Þjóðviljinn - 01.08.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.08.1963, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 1. ágúst 1963 — 28. árgangur—170. tölublað. Mamma, hvað er sjór? I blaöinu í dag er brugðið upp augnabliksmynd úr lífi sjómannsfjiilskyldu, sem flutt- ist burt frá ströndinni og settist að í 80 km. fjarlægð frá sjó. Húsbóndinn stundar sjóinn og hann var háseti á Snæfugli, frá Reyðarfirði, sem fórst í fyrradag. Fréttamaður blaðsins heim- sótti fjölskylduna fyrir nokkru og átti stutt viðtal við hús- móðurina. Sjá 2. síðu Leitinni var hætt í gær Samkvæmt upplýsingum. sem Þjóðviljinn fékk í gær hjá Slysa- vamafélaginu, er leitinni að ungu mönnunum tveimur, Kristni Ölafssyni og Jörgen Viggóssyni, nú hætt og er talið víst að þeir hafi farizt. Leitað hefur verið frá því á sunnudag af sjó og úr lofti og fjörur gengnar, en allt án árangurs. Það síðasta sem spurðist til þeirra félaga, var að þeir rákust á bandarískt herhlutningaskip, sem lá hér fyrir utan eyjar. en eins og kunnugt er voru þeir Kristinn og Jörgen á lítilli trillu. RANNSOKN EKKIENN HAFIN Valbjörn annarí tugþrautinni Seint í gærkvöld bárust þær fréttir, að Valbjörn Þorláksson hefði orðið annar í tugþraut á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum. Hlaut hann 6931 stig. Sigurvegari varð Finninn Markus Hahma, með 7034. Kjartan Guð- jónsson varð áttundi í röðinni. Ærsiadraugurinn Eins og sagt var frá í gær, Ærsladrauginn eftir enska skáld- Iagði leikflokkur upp frá Reykja- ið Noel Coward. Fyrsta sýningin vík í gærkvöld með gamanleikinn I var á Altranesi í gærkvöldi. Flokkurinn kallar sig Sumarlcik- húsið og ætlar með Ieikinn um allt vestur og Norðurland, að Vestfjörðum meðtöldum. Myndin er af Þóru Friðriksdóttur, Gisla Halldórssyni og Sigríði Hagalín i hlutverkum sínum. Þóra er draugurinn. (Ljósm. Þjóðv. G.O. Vísitala bygg ingarkostnað- ar 183 stig I nýjasta hefti Hagtiðinda er greint frá vísitölu byggingarkostn- aðar miðað við verðiag í júní s.l. Reyndist hún vera 183 stig og hafði hækkað um 1 stig frá því hún var síðast reiknuð í febrúar s.I. Er þá byggingarkostnaðurinn í október 1955 talinn vera 100 stig. Þegar byggingarkostnaður er reiknaður er miðað við svokallað „vísitöluhús“. Slikt hús kostaði kr. 1.120.177 i október 1955, en nú myndi samskonar hús kosta kr. 2.055.104 — eða 83% hærri upp- hæð. Sé athuguð breyting byggingarkostnaðar frá því fyrir stríð kem- ur í ljós að miðað við grunntöluna 100 árið 1939 er vísitalan nú hvorki meira né minna en 1773; byggingarkostnaðurinn hefur nær því átjánfaldazt. Hækkunin á byggingarkostnaði seinustu árin stafar fyrst og fremst af gengislækkununum sem hafa stórhækkað I verði allt innflutt byggingarefni. Hefur efniskostnaður farið hlutfallslega vax- andi í heildarkostnaði við húsbyggingar og vinnukostnaður minnk- að að sama skapi hlutfallslega. Þannig námu hreinir vinnuliðir um 45% af byggingarkostnaðinum 1955, en nú er sambærilegur vinnukostnaður um 37%. Síðan gengið var lækkað 1960 hefur visitala byggingarkostnaðar hækkað úr 132 stigum í 183 stig, eða um 51 stig. Hefur byggingar- kostnaður ekki vaxið jafn ört síðan á fyrstu styrjaldarárunum. Leikflokkur Helga Skúla í leikför Annað kvöld frumsýnir Leik- flokkur Helga Skúiasonar á Blönduósi gamanlcikinn Hlauptu af þér hornin. Er leikurinn eftir Neil Simon og nefnist á frum- málinu Come blow your hom. Hjörtur Halldórsson þýddi leik- ritið. í leikflokknum eru auk Helga þau Helga Bachmann, Guðrún Stephensen, Brynja Benedikts- dóttir, Erlingur Gíslason og Pét- ur Einarsson. önnur sýning leik- flokksins verður á Siglufirði laugardag. Á Ölafsfirði verður sýnt sunnudag, Sauðárkróki mánudag. Síðan verður haldið til Dalvíkur, Akureyrar og Húsa- víkur, þaðan haldið austur um land. Endað verður á Vestfjörð- um og Vesturlandi, en í byrjun september verður svo leikurinn sýndur í Reykjavík og á Suður- landi. ! Vinnustöðvun blaðamanna Þegar blaðið fór í prentun á miönætti sl. sátu samninga- nefndir útgefenda og blaða- manna enn á fundi með sáttasemjara í Alþingishúsinu, en vinnustöðvun hafði Blaða- mannafélag íslands boðað frá þeim tíma, ef samningar hefðu þá ekki tekizt. