Þjóðviljinn - 15.08.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.08.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. ágúst 1963 HÓÐVILJINN FISKIMÁL - Effir Jóhann J. E. Kúld Síldarrannsóknirnar í sumar fyrir Norður- og Austurlandi 1 blaöinu Fiskaren málgagni norskra fiskveiða er mjög nt- hyglisvert samtal 10. júlí s.l. við haffrœðinginn Ole östtvedt. sem stjómaði síldarleit Norð- manna á rannsóknarskipinu Jo- han Hjort í sumar í samvinnu við Islendinga og Rússa. Haf- fræðingurinn segir að ieitar- svæðinu hafi verið þannig skipt á milli þessara þriggja þjóða: Islendingar leituðu á síldarmiðunum undan vestur og norðurlandi. Norðmenn undan norðaustur og austurlandi. en Rússar á svæðinu frá Jan Main til Svalbarða. Tilgang þessara skipulegu síldarleitar segir haf- fræðingurinn m.a. vera þann að kortleggja síldarsvæðin svo auðveldara sé að gera sér grein fyrir síldargöngunum. Það kom á daginn við rannsóknimar segir haffræðingurinn. að hita- stig sjávarins fyrir norðurlandi var 1 hitastigi lægra í vor en venja er til, og það telur hann ástæðuna til þess, að síld gekk seinna að norðurlandinu í ár heldur en 1 fyrrasumar. Haf- fræðingurinn segir, þegar við- talið fór fram, að ennþá sé það gömul síld árgangurinn frá 1950 sem sé mest áberandi í veiðinni. Hann segir að á vest- ursvæðinu við Horn og á Strandagrunni á hinum gömlu síldarmiðum, þar sem vorgots- sildin hafi áður verið ráðandi, þar hafi lítillar síldar orðið vart í vor. en í júní í fyrra var talsverð síld á þessu svæði seg- ir hann. Haffræðingurinn segir að ljósi púnkturinn í útliti ís- lenzka sunnansíldveiða í ár sé sá, að fundizt hafi mikil síld- argengd í hafinu norðaustur og austur af Islandi og þar sé um unga árganga að ræða. Ham segir að Rússarnir hafi orðið varir þessarar síldar allt norð- ur á 71. breiddargráðu. östtvedt telur ekki útilokað að frá þessu svæði hafi komið sú síld sem veiddist á Senja-miðunum við Noreg í byrjun júlí, en tekur það fram, að það mál sé alls órannsakað. En einmitt þegar viðtalið fór fram þá var fiski- fræðingurinn Finn Devold ný- lagður af stað á rannsóknar- skipinu John Hjort til að rann- saka síldargöngumar við norð- ur Noreg. östtvedt haffræðing- ur segir að rússnesku fiskifræð- ingarnir hafi gert ráð fyrir því, að síldart/orfur austan úr hafi gengju uppundir Austfirðina í sumar, fyrir þessu telur þó haf- fræðingurinn enga vissu. þó líkur séu fyrir því. Það gæti t.d. skeð, að þessi síld gengi upp að norður Noregi. Yngri síldarárgangamir við AUstfirði í fyrra sumar segir östtvedt að hafi verið norsk síld. aðallega árgangurinn frá 1959. Haffræðingurinn segir að í byrjun júlí mánaðar hafi síld verið veidd í snurpunót hér á Austursvæðinu, norðar en menn viti til áður, eða allt norður á 69. gráðu norðlægrar breidd- ar. Nyrztu veiði hér áður í snurpunót telur hann hafa ver- ið á breiddargráðu 68.30 norð- ur. Þá telur haffræðingurinn að svo lengi sem hin gamla sild frá 1950 sé mest áberandi í veiðinni, þá geri það sjálfar veiðamar mikið erfiðari sökum þess hve stygg hún sé og vör um sig. Eins segir Kann það hafa valdið erfiðieikum við veiðarnar, að skil kalda og heita sjávarins séu í ár mikið ógleggri en í fyrra, en einmitt hin glöggu skil geta hjálpað til að þjappa sildinni saman í torfur samkvæmt fyrri reynslu. Að síðustu segir haf- fræðingurinn: Islenzka sumar- gotssildin, sem hrygnir undan Suður-lslandi