Þjóðviljinn - 27.07.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.07.1963, Blaðsíða 10
Sænskir sérfræðingar rann- saka orsakir ísaga-brunans I Fjórir þilfarsbátar eru gerðir út frá Grenivík og stunda miðin á Grímseyjar- sundi í sumar. Stærð 10 til 12 tonn. Fiskirí hefur verið sáratregt í sumar og undan- farna daga hefur ver- ið langur óviðriskafli. En síðastl. fimmtu- dag var fyrsti góð- viðrisdagurinn og voru bátamir að leggja upp skömmu eftir hádegið. i Þarna sjást þrjár beitingastúlkur á Grcnivík i sumar. Þær hafa stillt sér fyrir framan lóða- balana og heita Sigurlín a, Hólmfríður og Þórey. i I i Hér sést landformaðurinn Gunnþór Björnsson á bryggjunni og er að ljúka vtið að koma lóða- bölunum um borð á fyrsta degi eftir óviðriskafla undanfarna daga. Báturinn heitir Brúni EA 71. BÖLVADUR PÍRINGUR ! Aflinn hefur jafnvel hrapað njður í þúsund pund í róðri. Þetta sagði mér Gunnþór Björnsson. landformaður á Brúna EA 71. Ekkert frystihús er á Grenivík; leggja bátamir upp afla sinn í Hrísey og Dalvik og er hugur í þorps- búum að eignast slíkt at- vinnufyrirtæki. Gamla bryggjan liggur beint fyrir opnu hafi og stendur nú fyr- ir dyrum bygging á hafnar- garði. sem liggur í suðvest- ur og kemur til með að kosta fjórar milljónir. Þrir stórir bátar eru gerð- ir út frá Grenivík. Þeir eru nú á síldveiðum, en róa frá Grenivik á vetram. Blóminn af karlmönnum er þannig fjarrverandi úr þorpinu heilu árstíðirnar á sagii stúikan stóru bátunum. Þeir heita Vörður, Vonin og Oddgeir, — nýr bátur. sem kom til Grenivíkur í vor. í beituskúmum hjá Brúna voru þrjár stúlkur að beita fyrir næsta róður og höfðu «áð furðu miklum flýti. Ein er fimmtán ára og tvær seytján ára. Þær kvörtuðu yfir afla- leysinu í sumar og kváðu þetta ekki einleikið. — Sést nokkuð nema lúða, segi ég. Þá fóru þær að hlæja.— Sjómenn telja kvenfólk í spilinu. ef lúða stingur upp kollinum. Nei, -— engin lúða. Enginn fiskur yfirleitt. Þetta er bölvaður píringur, sagði ein stúlknanna hressilega. Svo stilltu þær sér fyrir framan lóðabala fyrir utan beitningaskúrinn og létu smella af sér mynd. Þær heita Sigurlína Ax- elsdóttir. Hólmfríður Svein- bjömsdóttir og Þórey Gunn- þórsdóttir. — Þær eru bara viljugar, greyin. sagði land- formaðurinn. g.m. Aðalfundur Lands- sambands veiðifél. lög til Veiðimálastofnunarinnar Talið mögulegt að um sjálfs- íkviknun hafi verið að ræða Undanfarið hefur dvalizt hér á landi sérfræðingur frá AGA í Svíþjóð Sten Mogensen að nafni til þess að rannsaka orsak- ir Isaga-brunans. Sérfræðingurinn fór utan í gær og hafði með sér öll gögn, er hann hafði feng- íð í hendur og verður málið nú rannsakað nánar af sérfræðlng- um AGA-verksmiðjanna. Eins og kunnugt er, var í fyrstu tahð víst, að eldsupptökin hefðu átt rætur að rekja til þess að starfsmaður í verksm. bar heitan lykil að gasleka á hylki, og varð íkviknunin í þann mund. Hinn sænski sérfræðingur sem hér hef- ur dvalið að undanfömu, gerði ýmsar tilraunir til þess að kom- ast að raun um, hvort íkviknun- in hefði getað átt sér stað af þeim sökum. Niðurstöður af þeim athugunum þóttu leiða í ljós, að ekki væri unnt að slá þvi föstu, að kviknað hefði í á þann hátt. Þykir jafnvel senni- legra að um sjálísíkviknun hafi verið að ræða, vegna örs gasút- streymis úr hylkinu, þótt sú til- gáta sé ekki sönnuð heldur. ★ Þjóðviljinn sneri sér í gær