Þjóðviljinn - 16.08.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.08.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA datt í hug. — Það hlýtur að yerða spennandi. Jói sagði: — Öjá. Albert leit fyrst á móður sína, sfðan á eldri bróður sinn og gekk í áttina að eldhúsinu. — Haldið þið að 'pað verði ein- hver slagsmál? — Nei, sagði Karlotta. — Það verða engin slagsmál, Albert Farðu í náttfötin. Það er hátta- timi. — Klukkan hálfniu? — Farðu í náttfötin! — Mig langar fyrst í brauð. — Nú. jæja, jæja. heyrði Jói sjálfan sig æpa. — Fáðu þér þetta fjandans brauð og þegiðu svo. Hann fann blóðið streyma til höfuðsins. — Tja, sagði Albert. — Það verða víst slagsmál. Síðan hvarf hann fram í eldhúsið. Rowan frændi hnykJaði brýnn- ar. Það var þögn. Karlotta sagði með hægð: — Jói, ég held við ættum að tala dálítið saman. Viltu það ekki? Jói kærði sig ekki um að tala, hann var hræddur .um að hann myndi segja of mikið. En hann kinkaði kolli. — Allt i lagi, mamma. — Við höfum talað um þetta áður, en þú hefur áhyggjur, það sé ég, og það spillir ekki að næða málið Hún þagnaði og leit- aði að orðum. Hún var grann- vaxin, unglegri að sjá en fjöru- tíu og níu ára, en hún hafði hægar hreyfingar og talaði hægt. — Pabbi þinn ætti að vera við- staddur, en hann kemur ekki heim fyrr en klukkan ellefu, og ég býsf Varia við, að þú getit’ haldið þér uppi þangað til, sagði hún. 1 — Það er allt í lagi með mig, ég var búinn að segja þér það, sagði Jói. — Nei, sagði móðir hans. — Það er nú það sem er. Þú ert kvfðinn. — Kvfðinn? Jói reyndi eftir mætti að halda stillingu sinni, en herbergið var orðið loftlaust, og bitinn var að kæfa hann. Hann hafði reynt með öllu móti að láta foreldra sína ekki vita um Hárereiðslu og snyrtistofa STFTNC og DÓDO Laugaveen 18 ITI h (lyfta) Sími 24616 P E R M A Garðsenda 21. símj 33968 Hárgreiðslu os snyrtistofa Dómur nárgreiðsla við a.Pra hæfi TTARNARSTOFAN Tiarnargötn 10 Vonarstrætis megin — Sími 14662 HARGREIÐSl.lJSTOFA ADSTCRBÆ3AR (Maria Guðmundsdóttir) Langavegj 13 - simi 146S6 — Nuddstofa á sama stað - skoðanir sínar, svo að þeir héldu að hann hugsaði eins og þau, en nú, í kvöld, var honum það um megn. — Kvíðinn? í guðs bænum — Orðin komu upp i hálsinn á honum; hann fann þau koma bitur og illyrmisleg; hann barð- ist gegn beim. En hvers vegna? Hún yrði fyrir vonbrigðum hvort sem var. Hví ekki að byrja núna? — Mamma — Það var barið að dyrum, snöggt og valdsmannslega. Hann andaði frá sér, sneri sér við, fór til dyra. Hávaxinn sterklegur maður i svörtum fötum stóð í dyrunum. Hann minnti dálítið á myndir af hinum þekkta boxara Jack Johnson; en svipur hans var þó ekkert úfinn. — Sæll, faðir. Jói steig til baka og benti manninum að koma innfyrir. — Nei, sagði maðurinn. Hann bandaði með hattinum f áttina til Karlottu Green. — Karlotta, hefurðu nokkuð á móti því að við Jói göngum dálítið út. — Þú ert velkominn hingað inn. — Ég veit það. En kvöldið er svo heitt og .mig langar til að ræða eins konar. einkamál. Hef- ur þú nokkuð á móti því Jói? Jói hristi höfuðið. — Komdu samt tímanlega, svo að þá fáir einhvem svefn, sagði móðir hans. Hann gekk niður tröppumar með svartklædda manninum, út á rykuga götuna. Það var næst- •um aldimmt; kráin var búin að 'TðKar'- tjo f Þeir gengu í nokkrar mínútur, síðan sagði stóri maðurinn: — jéi!’' fig helá "j>lr1 iiggí ’ ýmis-* legt á hjarta. Ýmislegt sem þarf að fá útrás. Kannski get ég orð- ið að liði. Jói átti erfitt með að ljúga. Hann hafði þekkt Finley Mead síðan hann var bam, hann hafði hlustað á ræður mannsins — stundum friðsælar og skáld- lega upphafnar; stundum þrum- andi — og hann bar virðingu fyrir honum. Og það sem meira var: honum fannst hann vera andlega skyldur honum. Finley Mead var einn hinna fáu blökkumanna í Símonarhlíð, sem Jói gat talað við eins og honum bjó í brjósti. Kannski var