Þjóðviljinn - 01.08.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.08.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. ágúst 1963 HÖÐVIL7INN SÍÐA ^ mmm ■ ■ jfclilMllllllliiijlll ■ . liiEy ■ .. ■ . ■■■' ilHltl wmm ■■■ ■ SlwiiiÉ ■••ii-:: ,:Í x;x>- :l- i ' ’ - íí*-S-g5?í!5si S$»kk»w»3bS ÚR EINU Frotté er tilvalið efni í smá- bamaföt, buxur og blússur, og síðast en ekki sizt náttföt. Föt úr þessu efni eru hlý, auðveld í þvotti og svo þarf ekki að strauja þau. Á mánudögum og þriðjudög- um milli klukkan 11 og 12 og 4 og 5 er mesta hættan á slys- um í heimahúsum. Einnig eru sumir mánuðir hættulegri en aðrir, og eru janúar. ágúst og desember verstir. Það er ágætt ráð að láta svo- lítið glysexín út í síðasta skol- vatnið þegar terylen-föt eru hvort sem þær eru innanhúss eða utan. Ef rúsínur eru í kökum verða þær vítamínríkari og betri að geyma þær, Hér kem- ur uppskrift að sérstaklega góðum rúsínukökum: 250 gr. hveiti, 2 tesk. lyftiduft og 1235 gr. smjörlíki er hrært saman. 1 það er bætt rifnum berki af einni appelsínu og 200 gr. hökk- uðum rúsínum. Siðan er 2Vj dl. af mjólk og 2 lítið þeyttum eggjum blandað saman við. Þetta er sett í lítil form og bakað við meðal hita. Kök- urnar eru teknar úr formun- í ANNAD Vandii geymslu matvæla og forðizt matareitrun Baifatatízk- an fyrír 60 árum AUir kannast við hinar miður skemmtilegu afleiðingar mat- areitrunar en einmitt núna á þessum tíma árs er hætt við að hún skjóti upp kollinum. 1 mörgum tilfellum má koma í veg fyrir matareitrun, með því að fara gætilega með mat og þá sérstaklega matarafganga. Ef notaðir eru afgangar frá deginum áður verður að s.jóða - þá áður en þeir eru bomir á borð. Búðingar og ávaxtagraut- ar sem flestir kjósa að borða kalda eru sérstaklega varasam- ir. 1 þessa rétti er oft notað kartöflumjöl en i því geta sýkl- ar auðveldlega þróazt og marg- faldazt á skömmum tíma og orðið allri fjölskyldunni til mikillar skapraunar. Salatblöð og tómatsneiðar eru mikið not- uð til að skreyta með alls kon- ar rétti, ekki aðeins í heima- húsum heldur einnig í matvöru- verzlunum. I sumarhitunum geta þessar sakleysislegu græn- metisskreytingar verið stór- hættulegar. I mörgum heilsu- fræðibókum er skýrt tekið fram að i matvörubúðum megi ekki hafa kjöt og grænmeti í, sama,..borði eða hillu. Þessu virðast flestir hafa gleymt og í sérhverri matvörubúð er nú gert sem mest úr slíkum skreyt- ingum. Við rannsóknir á kjöti sem legið hafði i búðarglugga heilan dag kom í ljós að sýkla- hættan var hundrað sinnum meiri þegar grænmeti var með kjötinu. Hreinlæti er auðvitað fyrsta skilyrði til að sleppa við mat- areitrun. Allan mat sem borð- aður er hrár verður að þvo vel og vandlega. Salöt sem inni- halda kjöt eða grænmeti má ekki geyma frá degi til dags. Ef einhver afgangur verður af þeim, borgar sig að henda þeim strax. Þegar um hrátt græn- meti er að ræða á að láta það liggja í saltvatni í fimm mínút- ur og skola það svo vel, áður en þess er neytt. BAÐFATATlZKAN hefur breyzt mikið síðustu sextíu árin eins og þið sjáið á þessari mynd, sem tekin var í Ostende árið 1904. Það myndu eflaust margir undrast ef einhver vogaði sér að koma þannig klæddur í Nauthólsvíkina í sumar. EN HVERNIG haldið þið þá aö þessu baðstrandarfólki á mynd- inni hefði orðið við ef ung stúlka í bikinlbaðfötum hefði birzt þar á ströndinni árið 1904? þvegin, þá er minni hætta á að alls konar kusk vilji loða við flíkina. Dökkar dragtir og föt úr ull- artaui vilja