Þjóðviljinn - 26.07.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 26.07.1963, Page 1
I — Beðið „í ofvæni eftir I W W | | hermannasjónvarpinu" — | 1 Sjá 10. síðu j Stórveldin ganga frá samningi um bann við tilraunum með kjarnavopn MOSKVU, LONDON og WASHINGTON 25/7. FuIItrúar Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna undirrituðu í dag samning sem bannar allar tilraunir með kjamavopn í andrúmsloftinu, úti í himingeimnum og und- ir yfirborði sjávar. Bæði í austri og vestri hafa menn látið í ljós vonir um að samningur þessi muni leiða til frekari afvopnunar, draga úr við- sjám í alþjóðamálum og efla skilning þjóða í millum. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands, þeir Dean Rusk og Home lávarður, munu bráðlega fara til Moskvu og undirrita samninginn endanlega fyrir hönd ríkisstjóma sinna. Fulltrúar þríveldanna, þeir Averell Harriman aðstoöarutan- ríkisráðherra, Hailsham Iávarður og Andreí Gromiko utanríkisráð- herra, undirrituðu samninginn í Spiridinova-höllinni í Moskvu klukkan 16.15 að íslcnzkum tíma. Aðalfulltrúarnir þrír ræddu um stund við fréttamenn eftir undir- ritunina. Lýstu þeir því yfir að þeir teldu samninginn mjög mik- ilvægan og kváðust fagna því ákaflega að samkomulag skyldi hafa náðst. Harriman skýrði fréttamönnum frá því að Dean Rusk og Home lávarður myndu bráðlega koma til Moskvu og undirrita samninginn ásamt Gro- miko, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna. Þeir Harriman og Hailsham munu bráðlega halda heim frá Moskvu. Afvopnun markmiðið í samningnum er kveðið á um það að samkomulag þetta sé gert til ótakmarkaðs tíma og að öll ríki sem kæra sig um geti gerzt aðilar að samningnum. Sérhvert ríki sem undirritað hefur samn- Maður lézt í sund/auginni 64 ára gamall maður, Har- aldur Ingvarsson lézt með sviplegum hætti í Sundlaug Vesturbæjar rétt fyrir hádegi í gær. Haraldur var öryrki. en kom stundum í laugina sér til hressingar, var hann þá vanur að hafa kút, svo var og í gær. Allt í einu tók nær- staddur maður eftir því, að Haraldur var hættur að synda og virtist eitthvað vera að. Hann hraðaði sér til hans og þegar hann kom að sá hann að höfuð Haraldar hafði fallið fram og í vatnið og var hann örendur. Liklegt þykir að Haraldur hafi orðið bráðkvaddur, en krufning á líkinu hafði ekki farið fram í gær. inginn getur sagt honum upp ef það telur slíkt nauðsjmlegt öryggis síns vegna. Samningur- inn gengur í gildi um leið og Framhald á 3. síðu. Færeyska skipið Blikur sekkur við Grænland Skömmu fyrir miönætti á miövikudag rakst færeyska flutningaskipiö Blikur á ísjaka og sökk. Þetta skeöi við Hvarf á Grænlandi. Mannbjörg varö, og er þýzka skipiö Poseidon væntanlegt til Reykjavíkur meö skipbrotsmenn á morgun. Poseidon er nú á leið til Reykjavíkur með skipbrotsmenn- ina. Svo fremi skipið fái gott veður er það væntanlegt til Reykjavikur síðari hluta dags á morgun. Sér Lúðvík Jóhannsson, skipamiðlari um alla fyrirgreiðslu Ekki hafa enn borizt af því fréttir hvernig slysið vildi tiL Skipið var á leið frá Færeyinga- höfn, sem er á vesturströnd Græn- lands, skammt fyrir sunnan Godt- háb, að Hvarfi. Áhöfn og far- þegar björguðust um borð I þýzka eftirlitsskipið Poseidon. Voru þeir 35 talsins. Um borð í Blikur voru einnig þrír eða fjór- ir litlir fiskibátar, er voru eign færeyskra fiskimanna. þeirra hér. Tilkynnt er, að mikill ís sé nú á siglingaleiðum, og við strendur Grænlands og í Julianeháb-fló- anum eru miklir erfiðleikar sök- um ísa. Mynd þessi var tekin er ráft- stefnan um tilraunabann hófst í Moskvu hinn 15. þessa mán- aðar og sýnir (frá vinstri) Gromiko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Harriman, að- stoðarutanrikisráðherra Banda- ríkjanna, Krústjoff, forsætis- ráðherTa Sovétríkjanna og Hailsham lávarð, vísindamála- ráðherra Bretlands. Að baki þeim standa ýmsir ráðgjafar oe sérfræðingar. f upphafi höfðu fulltrúamir í frammi ýmsa gamansemi með Krústjoff í broddi fylkingar og gerðu menn sér vonir um að það hoðaði gott um árangur viðræðnanna. Þær vonir rættust í gær. Ætla að kanna gróður og berg obyggða —munu dveljast hér / einn mánuð í gærmorgun kom hingað með Gullfossi hópur brezkra skólanemenda frá Grammar Technical School í Kent. Hóp- ur þessi ætlar að dveljast hér í einn mánuð undir leiðsögn kennara sinna og kanna gróð- urlif og berglög á svæðinu milli Húsafélls og Geysis. Frasðsluskrifstofa Reykjavíkur hefur útvegað þeim gistingu í Langholtsskólanum fyrstu og síðustu nætumar, en á fjöllum gista þeir í tjöldum. Þeir hafa góðan viðleguútbúnað og næg- ar vistir. Jónas B. Jónsson fræðslu- stjóri tjáði fréttamanni Þjóð- viljans í gær. að það færist sífellt í vöxt að hópar sem þessi komi hingað. T. d. hafa þegar komið milli 10 og 20 slíkir í sumar og verið útveg- uð gistinr: í skólum borgarinn- ar. Hópar þessir eru aðallega frá Bretlandi. Jónas kvað sér það mikla ánægju að greiða fyrir þessum hópum, fram- koma piltanna væri til fyrir- myndar og umgengnin eins og bezt verður á kosið. Tveggja dálka myndin var tekin þegar piltamir frá Kent stigu á land í Reykjavík í gærmorgun. Á hinni mynd- inni, sem tekin var um svip- að leyti, sést einn af farþeg- unum með Gullfossi stiga á reiðhjól andartaki ertir að hafa sloppið í gegnum toll- skoðunina. (Ljósmynd Þjóðv. A. K.).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.