Þjóðviljinn - 16.08.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.08.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. áffúst 1963 SÍÐA 3 Kínverska stjómin birti í dag yfirlýsingu þar sem segir að Sovétríkin hafi rift samningi um að láta Kínverjum í té tvær kjarnorkusprengj- ur sem sýnishorn og tæknilegar upplýsingar sem að notum mættu koma við smíði kjamorkuvopna. í yfirlýsingunni segir að gengið hafi verið frá sanmingi þessum árið 1957 en Sovétríkin hefðu rift honum fyrirvaralaust tveim árum síðar. Á Krústjoff forsætisráðherra að hafa gengizt fyrir því um þær mundir er hann fór til Bandaríkj- anna til að ræða við Eisenhower forseta. I yflrlýsingunni segir aft Kín- verjar hafi um Iangt skeið bund- ift vonir sinar við að Sovétríkin hjálpuðu þeim til að koma sér upp kjamavopnum. Yfirlýsing þessi er svar við yfirlýsingu þeirri sem Sovétstjórnin birti fyrir 12 dögum þar sem deilt var harðlega á Kínverja vegna and- stöftu þeirra gegn Moskvu-samn- Álþjóðakaupstefnan í Frankfurt/Main hefst 25. ágúst. 2500 fyrirtæki frá ölluim hedmshlutum sýna geysifjöl- bréytt úrval af gjafa- og húsbúnaðarvörum: Fatnað; vefn- aðarvörur og skrautmuni úr málmi, postulini, keramik, tré og leðri; skartgripi og snyrtivörur; húsgögn; ritföing og pappírsvörur; málningarbunsta om.fl. Auk þess verður alþjóðleg leðurvörusýning á sama tíma í Offenbach, stein- snar frá Frankfurt. Allar nánari uppiýsingar um kaup- steínuna og ferðir veitir umboðshafi á Islandi FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS Lækjargötu 3, söni 11540 Undir stjórn Bandaríkjaleppanna magnast eymdin i Suður-Kóreu með hverjum deginiun sem líður. Tölur þær sem birtar eru f opin- berum skýrslum um fjölda þeirra sem lifa við sult gefa óhugnan- lega mynd af ástandinu. I Kangvon-héraði einu saman eru 35.000 menn eða 58% af íbúunum sem ekki eiga tmálungi matar eins og sákir standa. Myndin sýnir hungrað fólk í höfuðborgiinni Seoul sem bíða eftir því að fá afhentan smávægilegan matarskammt hjá góðgerðarstofnun einni. ingum um tilraunabann. Fregn- ir herma að kínverska yfirlýsing- in sé harðorðasta ádeila þeirra á Sovétríkin sem þeir hafa látið frá sér fara til þessa. Segja þcir meðal annars að kapitalistamir séu reiðubúnir til að semja við vissa kommúnista vegna þess að þeir hafi gefizt upp. Fregnir frá Austur-Evrópu herma að ýmsir ráðamenn þar líti svo á að hið ofsafengna orða- lag kínversku yfirlýsingarinnar bendi til þess að Kínverjar reyni nú vitandi vits að magna ágrein- inginn xnilli Kina og Sovétríkj- anna. Kínverska stjómin heldur því fram að Sovétríkin hafi gengið í bandalag með vesturveldunum og sé því bandalagi stefnt gegn Kínverjum. Segja þeir í yfirlýs- ingu sinni að Sovétríkin hafi gengið til samstarfs við Banda- rfkin þegar Krústjoff hafi með eigin hendi rifið samninginn um að hjálpa Kínverjum við smíði kjamavopna. — Þetta var gjöf til Eisenlhowers Bandaríkjaforseta er þeir ræddust við í Camp Davis, segir í yfirlýsingunni. Kínverjar segja að fráleitt sé að halda þvi fram að þeir séu valdir að ágreiningi þeim sem nú er uppi milli þeirra annars- vegar og Sovétríkjanna hinsveg- ar. — En Sovétleiðtogamir hafa svikið sig og sína, segir í lok yf- irlýsingarinnar. 