Þjóðviljinn - 25.07.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.07.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA---- Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími. 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Herstöðvarnar og íslenzk örlög jþegar rætt er um afleiðingar hernámsstefnunnar verða viðbrögð Morgunblaðsins jafnaðarlega þau að hrópa með vanstillingarorðalagi: Kommún- istar hóta íslendingum með helsprengjuárásum! i Eru óhljóð af þessu tagi til marks um málsfað Mor ’nblaðsins; hann þolir ekki rökræður, og það er alkunnugt fyrirbæri að þeir sem verða, rökþrota fróa sér í staðinn með öskri og óhljóðum., [ skýrslu þeirri sem dr. Ágúsí Valfells samdi um afleiðingar hemámsstefnunnar bendir hann á þá i augljósu staðreynd að ekker't ríki gæti talið sér! hag að því að gera árás á íslendinga; þeir hefðui sjálfir ekkert „skotmarksgildi“ þótt til styrjaldari kæmi. Eina ástæðan til þess að háskinn vofir i engu að síður yfir íslandi er sú að hér eru her- j stöðvar og herstöðvar yrðu hvarvetna skotmörk ef j til styrjaldar kæmi. Ágúst Valfells Taldi herstöðv-; arnar hér svo alvarlegs eðlis, að fyr.ir því v^eru 75% líkur að Keflavíkurflugvöllur yrði fyrir kjarnorku-1 árás þegar í upphafi styrjaldar og gæ'tu allt að því tveimur þriðju þjóðarinnar farizt af þeim sök- um. Hótanirnar við íslendinga koma þannig frá þeim mönnum sem gert hafa ísland að hlekk í herstöðvakeðju; halda Morgunblaðsmenn því fram að einhverjir vilji íslendinga feiga eiga þeir við sjálfa sig að sakast. gandaríkjamenn hafa ekki haft íslendinga í huga þegar þeir komu upp herstöðvum sínum hér á landi, heldur einvörðungu herfræðileg sjónar- mið, enda er nú þagnað fyrir löngu allt umtal um öryggi og vemd. Yrðu herstöðvar þeirra skot- mörk í styrjöld væri þeim árásum ekki beint gegn íslendingum, heldur kæmu þar enn til greina útreikningar styrjaldarfræðinga um „skoTmarks- gildi“ herstöðva. Ef stórveldunum lysti saman kæmi jafn hégómlegt vandamál og örlög íslend- inga ’nvegi í námunda við áform þeirra og fram- kvæmdir. Öryggi okkar verðum við sjálfir að tryggja af skynsemi og framsýni og miða sTefn- una einvörðungu við hagsmuni og framtíð ís- lenzku þjóðarmnar. Á þessa einföldu staðreynd hafa hernámsandstæðingar alltaf lagt áherzlu, en mennirnir sem fellt hafa skugga skotmarksins yf- ir íslenzku þjóðina verja aThafnir sínar með móð- ursjúkum hrópyrðum einum saman. gtórveldin eru þessa dagana að ná samkomulagi um takmarkað bann við tilraunum með kjam- orkuvopn, og menn gera sér vonir um að sá samn- ingur dragi úr ófriðarhættunni. Samningurinn er studdur nákvæmlega þeim rökum sem flutt hafa verið hér í Þjóðviljanum árum saman. feð leiðin til öryggis væri að draga úr vopnabúnaði. Þau rök sem stórveldin viðurkenna eiga einnig við um íslendinga, en við verðum sjálfir að framfylgja þeim samkvæmt okkar eigin forsendum. fjarlægja vopnabúnaðinn úr okkar eigin landi. — m. ÞIÓÐVILIINN Fimmtudagur 25. júlí 1953 Viðhorf manna til Keeler-hneykslisins Skellihlátur í Frakklandi áhyggjur í Bandaríkjunum Brezka blaðið Sunday Mirror hefur Iát-ið kanna hvernig íbúar nokkurra höfuðborga Iíta á