Þjóðviljinn - 25.07.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.07.1963, Blaðsíða 10
■ : ■ ■ ■ ■ ■ : ■ ■ ■ ■ ■ : ■ mm ■ ÞAU TÓKU LAGIÐ Litla fólkið var að bardúsa út um allan leikvöllinn. Það var sólskinsdagur og öll til- veran skríkti af kátínu. Mikið voru allir í góðu skapi. Vestan megin ólmaðist lítill hópur og austan megin var byggt úr sandi. Tvö stúlkukorn voru að róla sér og fjögur að vega salt. Skrítinn maður kom inn á leikvöllinn með ljósmyndavél, stillti sér við hliðina á fóstr- unni og hringdi bjöllunni. Litla fólkið kom hlaupandi hvaðanæva að úr garðinum og það átti að taka mynd af hópnum. Allur hópurinn stillti sér upp. Ljósmyndarinn settist á jörð ina og setti sig í stellingar. — Eigum við að syngja fyrir þig manni, segir lítill glókoll- ur. Allur hópurinn söng og f jar- lægðin var stillt á vélina. Það var eiginlega allt til reiðu og ekkert að gera nema smella af. Sumir voru voða spenntir og allt féll í dúnalogn. Allt i einu heyrðist pínu- lítið kjökur i efra homi vinstra megin. Mjóróma stúlkurödd stynur upp í þögninni: „Mér er mál að pissa". Hver skrambinn og allir bíða og það er tekið lag. Litla stúlkan kemur aftur og nálgast okkur hægt og er með vísifingurinn upp i sér. Mikið var hún lítil og mikið var hún feimin. Mikið var þeitta pínulítil og falleg stúlka. En hún er líka á myndinni og þið skuluð geta hvar hún er. Þessi bamaleikvöllur er fyrir framan Bamaskólann á Siglufirði. Forstöðukonan heit- ir Kristjana Aðalsteinsdóttir. Hún gaf mér eftirfarandi upp- lýsingar: Þessi leikvöllur er rekinn með tilliti til þess að siglfirzk- ar mæður eru oft önnum kafnar í síld á sumrum. Böm- in em aðallega á aldrinum 2ja til átta ára og kostar vist þeirra yfir daginn átta krón- ur. Þau fara heim f hádegis- verð. Ef bömin koma eftir hádegi, þá kostar dvölin fimm krónur. Þau hafa með sér brauðpakka og mjólkurflösku í eftirmiðdaginn. Þrjár fóstr- ur em starfandi á leikvellin- um og er hann rekinn af Barnavemdamefnd Siglu- fjarðarkaupstaðar. Þá er Bamaheimili rekið inn með firðinum, nokkuð fyrir utan bæinn og er stað- sett í grænni hlíðinni. Þar fá bömin líka máltíðir. g.m. Fimmtudagur 25. júli — 28. árangur — 164. tölublað. Bréfakassar í öll hús Reykjavíkur Árið 1954 var samþykkt sú breyting á póstlögunum frá 1940, að póstmeisturum var heimilað að láta koma upp bréfakassa í, eða við hús á þeim stöðum þar sem daglegur póstútburður fer fram, þó á kostnað húseigenda. Fyrst þegar þessi lög komu til framkvæmda hér í Reykjavík, varð að flytja kassana inn frá Frakklandi og Noregi, en núna nýlega hefur Nýja Blikksmiðjan hafið framleiðslu á bréfakössum í þessu augnamiði. Þegar hafa verið settir upp um 2000 kassar af þessari gerð í fjölbýlishús- um hér í Reykjavík. Það er mál manna að þessir nýju kassar séu að mörgu leyti hentugri til síns brúks, en þeir sem fluttir hafa verið inn. Auk þess sem þeir eru mun ódýrari er hægt að koma fyrir á þeim nöfn- um allra fjölskyldumeðlima og útlitið er allsnoturt. Póstmeistarinn í Reykjavík fól Kristjáni Jakobssyni póst- manni að annast um fram- kvæmdir á lögunum, þannig að kassar verði settir upp í öll hús borgarinnar. Hann kveður verk- ið nokkrum erfiðleikum háð, því að allviða hafi gleymzt að gera ráð fyrir póstkössum. Tekjuafg. ríkis- sjóðs 162 millj. Álögumar milljónir umfram þarfir ríkissjóðs Fjármálaráðherra hefur sent frá sér greinargerð um afkomu ríkissjóðs á árinu 1962, samkv. ríkisreikningi fyrir það ár, sem nú hefur verið gerður upp. Samkvæmt ríkisreikningunum urðu tekjur ríkissjóðs 1962 2.062 milljónir króna en voru áætlaðar 1.752 milljónir og fóru þar því 310 milljónir fram úr áætlun. Hækkun teknanna er mest af innfluttum vörum, en einnig gaf tekju- og eignaskattur nokkru meira i ríkissjóð en gert var ráð fyrir. Otgjöld ríkissjóðs á árinu reyndust 1.871 milljón króna, en voru áætluð 1.749 milljónir, og fóru þau þvi 122 milljónir fram úr áætlun. Orsakimar eru eink- um þrjár: Niðurgreiðslur á vöru- verð og uppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur fóru allveru- lega