Þjóðviljinn - 28.07.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.07.1963, Blaðsíða 8
f 3 SÍBA ÞJÓÐVILIINN Sunnudagur 28. júli 1963 jslendingar virðast veiða Islandssíld á enska tungu Hagskýrslur herma að íslendingar séu annar mesti útflytjandi síldar í öllum heimi. Nú skyldi maður ætla að fáar þjóðir kynnu betur að not- færa sér þessi náttúrugæði — en samkvæmt reynslu ’fréttamanns Þjóðviljans er þessu ’farið á aðra lund. Svo einkennilega vill til að svo virð- ist sem íslendingar 'framleiði alls ekki síld sem ætluð er íslendingum. Fyrir skömmu kom húsmóðir nokkur að máli við fréttamann Þjóðviljans og sagði sínar far- ir ekki sléttar. Hún kvaðst hafa hrifizt að skrifum dagblaðanna um næringargildi og Ijúffengi síldarinnar íslenzku. Eftir að hafa lesið langar romsur um þessa frábæru fæðutegund lagði hún upp í leiðangur til þess að afla sér og sínum hlutdeildar í þeirri marglofuðu sælu sem Mikið skal til mikils vinna Hina sígildu spumingu um helztu einkenni tízkunnar næsta ársfjórðung ber nú mjög á góma í París. Helztu frömuð- ir tízkuheimsins halda þar veg- legar sýningar og opinbera leyndarmál sín og hugmyndir um hausttízkuna 1963. Sú breyting sem mesta at- hygli vekur kom fram hjá Jacques Heim en hann síkkaði kjólana hiklaust um átta cm. Sýning Balmains var síðastlið- inn þriðjudag og fylgir hann ekki fordæmi Jacques Heim heldur hefur kjólana enn sem fyrr niður á mið hné. Hjá Balmain er mikið um stutta jakka sem oft eru fóðraðir með ljósum eínum, og þrískiptir dragtarkjólar virðast eiga vin- sældum að fagna. Hinir stuttu jakkar eru notaðir undir aðra víðari sem ná aðeins niður á mjaðmimar. Kápumar hjá Bal- main líkjast einna helzt her- mannafrökkum og eru hneppt- ar með 6 til 8 gríðarstórum hnöppum. Á mörgum kjólum hefur Balmain hækkað mittis- línuna og nefnist það Empire- snið. Balmain notar mikið alls konar skinnbryddingar og skreytingar á kjóla og kápur. Hattamir hjá Balmain eru stór- ir og barðamiklir og er þeim tyllt alveg aftur á hnakka. Einnig sýndi hann skemmtilega túrbanhatta sem bryddaðir voru með skinnum. Þðkkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för móður okkar GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Hverfisgötu 88b, Reykjavik. Þórður Gíslason, Þóra Gísladóttir, Auður Gísladóttir, Asth’ldur Guðrún Gísladóttir. samkvæmt frásögnum dagblað- anna felst í þvi að neyta ís- lenzkrar síldar í gerfi lystilegra rétta. En eins og fyrr segir sagði húsmóðirin sínar farir ekki sléttar. Hún gekk út úr húsi sínu með því hreina hugarfari að styrkja íslenzkan iðnað og sjálfs síns hreysti um leið. Hún gekk búð úr búð og spurði eftir þeirri ódáinsfæðu sem dagblöðin hafa gert hvað mest veður út af, síldinni. Og henni var boðin síld. Henni var boð- in gífurleg feikn af síld, jafnt niðursoðinni sem niðurlagðri, eins og blaðamennimir orða það. Henni var boðin síld í litlum dósum og stómm dósum. En því miður; þessi ágæta kona gat hvorki notfært sér litlu dósimar né þær stóru. Og hver er skýring á því að þvílík ósköp geta gerzt hjá öðr- um mesta síldarframleiðanda heims? Einfaldlega sú að kon- an skildi ekki áletranimar, sem gat að líta utan á aflanum sem landar hennar, ef til vill synir hennar, höfðu veitt. Áletranim- ar, uppskriftimar að þessum fínu síldarréttum, voru allar ritaðar á enska tungu. Og þessi fræga frú spurði fréttamann Þjóðviljans þeirrar einföldu spumingar: Kunna íslendingar ekki að skrifa sitt eigið mál utan á sínar eigin síldardósir Veggteppisem börnin kunna að meta Hér sjáið þið tvö einkar skemmtileg vcggteppi i barnaherbergi. Myndirnar eru málaðar með sterkum litum á einlitt efni. Það er um að gera að hafa mynd- irnar nógu einfaldar og leyfið börnunum sjálfum að taka þátt í að búa mynd- irnar til. Sofa í rúnii langömmunnar 1 norska tímaritinu „Textil og Konfektion" var nýlega sagt frá því, að tólf vefnaðar- og sæng- urfataverksmiðjur í Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Sviss, Vestur-Þýzkalandi og Austur- ríki hafi myndað