Þjóðviljinn - 31.07.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.07.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 31. jiílí lð63 HÓÐVILJINN Danir og Finnar verða að- ilar að Moskvu-samningnum KAUPMANNAHÖFN, Helsinki og London 30/7 — Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands, þeir Dean Rusk og Home lávarður, munu væn.tan- lega fljúga til MOSKVU innan tíðar og undir- rita samninginn um takmarkað bann við kjam- orkutilraunum. Undirritunin fer fram í Moskvu 5. ágúst og verður Ú Þant, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna viðstaddur. Ríkisstjómir Dan- merkur og Finnlands tóku í dag ákvörðun um að gerast aðilar að samningnum og undirrita hann í náinni framtíð. Ríkisstjórnir Finnlands Off Danmerkur komu í dag saman á aukafundii og ákváðu að ger- ast aðiljar að Moskvu-samnlngn- um um tilraunabann og skuld- binda sig þar með til að banna og hindra að tilraunir með kjarnavopn fari fram á yfirráða- svæði sinu, hvert sem um er að ræða tilraunir útii í himingeimn- um, í andrúmsloftinu eða und- ir yfirborði sjávar. Öll Norðurlönd? I yfirlýslngu stjómarinn seg- ir að Finnar muni undirrita hann svo fljótt sem auðið er. Danska stjórnin kveðst munu undirrita sáttmálann þegar stór- veldin hafa undirritað hann. Þegar svo stórveldin hafa end- anlega staðfest samninginn verð- ur hann lagður fyrir danska þjóðþingið til staðfestingar. Stjómin skýrði frá ákvörðun sinni á fundi með leiðtogum dönsku stjómmálaflokkanna og mun enginn hafa hreyft mót- mælum. Fregnir frá Kaupmanna- höfn herma að danskir ráða- menn muni álíta að fulltrúar Svíþjóðar og Noregs muni und- irrita um leið og þeir dönsku. Bréfaskipti Fregnir herma að Dean Rusk og Home lávarður muni halda flugleiðis til Moskvu fyrir næstu helgi og undirrita samninginn í næstu viku. Tilkynnt hefur ver- ið í Moskvu að Krústjoff for- sætisráðherra muni taka á móti ráðhemmum. Staðfestar fregnir frá Was- hington herma að Dean Rusk muni hafa meðferðis bréf frá Kennedy Bandaríkjaforseta til Krústjoffs og er það svar við orðsendingu sem sovézki for- sætisráðherrann hefur sent Phiibv veitt hæli i Sovétríkjunum MOSKVU 30/7 — í dag skýrði sovézka stjórnarmál- gagnið Isvestía frá þvi að brezka blaðamanninum Harold Philby hafi verið veitt hæli sem pólitískum flóttamanni í Sovétríkjunum. Philby þessi hvarf fyrir hálfu ári og hafa ýmsar getgátur verið uppi um það hvar hann væri niður kominn- þeir þá ekki boðanna og flúðu land. Heath sagði að Philby hefði auk þess viðurkennt að hafa sjálfur unnið fyrir Sovétríkin. Philby starfaði um skeið í brezku utanrikisþjónustunni og var m. a. háttsettur í brezka sendiráð- inu í Bandaríkjunum. Kennedy þar sem hamn lætur í ljós fögnuð sinn vegna samn- ingsins um tilraunabann. Talið er að Kennedy láti í ljós sömu skoðanir en ekki mun vera lagt á ráðin um frekari samninga- viðræður í þessum bréfaskiptum leiðtoganna. Trotskismi Kínverjar héldu í dag upp- teknum hætti og fer málgagn kínverska kommúnistaflokksins hörðum orðum um Krústjoff forsætisráðherra vegna sam- ingsgerðarinnar. Málgagn sov- ézka flokksins, Pravda, fordæmir hinsvegar afstöðu Kfnverja. Seg- ir þar meðal annars að skoð- anir þær sem Kínverjar haldi nú fram séu ekki nýjar af nál- inni, þær hafi áður verið túlk- aðar af trotskistum. Segir Pravda að við núverandi aðstæður sé ekkert verkefni mikilvægara en að forða kjarnorkustríði. Enn- fremur fer Pravda hörðum orð- um um De Gaulle Frakklands- forseta vegna ummæla hans í gær og segir að þau lýsi vo' kalda stríðinu eins og það e? þegar verst lætur. banmig umhorfs á einu aðaltorginn í Skopije eftir jarðskjálftann sem dundi yfir á föstudaginn