Þjóðviljinn - 15.08.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.08.1963, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. ágSst 1963 — ÞI6ÐVILJINH SlÐA 3 Frakkarnir Gerard (aítar) og Jean við tunnustafla. Yfir tuttugu síldarplön eru starfraekt á Siglufirði í sum- ar. Einn sölskinsdag fyrir skömmu reikaði ég þarna um milli stöðvanna og maður sá mörg kunnugleg andlit hvað- anæva af landinu. Kannski er hægt að segja: úr heiminum. Þarna vinna menn af ekki færri en sjö þjóðernum. Þar eru Englendingar, Frakkar, Þjóðverji, Ameríkumaður, — Grikki, Austurríkismaður og Svisslendingur. Allir þessir piltar vinna við hliðina á löndum okkar og blanda geði við þá, og þarna slær saman ólíkum menning- arheimum. Englendingarnir Terry, Ray- mond og David. Hér fara á eftir stutt viðtöl við þessa menn og láta þeir í Ijósi hreinskilnislegt álit á landi og þjóð. Að vísu á tak- mörkuðu sviði og af stuttum kynnum. En hreinskilni æsk- unnar er þeim í blóð borin. Fimm aura gullhamrar eru o^f algengir í blöðum um land og) þjóð, kreistir út úr útlend- ing)um hér á ferð. Ef marka maatti þessi skrif, þá væri hér fyrinmyndarríki á jörð og Is- lendmgar á æðra plani en aðr- ar þjtóðir heimsins. Þeir sem við tölsum við í dag drepa ekk- ert síður á ókosti Islendinga en kosti þeirra, og glöggt er gestsaugað. Þjóðverjinn Max Brandt. GLOGGTER Englendingar og valdið Þrír Englendingar vinna í sumar á Söltunarstöð Þórodds Guðmundssonar á Siglufirði. Þeir komu þarna ferðlúnir eitt kvöldið og bjuggu um sig um borð í gömlum aflóga báti við bryggjuna og fengu begar vinnu á planinu. „Good old chap, Þóroddur“. Þetta eru frísklegir strákar og allir frá Birmingham. Þeir heita Raymond Amphlett, 18 ára byggingarverkam., Terry Warner, 22 ára efnafræðistúdent og David Philipps, 22 ára skrif- stofumaður. Stutt heimsókn síðla dags. Þvottur. hékk á snúru um borð 1 Snorra gamla og einkennilega stórir fjallgönguskór lulluðu á dekkinu; gamall heimilisblser hvíldi yfir þessari vistarveru. Þetta eru einkennilega merki- legir náungar. Þeir tóku þátt í enskum leið- angri síðastliðið sumar og eiga heimsmet í hellnaköfun, í franska hellinum Le Gouffre Berger í Suður-Frakklandi, komust niður á botn. Hellirinn er 1122 metra djúp- ur og var uppgötvaður árið 1953 af Jo Berger. Áður hafði ítalskur og belgískur leiðangur gert tilraunir til niðurgöngu og orðið frá að snúa. Enski leið- angurinn samanstóð af 38 mönnum. Hvar sem Englendingar eru staddir í heiminum leiða beir hugann að valdinu á hverjum stað og brjóta eðli þess tii mergjar. Þetta er enskur þjóð- arávani frá saumakonu upp í ráðherra og sprottinn af sam- eiginlegri viðleitni að þenja út og viðhalda brezku heimsveldi; þetta er þjóðarhugsjón. Þessir piltar höfðu ekki dval- izt lengi á Siglufirði, þegar þeir tóku að kíkja til siglfirzku lög- reglunnar og meta mátt hennar og starfshætti og hugleiddu málið um borð í Snorra gamla. Eitt kvöldið brauzt út gleð- skapur og þung drykkja í ein- um síldarbragganum og ók lög- reglan fasmikil í hlað. Þeir gerðu innrás í braggann og tíndu út óróaseggina einn í einu og skutu þeim inn í lögreglu- bílinn, og dágóða stund hent- ust þessir verðir laganna inn og út með glaða og reiða menn á milli sín og fylltu lögreglu- bílinn af þessum fórnarlömbum sínum. Svo var hurðinni skellt í lás. Siglfirzku lögregluþjónamir dokuðu nú við um stund, röbb- uðu pínulítið um veðrið og ann- ar fékk sér í nefið. Englend- ingamir voru hrifnir af þeirri sjón. En næsta stig í þessum að- gerðum olli þeim heilabrotum