVÆMT hinum nýju samn- ingum hækkar sveinakaup um 17% í tímavinnu, en á- kvæðisvinna hækkar um 13% og verkfæragjald hækkar úr kr. 0,75 í kr. 1,06. SAMNINGURINN gildir frá og með 15. júlí til 15. október en fellur þá úr gildi án upp- sagnar. Tillaga Sovétríkjanna í viðræðunum í Moskvu: Stórveldin sku til að afneita vopnavaldi MOSKVU 24/7 — Enn heíur ekki verið gengið fyllilega frá sáttmála stórveldanna um bann við öllum kjamasprengingum nema neðanjarðar og segja fréttamenn að ástæðan muni vera sú að sov- étstjórnin hefur lagt mikla áherzlu á að jafnframt sáttmálanum um sprengingabann lýsi stórveldin því yfir að þau skuldbindi sig til að beita ekki vopnavaldi til lausnar deilumálum, Sovétstjómin mun þó ekki gera I sprengjubanni að slík yfirlýsing það að algerðu skilyrði fyrir I verði gefin út nú, en leggur mjög ! i ! Borðið grænmeti og sparið: ! Nýjar rófur komnar ■ pokinn á kr. 1M90!! Maður nokkur hringdi til blaðsins 1 gær, og sagði okkur frá smádæmi um verðlagningu á nýju grænmeti, sem nú er að byrja að koma í verzlanir. Hann brá sér inn í matvöru- verzlun hér í bænum, þar sem hann sá að þar voru á boð- stólum nýjar rófur. En dýrt er drottins orðið: Ein meðalstór rófa. sem hann keypti kostaði hvorki meira né minna en krónur 14.00. Þegar heim kom, lagði mað- urinn þessa rófu á vigt og kom þé í ljós. að hún vóg um 500 grömm — hálft kiló. Og ef við höldum svo áfram að reikna þetta dæmi, þá kemur í ljós, að pokinn af róf- um mundi kosta krónur 1.400 00— segi og skrifa fjórtán hundruð krónur — og tunnan krónur 2.800.00. Nú er það reyndar alkunna, að verð á nýju grænmeti er yfirleitt allhátt. þegar það kemur fyrst á markaðinn á sumrin. En okkur er samt spum, hvort hér sé ekki geng- ið nokkuð langt, því að vafa- laust má finna fleiri dæmi eitthvað svipað þessu. Og hvar er svo verðlagseftirlitið með þessum vörum? Loks væri svo fróðlegt að fá að vita, hvað stór hlutur af þessu háa verði kemur í hlut framleiðandans. og hvað fer í milliliðina. Hvemig skyldi þeim t.d. vera skipt þessum 1400 krónum, sem fást fyrir hvem rófupoka. sem seldur er á þessu verðj í verzl? fast að vesturveldunum að lofa því að viðræður um griðasátt- mála verði teknar upp síðar. Enn viðræður Samninganefndimar sátu á fundi í Moskvu í þrjár klukku- stundir í dag og að honum lokn- um var gefin út stutt tilkynning þar sem sagt var að enn þokaði í átt til samkomulags um spreng- ingabann. Nefndirnar munu koma saman aftur á morgun og verða einnig rædd önnur mál sem rík- in varða öll. Formenn samninganefndanna. þeir Gromiko, Harriman og Hailsham lávarður, ræddust aft- ur við einslega í dag og stóð fundur þeirra í eina klukku- stund. Hver undirritar? Fréttaritari AFP telur sighafa heimildir fyrir því að á fundin- um í dag hafi einkum verið rætt um með hvaða hætti sáttmálinn skuli undirritaður og segir hann að Gromiko hafi farið fram á að það gerðu æðri menn en for- menn samninganefndanna. U ppsagnarákvæði? Bandaríski öldungadeildarmað- urinn Henry Jackson sem sæti á i hermálanefnd deildarinnar sagði fréttamönnum í dag eftir að Rusk utanríkisráðherra hafði gefið nefndinni skýrslu um viðræðum- ar í Moskvu, að í drögum að sáttmálanum sem liggur fyrir samningamönnum þar sé gert ráð fyrir að hvert aðildarríkja sátt- málans geti sagt honum upp. ef það telur öryggi sínu ógnað vegna kjamasprenginga annarra ríkja en þeirra sem að honum standa. Jackson sagði að nefndarmenn hefðu tekið sáttamálauppkastinu Framhald á 3. síðu. Hitabylgja suður i álfu LONDON 24/7 — Miklir hitar eru nú víðasthvar á meginland- inu, en loffcið rakt og þrumu- veður í vændum. I skugga hef- ur hitinn víða mælzt 30 stig eða meiri I Vestur-Berlín var 30 stiga hiti og einnig í Genf. 1 Paris var 20 stiga hiti og nokkuð hefur dregið úr hitunum í Hollandi þar sem 30 stiga hiti hefur verið síðustu tvo daga. ! Madrid var hitinn 33 stig. I Tékkóslóvakíu hefur hitinn hald- izt nær stöðugur við 30 stig allt frá því í byrjun mánaðarins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.