Þjóðviljinn - 16.08.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.08.1963, Blaðsíða 5
ÞIÓÐVILIINN SÍÐA 5 Föstudagur 16. ágúst 1963 Það tók 9 ár að leggja veginn milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur, sem þá nefndist Keflavíkurvegur eða Suðurnesjavegur, en nú oftast Reykjanes- braut. Gísli Sigurgeirsson verkstjóri, sem vann í veginum öll þessi 9 ár, byrjaði í síðasta þætti að segja okkur frá vegum í Hafnarfirði fyrir alda- mót, en síðan skruppum við norður á Laxárdalsheiði. Nú hverfum við aftur til Hafnarfjarðar og Suðurnesja. IUABREKKA KAPELLUHRAUN STRANDARHEIÐI GlSLI SIGURGEIRSSON SEGIRFRÁ — Þú spyrð hvar byrjað hafi verið á veginum til Keflavíkur, svarar Gísli. Sumarið 1903 var brúin yfir Lækinn í Hafnarfirði hjá Apótekinu og lá aðalvegur- inn suður sjávarmölina, sem var erfiður og þungfær vegur fyrir hesta með vagna. Sumarið 1903 var vegurinn lagður upp með læknum að norðanverðu og lagður vegur meðfram „sýslumannstúninu", hann var þá 1 m á hæð og nokkuð suð- ur fyrir túnið. Um haustið var byggð ný brú og var Jón Ein- arsson, sá er ég gat um síðast, við að hlaða brúarstöplana, en hann hafði verið á skútu um sumarið. Brú þessi stóð svo þangað til gatan var steypt 1943 og lækurinn fluttur, þann- ig að nú rennur hann beint í sjó fram gegnum mölina. Þá var ekkert hús á „moldarflöt- inni“ sem svo var nefnd og kom ekki fyrr en Einar Þor- gilsson byggði þar verzlunarnús sín 1907. Faðir minn, Sigurgeir Gíslason. sá að nokkru um veg þenna, en Kristján Auðunsson stjórnaði verkinu. — Nú sést þessi vegagerð ekki lengur. Allt er horfið og breytt aðeins minningin lifir hjá mér, s-em var við að byggja þenna spotta. og svÞ hjá öllum þeim fjólda sem fór þenna veg í nær hálfa öld; og svo hverxur það eins og svo margt annað í glevmskunn- ar haf, og finnst ekki framar. Faðir minn, sem árið 1903 var verkstjóri hjá P. J. Thor- steinsson í Hafnarfirði, sagði starfi sínu lausu og tók að sér stjórn á byggingu Keflavíkur- vegarins og hófst vinna við hann á þriðja í hvítasunnu 1904. Byrjað var við enda Bröttugötu og vegurinn lagður beint upp á hamarinn við Jiús Gísla Bjarnasonar. sem nú er Suðurgata 33. þvert yfir girð- ingar og kálgarða. Þeir Andrés Guðmundsson, faðir Jóns og Gríms Andréssona og Eyjólf- ur Kristjánsson frá Brúsastöð- um Voru flokksstjórar. Ékki var'legið við. en tiöld höfð fyrir verkamenn til að borða í, því langt þótti fyrir þá sem heima áttu vestarlega í firðinum að fara heim til mál- tíða. En nú var oft heitur mat- ur, okkur var færður fiskur eða súpur. og þótti þetta nú heldur fríðindi frá því begar legið var frá. Um sumarið var lagður vegur suður fyrir Hvaleyrarholtið. suður að Hellnahrauni og rudd- ur slóði niður á gamla veginn við sjólnn. — Þetta er okki langur kafli, en víða var þó erfitt: tvær brýr. önnur í Il!u- brekku, fyrir framan hús Júlí- usar Nýborg. en þar var fúl vatnsrás og allill yfirferðar og svo önnur vFir Ásbúðarlækinn. Mýrarfen var farið yfir fyrir sunnan Kaldárverksmiðjuna (þar var fyrsta gosdrykkjaverk- smiðja landsins) eða nánar til- tekið fyrir framan húsin 67 og 69 við Suðurgötu og man ég að þegar beljurnar voru