mun koma á Austfjarðasvæðinu í ágústmán- uði. Talsvert af síld af þessum stofni var á Austfjarðamiðun- um í fyrrasumar. Um sfldina sem Norðmenn hafa veitt á miðunum við Hjaltland í júnímánuði í ár segir östtvedt að það sé vor- gotssfld af íslenzkum eða norskum stofni. eða meira Uk þeim heldur en Norðursjávar- sfld. hinsvegar sé það mál ekki nægilega rannsakað. Hverjir fengu síðast lóðir hjá lóðanefnd? Á fundi borgarráös þriðjudaginn 23. júlí s.l. voru sam- þykktar tillögur um lóðaúthlutun, sem lóðanefnd hafði lagt fram fyrir borgarráð. Hér fer á eftir skrá yfir lóðir þær sem úthlutað var og hverjir fengu lóðir að þessu I. Einbýlislóðir: Háaleitisbraut 19: Þorvaldur Daníelsson, Kleppsvegi 4. Háa- leitisbraut 21: Ágúst Halldór Elíasson, Ljósheimum 4. Háa- leitisbraut 23: Ásgeir Ölafsson, Tjamarbraut 15, Hf. Háaleitis- braut 77: Helgi Hallgrímsson, Sigtúni 37. Háaleitisbraut 83: Ölafur Guðmundsson, Grenimel 30. Háaleitisbraut 85: Sigurbjörn Kristinsson, Stigahlíð 26, og Magnús Bl. Jóhannesson, Ný- lendugötu 24. Ægisíða 115: Hörð- ur Felixson, Birkimel 10. Ægi- síða 117: Franz Pálsson, Hring- braut 43. Ægisíða 119: Kjartan Kristjánsson, Amargötu 15. TJthlutunin er bundin því skil- yrði, að samkomulag náist um endurkaup á Björnshúsi og af- hendingu lands vegna gatna. Ægisíða 121: Gísli Jóhannes- son, Granaskjóli 28. Granaskjól 1: Karl Jónsson, Austurvöllum v.Kaplaskjól. Úthlutunin er háð skilirði um brottnám hússins Austurvalla við Kaplaskjólsveg. Kaplaskjólsvegur 52: Her- mann Hallgrímsson, Auðbrekku 25. Einimelur 17: Jón Bjarni Kristinsson, Sörlaskjóli 8. Stiga- hlíð 53: Gunnlaugur Pétursson, Barmahlíð 28. Stigahlíð 73: Þór Vilhjálmsson, Álfheimum 42. Njörvasund 15: Halldór Ingi Hallgrímsson, Þinghólab"aut 20. Njörvasund 15 A: Geir Gíslason, sinni: Gnoðarvogi 42. Drekavogur 13: Kjartan Kjartansson, Álfaskeiði 10, Hf. Gatnagerð.argjald er áskilið kr. 52.00 pr. rúmmetra í byggingum, sem á lóðunum verða reistar. II. Tvíbýlislóðir: Ægisíða 125: Eiríkur Guðnason, Sogavegi 156, Ragnar Kristjáns- son, Seljavegi 21. Ægisíða 127: Þorkell Pálsson, Bræðraborgar- stíg 25, Sigurður Pálsson, Bræðra- borgarstíg 25. Gatnagerðargjald kr. 27.50 pr. rúmmetra í byggingu á lóð- unum. III. Raðhúsalóðiir: Háaleitisbraut 29 — 35: Nr. 29: Sigurður Richardsson, Hallveigarstíg 10. Nr. 31: Steinn Guðmundsson, Laugavegi 141. Nr. 33: Georg Jónsson, Hvassa- leiti 12. Nr. 35: Þorsteinn Þor- steinsson, Hvanneyri. Háaleitisbraut 25 — 27: Nr. 25: Kristján Arnór Krist- jánsson, Sporðagrunni 5. Nr. 27: Björn Halldórsson, Laugateigi 38. Háaleitisbraut 53 — 59: Nr. 53: Ölafur Egilsson, Gnoðavogi 18. Nr. 55: Jón Tryggvason, Stóragerði 12. Háa- leitisbraut Nr. 57: Ragnar Han- sen, Bólstaðarhlíð 31. Háaleitis- braut nr. 59: Jóhann Krist- mundsson, Skógargerði 1. Háaleitisbraut 61 — 67: Nr. 61 og 63: Siggeir Helgason, Sjónarhóli (v/töku Sogamýrar IV úr erfðafestu, enda náist sam- komulag um endurkaup og af- hendingu lands og mannvirkja á því). Gatnagerðargjald af nr. 63: kr. 34.00 pr. rúmmetra. Nr. 65: Leó Sveinsson, Leir- vogstungu, Mosfellssveit (v.töku Sogamýrar III úr erfðafestu. Uthlutunin er háð samkomulagi um endurkaup erfðafestulauds- ins). Nr. 67: Gunnar Bergmann Sig- urðsson, Rauðalæk 45. Háaléitisbraut 69 — 75: Nr. 69: Rannver Hans Narfi Wium, Skaftahlíð 12. Nr. 71: Ás- mundur Matthíasson, Skaftahlíð 31. Nr. 73: Guðjón Heiðar