Þjóðviljinn - 28.07.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.07.1963, Blaðsíða 2
2 SlÐA HÓÐVILJINN Surmudagur 28. júlí 1963 / heimatilbúnum poka Það gérðlst fyrlr skömmu i dýragarði einum á Englandi, að poka- ðýr eignaðist afkvæmi en vildi ekki líta við því þegar krílið var komið f heiminn, heldur kastaði þvi út úr húðpokanum góða. Þá kom til kasta fósturmóðurinnar. Hún heitir Sylvia Legge og er eiginkona forstöðumanns dýragarðsins. Hér sést sá útskúfaði, aðeins fjögurra daga gamall, í heimatilbúnum pok'a fósturmóðurinnar. Þórsmerkurferðir Úifars um ver2:lunarmannahelgina: - / Skemmtidagskrá fyrir ferða fólk laugardag og sunnudag Þótt fðlk fari nú inn á Þórsmörk til að njóta sumarfegurðar- innar, er ekki síður fallegt þar á vetrum eins og þessi mynd ber með sér. (Ljósm. L B.) Mál- pípan Þegar stórfréttir gerast, bírtist mát blaða ékki ein- vörðungu í ritstjómargrein- um, heldur og ekki síður í því hvemig fréttirnar eru matreiddar, hversu hátt þeim er gert undir höfði. Þegár Morgunblaðið greindi í fyrra- dag frá samningum Sovét- ríkjanna, Bandaríkjanna og Brétlands um takmarkað bann við tilraunum með kjamorkuvopn, komst blaðið ekki hjá því að láta aðalfyr- irsögn sína fjalla um þaftn atbtirð. En til þess að sýna afstöðu sína röðuðu Wtstjór- ar Morgunblaðsins einnig upp á forsíðuna stórri frétt, þar sem nákvaemlega voru rakin þau ummseli Nixons, fyrrver- andi varaforseta Bandaríkj- anna, að allt tal um frið- samlega sambúð væri þvætt- ingur einn og þeir menn „moðhausar" sem ástunduðu þvílíkan munnsöfnuð. Kvað Nixon til einskis að tala um friðsamlega sambúð fyrr en búið væri að breyta þjóð- skipulagi sósíalistísku ríkj- anna og Krústjoff væri fall- ínn frá þeirri skoðun sinni að sósíalisminn yröi ofjarl kapítalismans, en afl þeirra breytinga áttu auðsjáanlega að vera fleiri og stærri hel- sprengjur. Það voru margir heims- kunnir menn sem ræddu samninginn um tilratmabann þégar á fyrsta degi, merkari Og áhrifameifi leiðtogar en sá geðvondi dumpkandídat Nixon. En Morgunblaðið vajdi hann úr og skipaði honum í heíðurssess á síðu vegna bess að 1 aði þær skoðanir sem ritstjór- unum voru efst í huga daginn sem samningarnir voru undir- ritaðir. Stað- reyndir Það felst í örðum Nixons og viðbrögðum Morgunblaðs- ins, að samningamir um til- raunabann hafi verið sigur fyrir Sovétríkin og áfall fyr- ir þá 6tefnu að breyta þjóð- skipulagi ríkja og skoðunum manna með morðtólum. En það sér á að einhverjum leiðtogum Sjálfstæðisflokks- ins hefur ekki fallið þessi af- staða og því reynir Morgun- blaðið að gera bragarbót í gær og birtir forustugrein þar sem rakið er hvers vegna Rússar hafi „nú loks gert sér ljóst“ að slíkir samningar séu hauðsynlegir. Það er komin býsna löng reynsla fyrir því hverjir það voru sem þurftu að gera sér staðreyndir ljósar. Man Morg- unblaðið eftir Stokkhólms- ávarpinu og ummælum sjálfs sín um alla þá sem dirfðust að undirrita það? Rámar Morgunblaðið ekki í það hvers vegna sá maður sem nú ber titilinn „herra biskup- inn yfir Islandi" var eitt 6inn nefndur „smurður Moskvu- agent" í stærsta blaði lands- ins? Og ekki er lengra en svo, síðan Bandaríkin gerðu síðustu sprengjutilraunir sfn- ar, að ritstjórar Morgunblaðs- ins ættu að minnast bess að þeir töldu þær „fagnaðarefni" og drógu andann dýpra af umhugsunlnni um það bless- unarríka og „hreina“ helryk sem frá beim kynni að sáldr- ast. — Austrl. Ef að vanda lætur verður ferðamannastraumur mikill • á Þórsmörk um verzlunarmanna- helgina, en oft hefur þótt nokk- uð sukksamt þar um þessa helgi enda lítið verið gert skipulega til þess að fólk gæti notið þar skemmtana á mannsæmandi hátt. Það er því mjög til fyrir- myndar, að