Þjóðviljinn - 31.07.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.07.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 31. júlí 1963 ÞlðDVILIINN SlÐA J Auglýsing um gjalddaga og innheimtu opinbecra gjalda í Reykjavík. I Reykjavík er Iokið samningu gjaldheimtuskrár 1963 og verð'ur gjaldendum sendur gjaldheimtu- seðill, þar sem tilgreind eru gjöld þau, er greiða ber Gjaldheimtunni í Reykjavík á árinu 1963, eins og þau eru orðin eftir breytingar skattstofu og framtalsnefndar að loknum kærufresti, svo og gjalddagar þeirra. Gjöld þau, sem innheimt eru, samkvæmt gjald- heimtuseðli, eru þessi: Tekjuskattur, eignar- skattur, námsbókagjald, kirkjugjald, kirkju- garðsgjald, slysatryggingagjald, lífeyristrygg- ingagjald, atvinnuleysistryggingagjald, alm. tryggingjasjóðsgjald, tekjuútsvar, eignarútsvar, aðstöðugjald, iðnlánasjóðsgjald og sjúkrasam- lagsgjald. Það sem ógreitt er af sameiginlegum gjöldum yfirstandandi árs (álangingarfjárhæð að frá- dreginni fyrirframgreiðslu) ber hverjum gjald- anda að greiða með fimm sem næst jöfnum af- borgunum þ. 1. ágúst, 1. sept., 1. okt., 1. nóv. og 1. des. Séu mánaðargreiðslur ekki inntar af hendi 1.—15. hvers mánaðar falla öll gjöldin í eindaga og eru lögtakskræf. Gjaldendum er bent á að geyma gjaldheimtu- seðilinn, þar sem á honum eru upplýsingar um fjárhæð og gjalddaga fyrirframgreiðslu 1964. Afgreiðsla Gjaldheimtunnar í Tryggvagötu 28 er opin mánudaga — fimmtudaga kl. 9—16, föstudaga kl. 9—16 og 17—19 og laugardaga kl. 9—12. Reykjavík, 30. júlí 1963. Gjaldheimtustjóriim. Búbyltingin í Bandaríkjunum Birting bútals Bandarikjanna 1959 hefur komið af stað nokkrum umræðum þarlendis. I einni greina sinna hefur Walter Lippmann komizt svo að orði: „Iðnbýlin, vélar þeirra og tækni, eru að gleypa býii gamalla daga. Við erum stadd- ir í landbúnaðarbyltingu miðri, en afleiðingar hennar geta ráð- ið aldahvörfum." Það mun vart ofmælt. Við bústörf reyndust 7,9% íbúa Bandaríkjanna fást 1959. Býli töldu þá 3,7 milljónir. Þeim hafði fækkað um 23%, undanfarin fimm ár. Hins vegar hafði býlum aðeins fækkað um 11%, árin 1950—’54. Talið er, að fjöldi býla 1962 hafi verið 3,4 milljónir. — Meðalstærð býlanna 1959 var 303 ekrur, en var 242 ekrur 1954. Býli yfir 1.000 ekrur voru 1959 136.000 að tölu, og óx tala þeirra um 4,4% undanfar- in fimm ár. En býlum undir 500 ekrum fækkaði um 30%. Tafla I. Býli flokkuð eftir andvirði afurða Árleg sala Fjöldi býla Dollarar 1954 1959 0—2.500 2.681.000 1.638.0000 2,501—9.999 1.519.0000 1.272.000 10.000 og st. 583.000 794.143 Samtals 4.783.000 3.704.143 Árið 1959 var heildarandvirði áætlað jafnvirði 35 billjóna dollara. (Billjón talin milljón milljónir). Býli, sem framleiða afurðir að andvirði yfir 10.000 dollara, lögðu til, 72% þessarar upphæðar. Á bútalinu 1959 var tekin upp sú nýbreytni að að- greina býli, sem menn unnu að í hjáverkum eða eftir að hafa dregið sig í hlé frá öðrum störfum sakir hás aldurs. Sam- kvæmt þessari flokkun töldust aðeins 0,3 milljónir hinna 1.6 milljóna býla, sem framleiða árlega afurðir að andvirði 1.500 dollurum, til bændabýla. Og býli þessi eru ekki meðtalin á töflu II., sem sýnir andvirði seldra afurða býla eftir stærðar- flokkum og hlutdeild hvers flokks í heildarsölunni. AF ERLENDUM VETTVANGI Tafla II. Meðalandvirði scldra afurða býla eftir stærðarflokkum og hlutdeild stærðarflokkanna i heildarandvirði. skipting þeirra eftir stærðar- flokkum. 