og reyndust þá ákaflega ensk- ir í frásögn. Með fullri reisn settust þessir verðir laganna undir stýri og brátt söng start- arinn suðandi tóni út í sigl- firzka nóttina. Það suðaði og suðaði og skyndilega varð allt hljótt. Enginn merkti hreyfingu á nokkrum sköpuðum hlut um- hverfis bílinn og nóttin sveip- aði umhverfið hljóðlát og hlý Loks opnuðust bílhurðimar ofurhægt og út stigu hógværir menn í vanda og horfðu súrir á gripinn. Annar lögregluþjón- anna lyfti húfunni og klóraði sér bak við eyrað. Tilfellið var. Bíltíkin stóð kjurr. O — jæja. Lyklakippan seig hægt upp úr vasanum og bílhurðimar flenntust upp á gátt og svart opið gein við. Og þama tínd- ust sökudólgamir undarlega fljótt út og hurfu út í busk- ann. Mikið sögðust Englendingam- ir hafa orðið hissa. fslenzka stúlkan frá frönsku sjónarmiði Sameiginlegur arfur á Vest- urlöndum telur franska íhygli kafa djúpt í sálarlíf konunnar, hvar sem er í heiminum og skynja fínustu litbrigði kon- unnar í athöfnum sínum. Eng- inn stendur Frökkum á sporði í þessum efnum. Ensk meinhorn telja þó Frakka kynda aðal- lega undir þessa elda og þeir hafi skapað þetta alþjóðlega álit á sjálfum sér. Franskt álit á konu þykir þó mi'kilsháttar í dag. Tveir iranskir skólapiltar vinna i sumar hjá Söltunarstöð Jóns Gíslasonar á Siglufirði og hafa kíkt soldið á íslenzkt kvenfólk og láta minnsta kosti uppi hreinskilnislegt álit á íslenzku stúlkunni samanborið við frönsku stúlkuna. Þeir eru nítján ára og byrjað- ir að fikta við lífið. Siglfirzkar konuástir eru þó burðarásinn í lífi þeirra. Þeir stunda dansleiki í Alþýðuhús- inu á Siglufirði. Þessir frönsku skólapiltar heita Gérard Vautey og Jean Louis Philippe. og pr annar búsettur í Massy og hinn í Par- ís. Heimili foreldra þeirra eru eiginlega sitt hvoru megin við Signu og telja þeir sig ávexti franskrar millistéttar. Eldri Vautey vinnur sem söluframkvæmdastjóri f París fyrir vefnaðarvöruverksmiðju í Norður-Frakklandi og eldri Philippe er arkitekt og skipu- leggur umferðina í París. Gér- ard stundar hagfræðinám. Fac- ulté des Sciences économiques de Paris og Jean er í franska ráðherraskólanum Xnstitut d’ét- udes Plolitiques, sem er skóli fyrir opinbera starfsmenn franska ríkisins og hefur reynzt útungunarvél fyrir franska ráð- herra í tiðum stjómarskiptum. Aðaláhugamál eru pólitík og kvenfólk. Hér á landi hefur þeim ekki tekizt að sérhæfa sig í öðru en íslenzku kvenfólki og hafa látið pólitíkina sigla lönd og leið. Þeir eru annars í franska sósí- aldemókrataflokknum undir for ystu Guy Mollet, telja sig vera í vinstra armi og ákafa tals- menn fyrir samvinnu við franska kommúnista. Það er framtíðin. Við sátum í gömlum tré- tröppum og sleiktum sólskinið. Siglfirzk kynbomba stikaði á stuttbuxum inn í sjónmálið og ók bamavagni á undan sér. Augun stóðu á stilkum í ungu mönnunum og þeir bráðnuðu eins og smjör í sólinni. •Missti samband við þá í nokkrar mínútur. Þegar þessi éldlega sýn leið fyrir næsta götuhom, þá opn- uðust flóðgáttir franskrar heim- speki um konuna og er þetta það helzta: — Islenzka stúlkan er gróf- ari og sterkari en franska stúlk- an. Maður er stundum eins og kettlingur, þegar maður dans- ar við íslenzka stúlku. sagði Gérard og skreið allur saman. — Þær eru sterkar, hraust- ar og fallegar. Það er að segja ófullar. Stundum undrast ég líkamskrafta þeirra hérna á plönunum. — En þær skortir þessi fínni geðbrigði sálarinnar. — Það vantar fleiri strengi á instrúmentið. — Samt er eitthvað mjúkt og heitt við þær. Og Jean lætur Ijós sitt