Þjóðviljinn - 16.08.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.08.1963, Blaðsíða 4
4 StÐA ------------MÓÐVILJINN Eftirköst málaferlanng Föstudagur 16. ágúst 1963 Útgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn — Ritstjórar: tvar H Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.). Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr 65 á mánuði. „Mikill og auð- fenginn gróði" JJvað kemur til að ríkisstjórnin ætlar að semja um stórauknar og mjög alvarlegar hernáms- framkvæmdir á íslandi á sama tíma og samskipti kjarnorkuveldanna eru friðsamlegri en þau hafa nokkru sinni verið síðan kalda stríðið hófst og talið er að þau leiti í alvöru að leiðum til að draga úr vígbúnaðarkapphlaupinu ? Þannig spyr fólk að vonum eftir að ljóst er orðið að ríkisstjórn íslands ætlar einmitt nú að semja við Atlanzhafs- bandalagið um nýja og stórfellda olíubirgðastöð í Hvalfirði, hafnarmannvirki og aðstöðu til þess að herskip, þar á meðal kjarnorkukafbátar, geti haft lægi þar. Þessar spurningar eru eðlileg af- leiðing af því að fólk hefur tekið trúanlegar fyrri yfirlýsingar stjórnmálamanna um að hernáminu væri ætlað að „vernda“ íslendinga, að það væri „ill nauðsyn“ sem aflétt skyldi þegar er friðsam- legar horfði í heiminum. jgn hafi hernámsmenn nokkru sinni trúað þess- um málflutningi sínum er sú trú 'fyrir loingu kulnuð. Þegar þeir taka ákvarðanir sínar um hernám landsins eru þeir ekki að hugsa um á- sfandið í alþjóðamálum, hættur á styrjöld eða frið- arhorfur, ekki um örlög hernuminnar þjóðar sinn- ar umhverfis augljós skotmörk; hvatir þeirra eru miklu nærtækari og áþreifanlegri: hemámið er gróðalind. Hermangarar þriggja flokka hafa í meira en áratug hirt tugi og hundruð milljóna í arð af hernámsstefnunni, og þær tekjur eru fljót- teknari og öruggari en nokkrar aðrar á íslandi. Það er engin tilviljun að Alþýðublaðið, málgagn utanríkisráðherra, segir í frásögn sinni um Hval- fjarðarsamningana í gær: „Framkvæmdir þessar verða gerðar fyrir fé frá Atlanzhafsbandalaginu, með sama hætti og framkvæmdir varnarliðsins á íslandi, það er að segja að íslenzkir verktakar annast verkið. Ekki er búið að semja um verk þetta eða ákveða nánar atriði varðandi það. Má þó telja víst, að íslenzkir aðilar muni stjórna stöðinni, en óráðið er hverjir það kunna að verða“. Og í framhaldi af þessu hlakkar í Alþýðublaðinu yfir því að með framkvæmdunum í Hvalfirði kunni hermangarar stjórnarflokkanna að taka spón úr aski kollega sinna í Framsóknrflokknum, enda óttist þeir síðarnefndu „að þeir kunni að missa .... leiguviðskipti við Ameríkumenn og þar með hinn mikla og auðfengna gróða“. „jyjikill og auðfenginn gróði“ er lykillinn að her- námsstefnunni. Hvað stoðar að tala um sæmd og örlög íslenzku þjóðarinnar við menn sem hafa dollara í sjáöldrunum eða benda þeim á augljós- ar staðreyndir um alþjóðamál? Hernámið mun halda áfram að magnast meðan hægt er að græða á því, og meðan þjóðin lætur gróðamönnunum haldast uppi skækju. — m. að leigja út ættjörðina eins og Þungar ásakanir á hendur réttvísinni í Bretlandi En það féll ekki f hlut brezkrar réttvísi að dæma Ward og refsa honum. Hann tók inn mikið magn svefn- lyfja og lézt skömmu síðar á sjúkrahúsi Síðastliðinn föstu- dag var hann jarðsettur. Út- fararstofnuninni sem sá um jarðarförina barst mikill blómakrans til minningar um hinn látna og var á hann letr- ( að: „Til Wards — fórnarlambs | brezkrar hræsni“. í kransinum j Atök milli bænda og lögreglumanna MONS 30/7. 1 gærkveldi kom til átaka milli lögreglu og um það bil 5000 bænda í Mons í suð- urhluta Belgíu eftír að bænd- umir höfðu mölvað allar rúður í byggingu héraðsstjórnarinnar. Bændurnir gerðu þetta til að ! mótmæla hækkun á eignaskatti. Lögreglan beitti táragasi og slökkvidælum gegn bændum og munu nokkrir þeirra hafa hlot- ið áverka. Málaíerli þau sem að undanförnu hafa verið á döfinni í Bretlandi hafa orðið til þess að brezk réttvísi hefur sætt harðri gagnrýni bæði heima fyrir og erlendis. Munu brezkir ráðamenn vera all-áhyggjufullir af þessum sökum og herma fregnir að Macmillan ætli sér að leggja fram til- lögur til úrbóta þegar skýrslan um Profumo-málið hefur verið birt — ef hún verður birt Spunakonan Tersjkova, sem varð fyrst kvenna til að fcirðast út í geiminn, er tíður