Þjóðviljinn - 27.07.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.07.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 27 júlí 1963 MÖÐVILIINN SlDA 3 Profumo-málið í algleymingi Verwoerd-menn sýnamáttsinn vVard segir að framburður kvenfólksins sé lygi ein LONDON 26/ 7 — Réttarhöldunum í málj Stephen Ward læknis var haldið áfram í Lundúnum í rær. Hann steig nú sjálfur í vitnastúkuna og þeg- ir dómarinn spurði hann fyrstu spurningarinnar fór eftirvæntingarkliður um salinn, sem var yfir- fullur af áheyrendum. Ward læknir er ákærður fyrir hórmang og að hafa haft mök við ófullveðja stúlkur. Spurning dómarans var á þann veg, hvort ;kærði væri óseðjandi kynferðislega. Ward hélt því fram að hann hefði stúlkur en almennt gerist. Hann um ævina ekki haft fleiri samfar- ir en hver annar á hans aldri, en Ward er fimmtugur, hinsveg- ar þvertók hann ekki fyrir að hann hefði komist yfir fleiri Þessi mynd er frá Suður-Afríku. I'annig láta fulltrúar Verwoerd-stjórnarinnar að sér kvcða, þeg- ar þeir „taka einn af hinum upprcisnargjðrnu þrælum taki. Myndin gefur greinarbetri lýsingu á ástandiinu en löng frásögn. Moskvu-samningunum er víðast hvar fagnað Brutust inn í fangelsið CAEACAS 26/7 — Sex fanga- verðir og lögreglumenn biðu bana í gær, þegar hópur manna ruddist inn í fangelsið í Cara- cas, höfuðborg Venezuela. Inn- brotsmennimir höfðu á brott með sér 801 fanga. Útvarpið í Caracas skýrir frá því að samtímis þessu hafi orðið nokkrir bardagar í borginni og nágrenni hennar. Mikil ólga hefur verið í Cara- cas að undanfömu og talsmaður stjómarinnar heldur því fram, að fylgismenn Castros eigi alla sök á því. harðneitaði þeim ásökunum Krístínar Keeler og Mandyar- Rice-Davis, að hann hafi beðið r að útvega sér og vinum m fallegt kvenfólk. rar dómarinn las honum vunisburð vændiskonunnar Vicky Barret, sem kvaðst hafa tekið þátt í kynsvalli á heimili læknisins, m.a. svalað losta masochista með svipu, missti Ward stjóm á sér sem snöggvast og hrópaði: „Ef þessi stúlka segir sannleikann, þá er ég svo sannarlega sekur, en ég held því hinsvegar fram að hún ljúgi og ég á allt mitt undir því að það sannist og einnig hvers- vegna hún lýgur“. Um samband sitt við einstak- ar stúlkur, sagði Ward, að ef kvenmaður færi fram á að fá að sofa hjá sér, væri hann ætíð reiðubúinn. Hann neitaði að hafa verið i eins nánum tengslum við þær Keeler og Mandy og þær vildu vera láta. T.d. hefði Mandy að- eins búið hjá sér í 6 vikur á því tímabili, sem þau hefðu þekkst. Spumingin um það hvort hann hefði ekki biðlað til Mandýar og útmálað fyrir henni hve mikið hún gæti haft upp úr sér hjá hinum áhrifamiklu vinum hans, svaraði hann af- dráttarlaust neitandi. Mandy hefði hinsvegar viljað giftast næstum hverjum sem hún kynntist. Ward lýsti fyrstu kynnum ungfrú Keeler og Profumos á þá leið, að Profumo og nokkrir aðrir fyiirmenn hefðu komið að henni fáklæddri í sundlauginni fyrir framan Cliveden höll, að- setur Astors lávarðar. Ekki kvaðst hann þó hafa vitað til neins kynferðislegs sambands milli þeirra hjúanna, hann kvaðst heldur ekki hafa vitað til þess, að Keeler hafi sofið hjá Ivanov hinum sovézka. Hann hélt því fram að Keéler og kvenfólkið, sem komið hefur fyrir réttinn lygi öllu sem það hefði sagt um hann og að lög- regluskýrslan um hann sjálfan væri að mestu tilbúningur. WASHINGTON, LONDON, MOSKVU 26/7 — Samningi þeim, sem fulltrúar Bandaríkjanna, Bre’tlands og Sovétríkjanna undirrituðu í Moskvu á fimmtudag um bann við öllum tilraunum með kjarnavopn í andrúmsloftinu, úti í himingeimn- um og undir yfirborði sjávar, er almennt fagnað í vestri og austri. í