skína: — Snyrting íslenzku stúlk- unna,r er fyrir neðan allar hell- ur. — Það er algeng sjón hér á Islandi að sjá ungar stúlkur með marglitar hárrúllur í koll- inum á götum úti og er hörmu- legt að virða fyrir sér þessa hálfköruðu snyrtingu á al- mannafæri. — Þetta meiðir tilfinninguna fyrir konunni og svona litadýrð er einskonar amerískur svert- ingjakomplex. Gérard hefur orðið: — Mér finnst vanta þetta frjálslega samband milli pilts og stúlku eins og heima í Par- ís. Ég dansaði við íslenzka stúlku í Alþýðuhúsinu eitt kvöldið og hún var elskuleg og hlý í dansinum. — Ég fékk að kyssa hana bak við eyrað. Daginn eftir þekkti hún mig ekki á götu. Ég fór auðvitað í rusl. Þekkti ekki að- stæður. — Hér er alltaf verið að kíkja á bak við gluggatjöld eftir pilti og stúlku á götunni og það er eins og þau séu að ganga síðustu skrefin í rúmið. Þetta er um hábjartan daginn og þau eru að skreppa í mat. Þetta eru of afgerandi aðstæður. Of mikil kröfuharka af um- hverfinu i þessum efnum, þeg- ar maður er kannski ekkert að hugsa um svona hluti. — Islenzku stúlkumar finna þetta og þekkja mann ekki ó- fullar. Jean hefur orðdð: — Mér finnst fáránlegt, hvemig íslenzkir eiginmenn leika eiginkonur sínar, og er flokkað undir siðferðisglæp í Frakklandi. — A planinu okkar vinna margir aðkomumenn frá Reykja vík, Hafnarfirði og mig minnir líka frá Höfn í Homafirði. — Allir eru þessir menn kvæntir. Hvar eru eiginkonumar? Þær eru fyrir sunnan. Hvemig geta mennimir verið svona konu- lausir? — Margir eru rósemdarmerm og taka í nefið á kvöldin. Þó að vinnuaflið sé hreyfanlegt í landinu. þá á konan að fylgja manni sínum gegnum þykkt og þunnt. Þetta er algengt í Frakk- landi, að flytjast milli vinnu- staða. Franska konan stendur alltaf við hlið manns síns. Það vrði bylting heima undir svona kringumstæðum. — Þetta þekkist ekki nema á vígvöllunum eða á sjónum. Svona finnst þeim konan ó- missandi. Frakkar eru líka elskir að konum. Yngri kynslóðin er að drekka sig í hel Þjóðverjar sem ferðamenn njóta vaxandi óvinsælda hér á landi og bændur í ýmsum sveit- um kvarta sáran yfir yfirgangi og jafnvel ránum og rupli í landareign þeirra, og liggja nokkrar kærur fyrir vestur- þýzka sendiráðinu í Reykjavík. Þær sögusagnir ganga úti í Þýzkalandi, að það sé óvenju ódýrt að ferðast um sveitir Is- lands, gestrisni takmarkalaus og jaðri við hálfgerðan bamaskap hins frumstæða fólks. Gestrisni Islendínga er mikið lýst f gömlum þýzkum ferða- bókmenntum og þjóðinni hælt fyrir viðkunnanlegar móttökur. Með þessu hugarfari koma þýzkir flakkarar með létta pyngju, ferðast mest á þumal- fingrinum og halda að matur sé ókeypis í sveitunum. Fyrir nokkrum dögum steig svona þýzkur ferðamaður upp í rútu- bíl á Egilsstöðum og neitaði að borga fargjaldið. Hann slapp með það. Vestur-Þjóðverji var á ferða- lagi með menntaskólakennara frá Akureyri og komu þeir að bæ einum í þjóðbraut. Húsfreyjan á bænum bar fram sex kökutegundir á mörg- um fötum og smurt brauð á stóru fati, stóra kaffikönnu, stóra mjólkurkönnu og rjóma og sykur út í kaffið. Og þetta er alit ókeypis, sagði Þjóðverjinn. — Nei, — þetta var nú ekki ókeypis. Þjóðverjanum varð svo mikið um tíðindin, að hann borðaði allt upp til agna og skildi ekki tangur né tetur eftir. Meira að segja bruddi hann upp allan sykurinn úr karinu. Þarna var hin þýzka ná- kvæmni á ferðinni. Þýzk smásmygli og nýtni fer í taugamar á Islendingum. Ves tu r-Þ j óðverj i vinnur í Framhald á 7. síðu. FYRRI HLUTI á k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.