Keeier-hneykslið alræmda. Nú hafa niðurstöðurnar verið birt- ar og kemur meðal annars í ljós að Frakkar hafa ekki hleg- ið jafn-innilega í mörg ár. Hræsni Frakkarnir segja að Bretar séu óforbetranlegir hræsnarar og spyrja að því hvemig standi á þvílíku fjaðrafoki yfir jafn- lítilf jörlegum hlut. Svipað á sér stað hvarvetna í heiminum. Þetta er ekki einu sinni athygl- isvert, segja Fransmenn. Svo hlýtur þó að vera því öll Parísar-blöðin eru full af myndum af „La Belle Christ- ine“ og „Le Monsieur Pro- furno". Á Italíu mun nú sú skoðun drottnandi að Bretar séu þó mannlegar verur eftir allt sam- an og að reyndar taki þeir ein- stöku sinnum af sér bowler- hattinn og fari úr röndóttu buxunum sínum einstöku sinn- buxunum sínum við og við 1 Bandaríkjunum er ástandið nokkuð á annan veg. Ýmsir ótt- ast að í málinu felist ískyggi- leg hætta fyrir öryggi vestur- veldanna. New York Mirror telur að nú séu miklir upp- gripatímar fyrir Verkamanna- flokkinn: — Mikil atvinnugrein, þessi stjómmál, sú næst elzta í heiminum, segir blaðið. Wash- Táragas í töskunni ington Evening Star hvetur á engan hátt til saurlífis en telur það nokkra raunabót að það skyldi vera góður og gildur kvennabósi af gamla skólanum sem kom brezka heimsveldinu á heljarþrömina. Sætleikur syndarinnar Þjóðverjar láta sem minnst eftir sér hafa um málið. Þeir munu vera uggandi vegna allra njósnamálanna í NATÖ-ríkjun- um og hafa auk þess við að glíma sín eigin hneykslismál varðandi sinn eigin hermála- ráðherra. Um Breta sjálfa segir Sunday Mirror: — If we take our pleasures sadly we take our sins with eager delight. Og það þýðir eitthvað í þá áttina að ef við móttökum Iystisemdir okk- ar með hryggð, þá móttökum við syndir okkar með áköfum fögnuði. Stephen Ward veiur verk sýningu sína. Gróðavonir hneykslisins Sýning á lista- verkum ,dr' Ward Opnuð hefur verið i London sýnlng á mannamyndum eftir „dr“ Ward tízkulækni sem hvað þekktastur er vegna Keeier- málsins. A sýningunni verða þar meðal Philip drottn- ingarmann, Margréti prinsessu og mann hennar Snowden iá- varð. Ennfremur eru á sýning- unni myndir af Mandy Rice- Davies og fjöimörgum stúlkum viðlíka. Þeir sem gangast fyrir sýningunni segja að þeir séu hrifnir af listrænum hæfileik- um Wards en séu á engan hátt að gera sér hneykslið að féþúfu. riegjast þeir ekkert geta gert að bvf að málaferlin gegn Ward hófust daginn áður en sýningin var opnuð. Flestar myndirnar eru til sölu og kosta frá 4000 til 60.000 krónur. Stephen Ward hefur nú verið látinn laus gegn tryggingu og hefur notað tækifærið til að leika sjálfan sig í sjónvarps- mynd sem tekur hálfa klukku- stund að sýna. Myndin á að sýna venjulegan dag í lífi hans áður en hann var handtekinn. Áhorfandinn sér hvernig hann meðhöndlar sjúkling, hvemig hann ekur um í hvíta iagúar- bflnum sínum og hvemig hann teiknar einn vina sinna. Ward segir að hann hafi látið gera myndina til að afla fjár til að kosta vöm sína. Myndina hefur hann selt til meginlandsins en ef til vill verður hún einnig sýnd í Bretlandi. Yfirvöldin í Suður-Afríku hafa lýst því yfir að þessi litla tára- gassprengja sé áhrifamesta vopnið í höndum hvítra manna gegn