Þjóðviljinn - 30.07.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.07.1963, Blaðsíða 1
DKMIINN Þriðjudagur 30. júlí 1963 — 28. árgangur — 168. tölublað. LITILL AFLI Síldveiðin var mjög treg síðustu viku, enda var oftast nær kalsaveður og bræla á miðunum. Þó fór veður batn- andi fyrir helgina og dálítil veiði var þá í Reyðarf jarðar- djúpi, Digranesgrunni og út af Bjarnarey. Samkvæmt skýrslu Fiskifé- lagsins var vikuaflinn aðeins 48.247 mál og tunnur (rúml. 336 þúsund í sömu viku í fyrra) og er heiidaraflinn nú 556.951 mál og tunnur, en var 1.187.600 mál og tunnur á sama tíma í fyrra. 178 skip hafa nú aflað yfir 1.000 mál og tunnur. Síldveiðiskýrslan: Sjá 2. síðu Hafa 1500 faríit? Þegar síðast fréttist höfðu 810 menn fundizt látnir í Skoplje, júgóslavnesku borginni sem nú er að miklu Ieyti í rústum eftir jarðskjálftann sem dundi yfir á föstudaginn var. 700 manna er saknað og hugsanlegt talið að alis hafi um 1500 manns látið lífið. Auk þess slösuðust menn mcira og minna og á myndinni sjást nokkrir hinna særðu á elnu torgi borgarinnar. Sjá fréttir af björg- unarstarfinu á 3. síðu. Ráðgiofar frá Noregi um skógrœktarmál á fslandi Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, dvöldust þrír Norðmenn, sérfróðir um skógræktarmál, hér á landii um hálfs mánaðar skeið á vegum Skógræktar ríkisins. Feríuðust þeir um landið og kynnt- ust íslenzkum skógræktarmálum, og voru jafnframt til ráðgjafar um fyrirkomulag væntanlegrar tilrauna- og rannsóknarstöðvar Skógræktarinnar að Mógilsá, cn sem kunnugt er hefur verið ákveð- ið að verja norsku þjóðargjöfinm — einni milljón norskra króna — sem Ólafur Noregskonungur færði fslendingum er hann heim- sótti landið fyrir tveimur árum til tilraunastöðvar þessarar. A myndinni sjást Norðmenmrnir þrír. Frá vinstri: Próf. J. Lág, jarð- vegsfræðingur og kennarl við Iandbúnaðarháskólann í Ási, próf. Elias Maak, tilraunastjóri, og Toralf Austin, skrifstofustjóri í norska skógræktarráðuncytinu. — (Ljósm. Þjóðv. G. O.) Leitað tveggja ungra manna úr Reykjavík Um helgina hur'fu tveir ungir menn úr Reykjavík. að heiman frá sér og hefur þeirra verið leitað bæði úr flugvél og á sjó frá því sunnudag, þar sem talið er að þeir hafi far- ið á sjó á lítilli trillu. Piltamir, sem leitað er að, eru Jörgen Viggósson, Sólheimum 27 og Kristinn Ölafsson, Höfðatúni 5. Fóru þeir að heiman frá Kristni á sunnudagsnótt um kl. 3.30, og voru þá í leigubíl. Á sunnudagsmorgun voru þeir ókomnir heim til sín, en þó var ekki farið að undrast um þá, fyrr en faðir Jörgens varð þess var, að trillubátur þeirra feðganna var horfinn frá Grandagarði, þar sem hann var geymdur. Var Slysavamafélaginu og lögregl- unni þá þegar gert aðvart, þar sem líkur þóttu benda til, að þeir félagar haíi farið út á trill- unni. Strax og kunnugt varð um hvarf þeirra Jörgens og Kristins var hafin leit bæði á sjó og úr flugvéL Seint í gærkvöld hafði ekkert til piltanna spurzt. Hafin er að þeim víðtæk leit, bæði á sjó og landi, en enn sem komið er hefur hún engan árangur borið. Orðrómur er um það í bænum, að piltamir hafi sézt sigla út að McCormack amerísku skipi, sem liggur utan við Engey. 