Þjóðviljinn - 26.07.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.07.1963, Blaðsíða 7
Föstudagurinn 26. Júli 1963 H0ÐVILIENN siða 7 ! i i Hin vaxandi stéttaátök síö- ari ára sýna um leið vaxandi áhuga fjöldans fyrir samstarfi og sameiginlegum aðgerðum. Reynslan sýnir líka að eining- in vex og dafnar í átökunum. Fullkomnasta form sameigin- legra átaka er allsherjarverk- fallið og notkun hess hefur færzt mjög í vöxt hin síðari ár. Á s.l. 4 árum hafa verið hóð yfir 80 allsherjarverkföll, eða fleiri en á hinum 12 árun- um eftir síðari heimsstyrjöld- ina. Allsherjarverkfallið er ávallt, fyrir hverju sem það er háð. á- tök á milli meiginhluta verka- lýðsins og ríkjandi stéttar, milli hagsmuna fólksins og eigna- stéttarinnar. Það opnar augu fjöldans fyrir stéttareðli ríkis- valdsins og þjónustu þess við hagsmuni yfirstéttarinnar. Eining í í Suður-Ameriku er allsherj- arverkfallið orðið algengt vopn í hinni pólitísku baráttu. Á ár- unum 1961—62 voru háð 2 alls- herjarverkföll í Brasilíu og 5 í Argentínu. f ágúst 1961, þegar herinn í Brasilíu þvingaði forsetann til að láta af völdum og hugðist taka þau í sínar hendur kom verkalýðurinn í veg fyrir þau áform með hundruðum verk- falla og mótmælaaðgerða og með því að stofna sitt eigið varnarlið. Tvær aðrar tilraunir af hendi afturhaldsins til valdaráns, voru hindraðar með allsherjarverkfalli. Með því var ekki aðeins komið i veg fyrir valdarán afturhaldsins heldur vann verkalýðurinn einnig kjarabætur og fékk afnumdar hömlur er voru á verkalýðsfé- lögum landbúnaðarverkamanna. Sú eining, sem þarf til slíkra átaka sem allsherjarverkfalla verður ekki til af sjálfu sér. Hún er árangur af þrotlausu starfi forystuliðs verkalýðs- hreyfingarinnar, kommúnist- anna og annarra vinstri sinn- aðra verkamanna, og í átökun- um finna verkamennimir styrk sinn og mátt og fá aukið áræði, eins og sannaðist bezt í verk- fallsbaráttu franska verkalýðs- ins. Verkföllunum í apr. 1961, gegn O.A.S., fylgdu mótmælaaðgerð- imar í des., undir kjörorðun- um, „Frið í Alsír“ „Niður með O.A.S.“ Á eftir þeim aðgerðum komu verkföllin í febr. 1962, gegn lögregluofbeidinu gegn andfasistum, er kostuðu 8 mannslíf og 250 særða. Þegar jarðarför þeirra fór fram, gerði verkalýður Frakklands allsherj- Síðasti h/utí arverkfall. Hámark þessara á- taka voru svo verkföllin í marz í ár, þegar 5 millj. tóku þátt í samúðaraðgerðum með námu- mönnum. 1 öllum þessum átökum hef- ur tekizt fullkomin samstaða með verkalýðnum þrátt fyrir mismunandi skoðanir og trúar- brögð. Tilraunir ýmsra hægri- sinnaðra verkalýðsleiðtoga hafa ekki megnað að koma í veg fyrir fánýti kenningarinnar um stéttasamvinnu og þvingar hægri leiðtogana til vaxandi þátttöku í sameiginlegri bar- áttu, með vinstri verkalýðsfé- lögunum. Ástandið í verkalýðshreyfing- unni í dag gefur aukin fyrir- heit um að full eining náist innan hennar. Lagasetningar Barátta verkalýðsins gerir einokunarauðvaldinu erfiðara fyrir með ýmsar þær breytingar og fyrirætlanir, er það telur nauðsynlegt að framkvæma vegna aukinnar samkeppni. Þessvegna neytir það allra bragða til að leiða verkalýðinn frá baráttunni. Þessvegna gerir það ítrekaðar tilraunir til árása á hélztu réttindi hans, svo sem verkfallsréttinn. Samtök atvinnurekenda fyrir- skipa meðlimum sínum hvereu langt þeir megi ganga ti.1 móts við kröfur verkalýðsins, hverju sinni og reyna jafnhliða að leiða verkalýðinn frá vegi stétt- arbaráttunnar með nýjum launagreiðsluaðferðum, svo sem ágóðahluta og öðru þvi líku. ftölsku fyrirtækin, Fiat og Oli- vetti, voru lengi talin til fyr- irmyndar í hópi atvinnurek- enda um samskipti sín við verkamenn. Árum saman lentu þau aldrei í verkfalli. En 23. júní, 1962, lögðu verkamenn þessara fyrirtækja niður vinnu, undir kjörorðinu,, Við