Þjóðviljinn - 30.07.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.07.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 30. júlí 1963 ÞIÖDVILIINN SlDA J Það verður að teljast til góðra tíðinda að verkun salt- síldar fer vaxandi hér á landi. Þá hefur einnig frysting suð- urlandssíldar aukizt með hverju ári. Þetta er góðra gjalda vert, svo langt sem það nær. Hér er verið að auka verðmæti þess góða hráefnis sem síldin er. En betur má ef duga skal. Ennþá er óralangt að því marki sem stefna verður að við hagnýtingu á síldinni, sem er Islands silfur og gull. Svo lengi sem meirihluti síldaraflans er bræddur í verk- smiðjum, í lýsi og mjöl, þar sem þurrefni síldarinnar er unnið í skepnufóður og áburð, þá höfum við ekki tekið þetta verkefni þeim tökum sem taka þarf oð taka verður. Verkefnin eru margþætt Segja má að verkefnin sem framundan bíða á þessu sviði séu margþætt, og að engan þátt- inn megi vanrækja ef góður ár- angur á að fást. Við þurfum að byggja upp niðursuðu- og nið- LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrir- vara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Aföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftirlits- gjaldi og gjaldi til styrktarsjóða fatlaðra, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti 2. ársfjórðungs 1963 og hækk- unum á söluskatti eldri timabila, útflutnings- og aflatrygg- ingarsjóðsgjaldi. svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfn- um ásamt skráningargjöldum. Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 29. júlí 1963. KR. KRISTJANSSON. TILKYNNING varððndi vörur í geymslum Tollbúðarinnar í Reykjavík, Vegna þrengsla í vöruskemmum tollbúðarinnar eru eig- endur ílugfarms og annara vara, sem þar eru geymdar, hvattir til að vitja þeirra sem allra fyrst eftir komudag þeirra. Geymslugjald fellur á vörurnar að 15 dögum liðnum frá því þær koma til landsins. Gjaldið er kr. 0,25 fyrir hvert kg, eða fyrir hverja 700cm3 sé um svo rúmfreka vöru að ræða að það gefi hærra gjald, hvortveggja fyrir hverja byrjaða viku, sem varan liggur umfram 15 daga. Lægsta gjald er kr. 10.00 fyrir hvert stykki. TOLLSTJÓRINN 1 REYFJAVlK. NAUÐUNGARUPPBOÐ annað og síðasta, á hluta í húseigninni nr. 22 við Greni- mel, hér í borg, eign Jóhannesar Bjarnasonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 8. ágúst 1963, kl. 3% síðd. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. w ; ý- . > tr V-.: & .•! ■■■ ■ , mmmi Síldin, sem veidd er við Islandsstrendur, er bezta fáanlega hráefnið til niargvíslegs matvælaiðnaðar. FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld urlagningaiðnað, þar sem síld- in er hráefnið, og jafnhliða verðum við að byggja upp og skipuleggja viðtæka markaðs- öflun fyrir þessar vörur. Sökum smæðar okkar sem þjóðar, þá getur það verið lífs- nauðsyn á þessu sviði, að ríkið hafi hér um einhverja forustu, líkt og þegar hafizt var handa með byggingu síldarverksmiðja ríkisins á sínum tíma. Sú for- usta sem þá var veitt fyrir öfluga baráttu Magnúsar heitins Kristjánssonar var nauðsynleg og sjálfsögð á þeim tíma. En jafn sjálfsögð ætti einnig í dag að vera forusta ríkisins til betri hagnýtingar á síldinni, þar sem tæknilegar framfarir og mikil og vaxandi þörf fyrir fullunnar, hollar matvörur fara stöðugt vaxandi í öllum hlutum heims. Það er heldur ekki bara nið- ursuða og niðurlagning síldar sem kemur hér til greina, held- ur eru allar líkur á, að verkefn- in til hagnýtingar á sfldinni til manneldis séu miklu fleiri og ekki veigaminni í sniöum ef þeirra er leitað. Hér þarf hugvit og aðstöðu til að gera nýjar tilraunir á sviði matvælaframleiðslu úr sjávarfangi og þar er síldin nærtækasta verkefnið sem bíð- ur. A meðan milljónir manna 1 heiminum deyjá árlega af völd- um fæðuskorts og þó sérstak- lega vegna skorts á eggjahvítu- efni í fæðunni, þá eyðileggjum við Islendingar ásamt fleiri þjóðum tugþúsundir smálesta af fyrsta flokks eggjahvítuefni sem breytt er í áburð á akra, eða þegar bezt lætur notað til skepnufóðurs. Síld og allskonar fiskur eru miklir eggjahvítu- efnisgjafar, svo