Þjóðviljinn - 25.07.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.07.1963, Blaðsíða 3
 _____ í'immtudagur ?”Tf Tt>63 VfGÐW11*™ Krafa borin fram í Öryggisráðinu Portúgal verii vikið úr SÞ fyrir nýlendukúgun í Afríku NBW YORK 24/7 — Fulltrúi Ghana í Öryggisráði SÞ lagði til í dag að Portúgölum yrði vikið úr alþjóðasamtökunum eí þeir baettu ekki ráð sitt og afléttu kúguninni í nýlendum sínum í Afríku áður en ailsherjiarþing SÞ kemur saman í september. Hann krafðist þess einnig að þegar yrði hætt öllum vopna- sendingum til Fortúgals, en megnið af þeim vopnum sem notuð eru til að viðhalda kúg- uninni í nýlendum þeirra eru fengin frá bandamönnum í Atlanzhafsbandalaginu. Kæra 32 ríkja öryggisráðið kom saman vegna kæru 32 ríkja í Afríku út af ástandinu í nýlendum Portúgals, sem ógnar friðnum í álfunni. Sovétríkin styðja Fulltrúi Sovétríkjanna lýsti í gær fullum stuðningi við mál- stað Afríkuríkjanna og hinna kúguðu þjóða í nýlendum Portú- gala og lýsti sök á hendur vest- urveldunum fyrir aðstoð þeirra við Portúgal. Hann benti þannig á að Bandaríkin hefðu látið Portú- gal fá hergögn fyrir 268 millj- ónir dollara og það væru þessi hergögn em notuð væru gegn þjóðfrelsishreyfingunum í ný- lendunum. Upp á siðkastið hefði það einkum verið Vestur-Þýzkaland sem látið hefði Portúgölum í té hemaðaraðstoð og hefði hún farið mjög vaxandi upp á síð- kastið. Ógnun við friðinn Sovézki fulltrúinn, Nikolaj Federenko, taldi að full ástæða væri til að taka kæru Afríku- ríkjanna til greina. Enginn vafi væri á að í nýlendum Portúgala í Afríku ríkti nú það ástand sem gert er ráð fyrir í 39. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem heimilar öryggisráðinu að skerast í leikinn ef friðnum er ógnað. Haldi bandamenn Portúgala á- fram aðstoð sinni við þá, hljóti Afríkuríkin að taka til sinna ráða og myndi af þvi hljótast meiriháttar ófriður. Á fundi í efnahags- og félags- málaráði SÞ sem haldinn er í Genf var í dag samþykkt að víkja Portúgal úr efnahagsnefnd SÞ fyrir Afríku. Fulltrúar vest- urveldanna sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Þannig er nú umhorfs í mörgum borgum suðurf yl kjanna í Bandaríkjunum. Vopnaðir hermenn standa á verði á götunum, reiðubúnir að skerast í leikinn, ef óeirðir blossa upp. Nokkur árangur al baráttu svertingja gegn misréttinu Enn róstusamt víða í Bandaríkjunum NEW YORK 24/7 — Barátta bandarískra svertingja fyrir iafnrétti og sjálfisögðustu mannréttindum sem valdið hefur ólgu og óeirðum í Bandaríkjunum í sumar er farin að bera nokfcum árangur. Róstusamt er þó enn víða í landinu. Marilyn (,,Mandy“) Riice-Davies, sem er annað aðalvitnlð f mállnu gegn „dr.“ Stcphen Ward, í réttarsalnum. Vændiskonur vitna í máli Wards Eitt sterlingspund fyrir svipuhöggið LONDON 24/7 — Vitnaleiðslum í réttarhöldunum yfir „dr.