erum aft- ur orðnir að möxmum”. Og þessi fyrirtæki sem árum saman höfðu haft tangarhald á verka- mönnum sínum, gugnuðu fyrir baráttukjarki þeirra og urðu að fullu við kröfum þeirra. Efnáhagsbandalaginu er ætl- að mikið hlutverk í baráttunni gegn verkalýðshreyfingunni. Lönd þess notfæra sér, út í æs- ar, réttinn til að flytja vinnu- afl milli landa til þess að jafna framboð og eftirspum á vinnu- markaðinum og einnig beinlín- is til þess að brjóta verkföll á bak aftur. eins og átti sér stað þegar verkamenn í frönsku málmiðnaðarfyrirtæki. de Knut- ange, gerðu verkfall, en fyrir- tækið fékk senda verkamenn frá Vestur-þýsku fyrirtæki, sem verkfallsbrjóta. Ríkisstjómir fjölmargra ríkja hafa komið til liös við atvinnu- rekendur í baráttu þeirra gegn verkalýðssamtökunum, með lagasetningu til að torvelda eða hindra verkfallsaðgerðir. Bandaríkjastjóm hefur hvað eftir annað beitt þvingunarlög- um gegn verkamönnum, og um- ræður eru þar nú um ný og á- hrifaríkari þvingunarlög. í Bretlandi er stjómin með löggjöf á prjónunum til að gera „óopinber" verkföll refsiverð. Hæstiréttur Japans hefur úr- skurðað, að þátttaka opinberra starfsmanna í hvers konar verkfallsaðgerðum og jafnvel fundahöldum um slíkt á virmu- stað, falli undir hegningarlögin. í Vcstur-Þýzkalandi og Bélg- íu em á döfinni lög. sem tak- marka eiga verkfallsréttinn. Jafnhliða þessum aðgerðum af hendi atvinnurekenda og ríkisvalds þeirra, er svo öllum áróðuretækjum beitt til að rejma að hafa áhrif á verka- menn og fá þá til að trúa því að verkföll borgi sig ekki fyrtr þá og að þeir nái meiri árangri í kjarabaráttunni eftir öðrum leiðum. Því verður ekki neitað að áróðuretækjum atvinnurek- enda verður nokkuð ágengt í því efni en tilætlaðan árangur ber áróðurinn gegn verkföllum þó ekki; það sýnir baráttusaga undanfarirma ára. Að mestu eftir World Mandst Review. Björn Bjamason höfuðborg •ó> Frá vfðrí veröld Benedík> tishson ,ré BLASIÐÞIÐ VINDAR INDLAND — Stærsta orkuver Indlands er nú í smíðum í Neyvelli, Nú hefur Hákon Bjamason skógræktarstjóri fengið sér þýzkan uppblásturefræðing til að halda hina árlegu uppblást- I ursmessu í Morgunblaðinu og víðar, þar sem slíkt þykir ljúft að heyra til stuðnings eyðingu I sveitanna. Áróður Hákonar í þessu skógræktarmáli fer nú að verða slíkur, og hefur verið slíkur, að almennt fara menn ,j svo að halda, að hér sé sá bamaskapur á ferð, sem litlu máli skipti og kæri sig ekkert um að vera fífl í þeim leik. Hér er góðu máli gerður hinn mesti óleikur og falleg hug- sjón rekin í gegn af hrottaskap. Reynslan í málinu sýnir víðast hvar erfiðleika og það er sálar- líf allra almennilegra manna að vilja hjálpa til að sigra þá. En þegar að málinu er staðið með níði um land og lífsbjarg- arvegi, þá er það sálarlíf allra almennilegra manna að fyrirlíta slíkt. Og þegar í þessum áróðri felst svo botnlaus bamaleikur með tölur, ásamt vanþekkingu sem allt sem gróðurlíf, gróður- mold og sögulegt samhengi lífs og moldar snertir, þá hljóta menn að efast um, að hér sé ó ferðinni starfsemi, sem nokkur heil brú sé í. Og víst ekki þyrfti slíkum áróðri að beita, ef þeir sem það gera, fyndu ekki til einhverra óþæginda í tilveru sinni í sambandi við málið. Málinu þarf blátt áfram að bjarga úr þessum klóm. því víst ekki skal það fram ganga á uppblásturslýgi á landinu, eða eyðingu á gróðurnotum landsins, sem ein valda upp- blæstri á landi. Ég á það erindi eitt í þetta sinn í þetta Ijóta lón, að ég ætla að birta kafla úr ritgerð eftir Ölaf prófessor Lárusson úr bók hans, Byggð og saga, en hann reyndi ég að því, að vera vitran mann og hófsaman, eins og sagt var um Sturlu: „Menn veita hinum eyðandi öflum náttúrunnar venjulega glögga athygli. Þau eru oft há- vær, aðsúgsmikil ©g hraðvirk. Hins gæta menn ekki