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenzkir blaðamenn hefja vinnustöðvun til stuðnings kröfum sínum og nær það til 60—70 blaðamanna við dag- blöðin í Reykjavík. Útgefendur og launaniála- nefnd Blaðamannafélags ls- Iands sátu á fundi sl. mánu- dag, án þess samkomulag næðist; í fyrradag var hald- inn almcnnur félagsfundur til að ræða viðhorfin í samn- ingamálunum og Ioks í gær- kvöld ltl. 10 hófst fyrmefndur samningafundur með sátta- semjara ríkisins. Xorfa Hjart- arsyni. Verði samningar ekki und- irritaðir í dag milli útgefenda og blaðamanna koma engin dagblöð út á morgun, föstu- dag. Alþýðusambandið skýrir frá undirbun- ingi rannsóknar á helztu þáttum efna- hagslífsins með tilliti til nýrra kjara- samninga Sú hagiræðilega athugun í samhandi við kjara- samninga, sem ríkisstjómin flutti tillögu um 15. júní sl., — fyrir hálfum öðrum mánuði —, er ekki enn hafin. Stjóm Alþýðusambands íslands hefur frá uphafi tjáð sig reiðubúna til starfa og kaus þegar í júní nefnd til að fjalla um málið af sinni hálfu og tilkynnti forsætisráðherra það 1. júlí. 16. júlí ritaði Alþýðusambandið samtökum atvinnurekenda bréf og óskaði eftir viðræðum um málið. Síðan he'fur Alþýðusambandið beðið eftir svari l ^ ' . • " ' - þar Jil nú fyrir nokkrum dögum að Vinnuveit- endasamband íslands tjáði sig reiðubúið til við- ræðna um málið, en frá öðrum atvinnurekenda- samtökum ekkert heyrzt enn. Frá þessu er skýrt í greinar- gerð sem Þjóðviljanum barst í gær frá Alþýðusambandi Islands, en hún hljóðar í heild á þessa leið: .Vegna fyrírspuma úr ýmsum áttum um það, hvað hafi gerzt varðandi undirbúning að hag- fræðilegri rannsókn, er verða mætti til að auðvelda kjarasamn- inga, þykir Alþýðusambandinu rétt að taka eftirfarandi fram: IRíkisstjómin sendi tilmæli • sín um rannsókn þessa til samninganefndar verkalýðsfélag- anna með bréfi dagsettu 15. júní. 2Nokkrum dögum síðar • beindi samninganefndin svo- hljóðandi tilmælum til Alþýðu- sambandsins: „Samninganefndin vill mæla með því við miðstjóm Alþýðu- sambandsins, að hún taki upp viðræður við fulltrúa samtaka atvinnurekenda um sameiginlega hagfræðilega athugun, sem að gagni mætti koma, til þess að létta fyrir kjarasamningum". Var látin i ljós ósk um, að einhver bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar gæti legið fyrir 15. október. 3Þessi tilmæli voru tekin til o umræðu á næsta fundi miðstjórnar Alþýðusambandsins þann 21. júní, og segir svo í sam- þykkt miðstjómar um málið: „Þó að tíminn sem um er talað í orðsendingunni sé. að áliti mið- stjómar allt of naumur jafnvel ttl þess að bráðabirgðaniðurstöð- ur getí legið fyrir, samþykkir miðstjórnin að verða við tilmæl- um samninganefndarinnar um aðild að sameiginlegri hagfræði- Iegri athugun, er að gagni megi verða til að auðvelda kjara- samninga, þó því aðeins, að fullt samkomulag fáist við atvinnu- rckendasamtökin um framkvæmd rannsóknarinnar og við rikis- stjórnina um frjálsan aðgang nefndarinnar að öllum frum- gögnum, er stuðningur gæti ver- ið að fyrir rannsókn þessa“. . Framhald á 2. síðu. Snjóaði niður í byggð í Héraði Ilallormsstað 30. júlí. — Á Hér- aði er nú komin hlý veðrátta en þrjár fyrstu vikur júlímánaðar voru þær köldustu sem hér hafa komið um langt skeið. Meðalhiti var aðeins 9 stig. Þeir bændur sem byrjuðu slátt fyrir kulda- kastið gátu fyrst hirt heyin á sunnudaginn var. Á miðvikudaginn fyrir viku snjóaði alveg niður í byggð og varð Jökuldalsheiði ófær litlum bílum. Ferðamannastraumurinn hing- að austur hefur verið með mesta móti í sumar og var gistihúsið yfirfullt allan júlímánuð. — Sibl. Minnisvarði um séra Sigtrygg á Núpi ÞANN 4. AGtJST NÆST kom- andi verður afhjúpaður að Núpi í Dýrafirði minnisvarði um séra Sigtrygg Guðlaugs- son og konu hans í tilefni af 100 ára afmæli séra Sigtryggs. Barst Þjóðviljlnum í gær eft- irfarandi tilkynning um þetta frá undirbúningsnefnd hátíða- haldanna: GAMLIR NEMENDUR séra Sig- tryggs Guðlaugssonar, stofn- anda Núpsskólans i Dýrafirði, hafa í tilcfni af 100 ára af- mæli sr. Sigtryggs Iátið gera minniisvarða, með lágmyndaf sr. Sigtryggi og konu hans frú Hjaltlínu Guðjónsdóttur, á hlöðnum stöpli. Minnisvarð- inn verður afhjúpaður við hátíðlega athöfn að Núpi, sunnudaginn 4. ágúst n.k. Minnisvarðann gerði Ríkarð- ur Jónsson, myndhöggvari. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.