“ Stephen Ward var haldið á- fram í Old Bailey í London í dag og sögðu nú tvær vændis- konur söguna af samskiptum sínum við .,doktorinn“. Tuttugu ára gömul vændis- kona, Vickie Barret að nafni, skýrði réttinum m.a. frá því að hún hefði flengt gesti Wards með svipu og fengi greitt eitt sterlingspund fyrir svipuhöggið. Eitt sinn hefði hún svalað pisla- losta þriggja slíkra öfugugga í ?enn sem lágu naktir í rúminu, en hún sveiflaði svipunni fá- klædd yfir þeim. Hún hafði einnig sængað hjá karl- mönnum í íbúð Wards. en Ward hefði aldrei látið hana fá neitt fé fyrir, heldur hefði hann sagzt mundu geyma það fyrir hana. Hann hefði hins vegar gefið henni föt. Ljúgvitni Önnur vændiskona. ungfrú Ricardo, hafði í réttinum í gær haldið þvi fram að lögreglufor- ingi að nafni Samuei Herbert hefði hótað öllu illu eí hún bæri Ward vitni gegn Ward. Hún tók aftur framburð sinn í rannsókn- arréttinum um að hún hefði oft- sinnis komið í íbúð Wards og fengið fé fyrir að sænga hjá gestum hans. Nú bar hún að hún hefði aðejns einu sinni komið heim til Wards og þá ekki tekið neina greiðsiu fyrir. Keeler aftur Dómarinn féllst í dag á þau tilmæli verjanda Wards, James Burge. að ungfrú Christine Keeler yrði aftur köliuð fyrir rétiinn og verður það á morgun. Einn af vinum hennar, mið- aidra maður að nafni Jim Eylan. bar fyrir réttinum í dag að hann hefði iðulega sofið hjá henni. bæði i íbúð Wards og annarri staðar, og hefði greitt henni 2.000—2.500 krónur í hvert skipti Hálf milljón í tekjur Herbert lögregluforingi, sem neitaði ásökun ungfrú Richardo, skýrði réttinum frá því að erfitt hefði reynzt að afla vitneskju um tekjur Wards, en ætla mætti að árstekjur hans af nuddlækning- Framhald á 6. síðu. Trotskistar á Ítaiíu styðja Kínverja RÓM 24/7 — Málgagn ítalskra trotskista „Lotta Operaia“ hefur lýst fullum stuðníngi við sjón- armið kínverska kommúnista- flokksins í deilum hans við Kommúnistaflokk Sovétríkjanna og aðra flokka og hefur sér- prentaðri grein ritsins um þessi mál verið dreift á ftalíu. Höfundur greinarinnar heitir J. Poasadas og segir hann að ágreiningurinn milli kommún- istaflokkanna sé nú orðinn svo mikill að bilið milli þeirra verði ekki brúað. Hins vegar muni deilan ekki leiða til klofnings í hinni alþjóðlegu verklýðshreyf- ingu, segir greinarhöfundur enn- fremur, heldur aðeins til falls Krústjoffs og annarra endur- skoðunarsinna og skriffinna í Sovétríkjunum. Hann spáir því að innan tveggja ára verði myndað nýtt alþjóðasamband kommúnistaflokkanna, sem Pjórða alþjóðasambandið (sam- band trotskista) muni verða að- ili að. f Cambridge í Maryland þar sem hvað mestar óejrðir hafa verið undanfarnar vikur hefur tekizt samkomulag milli leiðtoga blökkumanna og bæjaryfirvald- anna og annarra fulltrúa hinna hvítu borgar,a um að sett verði á laggirnar nefnd til að kanna ástandið og athuga með hvaða hætfi hægt verði að ganga að kröfum svertingja. Jafnframt hafa blökkumenn heitið að hætta mótmælaaðgerðum sínum um sinn. Vafasamt er þó talið að nefnd þessi muni geta ráðið fram úr vandanum og má búast við að upp úr muni sjóða aftur áður en langt líður. Frakkar muau beíta neitunarvaldi í Nato PARlS 24/7 — Franska stjórnin hafnar afdráttarlaust öllum fyr- irætlunum um endurskoðun á hernaðaráætlunum vesturveld- anna og vígbúnaðarþörf þeirra og mun beita neitunarvaldi sínu í f astaráðx Atianzhaf sbandalagsins til að koma í veg fyrir tillögu Stikkers framkvæmdastjóra um um að slík endurskoðun nái fram að ganga. Þetta var haft eftir góðum heimildum í höfuðborg Frakk- lands í dag. Fastaráð bandalags- ins kemur saman á aukafund á fimmtudaginn kemur til að f jalla um tillögu Stikkers. Franski fulltrúinn í ráðinu, Seydoux, mun þá gera grein fyr- ir afstöðu Frakka og mun beita 5.000 námumenn í verkíaili á Spáni MADRID 24/7 — Um