Dómarinn í máli „dr" Wards: Líklegt að stúlkurnar hafi sagt ósatt fyrir réttinum LONDON 30/7 Marshall dóm- ari, sem stýrir réttarhöldunum í máli „dr“ Stephens Wards, benti í dag kviðdómnum á þá staðreynd að verjendur hefðu ekki látið koma fyrir réttinn ýmsa menn sem vitnað hefðu getað með Wa-rd og staðfest framburð hans. Ennfremur það dómarinn kviðdómendur um að taka framburð stúlkna þeirra sem borið hafa vitni í málinu ekki of bókstaflega. Marshall dómari lagði kvið- dómendum lífsreglumar áður en þeir settust á rökstólana til að gera út um það hvort Ward værj gekur eður ei. Dómur verður upp kveðinn á morgun. Einn á báti Dómarinn sagði að ef fram- burður Wai-ús hefði við rök að styðjast hefðu margir áhrifa- Samkomulagsvilji á fundi í Genf miklir og voldugir menn get- að vitnað með honum. Sagði hann að ýmsar ástæður væru sjálfsagt til þess að Ward væri nú skilinn eftir einn á báti, en hinsvegar væri það ekki í verkahring kviðdómendanna að skera úr um það Irverjar þær væm. Dómarinn lagði ennfremur á- herzlu á að augljóst sé að rétt- arhöldin hefðu ekki leitt allan sannleikann í ljós. Málið hefði vakið gífurlega athygli og hefði það aukiö á hégómagimd stúlkn- anna sem vitnað hafa. Ennfrem- ur hélt hann því fram að þeirra hefði verið freistað með háum fjárhæðum. Þrjár spurningar Dómurinn nefndi þrjár mik- ilvægar spurningar sem kvið- dómendumir verða að taka af- stöðu til: 1. Voru Christine Keeler og Mandy Rice-Davies vændis- konur samkvæmt þeim skiln- ingi sem lögin leggja í það orð? 2. Vissi War<I um það? 3. Tók Ward með vitund og vilja á móti fé sem aflað hafði verið með lauslæti? Kínverjar andvígir Moskvusamningnum Harold Phildy Talið er að Philby þessi hafi verið í slagtogl með þeim Burgess og MacLean, en þeir fiúðu til Sovétríkjanna árið 1951 er yfirvöldin höfðu komizt að þvi að þeir höfðu stundað njósnir. Philby var fréttaritari brezku blaðanna Economist og Observer í Austurlöndum. Hann hvarf frá heimili sínu í Beirut að kvöldi 23. janúar síðastliðins og hefur ekki verið vitað með neinni vissu hver hann væri niður kominn fyrr en nú. Philby er 51 árs að aldri. Brezki aðstoðarutanríkisráð- herrann Edward Heath lýsti þvi yfir í þingræðu fyrr í þessum mánuði að Philby hefði á sínum tíma gert þeim Guy Burgess og Donald MacLean viðvart um að leyniþjónustan hefði komist á snoðir um atferli þeirra og biðu GENF 30/7 — Alvopnunarráð- stefnan í Genf kom í dag sam- an til fundar eftir sex vikna hlé. Fréttum ber saman um að andinn á ráðstefnunni hafi aldrei verið vinsamiegri og er það að sjálfsögðu því að þakka hve vel tókst til á ráðstefnu stórveld- anna þriggja í Moskvu þar sem gengið var frá samningii um takmarkað tilraunabann. Hins- vcgar er ekki búist við að sam- komulag náist á Genfarráðstefn- unni um bann við kjamorkutil- raunum neðanjarðar, enda grein- ir stórveldin mikið á um það hve mlkils eftirlits sé þörf til að tryggja að slíkt bann verði virt. í ræðu sinni í dag sagði að- alfulltrúi Sovétríkjanna, Semjon Tsarapkin, að stjóm sín legði mikla áherzlu á gildi griðasátt- mála milli NATÖ-ríkjanna ann- arsvegar og Varsjárbandalags- ins hinsvegar. Ennfremur kvað Tsarapkin það sína skoðun að rætt skyldi um það hvort ekki væri rétt að skera niður útgjöld til hernaðarframkvæmda og hugsanlegar ráðstafanir til að draga úr hættunni á því að stríð brjótist út. Tsarapkin sagði að þeir sem tekið hefðu þátt í Moskvu-ráðstefnunni hefðu sýnt af sér eindreginn samkomulags- vilja og hefði sá vilji orðið yf- irsterkari þeim öflum sem reyna að hindra að dregið verði úr viðsjám á alþjóðavettvangi. Er talið að Tsarapkin hafi átt við andstöðu Frakka og Kínverja gegn