Þjóðviljinn - 16.08.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.08.1963, Blaðsíða 10
 Næstkomandi sunnudag veröur — ef veður leyfir — haldinn mikill hátíðisdagur allra þeirra, er áhuga hafa á flugmálum. Flugmálafélag fslands, sem á máli herraþjóðarinnar nefnir sig Iceland Aero Club, gengst þá fyrir svonefndum Flugdegi. og mun hann vera sá sjöundi í röð- inni slíkra. ReykjavíkurflugvöH- ur verður opnaður gestum kl. eitt á sunnudag, en sjálf mun hátíðin hefjast kl. tvö. Dagskrá mótsins er mjög fjöl- breytt. Baldvin Jónsson. forseta Flugmálafélagsins, setur skernmt- unina, en síðan verður hópflug smáflugvéla og margskonar list- ir leiknar til að gleðja áhorfend- ann. Listflug verður sýnt á ein- hverju, sem á fagmáli nefnist Piper Club, oinnig verður flug- tog með svfíflugur og ýmis fleiri skemmtiatriði í ljósvakanum. Að sjálfsögðu eru íslendingar bæði fáir og smáir. og þess því ekki að vænta, að Flugmálafélag fslands — öðru nafni Iceiand Aero Club — sýni þann stórhug að standa eitt að slíku móti. Hið svonefnda vamarlið á Keflavlk- urvelli hefur því aumkvazt yfir fólagið, og góðfúslega léð fjórar þotur til hátíðahaldanna. Er þess að vænta, að ljóðelskir Reykvíkingar rifji upp fyrir sér á sunnudaginn orð þjóðskálds- ins á Morgunblaðinu, er svo kveður: „Líkt og fljúgi flugvél yfir 'I fjallatind með drunum þungum '/ þannig veit ég. þjóð mín, lifir / þríeinn guð í hjört- um ungum.“ Aðgöngumerki að skemmtun þessari munu kosta kr. 20 fyrir fullorðna, en 10 fyrir böm. Sýn- ingu lýkur um það bil kl. 16.30 Til þess að forðast umferðatrufl- anir eru það eindregin tilmæli lögreglunnar, að umferðin kofhi öll frá Miklatorgi. NATO ræðir griða- sáttmála Fastaráð Atlanzhafsbandalags- ins kom saman á fund £ gær til að ræða tillögu sovétstjómarinn- ar um að gerður verði griðasátt- máli milli þess og Varsjárbanda- lagsins. Venjulega tekur ráðið sér frí í ágústmánuði, en rétt þótti engu að síður að kalla það saman til að ræða þetta mál. Vilhjálmur frá Skáholti látinn Sýning á smiðavélum Föstudagur 16. ágúst 1963 •— 172. tölublað — 28. árgangur. Ný skáldsaga eftir Indrlða G. í haust *■»» v'*' m m . im wm m. mi wv w.a < > •**-> *■ > Færeysk lúðrasveit heldur hér tónleika Næstkomandi laugardag mun færeysk Iúðrasveit haida tón- leika í Háskólabíói og á sunnu- dag í Árbæ. Lúðrasveit þessi sem heitir Havnar Hornorkest- ur, kemur hingað til Iands í tilefni 60 ára afmælis sveitar- innar. Kemur lúðirasveitin á vegum Lúðrasveitar Reykjavík- ur og að nokkru í boði Reykja- víkurborgar. Forsala aðgöngu- miða er þegar hafin í Háskóla- bíói. f Havnar Homorkestur eru 30 menn og munu þeir flestir búa í Hafnarbúðum meðan þeir dveljast hér Stjómandi lúðra- sveitarinnar er Pauli Christian- sen en hann hefur annazt stjórn lúðrasveita frá 17 ára aldri. Einleikari er enski comet-snill- ingurinn Robert Outhton. Havn- ar Hornorkestur heldur hljóm- leika í Háskólabíói laugardaginn 17. ágúst klukkan 7 og sunnu- daginn 18 ágúst leika þeir í Ár- bæ. Einnig munu