1 dag fengu Kínverjar stuðn- ing frá því eina ríki í Evrópu sem með þeim stendur í deilun- um við Sovétríkin. Albanska stjómin sendi frá sér áskomn til allra sósialistískra ríkja I heim- inum um að gerast ekki aðilar að Moskvu-samningnum um tak- markað bann við tilraunum með kjamavopn. Nunna brenndi sig til bana SAIGON 15/8. 1 dag gerðist það í Khamh Hoa-héraði í Suður- Víetnam að búddatrúar-nunna framdi sjálfsmorð með því að brenna sig til bana. Áður hafa þrír munkar framið samskonar sjálfsmorð til þess að vekja at- hygli á kröfum búddatrúarmanna í landinu, en eins og kunnugt er beitir Diem einræðisherra þá hinu mesta ofríki. Sjálfur er Diem rómversk-kaþólskrar trúar en búddatrúarmenn eru í mikl- um meirihluta í Suður-Víetnam. Hiinir hvítu valdhafar í Suður-Ródesíu, sem eru perluvinir Verwoerds í Suður-Afríku, berja sífellt niður með harftri hendi kröfur negranna um jafnrétti og frelsi og eru þeir þó mikill mcirihluti íbúanna í Iandinu. Nýlega var handtekinn einn af ieiðtogum negranna, séra Sithole, og þegar fólkið efndi til mótmælagöngu af þessum sökum sigaði iögreglan á • það hundum. Herinn hef ur tekið við völd- um í Kongólýðveldinu BRAZZAVILLE 15/8 — Fulbert Youlou, forseti í Kongó- lýðveldinu, sem áður var undir franskri st'jórn, neyddist í dag til að segja af sér og hefur herinn tekið .völdin í sínax hendur og mun mynda nýja ríkisstjórn. Mikill mannfjöldi hafði safnazt saman umhverfis bústað for- setans1 og'” fagnaði fólkið ákaft er tilkynnt var að Youlou hefði sagt af sér. Forsetabústaðarins hefur að (þykkt hefur mælzt mjög illa fyy- undanfömu verið stranglega gætt 'ir. 1 ræðunni kvaðst Youlou ekld af frönsku og kongósku heriiði geta sagt af sér þar sem þá væri Youlou reyndi í dag að ná sam- voðinn vís fyrir landið. komulagi við andstæðinga sma Eftir að í ljós kom að viðræð- og átti viðræður við ýmsa menn ur forsetans við verkalýðsleiö- í bústaðnum, en allt kom fyrir toga landsins voru árangurslaus- ekki. Á þriðjudaginn var tók al- ar lýstu tveir höfuðsmenn þvi varlega að hitna í kolunum í yfir að herinn myndi taka völdin Kongólýðveldinu og létu þá tveir í -sínar heindur. Báðu þéií1 síðan menn lífið og tíu særðust í óeirð- um í BrazzaviUe. Réttum sólarhring áður en Youlou sagði af sér hélt hann útvarpsræðu og sagði að hann ætlaði að mynda nýja stjóm og setja úr embætti marga af óvin- sælustu ráðherrum sínum. Enn- fremur kvaðst hann ætla að ó- gilda ákvörðun þingsins um að banna alia flokka í landinu nema flokk forsetans', en sú sam- Herforingjar í USA um tilraunabann Styðja sáttmálann með fyrirvara þó forsetann að dyeljast áfram í bú- stað sínum undir vernd'hersins. Jafnframt því sem Kongó-út- varpið skýrði frá þvi að YouJdu hefði sagt af sér var gkorað á alla verkamenn landsins að hefja aftur störf sín. Verkalýðssarn- bandið gekkst fyrir verkfalli fyrr í vikunni og varð það ásamt öðru tii' þess að Youlou hrökklaðist frá völdum. Youlou er 46 ára að aldri, Hann er fyrrverandi ábóti og hægri sinni í skoðunum. Hann varð forseti árið 1959. >>ó i>Í iíX •> j t.'