hann prédikari, en hann var skýr. — Þú veizt það, faðir, sagði hann. — Er það ekki? — Ég held það, sagði maður- inn. — Nú geturðu heyrt hvort ég hef getið mér rétt til. Þú vilt ekki fara í hvíta skólann á morgun. Þú trúir þvf ekki að þessi samskólaganga þjóni já- kvæðum tilgangi. Og þú ert hræddur við að láta skoðanir þínar í Ijós. Jói andvarpaði. Það bætti strax úr skák að létta ögn á sér. — Þetta er erfitt fyrir þig, hélt presturinn áfram. — Sér- lega erfitt. Þú ert tuttugu ára gamall. Þú varðst að hætta í skóla til að létta undir með fjöl- skyldunni. Og nú er öllu um- snúið fyrir þér, ef svo mætti segja. Eftir ár í viðbót í Farra- HÖÐVIUINB 1 gut skólanum hefðirðu getað tek- | ið próf og farið í háskólann. Fyrir austan. — Já. — Ég skil þetta, Jói, Og þér finnst það ósanngjamt að taka þig úr góðum skóla og senda þig beint inn í hugsanlegt uppi- stand. Jói þredfaði eftir sígarettu, lét svo höndina falla í skyndi. — Ef ég hefði trú á þessu, þá væri öðru máli að gegna. En þetta blessast aldred. — Hvemig veiztu að það gerir það ekki? — Þú hefur lesið eins mikið og ég. Hugsaðu um hvemig þessu er háttað, í alvöru, á ég við, ekki eins og mamma vill að það sé. — Heldurðu að það bæti nokk- uð úr skák, að þú svíkist undan merkjum? — Ég held það breyti engu, sagði Jói. — Ekki núna. Fólk er nú einu sinni fólk. Aftur varð þögn. Nóttin var þrungin skordýrahljóðum, en önnur hljóð heyrðust ekki. Strætin í Símonarhlfð voru mannauð. Húsin voru hljóð. — Jói, sagði presturinn. — Okkur hefur alltaf komið býsna vel saman, þér og mér. Er það ekki rétt? — Jú, sagði Jói. — Þú lítur á mig sem vin? — Já. Stórvaxni maðurinn stakk höndunum í vasana. Hann var eins og stór, svartur skuggi sem gnæfði yfir Jóa; gamall og sterk- ur. Mjög sterkur. — Þú ert ekkert bam lengur; þú ert næstum fullorðinn, sagði hann. — Og ég ætla því að tala við þig sem fullorðinn mann. Jói settist á moldarbarð. — Fyrst langar mig til að segja þér að ég veit hvemig þér er innanbrjósts og hvers vegna. Þegar þetta kom fyrst á dag- skrá hugsaði ég á svipaðan hátt. Ég var dálítið hræddur við það. Áhyggjufullur. Allt gekk snurðulaust, enginn lenti í ' vandræðum, hugsaði ég — af hverju þarf að fara að róta í þessu? Og ég skal trúa þér fyr- ir leyndarmáli: ég bað mömmu þína að draga sig til baka. Sem ég er lifandi. Hann brosti. — Af hverju færðu þér ekki að reykja? Ég heíd að Drottinn fyrirgefi þér í þetta eina skipti. Jói kinkaði kolli með þakk- látum svip, kveikti sér í sígar- ettu og sogaði að sér reykinn. — Jæja, hélt presturinn áfram. — Hún sagðist ekki ætla að draga sig til baka og hún sagði mér hvers vegna. Ég býst ekki við að ég gleymi nokkum tíma kvöldinu þvi: Karlotta talaðd í tvo tíma, minnir mig Hún sagði mér frá ástæðum sínum. Og, Jói — ég gat ekki hrakið þær. Ég gat ekki hrakið þessar röksemd- ir hennar, vegna þess að þær voru góðar, þær vom réttar; móðir þín talaði af viti. Hún er skýr kona. — Það veit ég, faðir. — Ég veit þú veizt það. En það er ekki nóg að vera skyn- samur. Hún hefur meira til að bera: hún hefur bein í nefinu, Jói. Og það fer ekki ævinlega saman skal ég segja þér. Sjáðu til, mér leið þá ágætlega. Leið vel eins og öllum öðmm. F.yrir löngu hafði ég sagt hið sama og þú sagðir rétt áðan — Fólk er fólk, það er ekki hægt að breyta fólki — og ég gafst upp. Það var barátta við ofurefli, hugsaði ég — og ég hætti að hugsa um það. Dokaði hugsunina úti. Og gleymdi öllu saman. En þótt þú bætir gat og gleymir því, þá er ekká þar með sagt að gatið sé ekki lengur tiL Það er þama enn; það er þama og hún móðir þín, hún sýndi mér bótina. Og nú sé ég ekkert annað .... Svona er þetta nú einu sinni með sann- leikann. Þegar hann er nú einu sinni kominn í dagsljósið. þá verður honum ekki breytt. Mað- ur getur haldið alla ævi að hann sé hvítur — þangað til hann litur í spegil og sér að