4? & g 1 o O '£ 1 S Stærri en fjölskyldubýli 150.000 8 Hæfileg fjölskyldubýli 680.000 24 Lágmarks- fjölskyldubýli 600.000 9 Samtals 1.430.000 41 g ■ö t*: 3 , 3: «. u S b«- Býli, sem framleiða árlega afurður sem nema að andvirði kringum 35.000 dollara verða talin hæfileg fjölskyldubýli, en býli, sem framleiða afurður að andvirði kringum 15-000 doll- ara, eru talin fjölskyldubú í lágmarki. (Árið 1959 var talið, að býli, sem seldi afurðir fyrir 22.500 dollara væri „hæfilegt” fjölskyldubýli). Landbúnaðarverkamenn i Bandaríkjunum eru 2.000.000 að tölu. En árið 1959 greiddu þrjá fjórðu hluta heildarlauna þeirra aðeins 185.000 býli, þ. e. 5% fjölda býlanna. Helmingur býlanna notaði ekki aðkeypt vinnuafl. Hlutfall fjölskyldu- fólks og launaðs vinnufólks var 1954—1958 talið vera 71 prós- ent gegn 29 prósent. Árið 1961 yora hundraðstölur þessar 54 gegn 46. Landbúnaðarverka- menn eru lægst launaðir allra þeirra, sem vinna í bandarísk- um atvinnugreinum. Tímakaup þeirra er að meðaltali 0,83 dollarar. Þeir hafa ekki rétt til heildarsamninga samkvæmt bandarísku vinnulöggjöfinni. Með verkafólk í landbúnaði og Framhald á 8. sfðu 1959 Söluan Fjöldi 1 i* § a « 3 •§ »3 Hlí 3 % m-í X! 0—2.500 0,3 963 1.5 2.501—9.999 1.3 3.548 22.8 10.000 og yfir 0,8 8.614 71,9 Kvikmyndahátíðin íMoskvu En þess skal getið, að í bú- talinu 1959 kemur einnig fram, að um 1,200 býli lögðu til af- urðasölu, sem nam yfir 500.000 dollurum. Við sum þessara býla vinna 3.000 landbúnaðarverka- menn. En 100.943 býli sýndu afurðasölu, sem nam 40.000— 500.000 dollurum. Uppi eru nú í Bandaríkjun- um bollaleggingar um skipan búmála 1975. Lanbúnaðarráðu- neytið hefur áætlað, að þá nemi heildarsala búvara 41 billjón dollara, en búvörur þessar verða framleiddar á 1,4 milljón býum. Skipting þessara væntanlegu býla eftir stærðar- flokkum er sýn í töflu III. Tafla III. Aætlaður fjöldi býla 1975 og Framhald af 5. síðu. skref sín í kvikmyndagerð. Ein- kenni þessara mynda eru oft bamalegar þjóðlífslýsingar plús sentimentalar ástasögur (Iran, Tyrkland, Indónesía). Sósíalistísku löndin sýndu yf- irleitt mjög sómasamlegar myndir. A-Þjóðverjar hlutu við- urkenningu fyrir kvikmynd gerða eftir fangabúðaskáldsögu Bruno Apitz „Nakinn meðal úlfa“, Pólverjar fyrir Svartir vængir, sem lýsir verkföllum í kolanámu á þriðja tug aldar- innar, og þó munu menn hafa búizt við meiru af þeirra hálfu. Ungverjar tóku til sín gullverð- laun fyrir stuttar myndir, og hét verk þeirra Söngur jámsins. Hinsvegar voru Kínverjar ekki mættir, drógu þeir kvikmynd sína til baka nokkrum dögum áður en hátíðin hófst og hef- ur það spurzt að þeir væru mjög óánægðir með þá dóm- nefnd sem Tsjúkhræ hafði for- sæti fyrir. en Tsjúkhræ hefur farið hörðum orðum um kín- verska kvikmyndagerð og gert kvikmynd sem er uppgjör við Stalíntímann. Utan keppni voru svo sýndar margar kvikmyndir, og hafa sumar þeirra hlotiö mikla við- urkenningu á öðrum hátíðum. Amerísku kvikmyndunum VVest Side Story og Numbergréttar- höldin, var tekið forkunnar vel — en Ameríkanar gáfu þessari hátíð mikinn gaum, og sendu m.a. nokkrar þekktar stjömur, þar á meðal Danny Kay sem kveðst sjálfur hafa komið sov- ézkum ungherjum til að brosa. Sömuleiðis hlaut ítalska mynd- in Fjórir dagar Napolí einróma lof. Ami Bergmann. I HAPPDRÆTTI Styrktarfélag vm KRm W0f0° V/NNINGAR vangefi nna skattfrjálsir VINNINGAR 1- Chevrolet-bifreið árgerð 1964 ... 300.000,00 2. Flugfar fyrir 2 til New York og heim .. 36.000,00 3. Flugfar f. 2 til Kaupmannahafnar og heim 16.000,00 4. Far með Gullfossi fyrir 2 til Kaupmannahafnar 14.000,00 og heim 5. Þvottavél 6. fsskápur 7. Hrærivél 8. Borðstofuhúsgögn 9- Dagstofuhúsgögn 10. Vörur eftir eigin vali Verðmæti samtals kr. 450.000,00. DREGIÐ 23. desember 1963. 20.000,00 15.000,00 7.00,00 15-000,00 15.000,00 12.000,00 Miðarnir eru tölusettir og einkenndir með umdæmisstöfum bifreiða landsmanna, og hafa bifreiðaeigendur forkaupsrétt að miðum er bera númer bifreiða þeirra TIL L0KA SEPTEMBERMÁNAÐAR N.K. BÍLAEIGENDUR! Látið ekki happ úr hendi sleppa. Kaupið miða og styðjið þannig gott málefni. Happdrættið hefur umboðsmenn í öllum lögsagnarumdæmum landsins, Skrifstofa félagsins Skólavörðustíg 18 annast sölu miðanna í Reykjavík, og geta bifreiðaeigendur í Reykjavík keypt miða sína þar. eða hringt i síma 15941, ef þeir óska að fá miða sína heimsenda. Happdrætti styrktarfélags vangefínna Skólavörðustíg 18. — Sími 15941. t % »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.