Þjóðviljinn - 28.07.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.07.1963, Blaðsíða 6
g SÍÐA Sumir telja jarðvist sína eins og að tjalda til einnar nætur. Ei- lífðin skiptir þair ein máli og vista skipti tíð á slíkan mælikvarða. Ferðamannastraumur norður í land er að nálgast hámark sitt í sumar. Með auknum bílakosti landsmanna leggja fleiri upp með fjölskyldu sína og tjald og annan útbúnað í sumarleyfi og aka víða um landið. Þörfin verður brýnni að taka á móti slíku fólki á við- kvæmum samgöngupúnktum og er tjaldstaður Akureyringa til fyrirmyndar um þessi efni. En hverfulleiki lífsins er á slíkum stöð- um. Þarna skapast borg að kvöldi og stutt kunningjasambönd mynd- Suimudagur 28. júlí 19G3 ast hjá fólki hvaðanæva af landinu og það er líflegur og frjálslegur blær yfir borgarbúum og stuttar heimsóknir yfir kaffibolla. Nóttin líður hjá ferðlúnum mönnum. Daginn eftir er staðurinn hroðinn og borgin horfin af yfirborði og auðn og tóm ríkir yfir staðnum. Fólkið er horfið út um hvipp- inn og hvappinn og líf staðarins þurrkast út. Nýjar borgir með nýju fólki rísa á legg og hverfa út í buskann. Þannig hefur líka lífið sína framrás Aðfaranótt fimmtudagsins dvaldi fréttamaður Þjóðviljans þarna. Stuttar heimsóknir um kvöldið og morguninn eftir. HðDVILJINN Þama cr ungur Rcykvíklngur að tjalda ásamt tveim blómarósnm. Þau heita Rut Arnfinnsdóttlr frá Akranesi, Guðjón Þorkelsson, Frakkastíg 21, Reykjavík og Sigríður Fctursdóttir, Goðhcimum 16, Reykjavík. Félaginn hljóp ofan í bæ til þess að kaupa mjólk. Héma eru hafnfirzku systurnar með eiginmenn sína. Þau heita Margrét Guðmundsdóttir og Karl Ágústsson vélvirki, Bröttukinn 2, Hafnarfirði og Svanhvít Guðmundsdóttir og Iljalti Hansson, hús- vörður við bamaskólann í Garðahreppi. Litli strákurinn cr gestur úr ööru tjaldi og heitir Ilans Þorvaldsson, Köldukinn 2, HafnarfirðL Héma sjáum við svo frúna i bólinu meðan hún beið eftir morgunkafflnu hjá eiginmanninum, Þau em Rannveig Jónsdóttir og Haligrímur Guðjónsson, rennismiður hjá Héðni, og Anna Karin Jóns- em pg §te|án guðjóns?on m IsafMI. »4Hlr ffftilplms RannYéigar y#r í ssaðl wm iRtrrgiminn* Tjaldað til einnar nœtur Þið eigið að drekka mjólk, börnin mín Hann er ]ív --- Upp á kven- höndina þes. Reykvíking- ur og naut , -ðar tveggja yngismeyja við sína hreiður- gerð, og ætlaði hann að tjalda þarna næturlangt með féiaga sínum. Hann var hinsvegar hlaupinn niður í bæ til þess að kaupa mjólk. En þær voru eiskulegar við sinn unga herra og kölluðu hann báðar Göja sinn. Hann heitir annars Guðjón Þorkelsson, Frakkastíg 24, Reykjavík, og er skrifstofu-' maður hjá Vélum og verkfær- um. Þegar hann var lítill gutti, þá var hann sendill hjá Þjóð- viljanum. En nú er hann orð- inn stór. „Er ekki kalt á nóttunum?" „Stundum og stundum ekkt. Það fer eftir aðstæðum", seg- ir önnur stúlkan hlæjandi og horfir á Göja sinn. Leyndardómsfullt bros hjá unga herranum. En hverjar eru ungu döm- urnar? Þær heita Rut Amfinnsdóttir frá Akranesi og Sigríður Pét- ursdóttir, Coðheimum 16, Tveir sænskir stúdentar frá Uppsalaháskóla voru í næsta tjaldi og drukku mjólk og snæddu rúgbrauð með rúllu- pylsu og horfðu mæðulega á franska Sítróinn sinn út um tjaldskörina. Þeir heita Gerhard Kropp, 27 ára lögfræðinemi, og Ingvar Svenson, 32 ára, fil. lic. bio- kemi, og stunda báðir nám í Uppsala. Þeir komu til landsins 26. júní með Loftleiðaflugvél frá Osló og billinn beið á hafnar- bakkanum í Reykjavík. Þeir hafa ferðazt um allt Suður- landsundiriendið og skotizt öðru hvoru upp í óbyggðir, eins og Landmannalaugar og allt austur undir Vatnajökul, og eru hrifnastir af Eldgjá og Skeiðarársandi. Þá voru þeir í Kaldadal og Þórisdal og gengu á Heklu. Hér fyrir norð- an hafa þeir skoðað Goðafoss og ekið um Mývatnssveit og gengið á fjöll. Þeir telja franskan Sítró ó- heppilegasta farartæki sem um getur í fslenzka staðhættí og er undirvagninn svo skammt frá jörðu. Þeir