Jóns- son, Hamrahlíð 11. Nr. 75: Öl- afur Jóhannsson, Rauðalæk 6. Háaleitisbraut 79—81: Nr. 79: Finnur Kristinsson, Skólavörðustfg 29. Nr. 81: Gunn- ar Kristinsson, Tómasarhaga 53. Háaleitisbraut 141 — 145: Nr. 141: Einar B. Waage, Hvassaleiti 8. Nr. 143: Haraldur Ágústsson, Rauðalæk 41. Nr. 145: Aðalsteinn Guðjohnsen, Nesvegi 14. Háaleitisbraut 147 — 149: Nr. 147: Sigmundur Halldórs- son, Víðimel 41. Nr. 149: Ás- mundur Ölafsson, Drápuhlíð 23. Gatnagerðargjald áskilið kr. 34.00 pr. rúmmetra í byggingum, sem reistar verða á lóðunum. Þá var hlutafélaginu Haga- felli úthlutað lóð á horni Hofs- vallagötu og Nesvegar (Nesvegi 16) til byggingar húss fyrir skrifstofur og þjónustustarfsemi. Úthlutunin er háð nánari skil- málum, sem borgarverkfræðing- ur setur. Gatnagerðargjald kr. 52.00 pr. fermetra í byggingunni. Japanskar fréttir Japanir auka stöðugt fisk- veiöar sínar og fiskiðnað með hverju ári sem líður. Á síðast- liðnu ári settu þeir á stofn fiskipylsu-verksmiðju í Suður- Ameríku, og eftir því sem ég bezt veit, þá eru Japanir eina þjóðin sem framleiðir margs- konar pylsur úr fiski. Nýjustu fréttir frá þessari miklu fisk- iðnaðarþjóð eru þær, að nú undirbúa beir smíði mikillar fiskimjölsverksmiðju í Perú í samvinnu við heimamenn þar. Afköst þessarar verksmiðju eru áætluð 30 þús. smálestir á ári af mjöli og 600 smálestir af fiskiolíu. Hlutaféð er 150 þús- und bandarískir dollarar, eða sem svarar 64 milljónum og 500 þús. íslenzkum kr. Verk- smiðjan á að vera tekin til starfa fyrir lok yfirstandandi árs. Japanskar sklpasmíðar Þá hafa japanskar skipa- smíðastöðvar gert samning við Sovétríkin um smíði átta 10 þús. smálesta verksmiðjuskipa sem eiga að afhendast 1965— 1966. I staðinn skuldbinda Sov- étríkin sig til að láta Japönum í té margskonar útbúnaö til skipa. Á sama tíma hafa Japanir gert samning við Afríkuríkið Ghana um að smíða fyrir það 10 togveiðiskip. og kenna þeim togveiðar. Þá smíða þeir einn- ig fyrir Ghanamenn 8 stór fiskiskip, sem ekki eru ætluð til togveiða, ásamt tveimur flutningaskipum. Þá hafa Jap- anir tekið að sér byggingu á netaverksmiðju í Ghana. Ný japönsk uppfinning Nýiega hefur japanskur mað- ur fundið upp nýja áður ó- þekkta aðferð við framleiðslu á eggjahvítuefni úr fiski, til manneldis. Þetta nýja efni er í púlverformi gulleitt á lit og er ságt innihalda 80% hreint eggjahvítuefni, en auk bess auðugt af B-bætiefni og sölt- um. Nafn Japanans er dr. Hideo Higashi og vinnur hann við þekkta fiskirannsóknarstofn- un í Tókíó. Matvælasérfræðingur á veg- um F.A.O. ásamt bandarískum vísindamönnum hafa streymt til Japans að undanförnu, til þess að eiga samræður við upp- finningamanninn um hið nýja eggjahvítuefni hans, enda er þessi uppfinning talin mjög verðmæt á sviði matvælafram- leiðslunnar. Hið nýja eggja- hvítuefni er sagt algjörlega laust við fiskibragð eða fiski- lykt. og má því bæta þvi í annan óskyldan mat til að auka gildi hans. Frá Israel Samkvæmt opinberum skýrsl- um óx fiskafli ísraelsmanna um ca 10% á árinu 1962 þrátt fyrir óhagstæð veðurskilyrði við úthafsveiðamar. Á sama tíma er talið, að fiskneyzla hafi aukizt um 3% og er nú komin upp í 6.8 kg á mann á ári. Til samanburðar má geta þess, að fiskneyzla í flestum Miðjarðarhafslöndum er taiin kringum 8 kg á mann á ári. Alls nam fiskafli ísraelsmanna 16 þús. og 300 tonnum árið 1962. Mestur hluti þessa afla eða 11.300 tonn er veiddur í