fimm þús- und námumenn í Asturiashér- aðl á Norður-Spáni hafa lagt nið- ur vinnu, viðurkenndi talsmaður spænsku stjórnarinnar i dag. Grunur leikur þó á að fjöldi verkfallsmanna sé enn meiri en stjórnin í Madrid segir. Verkfallið hófst um hélgina og er háð til þess að knýja fram kröfu um lækkun þeirrar launa- uppbótar sem námumenn fengu 18. júli sl. Sú uppbót var þeim veitt til minningar um upphaf borgarastríðsins á Spáni. Undanfarin ár hafa hvað eftir annað orðið mikil verkföll i Asturiashéraði og tóku þannig um 55.000 námumenn þátt í verk- fallinu þar í fyrra. neitunarvaldi sínu, ef atkvæði verða greidd um tillöguna. Eixmig í Charleston Heldur friðvænlegar horfjr líka sem stendur í Charleston í Suður-Karólínu og Oxford í Míssissippi. í Charleston er enn fjölmennt lið úr fylkishemum, en í Oxford hafa verið sveitir úr her sambandsstjórnarinnar allt frá því í fyrrahaust. þe'gar óeirðir burtust þar út vegna inngöngu svertingjans Meredith í háskólann þar. En þótt ólguna hafi lægt i sumum suðurfylkj.unum, er fjarri því að friður hafi komizt á í þeim öllum. Þannig urðu í gær hörð átök í höfuðborg Louisiana, Baton Rouge. og særðust sex lögreglumenn i þeim, þ. á m. lögreglustjórinn .s.jálfur. Fimm blökkumenn voru handteknir. Einnig í New York sló í hart milli blökkumanna og lögreglu og voru 140 handteknir. Þeir höfðu mótmælt misrétti við ráðningu verkamanna til vinnu við opinberar byggingar. Sprengingabann Framhald af 1. síðu. með varkámi og efast um gagn- semi þess, fyrst þetta uppsagnar- ákvæði væri í því. Leiðtogi íhaldsarmsins í Repú- blikanaflokknum, Barry Gold- water, sem nú þykir líklegur til að verða í kjöri móti Kennedy í næstu forsetakosningum, tók undir orð Jacksons. Hann sagð- ist mundu greiða atkvæði gegn fullgildingu sáttmálans eins og hann lægi nú fyrir. Goldwater sagði að Frakkar ætli sér að halda áfram kjama- sprengingum sínum ogbúastmegi við að Kínverjar muni einnig reyna sína fyrstu kjamasprengju innan eins árs. Þegar þar kæmi myndi sáttmálinn ekki vera annað en ónýtt pappírs- gagn. Þá hélt hann því fram að sáttmálinn væri Sovétríkjunum í hag, því að þau gætu nú haldið áfram að reyna „taktfsk" kjarna- vopn neðanjarðar, en á því sviði vopnabúnaðar stæðu þau Banda- ríkjunum að baki. Bæði Goldwater og Jackson töldu að það myndi verða erf- itt fytír Kennedy forseta að fá nauðsynlegum meirihluta í öld- ungadeildinni til fullgildingar sáttmálanum, eða tvo þriðju at- kvæða. Kínverjar andvígir Athyglisvert er að kínverskir ráðamenn virðast hafa samstöðu með verstu afturhaldsöflunum í Bandaríkjunum í þessu máli, enda þótt þeir færi önnur rök fyrir andstöðu sinni við sátt- málann. Kínverski rithöfundurinn, Kúo Mo Jo, sem er formaður kín- versku friðarnefndarinnar, sagði þannig í dag að sögn AFP- fréttastofunnar, að „endurskoð- unarsinnar reyndu í félagi við heimsvaldasinna að einoka kjamavopnin“. Hann nefndi ekki Sovétrikin á nafn, en sagði að stefna endurskoðunarsinna leiddi til aigerðrar uppgjafar fyrir heimsvaldasinnum. — Þeir hafa gefizt upp f baráttunni við heimsvaldastefnuna og ætlazt nú til þess að aðrar þjóðir geri það líka. En kínverska þjóðin mun aldrei fara inn á þá braut. Hún vili byltingu, sjálfstæði og sannan frið, er haft eftir hon- um. )

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.