ferðaskrifstofa tTlfars Jacobsen hyggst um verzlunar- mannahelgina skipuleggja margs konar skemmtanir fyrir Þórs- merkurfara á vegum skrifstof- unnar, með gönguferðum undir leiðsögn góðra fararstjóra, söng og dansi og alls kyns leikjum. Ferðaskrifstofa tílfars hefur síðustu árin flutt stóran hluta þess fólks sem sótt hefur í Þórs- mörk um verzlunarmannahelgar, og jafnframt staðið fyrir ýmsum skemmtiatriðum o.fl. til þess að gera þátttakendum ferðanna dvölina þar sem ánægjulegasta og til þess að hafa góð áhrif á umgengni fólks um staðinn. Hefur þessi viðleitni Úlfars Jakobsen gefið svo góða raun, að hann ætlar nú að ráðast í fram- kvæmt fjölbreyttrar dagskrár til' skemmtunar farþegum sínum í Þórsmörk og hefur m.a. ráðið hið vinsæla Savannah-tríó til skemmtunar fyrir fólkið. Mun tríóið spila og syngja tvö kvöld, laugardag og sunnudag; leika fyrir dansi frá kl. 9 að kvöidi fram á nótt. Auk Savannah-tríósins verður margt annað til skemmtunar. T.d. verða kyntir varðeldar, far- ið allskyns leiki, íþróttakeppni, sunginn fjöldasöngur og Úlfar mun sjálfur skemmta með söng og gítarspili. Með hverjum far- miða, sem seldur verður fylgir bæklingur með, ýmsum söng- lagatextum, sem sungnir verða við varðeldana. Tjaldsvæðið í Húsadal verður prýtt með fánum, reistur verð- ur pallur fyrir Savannah-tríóið og önnur skemmtiatriði. Komið verður fyrir hátalarakerfi, á svæðinu svo skemmtiatriðin heyrist betur og fleira gert svo að fólk geti notið fararinnar sem bezt. Til þess að ráða nokkra bót á vatnsskortinum í Húsadal verður reynt að leggja vátns- leiðslu nálægt tjaldstæðinu. Þá verður og bætt stórlega aðstaða til snyrtingar m.a. með því að koma fyrir þrifalegum salernum. — Hjálparsveit skáta mun verða á staðnum með sjúkratjald sitt til aðstoðar þeim, sem verða fyr- ir óhöppum. Á sunnudagsmorgun kl. 11 fer fram fánahylling, én það hef- ur orðið að samkomulagi milli flestra þéirra aðila, sém efna til' ferða í Þórsmörk að taka þátt 1 henni og gera hana á þann hátt virðulega og eftirminnilega. Eftir hádegi á sunnudag verða famar gönguferðir leiðsögu- manna. I ferðum með Úlfari verða ekki færri en 10 farar- stjórar undir yfirstjórn Guð- mundar Magnússonar, sem al- kunnur er fyrir sérstaka leið- sögumannshæfileika sína. Aug- lýsingar um gönguferðir og skemmtanir verða festar upp á þar til gerðum spjöldum á tjald- svæðinu. Að gönguferðunum loknum verður efnt til reiptogs milli Austur- og Vesturbæinga og rnilli Reykvíkinga og utanbæj- armanna. Má búast við að það verði góð skemmtun. Þrátt fyrir aukakostnað ferða- skrifstofunnar, verða þessi hlunnindi þátttakendanna þeim algjörlega að kostnaðarlausu. Aðeins er ætlazt til þess, að fólkið vandi umgengni sína og leitist við að skemmta sér á sem heilbrigðastan hátt. — Ný- mæli i férð þessari verða far- seðlarnir, sem eru þannig úr garði gerðir, að hluti af þeim verður notaður sem merki til þess að næla í barm þátttak- Kennedy Framhald af 1. síðu. samkomulagi og upplausn. Nú hefði ljósgeisli klofið myrkrið. Þá kom Kennedy að því, að samkomulag það, sem nú hefði hátíðlega verið gert í Moskvu, gæti orðið upphaf að bættri sam- búð og lausn annara vandamála. Hann undirstrikaði það, að við- ræðurnar í Moskvu hefðu ekki leitt til ágreinings um önnur efni, en Averell Harriman hefði slegið því föstu, að spumingin um griðarsáttmála milli Varsjár- bandalagsins og Nató kæmi ekki til umræðu fyrr en ráðgazt hefði verið ítarlega við önnur ríki i Nató. Kennedy hvatti Bandaríkja menn til að styðja stjórn sína i viðleitni hennar til að fjarlægj: stríðsóttann. í enda. Einnig verða númer á farseðlunum og farangur viðkom- andi merktur með sama núm- eri til þess að