með sér sam- tök í því markmiði að rann- saka vísindalega, hvaða áhrif ónógur svefn og slæmar hvílur hafa á heilsufar manna og starfsþrótt. Félagsskapur þessi var stofn- aður eftir að svör höfðu feng- izt við eftirfarandi spumingu, sem lögð hafði verið fyrir al- menning í V-Þýzkalandi: Hvernig er heilsa yðar og hvernig sofið þér? 45 prósent allra þeirra, er spurðir voru, létu í ljós óá- nægju með heilsufar sitt og svefn og kenndu mörgu um. Aðeins tvö prósent kenndu um slæmum rúmfatnaði eða rúm- um. Ein af forystukonum fé- lagssamtakanna, Gerd Biller- bock, segir samt, að lítið sé áf þessum tölum að byggja og tel- ur það hlægilegt, hve Þjóð- verjar noti gamaldags rúm og rúmföt, þrátt fyrir að þeir hafi öll möguleg önnur þægindi inn- anhúss. Flestir sofa ennþá í rúmum frá dögum langömmu sinnar, segir hún Og af skýrslu sem gerð var um efnið sést, að þriðja hvert rúm í Vestur- Þýzkalandi er yfir 25 ára gam- alt. Félagssamtökin hafa nú falið háskólanum í Meinz að finna út, hvemig bezt sé að hafa rúm og rúmföt, til þess að sem bezt hvíld fáist. Ekki er nú öll vitleysan eíns; nauðasköllóttur maður að láta stjana við sig á hárgreiðslustofu. Annars heitir maðurinn Jim Cripps og er frá Wrotham í Kent. Hann vann til þess á hátíð í Wrotham að fá fría lagningu. Aumiingja maðurinn notaði sér auðvitað hlunnindin, þ. e. a. s. eftir að vinir hans höfðu heitið 20 bjórflöskum, ef hann þyrði að fara. Eiga kjólar okkar að síkka í haust? Hvar eiga börnin að vera? Eins og kunnugt er vinna fjölmargar húsmæður úti til þess að standa straum af heim- ilishaldinu á þessum toll- heimtutímum. En oft vill svo verða að þegar konur ætla að létta undir með heimilisföð- umum við að sjá heimilinu farborða sé slíkt óframkvæm- anlegt sökum þess að ekki tekst að koma bömunum fyrir á bamaheimilum. Skyldi mað- ur þó ætla að frumskylda ríkis- valdsins við slíkar aðstæður væri að sjá til þess að kven- þjóðin gæti framfleytt íbúum landsins þegar karlmennirnir hrökkva ekki lengur til. En við sem ritum í Þjóðvilj- ann getum sagt ófáar sögur af því að ungar konur og gamlar, fullar af trúnaðartrausti til þeirrar ríkisstjórnar sem ákveð- ur gjöld þeirra og tekjur, hafi orðið að afsala sér vellaunuðum stöðum (á kvennamælikvarða) vegna þess að það reyndist alls- endis útilokað að koma börnum þeirra fyrir annars staðar en í eldhúsinu hjá þeim sjálf- um eða á götunni fyrir utan. Við fréttamenn Þjóðviljans, ætium okkur ekki þá dul að fetta fingur út í þá forsjón ríkis og borgar sem ákveður hvers konar lífskjör okkur hæfa bezt, en dirfumst að spyrja: Af hverju megum við ekki fóma börnum okkar á altari einstaklingsframtaksins úr því við þurfum þess með? Notíð hugmyndaflug - Islenzkt kvenfólk er yfirleitt ákaflega feimið við að nota hatta. Margar stúlkur hafa sagt mér að þær þori ;blátt áfram ekki að sýna sig úti á götu með hatt á höfðinu. Enda sjást hér varla önnur höfuðföt en skýluklútar. Húfan hérna á myndunum er skemmtilcg tilbreyting frá skýluklútnum. Það er vandalaust að sauma hana, bara einn saumur að aftan og dregiið saman að ofan og húfu er tilbúin. Og svo verður hver að nota sitt hug- myndaflug þegar hufan cr sett upp. Hér sjást tvær mismunandi aðferðir. Gleymið ekki að mynda barnið. BUÐIN Klapparstíg 26. SetjiS elna skeiS af blönduðum dvöxtum f glas, því naest tyær ís- kúlur, spændar meS heitrl matskeið úr íspakkanum, síffan bætt yiS dvöxtum og ein skcið af þeyttum rjóma ofan d. Aövörun Aö marggefnu tilefni skal það tekið fram, að umferð hvers konar ökutækja, svo og gangandi fólks, um flugbrautir Reykjavíkurflugvallar er stranglega bönnuð, nema með sérstöku leyfi flugumferðarstjórnar vallarins. Brot gegn þessu ákvæði varða eftir atvikum sektum eða þyngri viðurlögum. Ennfremur skal þaö tekið fram, að eigi er heimilt að fara aðra leið um flugvallarsvæðið að sjóbaðstaðnum í Nauthólsvík, en frá Mikla- torgi um Flugvallarveg að Skerjafirði. Flugmálastjórinn Agnar Kofoed-Hansen. i 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.