Þjóðviljinn - 31.07.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.07.1963, Blaðsíða 1
DIÖOVWI Miðvikudagur 31. júlí 1963 — 28. árgangur — 169. 'tölublað. Valbjörn annar í tugþraut á NM fyrrí daginn Norðurlandameistaramótið í frjálsum íþróttum hófst f Gautaborg í gær með keppni i tugþraut. Eítir fyrri keppnisdaginn er Valbjörn Þorláksson í Z. sæti — Sjá frétt á 2. síðu. Brauivörur hækka frá r 9-13*% VERÐ- HÆKKUN I DAC Samkvæmt tilkynningn, sem blaðina barsj í gær frá verðlagsstjóra, hækkar verð á franskbrauðum og heil- hveitibranðum um nær 9% frá og með deginum í dag að telja. Vínarbrauð hækka um tæp 13%, og hringir og tvíbökur hækka einnig nokk- uð. Hið nýja verð er sem hér segir: Franskbrauð kostar nú kr. 6.30, (áður 5.80), heilhveitibrauð kr. 6.30, (áð- ur kr. 5,80), stykkið af vín- arbrauði kr. 1.75, (áður 1.55), kringlur kr. 20.30 kg. (áður kr. 18.00) og tvíbök- ur kr. 28.50, Xáður kt 26.00 kilógrammið. Vb Fróðaklettur sbkk eftir árekstur viðÆgi í gærdag sökk vélbáturinn FróðakleEtur út a'f Austfjörðum eftir árekstur við varðskipið Ægi. — Áhöfninni var bjargað um borð í varðskipið sem hélt með skipbrotsmenn til Seyðisfjarðar í gær- kvöld. I - gærkvöld voru fregnir enn óljósar af óhappi þessu, en* vitað var að þoka var mikil á þessum slóðurn í fyrrinótt og gærmorgun. Nunna og hiúkrunar- kona HÚN HEITIR B. Holisová og er tékknesk leikkona , sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni „Dauðinn heit- ir Engeíchen". Þessi mynd var ein þeirra mörgu sem sýnd- ar voru á kvikmyndahátíð- inni í Moskvu fyrir skömmu Og vakti athygli og umjal. ARNI BERGMANN segir frá kvikmyndahátíðinni í Moskvu á öðrum stað í blaðinu í dag. 5. síða Eftir því sem Þjóðviljinn fregnaði í gærkvöld, mun leki hafa komið að Fróðakletti i gær- morgun, er báturinn var staddur undan Austf jörðum. Sló hann úr sér, eins og sagt er, og kom sjóx. £ lúkarinn. Skipverjar höfðu þá samband við varðskipið Ægi og báðu um aðstoð. Hélt varðskip- ið þegar á vettvang og munu skipin hafa lent saman með þeim afleiðingum að Fróðaklettur sökk síðar. Mun þetta hafa gerzt um kl. hálf tólf í gærmorgun. Áhöfninni á Fróðakletti var bjargað um borð í Ægi, sem síð- an sigldi til Seyðisfjarðar. Þang- að kom varðskipið í gærkvöld. 1 dag, miðvikudag, munu verða haldin sjópróf á Seyðisfirði vegna árekstursins. Vb. Fróðaklettur var 16 ára gamall eikarbátur, 80 tonn að stærð, smíðaður í Hafnarfirði. Eigandi: Jón Gíslason & Co. Hafnarfirði. 1 gær var haldið áfram Ieitinnl að ungu mönnunum tveimur, sem saknað er síðan um helgL Leitað var úr Iofti og gengið á fjörur. ...... Snæf ugli hvolfdí, sökk á svipstundu Cuðmundur Péturs bjargaði áhöfninni 5 mínútum síðar NESKAUPSTAÐ og SEYÐISF. í gærkvöld — Um kl'ukkan 10.15 í kvöld hvolfdi vélbáfnum Snæfugli frá Reyðarfirði um 7,5 sjómílur út" a'f Skrúð og 5,5 s'jómílur írá Seley í Reyðarfjarðardjúpi. Vb. Guð- mundur Péfurs ÍS var nærsíaddur og heyrðu skipverjar á honum neyðarkall Snæ'fugl'smanna og sáu er báfurinn sökk. Brugðu þeir skjótf við og björguðu áhöfn Snæfugls, sem þá var komin í gúmbjörgunarbát. Allt gerðis't þejtá á 'fáum mín- úfum. Vonzkuveður hefur verið hér á miðunum í dag, sunnan og suðaustan rigning og sformur. Vbru síld veiðibátarnir allir á heimleið, sumir með einhvern síldarafla. Snæfugl mun ha'fa yerið með um 600 til 700 [Eunnur innan borðs. Fimmti báturinn sem ferst Vb. Snæfugl var 79 itonna eikarbátur, smíðaður í Svíþjóð. Er hann fimmti