þeir halda hljómleika í nágrenni Reykja- víkur, í Hafnarfirði, Keflavík, Akranesi og á Selfossi. Hljómlistanmennirnir munu fara til Þingvalla í boði borgar- stjórnarinnar. Færeyingafélagið býður þeim að Gullfossi og Geysi og einnig munu mennta- málaráðherra og Lúðrasveit Reykjavíkur halda þeim veizlur. Dansleikur verður fyrir þá á Hótel Borg 28. ágúst á vegum Færeyingafélagsins og Lúðra- sveitar Reykjavíkur. Lúðrasveit þessi er sérstæð að því Ieyti að í henni eru að- eins málmblásturshljóðfæri Ætlunin er að þetta boð veröi upphaf nánari samskipta milli íslenzkra og færeyskra lúðra- sveita og stendur til að lúðra- sveit Reykjavíkur fari til Fær- eyja næsta sumar. Miðasala er þegar hafin í Háskólabíói og er verð aðgöngu- miða kr. 40,00. UM ÞESSAR MUNDIR stendur yfir merkileg sýning í Lista- mannaskálanum. Gefur þar að Iíta nýjar, norskar smíðavól- ar. Sýningin er opin almenn- ingi, en þó einkum ætluð tag- mönnum. Ekki getur leikmað- ur dæmt um vélar þessar, en þær virðast hinar vönduðustu. Það er Tegle & Sönner Mask- infabrikk frá Bryne i Noregi, sem framleiðir vélamar ,en umboðshafi hér á Iandi er Geislahitun h.f. Á SÝNINGUNNI eru margvís- legar vélar. Má nefna þykkt- arhefil, sem tekur niður í 1 mm spón, en beztu vélar fara að jafnaði ekki neðar en í 3 mm. Þá má nefna mikinn og vandaðann „fræsara", einnig bútsög og slípivél. Mörgum smið mun þykja fengur að svonefndri „kombineraðri" vél, en í henni eru fleiri vél- ar, en hér verði taldar. Og að Iokum má svo geta um vél, er afréttari nefnist, en ekki veit blaðamaðurinn. hver stuðning- ur timburmönnum er í henni. SÍNINGIN stendur fram á laug- ardagskvöld. I blaðinu Degi á Akureyri sem út kom 9. þ.m. er birt viðtal við Indriða G. Þorsteinsson rithöf- und og segist hann þar vera að Ieggja síðustu hönd á nýja skáld- sögu sem út verður gefin í haust. Hefur Indriði dvalizt á Akureyri að undanförnu við ritun sög- unnar og er hún að verða full- búin til prentunar. Indriði segir í viðtalipu að sagan gerist á nokkrum haust- kvöldum 1938 og fjalli um bænd- ur og ákveðin einkenni þeirra tíma. Þá segir hann að sagan hafi heitið mörgum nöfnum í handritinu en eins og er heitir hún „LANr I SÁRUM“. Þetta verður fjórða bók Ind-' riða en hinar þrjár fyrri eru Sæluvika, 79 af stöðinni og Þeir sem guðirnir elska. Indriði G. Þorsteinsson Sunnudaginn 4. þ-m. and- aðist Vilhjálmur skáld Guð- mundsson frá Skáholti í Land- spítalanum. Var banamein hans lungnabólga. Vilhjálmur hann hefði látizt af afleiðing- borg aðfaranótt laugardags- ins og var í fyrstu haldið að hann hefði látist af afleiðing- um meiðsla er harm hlaut á höfði við fallið en svo reynd- ist ekki vera. Vilhjálmur var fæddur í Skáholti við Bræðraborgar- stíg 29. desember 1907 og bjó alla tíð hér í Reykjavik. Er hann öllum ljóðelskum mönnum að góðu kunnurfyr- ir skáldskap sinn en hann gaf alls út eftir sig fjórar ijóðabækur. Nýtt landkynningar- rit á enskri tungu Njósnari dæmdur NEW YORK 15/8. 