negrum. Hér getur að Iíta hvar hvít kona í Jóhannesarborg sýnir Náð gríska kóngafólksins ijósmyndaranum hve handhæg sprengjan er. Þeir sem fram- ieiða sprengjur þessar segja að þær sér áhrifarikari en skamm- byssur. öllum hvítum mönnum f Suður-Afríku sem náð hafa 18 ára aldri er leyfilegt að kaupa eins mikið magn af sprengj- unum og þeir telja sig „hafa þörf fyrir'. Ðanir undrast Færeyskur lista- ma&urafþakkarfé Pólitískur fangi náða&ur dauður Mikla athygli vakti það fyrir skömmu er færeyski mynd- höggvarinn Janus Kamban til kynnti stjórn Dansk-færeyska menningarsjóðsins að hann vildi ekki taka á móti 6000 kr. dönskum sem stjórn sjóðsins hafði ákveðið að veita honum sem viðurkenningu fyrir Iist hans. Sjóðstjómin kvaðst vera mjög undrandi yfir ákvörðun hans en hefur Iýst því yfir að hún muni ckki gera neinar ráð- stafanir í málinu. Janus Kamban er mjög virt- ur listamaður i Færeyjum og getur víða að líta verk hans. Án efa er ákvörðun hans stjómmálalegs eðlis. Frétttr herma að hann rökstyðji neit- un sína með því að menning- arsjóðurinn hafi alltaf hamlað færeyskri list og gert hana ó- frjálsa. Svo er mál með vexti að á stríðsárunum voru margir ungir Færeyingar við nám í Kaup- mannahöfn. Er Þjóðverjar her- námu landið barst þeim ekki lengur fjárhagslegur stuðningur að heiman og hljóp þá danska ríkið undir bagga og lánaði þeim fé fyrir nauðþurftum. Eftir stríðslok gekk svo treg- lega að heimta féð inn aftur. Var þá gripið til þess ráðs að láta peningana renna í sérstak- an menningarsjóð og er hann nú orðinn all-öflugur. Er Páll Grikkjakonungur og Frcderika drottning hans voru stödd í heimsókn i Bretlandi fyrir skömmu voru 14 pólítískir fangar í Grikklandi náðaðir i áróðursskyni. En aðeins 13 munu ganga út um fangelsis- hliðið. Einn hinna náðuðu er sem sé Iátinn fyrir nokkru Sá er hlaut hina síðbúnu náð- un hét Constantine Ioldzidis og var 76 ára að aldri. Er hann lézt hafði hann setið í fangelsi í 1U ár vegna þátttöku sinn- ar í andspymuhreyfingunni. Skömmu eftir að hann var handtekinn tók hann að þjást af berklum sem mögnuðust stöðugt. Auk þess tók hann ýmsa aðra sjúkdóma vegna hins lélega viðurværis í fang- elsinu. dauðvona maður Langt er síðari Ioldzidis varð , dauðvona maður. Hvað eftir annað snéru ættingjar hans og , vinir sér til ríkisstjómarinnar og konungshjónanna og fóru þess á leit að hann yrði látinn laus áður en það yrði um sein- an. Alltaf var þessum málaleit- unum vísað á bug. Hann var ekki náðaður fyrr en útséð var að hann myndi ekki lifa nema nokkrar vikur til viðbótar. önnur máttarvöld en grískc konungshjónin Ieystu Ioldzidis úr haidi. Enn er ekki útséð hvernig fer fyrir hinum 13 sem náðarir voru meðan á Bret- Iandsheimsókninni stóð. Þeir hafa enn ekki verið látnir laus- SLYS ELDFLAUGA- Það slys varð fyrir skömm á Eglin-flugvellinum í Floritt að eldflaug frá bandarískri or- ustuflugvél losnaði af slysni or þeyttist inn í byggingu eina á vellinum. Tveir menn létust «' hennar vöidum og 14 særðus1 Til alirar hamingju var flaue in ekki hlaðin sprcngjuefr' Hins vegar stafaði hættan a' hinum ofsalega hraða hennar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.