Þjóðviljinn - 16.08.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 16.08.1963, Qupperneq 1
Föstudagur 16. ágúst 1963 — 28. árgangur — 172. tölublað. Tveir bátar fengu 3000 mál síldar á Selvogsbanka Sl. nótt fengu tveir síldarbát- I Selvogsbanka. Fékk Höfrungur ar frá Akranesi sem voru að II. 2000 tunnur og Keilir 1100 koma að austan ágæta veiði á I tunnur. Síldin er talin sæmilega l<S>- Samningar um Hvalfjörð hafa verið undirbúnir í mörg ár Ríkisstjórnin er að framkvæma í áföngum kröfu sem Atlanzhafsbandalagið bar fram fyrir áratug ■ Samningar þeir sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera við Atlanz- hafsbandalagið um olíubirgðas'föð, hafnarmannvirki og kafbátalægi í Hvalfirði eru mjög alvarlegir. Þó eru þeir aðeins áfangi. Atlanzhafs- bandalagið hefur unnið að því í heilan áratug að breyta Hvalfirði í öfl- uga kafbátamiðstöð með stórfelldustu hemaðarmannvirkjum. ■ Vegna andstöðu þjóðarinnar hafa hernámssinnar ekki þorað að verða við þeim kröfum; því var fyrir nokkrum árum horfið að því ráði að ná markinu í áföngum, og með samningunum nú hyggst Atlanzhafsbanda- lagið öðlast þá fótfestu í Hvalfirði að næstu skref verði auðveldari. Kafbátahöfn í Þyrli Kröfumar um stórfellda flota- höfn í Hvalfirði voru fyrst bom- ar fram fyrir um það bil áratug, í utanríkisráðherratíð Kristins Guðmundssonar. Var þá lögð fyrir rfkisstjómina áætlun um stórframkvæmdir f Hvalfirði; m. a. átti að grafa höfn inn f Þyril þannig að kafbátar hefðu þar lægi sem stæðist öflugustu kjarn- orkusprengjur. Miklar samninga- viðræður fóru fram um þessa áætlun bæði hér og vestanhafs, en um þær mundir fór andstað- an gegn hemámsstefnunni mjög vaxandi með þjóðinni, eins og í ljós kom þegar Alþingi sá þann kost vænstan að samþykkja brottför hersins 1956. Því treyst- ist ríkisstjómin ekki til þess að fallast á kröfumar um sprengju- helda kafbátastöð í Hvalfirði, heldur hafnaði henni. Nýjar kröfur 1957 Árið 1957, þegar Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn höfðu svikið loforð sín um brott- för hersins, var krafan um Hval- fjörð enn endumýjuð; auk áætl- unarinnar um Þyril og aðrar stórframkvæmdir í Hvalfirði sjálfum var þá einnig farið fram á lóranstöð á Snæfellsnesi og að- stöðu á Akranesi til fjarskipta- þjónustu. Guðmundur 1. Guð- mundsson var þá utanríkisr'áð- herra, og hann lagði þessar kröf- ur aldrei fyrir rikisstjórnina og skýrði ráðherrum Alþýðubanda- lagsins aldrei frá þeim. Hlns vegar ræddi hann um þær við ráðherra Framsóknarfiokksins, varð niðurstaðan sú að þar sem samningar um slík atriði myndu varða tafarlausum stjómarslitum af hálfu Alþýðubandalagsins yrði enn að hafna þeim. Hins vegar tók Guðmundur 1. Guðmunds- son þá upp einkasamninga við Atlanzhafsbandalagið og þá voru lögð á ráðin um að ná markinu í áföngum. Þegar eftir að stjóm Alþýðu- flokksins hafði verið mynduð eft- ir fall vinstristjómarinnar 1958, var tekið til við að framkvæma hina nýju áætlun. I marz 1959 samdi ríkisstjómin um það að Atlanzhafsbandalagið fengi að koma upp lóranstöð I Snæfells- nesi og er nú verið að gera hana að einhverri stærstu stöð sinnar tegundar í heiminum. Lóranstöð þessi er viti sem kafbátar um allt norðanvert Atlanzhaf geta notað, og staðsetning stöðvarinn- ar er hugsuð út frá væntanlegri miðstöð í Hvalfirði. Næsti áfangi var það að ríkisstjómin samdi um það að mæla allan botn Faxaflóa fyrir Atlanzhafsbanda- Iagið. en þær mælingar höíðu þann einn tilgang að eftir þeim yrðu gerð fullkomin kort handa kafbátum, þannig að þeir gætu athafnað sig sem greiðast á leið inn á Hvalfjörð. Sérstakt hættu svæði Þessar framkvæmdir sýndu að ríkisstjómin hafði þegar skuld- bundið sig til þess að semja um Hvalfjörð. Sú staðreynd kom einnig í ljós af skýrslu þeirri sem Holtermann hershöfðingi gerði fyrir ríkisstjómina í sam- bandi við frunwarpið um al- Framhald á 2. síðu. feit og voru tekin sýnishom til rannsóknar til þess að vita hvort hún væri sötlunarhæf. Það er mjög óvenjulegt að svona mikil og góð síldveiði hafi fengizt á Seivogsbanka á