að svamla þar lágu þær alveg á kviðnum. Rétt fyrir ofan Kaldá (þar sem nú er Suðurgata 51, hús Eiríks Pálssonar fyrrv. bæjarstjóra) var grafinn brunnur og þaðan var fyrsta vatnsveita bæjarins. Það var stofnað hlutafélag <em stóð að vatnsveitunni. Bænnn keypti hana síðar. Vatnið var leitt í pósta um bæinn á nokkr- um stöðum og lengst vestur í Akurgerðj, þriggja tommu æð. Þegar við steyptum Strandgöt- una 1941 rákumst við á þessi gömlu irör, sero enn voru tsins og ný. Handafli okkar reyndist margt erfitt sem nú þætti ekki umtalsvert. Eins manns minn- ist ég sérstaklega þetta sum- ar. Ölafs Sigvaldasonar frá Litlabæ. Hann var kátur karl en heilsulítill og ósköp veikiu- legur. Hann þyrsti óskaplega við vinnuna og hafði ævinlega með sér úti í vegi 3ja—4ra lítra brúsa með vatni — og hafði ævinlega tæmt hann að kvöldi. Man ég að karlamir undruðust hvar öll þessi ósköp af vatni kæmust fyrir í bess- um litla búki! Einu sinni var það seinni hluta sumarsins, að við Ölafur þessi vorum að ryðja grjóti úr vegarstæðinu. Kom- um við að afarstórum steini og leizt ekki á blikuna. Ölafur var kraftalítill og veiklaður, en ég 11 ára strákur. En Ólafur var ekki fyrir að gefast upp og sagði að „út skyldi skrattinn“ Náðum við nú í 2 lyftitré, sem svo voru nefnd og hafa verið um 4 álnir á lengd með járn- brydduðum fleygmynduðum enda. Fórum við svo að vega klettinn upp og erum að þang- að til að kletturinn er kominn út fyrir veglínu — og þar er hann ennþá við gamla aflagða vegarspottann á brúninni þar sem farið er niður af Hvaleyr- arholtinu sunnanverðu. Oft minntumst við Ölafur síðar á þetta bis og brostum að. — Nú bíður steinninn þess, að hann verði tekinn í hafnargarð eða flaggstangarundirstöðu í ein- hverjum blómsturgarði brodd- borgara Hafnarfjarðar, svo eitt- hvað sé nefnt; enginn veit um slíikt. Þetta sumar var unnið fyrir um 5000.80 krónur. Sumarið 1905 hófst vinnan við hin illræmdu Reykjanes- hraun, sunnan Hvaleyrarholts, sem í aldaraðir höfðu verið örðug yfirferðar mönnum og skepnum, — en nú átti að bæta úr þvi, og var gjört. Nú voru tjöld reist við hói sem nefndur var Raudhóll, og var talsvert myndarlegur áður en mannshöndin byrjaði að herja á hann. Nú er hann eng- inn til — ekki hóll. heldur gryfja djúp og heldur óhugn- anleg á köflurn. Við þenna eld- gígshól var tjaldað. CTr Rauð- hól var tekinn ofaníburður í allan veginn suður að Kapell- unni. Nú var legið við og bótti ekki tiltækilegt að fara heim á kvöldin. (Syðstu húsin í Hafnarfirði standa nú uppi á holtinu sem tjaldað var undir). Ég fór aldrei heim nema á laugardögum. en þeir fullorðnu skruppu heim einu sinni í viku. Hræddur er ég um að onga kynslóðin nú kynni því illa að liggja við hjá Rauðhól, enda enj aðrir tímar nú og annar farkostur. Sæmilega gekk að leggja, en 'erfitt var um efni í veginn, sléttar og heilar klappir, en ekkert sprengiefni til að auð- velda efnisöflun. En allt fór þetta einlhvernveginn, og vegur- inn teygðist áfram. Þetta sumar var bændafund- urinn haldinn í Reykjavík út af símamálinu þá var gefið frí í veginum og fóru allir til Reykjavíkur — nema „kúsk- arnir“. Um kvöldið voru sumir karíarnir