sáttmálanum. Aðalfulltrúi Bandaríkjanna, Charles Stelle, sagði að Banda- ríkjamenn gerðu sér góðar von- ir um að viðræðurnar muni bera árangur, enda hefðu mikil um- skipti orðið í alþjóðamálum með tilkomu Moskvu-samningsins. PEKING 29/7 — I dag birti málgagn kínverska kommúnista- flokksins, Alþýðudagblaðið, samninginn um bann við tilraun- um með kjarnavopn sem undir- ritaður var í Moskvu í vikunnl sem leið. Jafnframt því held- ur blaðið því fram að Krúst- joff forsætisráðherra hafi skyndilega skipt um skoðun varðandi gildi slíkra samninga og að orsðk þeirra sinnaskipta sé hinn hugmyndafræðilegi á- greiningur milli Sovétrikjanna og Kína. „Einokunarsamningur“ 1 grein Alþýðudagblaðsins seg- ir að samningurinn sé til þess gerður að koma í veg fyrir að Kínverjar og fleiri þjóðir komi sér upp sínum eigin kjarnavopn- um. — Kínverjar hafa aldrei dregið neina dul á það að þeir vinna að smíði kjamavopna og þeir hafa hvað eftir annað lýst því yfir að einungis samningur um algjöra afvopnun og bann við öllum tegundum kjarnorku- tilrauna hafi nokkurt gildi, seg- ir blaðið. Texti samr.ingsins og endur-1 prentun ýmissa skjala sem styðja eiga sjónarmið Kínverja taka tvær heilar siður í blaðinu. Fyr- irsögnin er: Samningur sem styrkir einokun kjamorkuveld- anna. Vitna í Lippman Alþýðudagblaðið nefnir ekki að Castro hefur fagnað samn- ingnum en birtir hinsvegar þau ummæli Kennedys Bandaríkja- forseta að samningurinn skaði á engan hátt hagsmuni Banda- ríkjanna heldur sé þvert á móti þeim til hagsbóta. Ennfremur eru birt ummæli franskra blaða um að samningurinn leysi engin veruleg vandamál. Blaðið vitnar i grein eftir bandariska frétta- skýrandanna Walter Lippman til að styðja þá fullyrðingu sína að Krústjoff hafi skipt um skoðun varðandi gildi samnings um bann við tilraunum með kjarna- vopn. Sovézka stjómarmálgagnið Is- vestía segir í dag að allir menn sem í einlægni berjist fyrir friði muni eiga örðugt með að skilja sjónarmið Kínverja varðandi samninginn. 1000 fandnir látnir i Skopije SKOPLJE 30/7 — Björgnnar- mennimir sem vinna að upp- greftri í rústunum í Skoplje í Júgóslavin héldu í dag áfram starfi sínu, en talið er vonlaust að fleiri finnist lifandii. Til þess hafa meira en 1000 lik fundist í borg- inni. Vitað er að margir menn Uggja dauðir og grafnir undjr rústum Makedóniu-hótelsins. Síðustu dagana hafa um 6000 böm verið flutt til annarra borga og þorpa. Enn búa um 66.000 menn í borginni, en íbúatala hennar var um 200.000. Seint í gærkvöldi varð enn vart við jarðskjálfta í Skolje, en í þetta sinn var einungis um væga kippi að ræða. Þó dugðu þeir til þess að eitt hús hrundi og annað skemmdist verulega. Jarðfræðingar hafa uppgötvað djúpar sprungur í nánd við Skoplje og hafa þær myndast við jarðskjálftann. Sprungumar eru um 180 metra langar og 1,2 til 10 sentimetra breiðar. Tal- ið er að sprungur þessar geti orsakað frekari hræringar og hefur fólki verið skipað að halda sig frá þeim. Ehkhugi Kristínar sýknaður LONDON 30/7 — Áfrýjunardóm- stóll í London sýknaði i dag Aloysius Lucky Gordon, jazz- söngvara frá Jamaica, sem fyrir tveim mánuðum var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir líkams- árás á hina frægu Christine Keeler, en Gordon var um skeið elskhugi hennar. Gordon fullyrti að ljúgvitni hefðu komið því til leiðar að hann var dæmdur til refsingar. Hann áfrýjaði dómnum og lagði fram ýmiskonar gögn , þar á meðal umsagnir manna sem ekki höfðu verið kvaddir fyrir réttinn og segulband eitt úr fórum Keel- ers. Eftir að dómaramir höfðu kannað þessi gögn fannst þeim ástæða til að sýkna Gordon. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.