þessum tima árs og verðurfylgzt vel með því hvort síld þessi reynist söltunarhæf og hvort á- framhald verður á veiðinni. Báturinn Ver fékk fyrir skömmu 200 tunnur síldar á þessum sömu slóðum er hann var á heianleið að norðan og í fyrrinótt voru nokkur skip þama á bankanum í leit síldar en ekki er blaðinu kunnugt um hvort fleiri hafa fengið einhverja síld en þessir tveir Akranesbátar. Þá mun einnig hafa orðið vart sQdar á innanverðu ísafjarðar- djúpi og er verið að leita þar frekari síldar. Atóm- sprenging / U5A WASHINGTON 15/8. I dag sprengdu Bandaríkja- menn kjamorkusprengju neðanjarðar í tilraunastöðv- um sínum í Nevada-auðn- inni. Þetta er í annað sinn sem Bandaríkjamenn gera kjarnorkutilraunir neðan- jarðar siðan Moskvu-samn- ingurinn um takmarkað til- raunabann var undirritað- ur. Bandaríska kjarnorku- málastjómin hcfur tilkynnt að Bandaríkjamenn hafi nú sprengt 70 kjarnorku- sprengjur frá því í septem- ber 1961. Lengi hefur venið kunnugt um fyrirætlanir Atlanzhafsbandaiags- ins í Hvalfirði, og ýmsir (hafa búið sig undir þær. Þannig hóf Olíu- félagið h.f. að endurnýja allan útbúnað sinn i Hvaifirði 1961 til þess að geta þjónað Atlanzhafsbandaiaginu sem bezt, og er myndin af mikilli nýrrí olíuleiðslu sem þá var iögð. Alþýðublaðið segir hins vegar i gær að fyrirhyggja Olíufélagsins muni koma fyrir lítið: hermangarar Framsóknarflokksins verðS ekki látnir komast að nýju herstöðvunum í Hvalfirðti. — Sjá grein Austra á 2. síðu. i r * Alþingi verði þegar kvatt saman til að fjalla um Hvalfjarðarsamnmgana Jarðskjálfti NEW YORK 15/8. — í kvöld bárust fréttir af því að mæl- ingastöðvar í Bandaríkjunum hefðu orðið varar við óvenju- Iega öflugan jarðskjálfta, Iík- Iega í Perú. Samkvæmt upplýsingum frá stöðvum þessum stóð jarðskjálft- inn í klukkustund og var álíka öflugur og jarðskjálfti sá sem lagði San Francisco í rústir árið 1906 og varð 450 mönnum að bana. í janúarmánuði 1960 varð síðasti meiriháttar jarð- skjálfti í Perú. Þá fórust 60 menn en 200 særðust. ! Ríkisstjórn íslands voru í gær send eftir- farandi mótmæli frá Sósíalistaflokknum vegna Hvalfjarðarsamninganna: „Reykjavík, 15. ágúst 1963. Ríkisstjórn fslands, Forsætisráðuneyti, Reykjavík. Sameiningarflokkur al- þýðu — Sósíalistaflokkur- inn vill bera fram við ríkisstjórn íslands harð- orð mótmæli gegn þeim ráðagerðum um stóraukn- ar hernaðarframkvæmdir í Hvalfirði, sem utanrík- isráðherra hefur skýrt fulltrúum stjórnarand- stöðuflokkanna frá. Sósiíalistaflokkurinn tel- ur, að upplýsingar utan- ríkisráðherra um væntan- legar framkvæmdir Atl- anzhafdbandalagsih^ í Hvalfirði sýni, svo ekki verði um villzt, að stefnt sé að því að koma hér upp meiriháttar varan- legu herskipalægi, sem m. a. mætti nota fyrir kjarn- orkukafbáta. 'Sósíalistaflokkurinn vek- ur athygli á þeirri stað- reynd, að fyrirhugað her- skipalægi og staðsetning mikilvægustu hemaðar- tækja nútímans í Hval- firði stóreykur enn á þá tortímingarhættu, sem ís- lenzku þjóðinni er búin af erlendri hersetu í land- inu. Sósíalistaflokkurinn mót- mælir harðlega þeirri ráðagerð íslenzku ríkis- stjórnarinnar að ljá máls á slíku, og það einmitt nú, er óvenju friðsamlega horfir í alþjóðamálum. Skal í því sambandi minnt á margendurtekn- ar fyrri yfirlýsingar ís- lenzkra forráðamanna um, að erlendum herstöðvum á íslandi skyldi aflétt með öllu, svo fljótt sem á- stand í alþjóðamálum kæmist í friðsamlegt horf. Það er sem ávallt fyrr eindregin krafa Sósíal- istaflokksins, að her- stöðvasamningnum frá 1951 við Bandaríki Norð- ur-Ameríku verði sagt upp nú þegar og eng- ar hernaðarframkvæmdir leyfðar á landi hér. Flokkurinn telur, að ríkisstjórnin hafi enga heimild til að semja um áðurnefndar framkvæmd- ir án samþykkis þings og þjóðar, og krefst þess, að Alþingi fslendinga verði kvatt saman til að ræða fyrirhugaða samninga ís- lenzku ríkisstjórnarinnar við Atlanzhafsbandalagið um Hvalfjörð. Miðst'jórn Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíal- istaflokksins“. !

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.