harla æstir þegar þeir komu og sögðu sumir að verst hefði verið að fá ekki að sjá blóðið úr körlunum. Svo féll þetta allt í sömu skorður, allir fóru út í veg — að hlaða, rífa eða bera grjót, alltaf betta sama, og svo var hlegið og spaugað — og enginn minntist framar á blóð. Margra ágætra manna minn- ist ég frá þessu sumri, og yrði oflangt að telja þá. Jón Jónas- son skólastjóri barnaskólans var lítinn tíma í veginum betta sumar. Hann er einn beirra manna sem mér hefur bótt vænst um af vandalausum mönnum, fyrir hans framúr- skarandi kennslu. en ég naut þess alla mína skólatíð að hafa hann fyrir kennara. Og þegar ég hugsa um hvemig hinn bezti kennari og fræðari eigi að vera þá kemur mér ævinlega þessi maður í hug. Einn var sá staður á þessari leið sem oft hefur verið nefnd- ur „Gíslaskarð". Hafa sumir haldið að skarðið sé kennt við mig, en það er nú eittlhvað annað! Gísli bakari (Gíslason) var þá í broddi lífsins og hann ásamt Þorsteini föður Víelsar í Kletti vann mest og bezt að því að brjóta úr þessu skarði, unz Jón Einansson kom með bor- vélar og klöppin stóðst ekki snúning, þótt hún hefði komið Gísla úr nærri hverri spjör daglega og pískað út úr honum Hér stendur Gísli Sigurgeirsson sjötugur við steininn sem hann — þá 11 ára drengur — og Ólafur í Litlabæ, þreklaus heilsuleysingi, hjálpuðust að við að velta út úr vegarstæðinu á Hvalcyrarholti fyrir 59 árum, — í þann tíð var ekki um annað að ræða en taka til höndunum ef lagfæra átti vegarspotta. og Steina gamla mörg heilan- ker af svita sumarið 1905j» Þetta sumar var svo veginum komið suður í Kapelluhraunið. en Kapéllan er mjög gamalt mannvirki við gamla vegarslóð- ann. Það gekk vel að brjóta niður „Brunann", þótt ýmsir hefðu næstum álitið ógeming að leggja þar veg var þá þar eitt allra bezta og fljótunnasta vegarstæðið. En í dag væri 20 tonna jarðýta svosem eina til tvær dagstundir að bygsya veginn yfir Brunann, sem þá tók marga menn í margar vik- ur að gera. — Og gaman het’ði verið að hafa slíka ýtu i stað- inn fyrir handbörurnar sem við vorum að kjótla grjótinu á í hina 4ra mannhæða háu upp- fyllingu úr Brunanum niður á hraunin. — En fyllingin var samt gerð, vegurinn kom, og vagnar brunuðu þar upp og niður. Um haustið var kominn ak- fær vegur 5 km á lengd, 3,5 m breiður og vegarsamband við „Ilraunin". Hraunin höfðu ver- ið afskekkt sveit, þ.e. engin samgöngutæki önnur en hest- urinn og bakið á körlunum. og það var vist mest notað til flutnings í Hraunin. Þá voru í Hraununum 12 býli í ábúð, og var mér sagt að þeir hafi lif- að þar ágætu lífi. Og haft var eftir góðum heimildum að þar hafi allir dáið úr elli! Það var lifað þar reglusömu lífi, farið snemma á fætur. og sennilega snemma í rúmið. En nú var þessi litla byggð að komasl í nánari tengsl við umheiminn — og þá skeður þaö að byggð- in eyðist og nú eru þar aðeins 2 býli í byggð. Kostnaður þetta sumar var einnig um 5000.00 kr Sumarið 1906 þokaðist vegur- inn suður Hraunin. Núorðið tók um við ofaníburðinn í Rauða- mcl og um haustið stóðu tjöld- in okkar við melinn. Haustnótt eina gerði slíkt aftakaveður ->f suðaustri að tjöldin fuku ofan ■af okkur. Var. ekki