38 ára gam- all hermaður í bandariska flot- anum, Nelson Drummond að nafni, var í dag dæmdur i lífs- tíðarfangelsi fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna. Drummiond er negri. Er hann var handtekinn fundust hjá hon- um leyniskjöl. í mánuðinum sem leið var hann úrskurðaður sekur. Eyðist hafarnar- stofninn af eitri? Þjóðviljanum hefur borizt fréttatilhynning frá Fugla- verndunarfélagi íslands þar sem bent er á þá hættu að síðustu leyfum hafarnarstofnsins hér á landi verði út- rýmt á skömmum tíma með útburði eiturs, ef ekki verða gerðar ráðstafanir til þess að grípa fljótt í taumanna- Fer fréttatiilkynning félagsins um þetta efni hér á eftir: „Snemma á þessu ári var skipulagt félag óhugamanna um fuglavernd og er eitt aðalmark- mið þess að hindra að örninn verði aldauða á íslandi. Félag- ið hefur ráðið eftirlits og trún- aðarmenn til þess að líta eftir varpsvæðum arnanna. Á þessu ári hafa svo vitað er um, 3 pör auk unga og eggja eyðilagzt. Enginn grunur leikur á, að þetta sé af mannavöldum. Mikil líkindi eru fyrir því, að orsakir þessarar eyðileggingar, sé útburður eiturs (strychnin). Allmikið er eitrað á þessu svæði samkvæmt lögum frá 1957 og er það álitið að örninn taki veiðibjöllu, sem drepizt hafi af eitri, heim í hreiður, og þar eð eitrið er í magainnihaldi hins dauða fugls, nægi slíkt til þess að drepa ungana. Ungar dráp- ust við tvö hreiður sl. vor. Full- <j>orðinn fugl heyr lengra dauða- stríð og flýgur þá gjaman burt, t.d. til hafs. Sl. vor fannst einn sjórekinn við Breiðafjörð, og í fyrra annar á svipuðum slóðum. Skiljanlegt er að aðeins fáir þeirra arna sem drepast koma í leitirnar. Allt bendir til þess að arnarstofni-nn sé í yfirvof- andi hættu með að verða út- rýmt hér í landinu og er það álit flestra, að nær eingöngu sé þetta af völdum eiturs. Verði ekki bannað nú þegar að bera út eitur á öllu landinu, mun örskammt þar til síðasti örninn deyr af þess völdum. Að okkar dómi er það ein- stætt, að löggjafarþing skuli Framhald á 2. síðu. Myndin er af amarunga og fullorðnum erni er nýlega fund- ust dauðir á Vesturlandi að því er talíið er af völdum eiturs. Haraldur J. Hamar blaða- maður og Heimir Hannesson lögfræðingur hafa hafið útgúfu- á nýju riti er þeir nefna Ice- Iand Review og er það gefið út á ensku til kynningar á íslenzk- um atvinnuvegum, útflutnings- afurðum, þjóðlífi og menningu íslendinga. Ritið á að koma út fjórum sinnum á ári og er prentað á myndapappír og áherzla lögð á vandaðan frágang og útlit. Hef- ur Gísli B. Björnsson séð um útlit blaðsins, brotið það um og teiknað nýstárlega og skemmtilega forsíðumynd. Við undirbúning og útgáfu þessa rits hefur verið haft sam- ráð við opinbera aðila svo og forustumenn helztu útflutnings- fyrirtækja landsins. Mun utan- ríkisráðuneytið, innflutnings- og útflutningsaðliar, flugfélög, ferðaskrifstofur og fleiri annazt dreifingu ritsins eslendis en auk þess verður það til sölu í bóka- i Framhald á 2. síöu. Flugdagur mei varnarliðsaðstoð um

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.