dag. föstudag. er þau um- mæli höfð eftjr Nikita Krústjoff. forsætisráðherra Sovétríkjanna, að samkomulag þetta sé góður endir á viðræðum fulltrúa þríveldanna í Moskvu og at- burður sem hafa muni mikla alþjóðlega þýðingu í framtíð- inni. Krústjoff kvaðst enn- fremur vænta þess fastlega að Vesturveldin yrðu nú fús til þess að halda áfram að vinna að því að leyst verði önnur vandamál í samskiptum þjóða, m.a. gerður friðarsamningur við Þýzkaland, Samkomu'agjð má ekki ofmeta — Eg vi] leyfa mér, sagði Krústjoff forsætisráðherra. að óska öllum þeim til hamingju sem lögðu sig af alhug fram í að ná samkomulagi þessu. en jafnframt varaði forsætisráð- herrann menn við að ofmeta samkomulagið og þann árangur sem náðst hefði með þvi í frið- samlegum samskiptum þjóða í milli. — Við verðum að gera okkur það ljóst, hélt Krústjoff áfram, að samkomulag um bann við kjarnavopntilraunum þýðir ekki hið sama og að bundinn hafi y.erið endir á vígbúnaðar- kapphlaupið og hið nýja sam- komulag veldur því út af fyrir sig ekki að stríðshættan sé úr sögunni. Innan þrigg.ja vikna Halisham lávarður 'saííði í Moskvu í gær. að samkomulagið um bannið við kjarnavopnatil- raunum yrði endanlega staðfest innan þriggja vikna. Eins og fyrr segir er sam- komulaginu fagnað víðasf hvar og það talinn mikilyægur á- fangi til bættrar sambúðar aust- urs og vesturs. Blöð á Vestur- löndum telja yfirleitt samkomu- lagið hið merkasta, en iaka misdjúpt í árinni. Vestur-þýzk blöð eru t.d. varkár í ummæl- um sinum. Tilmælum beint til Japana f Tokió er það haff eftir á- reiðanlegum heimildum, að Bandaríkjastjórn hafi snúið sér tij Japansstjómar og farið þess óformlega á leit við hana, að Japanir gerðust aðilar að sam komulginu sem undirritað var í Moskvu. Er sagt að Banda- ríkjamenn telji æskilegt að sem flest ríki heims staðfesti samn- inginn. f sömu frétt frá Japan er sagt, að japanska stjómin muni taka afstöðlu til þessara til- mæla Bandaríkjamanna þegar samkomulagið hefur endanlega verið staðfest. Nýtt gervitungl Bandaríkjamanna Kanavcralhöfða 26/7 — Síðdegis í dag skutu Bandaríkjamenn á loft nýju gervitungli Syncom II. sem nefnt hefur verið skiptiborð- ið í himingeimnum. f gervitungli þessu eru marg- brotin mælingatæki, sem senda ýmiskonar upplýsingar til jarð- ar, en hinsvegar getur það ekki tekið við eða sent frá sér sjón- varpsmyndir líkt og hin fyrri bandarísku gervitungl Telstar og Relay. Á fimmtudaginn varð að fresta geimskoti þessu vegna bilunar sem fannst í tækjum þess. f dag Efnahagsbandalagii vill fresta fiskveiðiráðstefnu gekk allt að óskum; öll þrjú þrep Thor-eldflaugarinnar. sem bar Syncom II. á braut, reynd- ust eins og til var ætlazt. Halda ófram hryðjuverkum CONAKRY 26/7 — Portúgalar halda áfram hryðjuverkum í ný- lendum sínum. Sjálfstæðishreyf- ingin í portúgölsku Guineu skýrði frá því í gær í Conakry að fyr- ir skömmu hafi portúgalski flug- herinn gert loftárás á þorptð Bakar í Guineu og drepið yfir 20 manns og sært 30. Meðal hinna föllnu og særðu voru kon- ur og böm. BRÚSSEL 26/7 — Löndin í Efnahagsbandalagi Evr- ópu hafa farið fram á það, að frestað verði ráðstefnu þeirri um fiskimál, sem enska stjómin hefur átt upp- tökin að og boðað til. Fara ríkin fram á það, að ráð- stefnunni verði frestað um nokkra mánuði. Ætlunin var, að ráðstefnan hæfist í september. Löndin sex í Efnahagsbanda- iaginu óska eftir þessari frestun til þess að fá svigrúm til þess að móta stefnu sína í þessum málum. Fulltrúar larrdanna hafa á fundi í Bríissel rætt málið. Er það í fyrsta skipti sem þessi fyrirætlun Englandsstjómar er rædd af stofnunum