gestur í spuna- verksmiðjunni Jarosiavl þar sem hún vann áður en hún gerðist goimfari. Hér getur að Iíta hana við vélina sem hún vann við og lítur ekki út fyrir annað en hún gæti hennar með sömu kostgæfni •**n fyrr. Þessi mynd var tekin íyrii sKominu al dr. Stephen Waru sem staddur var á brezkum búgarði ásamt vinkonu sánni Julie Culliver, sem er 28 ára að aldri. Hún hefur sagt að þeir séu margir sem vilja forðast að nöfn þeirra verði dregin fram í dagsljósið eftir dauða Wards en hún muni sjá til þess að þeir menn verði dæmdir. Blómakrans frá listamönnum: Ward—fórnardýr brezkrar hræsni Eins og kunnugt er framdi brezki tízkulæknirinn Step- hen Ward sjálfsmorð eftir að kviðdómur hafði úrskurðað hann sekan í máli sem höfð- að var gegn honum eftir að uppvíst varð að ýmsir heldri menn í Bretlandi — ráðherrar og lávarðar — hörðu átt sam- neyti við léttúðardrósir. For- seti réttarins gat þó ekki orða bundizt og bað kviðdómendur að taka ekki of mikið mark á framburði vitnanna þar sem <s> augljóst væri að hann væri ekki fyllilega sannleikanum samkvæmur. Lét hann liggja að þvi að sumum stúlknanna hefði verið mútað. Sjálfur fullyrti Ward að mörg vitn- anna Iygju voru 600 hvítar rósir og sendendur voru ýmsir þekktir rithöfundar og listamenn í Bretlandi, 21 að tölu. Meðal þeirra sem þannig létu i ijós skoðun sína gagnvart málatil- búnaðinum á hendur Ward lækni eru Doris Lesing, Joan Littlewood, John Osborne, Allan Sillitoe, Arnold Wesker og Angus Wilson. Útfarar- stofnunin neitaði að taka við kransinum. Macmillan hefur ákveðið að ræða málið við leiðtoga stjónnarandstöðunnar, Harold Wilson, þegar skýrslan liggur Fyrir og óttast margir að þeir Iveir muni semja um að birta aðeins glefsur úr skýrslunni ->g rökstyðja þá málsmeðferð neð því að slíkt sé nauðsyn- >gt vegna öryggis ríkisins. Ásakanirnar á hendur irezkri réttvísi beinast eink- im að starfsaðferðum lögregl- ínnar, framkvæmd dómsmála og embættum rikissaksóknar- ans og yfirmanns ákæruvalds- ins. Sú skoðun mun verti ríkj- andi í Bretlandi að embætti ríkissaksóknarans sé í hæsta máta ábótavant eins og nú standa sakir Er Vassal-málið var á döfinni kom greinilega í Ijós að þar stönguðust á skyldur hans sem lögmanns og meðlims í ríkisstjórninni. Enginn dómsmála- ráðherra Maemillan-stjórnin mun vera lítt hrifin af þeirri hugmynd að stofnsetja embætti dóms- málaráðherra eins og gert hef- ur verið í flestum ríkjum Evr- ópu — ráðherra sem væri á- byrgur fyrir allt réttarkerfið og yrði að svara fyrirspurn- um í þinginu. Harold Wilson, foringi Verka- mannaflokksins, mun hinsveg- ar vera fylgjandi slíkri breyt- ingu og er búizt við þvi að hann muni ráðast harkalega gegn stjóminni, vegna fram- kvæmdar dómsmála. er bing kemur saman í haust. Tiæmdur — sýknaður /Foringi frjálslyndra, Joe Grimond, hefur látið í Ijós þá skoðun sína að full ástæða sé til þess að taka fyrir að nýju mál iLucky Gordons — manns- ins sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir að ráðast á Christine Keeler en sýknað- ur skömmu síðar. Blaðið Sunday Mirror, sem gefið er út í sex milljóna ein- taka upplagi, birti fyrir skömrnu grein um ásakanir þær sem bornar hafa verið á brezka réttvísi vegna Gordon- málsins og Spánarferðar Christine Keelers er hún átti að vitna gegn John Edgecomb. en hann hafði ógnað henni með skammbyssu sem hann fullyrti að hann hefði fengið hjá henni. Edgecomb var dæmdur í sjö ára fangelsi en Christine gert að greiða 40 punda sekt fyrir að hafa svikizt um að mæta fyrir rétt- inum. Ástæðulaus handtaka Þar að auki var hin kunna Msndy Rice-Davies handtek- in á flugvellinum án þess að vera grunuð um nokkurt af- brot. Átti hún að bera vitni í málinu gegn Stephen Ward sem þá hafði ekki verið hand- tekin. Lögreglan kvaðst hand- taka Mandy vegna þess að hún hefði ekki greitt sjón- varpstæki, sem kostaði 30 pund. Hún var siðar leyst úr haldi gegn 1000 punda trygg- ingu. Henry Brook innanríkisráð- herra varð að viðurkenna að ekki hefðu legið fyrir nokkr- ar ákærur á hendur henni og að bún hefði ekki verið mikilvægt vitni gegn Ward. Þröngwað til að Ijúga Ein þeirra stúlkna, sem vitni báru í málaferlunum gegn Ward lækni, Ronna Ricardo, Framhald á 8. síðu. Ceimfarínn við vinrn ma

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.