til forstjóra Isaga, og kvað hann hinn sænska sérfræðing hafa haft með sér utan öll gögn varð- andi þetta mál og yrði það rann- sakað nánar af sérfræðingum AGA-verksmiðjanna. Væri þetta gert í samráði við rannsóknarlög- regluna hér og yrði nú beðið með frekari rannsókn, þar til búið væri að vinna úr þessum gögnum af sérfræðingum verk- smiðjanna í Svíþjóð. Ekki kvaðst forstjórinn geta sagt um, hvenær þær niðurstöð- ur myndu liggja fyrir, en óskað hefði verið eftir því, að rann- sókninni yrði hraðað sem mest og yrðu niðurstöður hennar þá birtar svo fljótt sem unnt væri. Eiga Kínverjar nú kjarnavopn PEKING 27/7 — Formaður kín- versku friðamefndarinnar lýsti þvi yfir í dag. að sú einokun á kjamavopnum, sem nú ætti sér stað, myndi rofin innan skamms. Hann lýsti þessu yfir á fjölmenn- um fundi í Peking. Fundur þessi var haldinn til að minnast Kóreustríðsins. Var fundurinn fjölsóttur, um tíu þús- und manns hlýddu á þessa yfir- lýsingu. Það er fréttastofan Hið nýja Kína, sem þetta tilkynnir í dag. Landssamband veiðifélaga hélt aðalfund sinn I Borgarnesi 20. júlí sl. Fundinn sátu fulltrúar veiðifélaga úr þremur lands- fjórðungum. Veiðimálastjóri, Þór Guðjóns- son, flutti erindi um veiðimál og sýndi litskuggamyndir. Rætt var meðal annars um endurskoðun laxveiðilaganna. Fundurinn þakk- aði Alþingi og ríkisstjóm fyrir framtak við byggingu laxeldis- stöðvarinnar í Kollafirði. Jafn- framt skoraði hann á ríkisstjóm- ina að auka verulega fjárfram- til þess að hún geti mætt ört vaxandi þörf fyrir leiðbeiningar- starfsemi, og rannsóknir í þágu veiðimála. Á fundinum rikti mik- ill áhugi fyrir eflingu samtak- anna, og taldi hann þörf á að stofnuð yrði veiðifélög við vatna- svæði þar, sem þau væru ekki fyrir. Stjóm Landssambands veiði- félaga var endurkosin, en í henni eiga sæti Þórir Steinþórsson, skólastjóri, Reykholti, formaður, Hinrik Þórðarson, Útverkum.. og Óskar Teitsson Víðidalstungu. Bdur / geymsluporti hjá Sindra I fyrrakvöld kvlknaði í rusli í gcymsluporti Sindra við Höfða- tún. Varð mikill rcykur af bálinu og slökkviliðið kvatt á vcttvang. (Ljósmynd Þjóðviljans A. K.). Ingi R.varð 7.-8. af 20 keppendum í Halle-mótinu í síðusTu um'ferð svæð- ismótsins í Halle í Aust- ur-Þýzkalandi gerði Ingi R. Jóhannsson jafn- tefli við Trifunovic og hafnaði því í sjöunda til áttunda sæti af 20 kepp- endum. Sigurvegari varð Ungverjinn Portisch með 1372 vinning, en Daninn Bent Larsen varð annar með 13 vinninga. Næstir og jafnir í 3. og 4. sæti urðu þeir Ivkof og Robatsch með 12 vinninga hvor. Verða þeir því að heyja einvígi sín á milli um það hvor rétt eigi til þátttöku í millisvæðamótinu svonefnda, en þrír efstu menn á hverju svæðis- móti halda áfram keppni á millisvæðamótinu, þar sem gert er út um hverjir taki þátt í á- skorendamótinu síðar. Er gert ráð fyrir að skákeinvfgi þeirra Ivkofs og Robatsch verði háð í haust. 1 5. og 6. sæti í Halle urðu þeir Melich og Uhlmann með 11 vinninga hvor, en í næstu sæt- um og jafnir voru svo þeir Ingi R. Jóhannsson og Trifunovic með IOV2 vinning hvor. Frammistaða Inga á þessu skákmóti hefur verið með mikl- um ágætum og honum til sóma, þar sem langflestir andstæðing- ar hans vora ýmist stórmeistarar (t.d. allir þeir sem urðu ofar að vinningum en hann nema Mal- ich) eða alþjóölegir meistarar. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.