Efnahags- bandalagsins. Fulltrúamir voru sammála um það, að Efnahags- bandalaginu bæri að taka þátt í störfum ráðstefnunnar, en þó hefur ekki verið birt opinber tilkynning við tilmælum ensku stjómarinnar . Enska stjómin boðaði til ráð- stefnunnar um leið og hún til- kynnti það, að England myndi færa út fiskveiðitakmörk sín. Fyrirhugað er að ræða á ráð- stefnunni fiskvelðar, löndunar- réttindi o.s. frv. á sem breið- ustum grundvelli. öllum fisk- veiðiþjóðum Evrópu hefur verið boðin þátttaka. Frakkar hafa í þessu máli sem og öðrum verið tregastir til samkomulags. Samkvæmt heimildum í Briissel telja Frakk- ar, að ekki sé unnt að ræða fiskveiðivandamál við aðrar þjóðir fyrr en Efnahagsbanda- lagslöndin sjálf séu sammála innbyrðis um stefnu sína á þessum málum. Einnig telja Frakkar, að ýmis vandamál í sambandi við fiskimál séu bezt leyst í sambandi við þær víð- tæku viðræður um tollamál, er fara fram innan GATT-stofnun- arinnar á næsta ári. Norsk-íslenzkar hafrannsáknir OSLÓ 26/7 — Hinn 1. septem- ber n.k. leggja tvö norsk og citt íslenzkt skip úr höfn í Reykjavík til rannsókna á haf- straumunum við Austur-Græn- Iand. Rannsóknirnar munu eink- um beinast að Austur-Græn- Iandsstraumnum, sem haffræð- ingum hefur þótt einkar for- vitnilegur. Skipin, sem taka þátt í leið- angrinum eru Helland Hansen og H.U. Sverdrup, auk varð- skipsins Ægis. Norsku haífræð- mgamir, sem eru 10 talsins, verða undir stjóm Hermanns Gade og Hákon Mosby prófess- ors. Hafsvæðið undan austurströnd Grænlands hefur til þessa litt verið kannað, en prófessor Mos- by segir að svo líti út, sem straumamir á þessu svæði hafi mikil áhrif á loftslag og veð- urfar í Norður-Evrópu. KAIRO 26/7 —• Nasser, forseti Egyptalands, gerði í dag harða hríð að hinum ríkjandi Baath- flokki í Sýrlandi. Kallaði hann flokkinn fasistaflokk. Samtímis upplýsti Nasser, að í nóvember verði kosið til egypzka þjóð- þingsins. Nasser hélt ræðu sína í til- efni þess, að ellefu ár eru nú liðin frá þvi að Faruk konung- ur var hrakinn frá völdum. Handtökur / New York NEW YORK 26/7 — Lögreglan í New York borg handtók í gær 80 blökkumenn, sem safnazt höfðu saman fyrir utan sjúkra- hús, sem er í smíðum. Blökku- mennimir voru þama til að mót- mæla því, að þeir höfðu ekki fengið vinnu við byggingwia. Það sem af er þessari viku hefur lögreglan i New York handtekið meir en 500 blökku- menn við þessa byggingu. Fundur í KÓMEKON MOSKVU 26/7 — Leiðtogar sjö austurevrópuríkja, sem undan- farið hafa setið á fundum í Moskvu, halda nú senn heimleið- is. Þeir hafa átt viðræður við Sovétstjórnina í þrjá daga, og er þetta fundur í COMECON, aust- urevrópeiska ráðinu er fer með hagfræðileg máL Þetta var til- kynnt í Moskvu í dag, en þó ekki haft eftir opinberum aðil- um. Enn hefur ekki verið gefin út nein tilkynning um viðræðumar, en þær hafa farið fram með hinni mestu leynd. Hefur ekki einu sinni verið opinberlega til- kynnt, að viðræðumar fari fram. Erlendir fréttamenn í Moskvu hafa það fyrir satt, að Krústjoff forsætisráðherra hafi boðað til ráðstefnunnar til þess að gefa yfirlit um hugmyndafræðideil- urnar við Kína og viðræður þær, er leiddu til þess að kjamorku- tilraunir voru bannaðar. Austurevrópeiskur heimildar- maður hefur sagt frá þvi, að viðræðum sé nú lokið, og þátt- takendur á heimleið. Kæra Portugala í öryggisráði NEW YORK 26/7 — Ghana Marokkó og Filippseyjar lögðu á föstudag fúyktun fyrir öryggis- ráð Sameinuðu þjóðannr, þar sem þess er krafizt, að öllum vopnasölum til Portúgal verði hætt. Eru Portúgalar sakaðir um að kúga afríkanska þjóðerni*- sinna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.