„ Ölgan í Kongólýðveldinu hófst er verkamenn gerðu kröfur um bætt kjör og stjómarhætti, auk þess sem þeiy fóru fram á að skipt yrði um menn í ríkisstjóm- inni. Fyrr í vikunni brauzt mannfjöldi inn í fangelsið i Brazzaville og leysti fangana úr haldi. Óeirðir áttu sér enn stað í höfuðborginni í gærkvöld. Út- göngubann hefur verið í gildi í borginni að undanfömu en tíl- kynnt hefur verið að það verði brátt afnumið. WASHINGTON 15/8. Herfor- ingjaráðið bandariska itrekaði í dag stuðning sinn við Moskvu- samningdnn um takmarkað bann við kjarnorkutilraunum. Yfir- maður ráðsins, Maxwell Taylor hershöfðingi, lýsti þessu yfir í öldungadcildinni jafnframt því sem hann greindi frá skilyrðum þeim sem herforingjaráðið setur fyrir stuðningi sínum. Taylor hershöfðingi sagði í ut- anríkismálanefnd öldungadeiid- arinnar að herforingjaráðið ætl- aði ekki að beita sér gegn því að samningurinxi yrði staðfestur enda þótt haxin og starfsbræður hann teldu að slíkt hefði ekki för með sér neinn hernaðarleg an ávinning fyrir Bandaríkin Sagði hershöfðinginn að herfor- imgjaráðið myndi fallast á saxnn- inginn ef eftirfarandi skilyrðum yrði fullnægt: 1. Bandarikjamenn haldi áfram kjamorkutilraunum sínum neð- anjarðar. 2. Bandaríkjamenn haldi áfram vfsindalegum rannsóknum varð- andi kjamavópn. 3. Bandaríkjamenn kæmu sér upp bættum eftirlitstækjum til þess að fylgjast með þvf að samningurinn yrði haldinn. 4. Bandaríska leyniþjónustan haldi áfram að afla sér upp- lýsinga um framfarir Sovétríkj- anna í kjamorkuvígbúnaði. Eisenhower, fyrirrennari Kenn- “dys í forsetaemhættinu, lýsti bví yfir i dag að hann myndi riyðia Moskvusamninginn nema bví aðeins að í ljós kæmi að hann hefði í för með sér hættur fyrir Bahdaríkin. A'ð kröfu gjaldlieimtustjórans f.h. Gjaldheimt- unnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 16. þ. m. verða lögtök látin fara fram fymir vangreiddum opinberum gjöldum, skv. gjaldheimtuseðli 1963, ákveðnum og álögð- um í júnímánuði s.l. Gjöldin féllu í eindaga þ. 15. þ.m. og eru þessi: Tekjuskattur, eignaskattur, námsbókagjald, kirkjuigjald. kirkjugarðsgjald, slysa- og lífeyris- tryggingargjald atvinnurekenda, skv. 43. og 29. grein alm.tryggingalaga, sjúkrasamlagsgjald, atvinnuleysistryggingagjald, alm.tryggingasjóðs- gjald, þm.t. endurkræf tryggingagjöld, sem borg- arsjóður hefur greitt fyrir einstaka gjaldendur skv. 2. mgr. 76. gr. 1. nr. 24/1956 sbr. 23. gr. 1. nr. 13/1960, tekjuútsvar, eignaútsvar, aðstöðu- gjald og iðnlánasjóðsgjald. Lögtökin fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum Hðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættiðn í Reykjavík 16. ágúst 1963 Fengu ekki kjarnorkusprengjur Kínverjar brigzla Sovét- ríkjunum um samningsrof

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.