fyrirbyggja svo sem mögulegt er að farangur tapist eða misfarist . Enginn vafi er á því, að fýrr- nefndar framkvæmdir munu verulega stuðla að bættri um- gegni fólks, þar sem safnazt er saman á helgum og hátíðis- dogum. Með þessu er stigið stórt spor í áttina til þess, sem mikið hefur verið talað um og verið hefur ofarlega á dagskrá að undanförnu, en það er „að gera eitthvað fyrir unga fólkið", sem leitar skemmtana utanbæjar á hinum ýmsu stöðum á helgum. Vafalaust verður haldið áfram á sömu braut, ekki sízt ef þær vonir, sem bundnar eru við verzlunarmannahelgina í Þórs- mörk að þessu sinni, rætast. Svo sem fyrr segir verða ferð- ir frá Ferðaskrifstofu Úlfars í Þórsmörk miðvikudags. og fimmtudags- og föstudagskvöld kl 8 e-h. alla dagana. Á laug- ardag verður svo farið kl. 2 e.h. Til baka til Reykjavíkur verður farið á mánudag kl. 2 og kl. 5 e.h. Fulljóst er af þátttöku nú þegar að mun fléiri fara með Úlfári í Þórsmörk um þessa vérzlunarmannahelgi held- ur en í fyrra. SlllSSSH PJQNUSTAH LAUGAVEGI 18® SIMI 19113 TIL SÖLU: 2 h'erb. góðar íbúðir við Bergstaðastræti. Lítil íbúð í Gerðunum með sérinngangi. Stofa eld- hús og snyrtiherbergi. Útborgun 80 þúsund. 3 herb. efri hæð við öð- insgötu, sér inngangur. 3 herb. góð íbúð á efri hæð í Gerðunum ásamt stofu og eldhúsi á fyrstu hæð. 1. veðr. laus. 3 herb. hæðir 90 ferm. i timburhúsi við Engjaveg. Góð kjör. 3 herb. stór kjallaraíbúð við Langholtsveg. Sérinn- gangur. 3— 4 herb. glæsileg íbúð við Safamýri, nasstum full- gerð. 3 herb. íbúð við Hjallaveg. Bílskúr. 3 herb. góð kjallaraíbúð við Eskihlíð. 4 herb. góð jarðhæð við Njörvasund. 4 herb. góð íbúð við Berg- staðastræti. 4 herb. hæð með allt sér við Öðinsgötu. Verkstæð- ispláss á jarðhæð. 5 herb. glæsileg, ný, íbúð í Skipholti. 5 hcrb. hæð við Mávahlíð 1. veðr. laus. Raðhús í enda við Skeiðar- vog með fallegum garði. I SMÍÐUM: 4— 6 herb. glæsilegar íbúð- ir í borginni. 1 KÖPAVOGI: Glæsllegt einbýlishús á tveimur hæðum. Arki- tekt Sigvaldi Thordar- son . Efri hæðir i tvíbýlishúsum í smíðum. Allt sér. Parhús í smíðum við Birki- hvamm. Arkitekt Sigvaldi Thordarson. 3 herb. íbúð 100 ferm í smíðum við Reynihvamm. Allt sér. 3 herb. hæð f timburhösi við Nýbýlaveg. 1. veðr. laus. Góð kjör. 3 herb hæð við Lindar- veg. Sérinngangur. Einn- ig góð byggingarlóð á- samt teikningu. 1 smfðum í Garðahreppi glæsilegt einbýlishús. j Naupendar — | ^eljendur. Sf þið þurfið að selja eða 'faupa, hafið samband við ikkur. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda Orðsending (28/7 1963). I dag og næstu tvær helgar verða eftirtöld verkstæði opin: Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Arnésinga, Selfossi, Bifreiðaverkstæði Kaupfélagsins Þór, Hellu, Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Rangæinga, Hvolsvelll, Bifreiða- og trésmiðja Borgarness h. f., Borgarnesi, Bifreiðaverkstæðlð Laugarbakka við Miðfjarðarárbrú, Bifreiðaverkstæðið Vísir, Blönduósi, Bifreiðaverkstæði Dalvíkur, Dalvík, Bifreiðaverkstæðið Baugur, Akureyri, Bifreiðaverkstæði Jóns Þorgrímssonar h.f. Húsavík, Bifreiðaverkstæði Sveínbjðrns Davíðssonar víð Plugvallar- veg, Keflavík, Eins og undanfarnar helgar verða vegaþjónustubílar F.I.B. á aðalumferðarleiðum frá Reykjavík, út ágústmánuð. Þeir, sem þurfa að koma orðsendingu til þeirra um aðstoð, hafi samband við þjónustu síma Gufunesradíó 22384. Frá Akureyri verður vegaþjónustubíll F. I. B. með tal- stöð næstu þrjár helgar. Bifreiðaeigendur komi orðsend- ingu til hans g^gnum slökkvistöðina á Akureyri. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda. Bolholti 4. — Sími 33614. Klippið auglýsinguna úr blaðinu. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.