63 fórust i fíugslysi BOMBAY 29/7. Á laugardaginn hrapaði egypzk farþegaþota í hafið fyrir vestan Bombay á Ind- landi. Um borð í þotunni voru 63 menn og er fullvíst talið að þeir allir hafi farizt. Brak úr vélinni og eitt lík hcfur fundizt. KAUPHÆKKUNUM VELT YFIR Á NEYTENDUR Ar Verðlag heldur áfram að hækka dag frá degi. Nýlega samþykkti verð- lagsnefnd að velta kauphækkun þeirri, sem iðnaðarmenn hafa fengið, út í verðlagið, og fengu atvinnurekendur að leggja hálfa álagningu á hækkun þá sem þeir sömdu nýlega um við iðnaðar- mannafélögin. -A" Ekki þótti þó öllum nóg að gert; fulltrúi Vinnuveitendasambands íslands, Björgvin Sigurösson, lagði til að at- vinnurekendum yröi leyfð full álagning á hækkunina. Hlaut hann sérstakan stuðning frá fulltrúa Framsóknar- flokksins, Stefáni Jónssyni, en hann heíur þá ófrávíkjanlegu afstöðu í verð- lagsnefnd að greiða alltaf atkvæði með þeím hækkunum á vöruverði sem lengst ganga. Ekki náði þetta kappsmál þeirra félaganna fram að ganga að fullu í þetta skiptið, en þeir taka það eflaust upp á nýjan leik fljótlega. ir Eins og menn muna var það ein af helztu stefnujrfirlýsingum núverandi stjórnar að hún myndi engin afskipti hafa af samningum atvinnurekenda og launþega og yröu atvinnurekendur að standa sjálfir undir þeim kauphækk- unum sem þeir féllust á án aðstoðar hins opinbera. Reynslan hefur orðið sú að hverri kauphækkun er velt út í verðlagið með aukauppbót til atvinnu- rekenda! FriBrík í 3.-4. sæti Þau urðu úrslit Piati- gorsky-skákmótsins í Los Angeles í Bandaríkjunum, að sovézku skákmennimir urðu efstir og jafnir en í 3. og 4. sæti voru þeir Frið- rik Ólafsson og Najdorf. Er þetta einhver bezta frammi- Fundur blaða- manna í dag Fundur verður haldinn í Blaða- mannafélagi lslands kl. 3 sið- degis í dag, þriðjudag, i Nausti uppi. Umræðuefni: Kjarasamn- ingarnir. Áriðandi að félagsmenn fjölmenni. — Stjórnin. staða Friðriks á skákmóti til þessa, því að þarna voru saman komnir nokkrir af snjöllustu skákmeisturum heims með sjálfan heims- meistarann í fararbroddi. I lokaumferð skákmótsins vann Keres Gligoric, en aðrar skákir urðu jafntefli, m.a. skák þeirra Panno og Friðriks Ólafs- sonar. Endanleg úrslit mótsins urðu því þessi: 1.—2. Keres m Petrosjan 8% 3.—4. Friðrik 7% Najdorf IVí 5. Reshevsky 7 6. Gligoric 6 7.—8. Benkö 5% Panno 5% Kæra verkf ræðinga dómf est Eins og Þjóöviljinn hefur áöur skýrt frá hefur Stétt- arfélag verkfræöinga ákveð- ið að stefna samgöngumála- ráðuneytinu fyrir brot á vinnulöggjöfinni, en Vega- gerð ríkisins hefur ráðið fjóra meðlimi stéttarfélags- ins til starfa í miðju verk- falli. Verður málið dómfest fyrir Félagsdómi í dag, en lögfræðingur Stéttarfélags verkfræðinga er Gunnar M. Guðmundsson. Framkvæmdastjóri Stétt- arfélags verkfræðinga, Hin- rik Guðmundsson, skýrði Þjóðviljanum svo frá í gær, að síðasti samningafundur aðila í deilunni hefði verið sl. föstudagskvöld en engan árangur borið. Hefðu samn- ingamenn verkfræðinga bent á ýmsar hugmyndir til lausnar deilunni, en þær hefðu engar undirtektir fengið hjá atvinnurekend- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.