vötn- um og ám, eða ræktaður í eld- istjörnum, en fiskeldi fer þar mjög vaxandi. Aðeins 5000 tonn komu frá úthafsveiðunum. Fiskvcrð í Noregi I blaðinu Fiskaren frá 17. júli s.l. er sagt frá fiskverði í Álasundi, einum af stærri fisk- veiðibæjum Noregs. Þar er nú greitt fyrir nýja löngu slægða og hausaða n. kr. 1.51 sem verður í íslenzkum krónum 9.06 fyrir kg. Á sama tíma er verð á nýrri keilu slægðri og hausaðri n. kr. 0.95 í ísJ. kr. 5.70 fyrir kg. Þá er einnig get- Framhald á 8. síðu. ______________________SlÐA 7 Glöggt er gestsaugað Framhald af 5. síðu. sumar á síldarplani á Siglu- firði. Það er hjá Skapta á Nöf. Þessi geðugi piltur virðist ekki vera af þessu sauðahúsi og vinnur hörðum höndum fyr- ir lífsviðurværi sínu. Hann hefur dvalizt samtals átta mánuði hér á landi og unnið fyrir sér á togurum og bátum í Vestmannaeyjum og Suðurnesjum. Hann heitir Max Uwe Brandt og er frá V-Berlín. I æsku las hann Jack London og fékk þar með náttúru flakk- arans. Hann hefur dvalizt í 11 þjóðlöndum og fer héðan til Alaska. Þaðan er förinni heitið til Japan. Max Uwe Brandt ætlar að gerast ferðabókarithöfundur og hefur þegar viðað að sér mik- illi lífsreynslu um alla Evrópu. Hann heldur dagbók og hefur augun allsstaðar opin. Samanburðarvald á þjóðlönd- um hefur hann þegar öðlazt. Hann er þó aðeins tuttugu og eins árs. 1 vetur var hann á Erlingi IV. og sökk skipið skyndilega undir honum og félögum hans við Vestmannaeyjar. Þeir náðu naumlega gúmmí- fleka og var bjargað um borð í annað skip nokkrum klukku- stundum á eftir. — Við drukkum í heila viku á eftir, sagði Max. — Ég var næstum búinn að vera vegna drykkjunnar Yngri kynslóðin á íslandi er að drekka sig í hel. Hvergi hef ég séð svona ó- hóflega áfengisdrykkju i Evr- ópu. I verstöðvunum drekka bæði piltar og stúlkur og drekka illa. — Það þarf mikið lífsmagn til þess að komast yfir þessa holskeflu. Þessi mikla brenni- vínsdrykkja er óhuggulega al- menn og enginn er góður félagi nema hann svolgri brennivín af stút. — Fimmtán ára stúlkuböm eru stundum heldrukkin. — íslenzkir sjómenn eru lík- lega vöskustu piltar í Evrópu. Þetta er harðleikið líf og þeir eru oft búnir að vera 25 ára gamlir. — Miklar vökur og ströng vinna með lífið hangandi á þræði. — Og brennivínið flæðir 1 tómstundum. — Mér líður bezt við brunn upprunaleikans og unga fólkið í verstöðvunum er heil náma af slíkum tilfinningum til orðs og æðis. — íslenzkur sjómaður er góður og hefll félagi í raun. — Það er oft skammt milli hnefans og jcossins. — Maður er knúskysstur af veðurbörðum sjómanni. — Rotaður í næsta andartaki. — Snöggar og sterkar skap- breytingar og maður er kannski óvart kominn yfir í annan heim sem elsku vinur. — En þetta fólk er óham- ingjusamt, og því líður oft illa. Það virðist ekki hafa höndl- að tón lífshamingjunnar og lifir sterkt og lífskveikurinn brennur of sterkum loga. — Þetta eru gamlir menn um þrítugt. g. m. 0PNUM AFTUR 16. ágúst Þvottahúsii ÆGIR 1. til 8. septcmbcr 1963 KAUPSTEFNAN í LEIPZSG Heimsfræg neyzluvörusýning. 6500 firmu frá 50 löndum sýna í 30 meginflokkum. Aðalmarkaður viðskipta austurs og: vestursr. Stofnandi og: meÖHmur Sambands Alþjóðlegra Kaupstefna. Upplýsingar og kaupstefnuskírteini: KAUPSTEFNAN, REYKJAVÍK, Lækjargötu. 6 A og Pósthússtræti 13. Skirteini má clnnig fá á landamærum Þýzka Alþýðulýðveldislns. t i,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.