annað að gera en fella þau yfir dótið og leita byggða. Paufuðumst við í myrkrinu niður að Óttarsstöð- um. Þetta sumar var lokið við að gera veginn suður fyrir Smala- skála, hæð sunnan við Rauða- mel. Ofan við Rauðamel, við gamla veginn, er einn af brunn- um þeim sem kenndir eru við Guðmund biskup góða og nefndur er Gvendarbrunnur. Það er hola niður í slétta klöpp. og það sem merkilegt er: þar er oftast vatn o^hefur margur maður þyrstur svalað þar þorsta sínum, þótt ekki hafi vatnið ævinlega verið sem álitlegast til drykkjar. Það var betra vatn í tfBrnunum við Hraunbæina. en þangað leiðbeindum við mörgum ferðamanninum sem ætlaði að fara þar framhjá, dauðþyrstur sjálfur með dauð- þyrsta hesta. Margir héldu að við kúskamir værum að gera gys að sér að benda þeim á að drekka úr tjömum sem eru á- fastar við sjóinn. En í þessum tjömum er afbragðsgott vatn, og mín reynsla er sú að óhætt er. og stundum gott, að drekka í Straumsvík. Nú erum við að komast suð- ur í Almenning. Nú fer hraun- ið að verða grösugra og smá- skógarhríslur að sjást á víð og dreif. Meira eftir því sem fjar- lægist byggðina. Það er ævin- lega svo og sýnir að manns- höndin hefur átt sinn þátt í að eyða skóginum, því skógur og hrís hefur verið eldsneyti íbú- anna þarna árhundruðum sam- an. Nú er rafmagnið komið og bráðum kemur hitagjafi frá Krýsuvík — ef annar hitagjafi verður ekki á undan: orka trá sólunni. Næst komum við í hinn iil- ræmda Almenning — þar sem huldufólk, draugar og svipir gengu ljósum logum bæði næt- ur og daga. Almenningurinn var illræmdur fyrir hve eér-* staklega ógreiðfær hann var og illur yfirferðar, einkum að vetrarlagi, og svo hefur Hall- grími Péturssyní fundizt þegar hann kom í Hraunin,- sennilega á leið til Reykjavíkur — og höfð er eftir honum vísan al- kunna: Úti stend ég, ekki glaður, illa hlaðinn kaununum. Þraut er að vera þurfamaður þrælanna í Hraununum. Við frásögn Gísla af vega- gerðinni kemur við sögu mikill fjöldi manna er of langt yxði upp að telja, en marga þeirra myndu gamlir Hafnfirðingar þekkja. Og Gísli ber þeim öll- um vel söguna. Það mætti ætla af frásögn Gísla að þeir hafi allir verið öðlingar, en em- staka nokkuð einkennilegur. Ýmislegt smáskemmtilegt hefur gerzt þessi sumur, en víst má satt kyrrt liggja. Einn karl var þar af Álfta- nesi og var margt skrítið eftir honum haft. Einu sinni hafði hann komið heim í kot sitt með siginn rauðmaga. vildi láta kerlu sína sjóða strax og segir: „Slettu þama rauðmagahelm- ingnum (en í því hnerrar kon- an) guð blessi þig ofan í pott- inn Gróa“. Sá hinn sami sagði eitt sinn við samverkamann sinn, er mun hafa strítt karli: „Þó Marteinn sé bölvaður og sterkastur þá er hann ekki verri en þú, skítseyðis-lyga- svíns-eitursílis-naglakjafturinn þinn!“ Eina helgi skrapp kari til Reykjavíkur. Ferðasagan var á þessa leið: „Fór í kirkju fátt fólk hjá Jóhanni karlinum í dag, Teitur gamli í Háteigi, Siggi gamli bóki og ég og fá- einir hrosshausar h'kir honum. Það var arð spássera úti. íom ekki inn. Magnús Blöndal og Framhald á 7. síðu. ILLRÆMDASTI VEGARKAFLILANDSINS SKRADUR i t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.