báturinn af þessari gerð, smíðaður eftir sömu 'teikningunni, sem 'ferst með sviplegum hætti. Hinir f jórir voru: Borgey, Hamar, Bergur — fórsf í fyrra — og Erlingur rV. sem fórs'f á síðastliðnum vetri. Aðeins einn báfur samskonar mun nú vera ofansjávar —Sigurfari á Patreksfirði. — RS og GS. Ibúarnir á bllu landinu voru 1814781 des. árið 1962 Endanlegar tölur Hagstofu íslands um mann- f jöldann hér á landi l.desember sL, sýna að íbúar voru þá alls 183.478, þar af voru karlar 92.756 falsins eða rúmlega 2000 fleiri en konurnar, sem voru 90.722. í Reykjavík voru íbúar 1. desember sl. 74.978, þar af 36.529 karlar, en 38.449 konur. í öðrum kaupstöðum voru íbúarnir 48.972 og álíka margt af hvoru kyni (konur þó heldur faarri)', en íbúar sveitanna voru 59.528 og þar voru karlar 31.500 talsins en konurnar 28.028. Hvað íbúafjölda í kaupstöðum snertir kemur Akureyri næst Reykjavík, en síðan Hafnarfjörð- ur og Kópavogur. Ibúafjöldi kaupstaðanna var annars sem hér segir 1. desember sl.: Akureyri .................. 9152 Hafnarfjörður............ 7490 Kópavogur................ 7163 Vestmannaeyjar.......... 4820 Keflavík.................. 4819 Akranes ....;....v.v...... 4026 Isaf jörður................ 2685 Siglufjörður.............. 2625 Húsavík .......v.......... 1685 Neskaupstaður -............ 1457 Sauðárkrókur .^.víí-.vv... 1302 ólafsfjörður.............. 989 Seyðisfjörður .............. 759 Flestir íbúar Árnessýslu 1 sýslurum eru flestir fbúar í Arnessýslu, 7136, og næst er Gullbringusýsla með 5644 íbúa. Langfæstir eru íbúarnir í Aust- ur-Barðastrandasýslu eða 528 talsins, en næstfólksfæsta sýslan er Dalasýsla, þar voru 1164 íbú- ar 1. desember sl., 606 karlar og 558 konur. Af einstökum hreppum er Sel- íoss með flesta íbúa eða 1867^ en næst kemur Seltjarnarneshrepp- Framhald á 2. síðu. Lítil síldveiii Nú er heldur ðauft yfir síldveiðunum fyrir Norður- og Austurlandi. 1 fyrrinótt var vitað um afla nær 30 báta, sem fengu tæpar 10 þúsund tunnur síldar. 1 kvöld böfðu eng- ar fréttir borizt af síldveiði. Fimm bátar komu með síld til Vestmannaeyja f gær, samtals 3500 iunnur. Aflinn fengu bátamir við Eyjar. Vinningar og töp i Odense A skákmóti Norðurlanda í Odense í Danmörku er nú lokið 7—8 umferðum. Eftir 7 umferðir í meistaraflokki hafa íslenzku keppendumiri Lárus Johnsen og Sigurður Jónssonj hvor um sig hlotið 3V2 vinning. 1 meistaraflokki A hefur Jón Hálfdánarson hlotið 4 vinninga af 7 mögulegum en Gunnar Hvanndal á eina biðskáki hefur tapað öllum öðrum skákum sínum. Jón Ingimarsson er með 2% vinning og biðskák í meist- araflokki B og Björn Krist- jánsson hefur í sama flokki 4 vmninga. Slasaðist á Vespu Rétt eftir klukkan 5 í gærdag varð bað slys á mótum Lauga- vegs og Laugarnesvegar, að Vespubifhjól ók á vörubíl, sem var að aka inná Laugaveginn. Vespan lenti á hægra framhjóli vörubílsins og kastaðist ökumað- ur hennar á frambrettið. Hann var fluttur meðvitundarlaus á Slysavarðstofuna, en ekki var vitað nánar um meiðsli hans* þar sem þau voru ekki fullrann- sökuð, en þó var hann kominn til meðvitundar. Hallormsstað 30. júlí — 1 gser átti flugvél frá Flugfélagi Islands að taka 19 Færeyinga á Egils- stöðum og flytja þá til Færeyja. Þegar flugvélin var komin út á brautarenda á flugvellinum kom tilkynning um að ekki væri hægt að lenda í Færeyjum og bíða því Færeyingarnir enn og ólíklegt talið að fært verði í kvöld. — Sibl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.