fram úr áætlun. Kostnaður við launahækkanir opinberra starfsmanna varð meiri en gert var ráð fyrir og loks fóru fram- lög til samgöngumála nokkuð fram úr áætlun. Við endanlegt uppgjör ríkis- reikningsins reyndist tekjuaf- gangur á árinu 1962 162 milljón- ir króna, og hefur 39 milljónum af þeirri upphæð þegar verið varið til að greiða upp gamla skuld ríkissjóðs við Seðlabank- ann. Jafnframt hefur ríkisstjóm- in ákveðið að leggja 100 milljónir af tekjuafganginum i Jöfnunar- sjóð ríkisins, en hann skal nota til að lækka skuldir ríkisins, mæta tekjuhalla ríkissjóðs eða til þess að auka atvinnu og fram- kvæmdir, ef afturkippur verður í framkvæmdum eða þvi um líkt. Sogsrafmagn í Mýrdalinn Frú Asa Menningar- friðarsamtökum íslenzkra kvenna. Heimsþing kvenna í Moskvu stærsta kvennaþing er haldið hefur verið Fylkingarferð ó Strandir um verzlunarmannahelgina NæsTa sumarferð Æskulýðsfylkingarinnar verð- ur um verzlunarmannahelgina, 3.—5. ágúst. Fyr- irhugað er að aka á Strandir og verður lagt af stað síðari hluta laugardags frá Tjarnargötu 20. Þátttaka tilkynnist sem fyrst á skrifstofu Æsku- lýðsfylkingarinnar Tjarnargötu 20, opið frá kl. 5—11 á kvöldin. ........... .... Dagana 24.—29. júní síðastliðinn var háð í Moskvu Heimsþing kvenna. Að þessu þingi stóð Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna, en það hefur innan vébanda sinna aðildarfélög frá meir en 90 löndum. Á þinginu voru mættir 1541 full- trúi frá 119 löndum, og er þetta stærsta kvenna- þing, sem haldið hefur verið. Menningar og frið- arsamtök ísl. kvenna eru aðili að albjóðasam- bandinu og sóttu sjö fulltrúar frá íslandi bingið. Formaður íslenzku sendi- nefndarinnar var frú Ása Otte- sen, en áuk hennar sátu þingið þær Soffía Guðmundsdóttir, Ak- ureyri, og Drifa Viðar, Reykja- vík, báðar frá Menningar og friðarsamtökum ísl. kvenna, Helga Rafnsdóttir. frá Kvenfé- Lagi sósíalista, Kristín Gísla- dóttir, frá Kvenfélaginu Tíbrá. Höfn í Homafirði, Svandís Vil- hjálmsdóttir og Nanna Hjalta- dóttir, báðar frá Kennadeild MÍR. Fjórar islenzku kvennanna áttu fund með fréttamönnum í gær þingsins. Eins og menn muna var mikið um þingið rætt í frétt- um, bæði um deilur. er taldar voru hafa komið upp. og svo spillti það ekki fyrir fréttagildi, að Valentína Tereskóva sat þing- og skýrðu þeim frá störfum ið og var ákaft hyllt. fslenzku fulltrúarnir sögðu frásagnir af deilum þessum stór- lega ýktar. í dagskrámefnd þingsins hefði ítalska sendi- nefndin komið fram með þá til- lögu, að breyta alþjóðasamtök- unum i kvenréttindasamtök. Hefði það verið einróma fellt i dagskrárnefndinni, enda væru samtökin fyrst og fremst hugsuð sem friðarsamtök. en kvenrétt- indj kæmu í annari röð. Á þing- inu hefðu svo ítalir endurtekið tillögu sína. en því ekki verið sinnt. Þá segja íslenzku kon- urnar það hreinan uppspuna, að ítölsku þingfulltrúamir hafj gengið tvisvar af fundi eins og skýrt var frá í fréttum. Þá voru fulltrúar spurðir um kínversku fulltrúana og afstöðu þeirra. Sögðu þeir stórum ýktar 10, sí a 1 VÍK 1 MÝRDAL 24/7 — I gær kom Sogsrafmagnið hingað til Víkur og á bæi hér í Mýrdal. Enn um sinn munu þó diesel- vélar keyrðar, og er það gert til að spara spennu. Spennu- verð verður 1.10 kílóvatt pund- ið, og er það óbreytt frá því sem áður var. Undanfarin ár hefur Víkur- kauptún notast við dieselvélar, en ljósastöð kom hér 1911, og var þá ein fyrsta stöðin á land- inu sinnar tegundar. Ragnar Hansson verður enn sem fyrr stöðvastjóri hér í Vik. Annars er fátt fréttnæmt, þurrkatíð hefur verið hér mikil og góður heyskapur, en lítil spretta. — Krlstín. Samningar vfð Mjólkursamsaluna í fyrradag samdi verkamannafélagið Dagsbrún við Mjólkursamsöluna fyrir félagsmenn sína sem þar vinna, bílstjóra og verkamenn, og náðu samn- ingarnir einnig til Flóabúsins. Gerði Dagsbrún hlið- stæða samninga og áður höfðu verið gerðir við mjólkurfræðinga. Einnig samdi A.S.B. í fyrradag á samsvarandi hátt fyrir félagskonur sínar, og verka- kvennafélagið Framsókn samdi í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.