bölvuðu hressi- lega einhverju mannkerti í Svíþjóð, sem hafði fullvissað þá um hið gagnstæða, leigðu þeir bílinn hjá honum fyrir þúsund krömjf pænskðF og er flutm Reykjavík. Báðar eru heima- sætur í föðurgarði og Sigríöur segist ætla að leggja stund á blóðrannsóknir í framtíðinni. Það er hjá Blóðbanka Lands- spítalans í haust. „Er Göji blóðheitur?" Nú skellti tríóið sér á lær. Aðvífandi persónur botna hvorki upp né niður í hlutun- um. Það er kannski bezt. „Ósköp drollar hann lengi Tvenn hjón höfðu komið sér fyrir í næsta tjaldi og ráð- settur heimilisblær hvíldi yfir tjaldbúðum og var tjaldað til einnar nætur. Þama voru tvær hafnfirzkar systur á ferð með eiginmönn- um sínum og hafragrautur kraumaði í potti, annar heim- ilisfaðirinn reykti pípu sína og ingskostnaður þar meðtalinn. Annars kostar Islandsferðin fyrir hvom um kr. 18 þúsund íslenzkar og er bílinn þar inni- falinn. Mílan kostar þá um 25 kr. íslenzkar. Allt var þetta sannað með reiknistokki. Þeir höfðu fengið hugmynd sína um Islandsferð frá göml- um embættismanni, sem hafði fullvisað þá um að íslenzkt kvenfólk væri fjörugasta kven- fólk i heimi og væri siður kvenmanna að ganga buxna- lausar, annað talið prjál á Is- landi. Við ferðalok telja þeir sig hafa komizt að annarri niður- stöðu. Islendingar kunna ekki að taka á móti erlendum ferða- mönnum. Hér á Akureyri heimsóttu þeir tvær ferðaskrifstofur og ætluðu að fá landfræðilegar upplýsingar um nágrennið. Þeir fóru út jafnnær á báðum stöðum. Elskulegt viðmót hjá fólki eykst hlutfallslega eftir því sem íjær dregur Reykjavík og töldu þeir það merkilega nið- urstöðu. íslendingar úti á landsbyggð- inni eru lfkir Norður-Svíum. Þeir leggja upp frá Reykjavík 19. júlí með Bronning Alex- andrine og báðu fyrjp kYgðjuf tu vlnw aippa hér. eftir mjólkinni," segir önnur stúlkan. „Við erum alltaf að þamba mjólk“. Við hittum gamlan mann fyrir austan og hann sagði að við ættum að drekka mjólk og helzt ekkert annað mjólk. Ja, sei, sei, börnin mín. Þið eigið að drekka mjólk, sagði hann. Svona er þetta elskulegt, sak- laust og skemmtilegt. Þau eru búin að ferðast um Fljótshérað og heimsóttu Hall- ormsstað. 1 fyrradag voru þau við Mývatn og eru á leiðinni heim. hinn las Tímann með mikilli rósemd. Þetta eru þau Margrét Guð- mundsdóttir og Karl Ágústs- son, vélvirki, Bröttukinn 2, Hafnarfirði og Svanhvít Guð- mundsdóttir og Hjalti Hans- son, húsvörður við barnaskól- ann í Garðahreppi. Annar heimilisfaðirinn leit upp úr Tímanum og segir sem svo: — Þeir eru alltaf að skamma ríkisstjómina og hrekkur ekki tiL — Hvað ætli sosum aumingja mennimir hafi gert af sér, seg- ir önnur konan og hrærir dug- lega í r>ottinum. Þau eru búin að vera tvo daga á ferðalagi og ætla að skoða sig um í Vaglaskógi og við Mývatn á næstunni. Þá ætla þau að fara til Húsavik- ur og aka síðan austur í Keldu- hverfi og skoða Ásbyrgi. Þau lýsa yfir mikilli hrifn- ingu með þennan tjaldstað hér á Akureyri og konurnar blessa forráðamenn þessa bæjarfélags. Það hvein i öðrum heimilis- föðurnum. — Mikil ósköp. Þetta er allt ókeypis og mættu þeir skamm- ast sín fyrir tíkallahrakið í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þama er ódveljandi á köflum fyrir rusli og óhreinindum og menn þurfa að gera þarfir sín- ar út um hvippinn og hvapp- inn. Hér er snyrtihérbergi fyr- ir konur og karla og sundlaug- in við hliðina og prýðileg reglusemi hjá þessum gæziu- manni hér á tjaldstæðinu. — Þetta er myndarfólk hér á Akureyri, segir önnur kon- an. — Jæja, kallaskammir. Hér fáið þið grautlnn ykkar. — Þessir reykvísku hlemmi- kjaftar ættu að taka sér Ak- ureyringa til fyrimyndar, segir nú pípumaðurinn og teygir sig eftir diskinum. Friðsamt ©g rólegt heiipiljfi líf í eínum áfwngastað, Jœja, kallaskammir. Hér *ra ai . / r» rj .oimd f j ■ • er grauTurmn íslendingar kunna ekki að taka á móti ferðamönnum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.