hann er svartur. Finley Mead þagnaði. — En nú er ég farinn að prédika yfir þér, Jód, það var ekki ætl- un mín. Jói sló ösku af sígarettunni. — Það gerir ekkert til, sagði hann. — En ég skal segja þér faðir, ég leit í þennan spegil fyr- ir löngu, og ég veit hvemig ég er á litinn. — En þú hefur aldrei verið — ánægður — er það, Jói? — Nei. faðir. — Heppinn? Faðir, heppinn? Hlustaðu nú á, hvað er svo eft- irsóknarvert við þennan sann- leika? Fólkið í Hlíðinni er ánægt eins og er. Það er blökkufólk og það getur ekki farið í kvik- myndahúsið í borginni og það getur ekki farið í veitingahúsin í borginni og það getur ekki fengið vinnu í borginni. Það er fáfrótt og fljótt og fátækt — en faðir, hlustaðu á mig, það er á- nægt. Er það ekki einhvers virði? Ég vildi óska að ég væri þannig gerður. Líttu á mína eig- in bræður! Heldurðu að þeir hafi áhyggjur af því að þurfa að eiga heima í þessu viðbjóðs- lega umhverfi? Heldurðu að Al- bert hafi áhyggjur af því? — Léttu á þér, Jói. — Albert er ánægðasti drengur sem ég þekki. Hann leikur sér í fótbolta allan daginn. Jói fleygði frá sér sígarettunni. — Jæja, sagði hann. — Er það ekki þetta sem máli skiptir? Ég á við þetta: nú leiðum við Albert í allan sannleika. Við segjum honum að hann hafi nákvæmlega sama rétt og hvítir menn. Hann sé jafn- góður og þeir. Auðvitað trúir hann því ekki fyrst i stað — þvi að hann hefur fordóma — ég þekki ekkert fólk eins fordóma- fullt og fólkið hér í nágrenninu. Það veit að það er niggarar og þeir em óæðri kynþáttur. Þann- Réttvísiní Bretlandi Framhald af 4. síðu. skýrði fyrst lögreglunni frá því að Ward hefði fengið sig til að stunda vændi í íbúð sinni. Er hún kom síðar fyrir réttinn sagði hún að þetta væri uppspuni frá rótum. í sjónvarpsviðtali sagði hún með grátstafinn í kverkunum að lögreglan hefði fengið hana til að ljúga með því að hóta henni að taka frá henni barn hennar og senda 15 ára syst- ur hennar á betrunarhæli. AÐFARIR LÖGREGLCNNAR Framkvæmdastjóri Þegnrétt- indaráðsins brezka. M. Ennans er ekki myrkur í máli um að- farir iögreglunnar: Hann full- yrðir, að hvað eftir annað hafi óeinkennisklæddir lög- reglumenn ginnt fólk til að fremja lögbrot — til þess að handtaka það á eftir. — Þetta á sér einkum stað á f jöldafundum sem haldnir eru í mótmælaskyni. Slíkt gerðist fjórui« eða fimm sinn- um meðan stóð á heimsókn Frederiku Grikklandsdrottn- ingar. Ennfremur sakar Ennans lögreglumennina um rudda- skap sem hann kveður aldrei hafa verið magnaðri en nú. Föstudagur 16. ágúst 19<j3 m SKOTTA Ég get ekki hitt þig í kvödd Jói, á þriðjudögum er ég nefnilfejga á föstumeð Stebba. -,r Iðnskólinn í Reykjavik Innritun fyrir skólaárið 1963—1964 fer fram í skrifstofu skólans dagana 20. til 27. ágúst kl. 10—12, og 14—19, nema laugardagimn 24- ágúst kl. 10—12. ■!. ■ ■ ; 't'■ •■•vr'i 'X'K Við innritun skal greiða skólagjald kr.' 400,00. ð Nýir umsækjendur um skólavist skulu einnig leggja fram prófvottorð frá fyrri skóla og náms- samning. ■; S K Ó LASTJÓRI* Skrifstofustú/kur ÓSKAST TIL STARFA. ~ + «-r- • í?' -. Í}i. Kjör samkvæmt laimakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir með upplýsingum um mermt- ~ un og fyrri störf sendist Raforkumálaskrif- f stofunni sem fyrst. V ' ?:, S RAFORKUMÁLASKRIFSTOFAN. Laugavegi 116. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja tvær h'ælisb’ygg- ingar, vistmannahús, við Kópavogshælið. lítboðsgögn eru afhent á skrifstofu ríkis- ! spítalanna, Klapparstíg 29, Reykjav., gegn 2.0.00.00 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 111 f.h. föstudaginn 30. ágúst n.k. Kópavogi, 15. ágúst 1963. Byggingarnefnd Kópavogshælis. ... 'J.;'© :»)!■ ... > RÚMÁR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 _ Sími 24204! <S**í*^bjöRNSSON & CO. p.O, BOX 1344 - REYKJAVlK j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.