miklir, að ef þetta hráefni væri notað af fullkomnu viti þar sem nútíma þekking væri látin leysa verk- efnin í staðinn fyrir aðeins að ræða um þau á þingum og öðrum mannfundum, þá væri hægt að bæta úr miklu heims- böli. Betri hagnýting síldar og annars sjávarfangs til mann- eldis, þar sem sífellt stærri og stærri hlutur hráefnisins er tek- inn og notaður til hollrar fæðu- gerðar, er eitt af þörfustu og mest aðkallandi verkefnum heimsins í dag. A þessu sviði getum við Is- lendingar unnið sjálfum okkur og um leið öðrum heimsbúum mest gagn ef við skiljum okk- ar vitjunartíma. Hér geta hug- sjónir og hagsmunir átt farsæla samleiðleið og lyft Grettistaki mannkyni til blessunar. Einn þáttinn í betri hagnýt- ingu síldarinnar ætti að fela síldarverksmiðjum ríkisins til rannsóknar og fyrirgreiðslu. Þetta er sá þátturinn sem snýr að framleiðslu síldarmjöls til manneldis. Ríkisverksmiðjurnar ættu að byggja tiiraunaverk- smiðju til að framkvæma þetta verkefni, þar sem margt mælir með því, að þetta sé fullkom- lega framkvæmanlegt, ef rétt er að unnið. Síldarmjöl sem fram- leitt væri úr glænýrri síld, þar sem fyllsta hreinlætis væri gætt í hvívetna, enda eingöngu mið- að við framleiðslu til mann- eldis, ætti að hafa svo margt til síns ágætis, að trúlega mætti finna því markað í fjarlægum heimshlutum, þar sem nú er til- finnanlegur skortur á slíkum efnum í fæðu fólksins. Að sjálfsögðu yrði að fínmala slíkt mjöl likt og hveiti og flytja það síðan út í umbúðum sem tryggðu, að það yrði ekki fyrir eyðileggingu af völdum áleit- inna skordýra, en á því ættu ekki að vera sérstakir erfið- leikar. Ég hef orðið svo fjölorður um þennan þátt í betri hagnýtingu síldarinnar vegna þess. að það ætti að vera sérstakt menning- arhlutverk Síldarverksmiðju rikisins að framkvæma ná- kvæma rannsókn á þessu sviði, en til þess að það geti orðið, verður að byggja tilraunaverk- smiðju til framkvæmdanna. En opinberu fé hefur áreiðanlega oft verið varið til þess sem síður skyldi, enda gætu opnazt miklir möguleikar á sviði síld- ariðnaðarins, ef slík tilraun tækist vel. Tilraunir sem gefizt hafa vel Framleiðsla á fiskimjöli til manneldis hefur verið fram- kvæmd með mjög góðum ár- angri víða, en þessi framleiðsla er mér vitanlega hvergi fram- kvæmd nema í smáum stfl, enda hefur eingöngu verið til hennar stofnað þar sem hráefni er mjög dýrt, svo sem í Svi- þjóð og Bandaríkjunum. Hins- vegar liggur það í augum uppi, að heppilegra sé að stofna til slíkrar framleiðslu þar sem völ er á gnægð af nýju og ódýru hráefni samanborið við það sem annarsstaðar er. En á þessu sviði eru skilyrðin hvergi heppi- legri heldur en hér á Islandi. Það gildir sama lögmál með framleiðslu á síldarmjöli sem öðru fiskimjöli, hinsvegar verð- ur að gera sérstakar ráðstafanir við framleiðsluna til að fjar- lægja alla fitu úr slíku mjöli, svo að það þoli vel geymslu og flutninga í heitu loftslagi, en á þvf ættu ekki að vera óyfir- stíganlegir erfiðleikar á þess- ari tækniöld. Gerum hugmyndina að veruleika Ég set hér þessa hugmynd fram, sem eina af fjölmörgum leiðum til að hagnýta okkar dýrmæta síldarafla á betri hátt en gert hefur verið fram að þessu. Það er ekkert vafamál að margar leiðir er hægt að fara við betri hagnýtingu á síldinni og því fleiri leiðir sem farnar eru á þessu sviði, því betra. Leið íslendinga til auk- innar farsældar og velmegun- ar, liggur óefað að þvi marki, að fullvinna í sem fjölbreyti- legastar vörur þau mörgu og góðu hráefni sem hér eru fyr- ir hendi til matvælaframleiðslu. Það er þetta sem ráðamenn þjóðarinnar þurfa að vita og skilja. <•>- ÞORSMORK um verzlunarmannahelgina Feröir f Þórsmörk verða: l ■ I i Miðvikudaginn 31. júlí kl.2 e.h. j Fimmtudaginn 1. ágúst kl. 8 e.h. j Föstudaginn 2. ágúst kl. 8 e.h. j Laugardaginn 3. ágúst kl. 2 e.h. j A laugardags- og sunnudagskvöld 3. og 4. ágúst skemmtir hið vinsæla SAVANNAH-tríó með söng og dan*i. Gönguferðir, hópleikir, varðeldar og skemmtiafriði. JT Ulfar Jacobsen, ferðaskrífstofa Austurstræti 9. — Sími 13499.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.