oft verða loðin og kuskug hvernig sem maður burstar þau. Nýlega lærði ég það ráð að væta svamp og vinda hann vel og bursta svo fötin með honum, og verða þau þá sem ný á eftir. Alltaf er maður að heyra ný og ný ráð til að halda lífinu sem lengst í afskomum rósum. Það á að kljúfa leggina, setja sykur i vatnið, halda stilkun- um í sjóðandi vatni o.s.frv. Einhver sagði mér að það mikilvægasta væri að hafa vatnið passlega heitt. milli 20 og 25 stig. Og að einnig væri ágætt að setja eina skeið af ediki og 50 gr. af sykri út í rúml. lítra af vatni. Það skað- ar ekkert að reyna þessar að- ferðir. Rósir eru alltaf fallegar um strax og þær eru bakaðar og hellt yfir þær glasúr sem búinn er til úr flórsykri og appelsínusafa. Frúin hér á myndinni sýnir okkur stóran og rúmgóðan inn- kaupapoka sem hún hefur sjálf ofið sér. Pokinn er engu síður skemmtilegur, saumaður úr fallegum efnisbút. Hefoum við getað komizt hjá minna tapi gegn Dönum? Síðasta landskeppni okkar ís- endinga í frjálsum íþróttum :ór fram 1. og 2. júlí sl. og var hún háð við Dani. Við bið- um mikinn ósigur í þessari keppni, töpuðum með 58 stiga mun, 135 stig gegn 77 stigum. Þetta er vægast sagt mikill munur, sérstaklega þegar litið er á sigra okkar yfir Dönum áður fyrr. Flestir munu hafa verið óánægðir með þessa út- komu, nema helzt stjóm F.R.I. Nú er ekki svo að skilja að það sé sjálfsagður hlutur að við 6igrum ef við tökum þátt í landskeppni. I þessu tilfelli er það spurningin, hvort mun- urinn hafi þurft að vera svona mikill og ef svo var ekki, hver var þá ástæðan? Ein ástæðan meðal annarra voru meiðsli Valbjörns Þorlákssonar í keppninni en aðalástæðan mun bó vera sinnuleysi stjórnar ? R.í. og val hennar í lands- liðið. Frjálsíþróttadeild K.R. ósk- aði eftir keppni í frjálsíþrótt- ■um við úrval úr öðrum félögum á öllu landinu, sem fyrirhugað var 12. júní sl. En sökum þesr hve eitt ákveðið félag hér Reykjavík taldi þetta mikl auglýsingu fyrir K.R. neitaði það að taka þátt i slíkri keppni og fáll hún því niður. Ekki virtist stjóm F.R.Í. gera sér neina grein fyrir gildi slíkrar keppni þar sem beztu menn ut- an af landi kæmu hingað til keppni og auðveldaði þar með val á liðinu í væntanlegri landskeppni, og upplýsti okkur um leið hvaða greinar þyrfti sérstaklega að leggja áherzlu 5 að fá beztu menn fram í. Mér er ekki kunnugt um að stjóm F.R.l. hafi neitt reynt til t.d. að fá menn eins og Þorvald Jónsson til að reyna sig í þrístökki og 400 m. grindahlaupi, Heiðar Georgs- son í stangarstökki, Guðjón Guðmundsson í 110 m. grinda- hlaupi og 400 m grindahlaupi, Þóri Þorsteinsson í 400 m hlaupi. Þetta eru allt gamlir landsliðsmenn nema Þorvaldur. og þekktir af mikilli keppnis- hörku í landskeppnum. Kristján Stefánsson var val- inn til keppni í spjótkasti í forföllum Björgvins Hólm og var hann látinn kasta spjóti einu sinni rétt fyrir lands- keppnina oe mun það víst í ckinti^ vor, 'em hanr hefur snert á spjóti. Auðvitað átti að leggja áherzlu á að fá hann til að æfa spjótið í vor, því að hann var manna líkleg- astur til að ná löngum köstum ef hann æfði lítils háttar. Mun ekki annað eins spjótkastara- efni hafa komið fram hér og hann og er synd að hann skub ekki sinna þessari grein meira en hann gerir. 