jafnvel, að þessi öfl hafa verið að verki, jafnt og þétt, frá alda öðli. Þau höfðu verið að verki hér á landi langar stundir, áður en SOVÉTRÍKIN — Þessi gerðarlcga skipsskrúfa er smíðuð í Nikola- 1 éff-sklpasmtðastöftlnnt í Lenlngrad. Þvermál sknifnnnar er 6 m. I INDÖNESIA — Myndin er af götulífi í Jakarta, vcldisins Indónesíu. lýð- nálægt Madras. Hafa Indverjar fengið aðstoð frá Sovétríkjunum til þessara miklu framkvæmda, og er myndin tekin þegar ýmis sovézk tækl voru flutt til þessa staðar. landið byggðist. Hraun hafa runnið, aska fallið, jöklar hlaupið, ár og vötn brotið land og skriður fallið úr fjöllum, jafnt fyrir landnámstið sem eftir. Sandfokið á Rangárvöllum er ekki einungis eyðingu skóg- anna fyrir mannshöndinni að kenna. Sandar voru á söguöld. Gizur hvíti og Geir goði riðu „austur yfir sanda til Hofs“ er þeir fóru að vígi Gunnare á Hlíðarenda, (Njála kap. 76) og jarðmyndanir sýna að uppblást- ur og gróður hefur skipzt þar á, I um þúsundir ára. Landbrot , Þverár og Markarfljóts eru eng- 1 ar nýjungar. Síðan ísöld létti. hafa vötn þessi bylt sér á ýmsa vegu, um dalinn milli Eyja- ! fjalla og Fljótshlíðar. Slétt- lendið þar milli fjalla er allt saman framburður þeirra. 1 Innhlíðinni sjást enn gamlir og grónir bakkar eftir Þverá, uppi undir fjalli, miklu ofar en áin rennur nú. Einhverntíma hafa auranir náð upp að þeim. Náttúran á líka læknishend ur. Þær vinna hljóðlegar e eyðinginn og því er þeim min’ gaumur gefinn. Mörgum heh orðið skrafdrjúgt um það, hv spjöll náttúruöflin hafi gert landinu. Hitt hafa fáir mim á hvað hin græðandi öfl ha bætt landið, síðan á landnám tíð, og hverju þau hafa áorka um það að bæta úr spjöUum eyðingarinnar, og hefur þó þetta hvorttveggja átt sér stað. Hraun gróa til muna á skemmri tíma en 1000 árum, og gróðri hraunanna hér á landi hefur því ekki lítið farið fram síðan á landnámstíð. Mér er minnisstæð „heiði“, sem ég gekk einu sinni um austan- fjalls, þar var grávíðirinn og lyngið í ríki sinu, ein sfbreiða, og eá hvergi í aur eða stein. Lauzt barð var í heiðinni, sýni- lega gamall rofbakki. Nú var hann aUur gróinn og sá hvergi í sárið. Kunnugur maður sagði mér að þama hefði verið ör- foka melur fyrir rúmum 20 ár- um. Frjómögn gróðursins höfðu orðið eyðingunni yfirsterkari. Læknishendur náttúrunnar höfðu verið þarna að verki, án hjálpar mannanna, því ekki hafði landið verið friðað. Hver sem litur á náttúruna með opn- um augum getur séð ótal merki þessa lækningastarfs. Gróður- inn er sífellt að reyna að nema löndin á ný, sem eyðingin hef- ur hrakið hann úr. Jafnvel eyð- ingin sjálf vinnur stundum fyrir gróðurinn, þó ólíklegt sýn- ist. Askan úr eldfjöUunum er stundum áburður fyrir gras- lendið, sem hún fellur á. Ám- ar gera meira en brjóta landið. Þær bera fram aur og möl. sem með tíð og tíma verftur gróöurlendi. Skriðuhlaupin gera meira en að eyða gróðrmum úr hh'ðunum. Þau búa smátt og smátt til túnstæði í hlíðarfætin- um, sléttan váUlendishalla með ilmandi töðugróðri. Fjöldi túna víðsvegar í landinu eru gamlir grónir skriðuhallar. Menn mega ekki einblína á eyðinguna. Þeir verða líka að gefa hinum græðandi öflum gaum og Btarfi þeirra". Valkyrjur í Róm. Lögreglan 1 Rómaborg heíur grlplð til nýstárlegra ráðstat- ana tll að draga úr umferðabrotum. 200 ungar og fallegar stúlkur hafa verið fengnar til þess að standa á verði á þeim stöðum sem hættulegastir eru taldir og brosa blítt til þeárra sem fara að sett- um reglum en stöðva ökuniðinga og hella úr skálum reiði sinnar yfir þá. Sagt er að umferðaslysum hafi fækkað að mun siðan valkyrjumar komu til skjalanna. Strax /antar unglinga til blaðburðar um KÁRSNES- íRAUT í Kópavogi. Talið við afgreiðsluna strax. ÞJÓÐVILJINN, Sími 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.