1 110 m grindahlaupið var valinn Sigurður Lárusson, og hafði hann hlaupið það á 16,3 sek. Sigurður er mjög efnilegur grindahlaupari en skortir tölu- vert á reynslu og keppnishörku enn sem komið er. Sigurður Bjömsson hafði hlaupið á 16,2 sek. Ekki virðist hafa hvarflað að stjórn F.R.I. að velja Sigurð Bjömsson þó hann sé þekktur fyrir keppnishörku og tapi yfir- leitt ekki jöfnu hlaupi. I eina grein þessarar lands- keppni virðist stjórn F.R.I. aft- ur á móti hafa lagt alla sína orku í að velja keppendur, það var kringlukastið. Hún virðist hafa álitið að 1 til 2 stig í kringlukastinu skiptu öllu máii í landskeppninni, en hvort rétt væri valið í aðrar greinar landskeppninnar virðist hafa verið algjört aukaatriði. Menn þeir sem stjórn F.R.I. þurfti að velja á milli um hvor ætti að keppa í kringlukastinu á lands- keppninni voru þeir Hallgrimur Jónsson og Þorsteinn Löve. Þorsteinn hafði tekið þátt í einu opinberu móti, l.R.-mótinu í maí sl., og kastaði þar 46.51 m. Sökum meiðsla í fæti gat hann ekki tekið þátt i K.R.-mótinu og 17. júní mótinu Hallgrímur tók þátt í 17. júní mótinu og varð þar annar á eftir Jóni Péturssyni og kast- aði 45.21 m. Virtist því aug- ljóst að þeir tveir yrðu valdir, sem keppendur í kringlukastið. Stjóm F.R.Í. vildi þó kanna getu Þorsteins og Hallgríms betur, þvi að ekki skyldi kasta höndunum til valsins og Þor- steinn sagður hafa kastað á innanfélagsmóti hjá I.R. í maí mánuði 48,72 m. Svavari Markússyni var falið að sjá um aukakeppni millí Hnilgríms og Þorsteins, sem fram færi laugardaginn 2? r7' Svav- ar átti tal við r' bann 19. júní, hvort h- • tekið þátt í aukakepw inglu- kastið þann 22. úim sagði Hallgrímur honum að hann gæti það ekki því hann yrði að fara úr bænum ekki seinna en föstudag 21. júní, en hann er nú búsettur í Vestmannaeyj- um. Svavar óskaði þá eftir þvi að hann keppti þá á fimmtu- daginn þann 20. júní og varð Hallgrímur fúslega við því og kastaði þá 49.21 m. Þorsteinn tók ekki þátt í þessari keppni. Hann keppti aftur á móti þann 22. júní og kataði 46.93 m. Það að fram skyldi koma i blöðum að deila væri innan stjómar F.R.I. um val ein- hverra keppenda í einhverju grein þessarar landskeppni er fyrir neðan allar hellur. Svo er að sjá að íþróttafréttaritari Morgunblaðsins A. St. hafi set- ið fundi hjá stjóm F.R.l. þeg- ar val keppenda í kringlukasti var til umræðu og flutti lesend- um Morgunblaðsins þær fréttir að komið gæti til mála að gengið væri framhjá Þorsteini í vali keppenda í kringlukastið og ýmislegt fleira eftir því sem brjóstvit hans leyfði. Einnig gat hann þess að ef Þorsteinn yrði valinn en ekki Hallgrímur, væri tryggður tvöfaldur sigur í kringlukastinu fyrir Island í landskeppninni. Stjóm F.R.I. valdi síðan þá Jón Pétursson og Hallgrím Jónsson sem kepp- endur fyrir okkar hönd í kringlukastinu. Iþróttafréttarit- ari Morgunblaðsins Atli Stein- arsson flutti síðan þessa fregn með mikilli vandlætingu og gat Framh. á 8. síðu. Úrslit á sveinameistaramóti fslands í frjálsum íþróttum Sveinameistaramót Islands í frjálsum íþróttum var háð á Akranesi á Iaugardag og sunnudag. Fyrri daginn var keppt í 5 greinum og fjórum þann seinni. Sigurvegarar í einstökum greinum voru þessir: 80 m hlaup: Sigurjón Sigurðsson IA 9,5 sek. 200 metra hlaup: Sigurjón Sigurðsson IA 25,2 — 800 metra hlaup: Þorst. Þorsteinsson KR 2,12 — Eangstökk: Sig. Hjörleifsson HSH 5,58 m. Hástökk: Sig. Hjörleifsson HSH 5,86 m. Stangarstökk: Erl. Valdimarsson IR 3,00 m. Kúluvarp: Erl. Valdimarsson ÍR 16,30 m. Kringlukast: Erl. Valdimarsson ÍR 46,12 — 4x100 metra boðhlaup: Sveit ÍR 50,7 sek. Keppendur voru 40 frá fimm félögum og félagasamböndum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.