Þjóðviljinn - 17.08.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.08.1963, Blaðsíða 1
JgpF Laugardagur 17. ágúst 1963 — 28. árganður r- 173. tölublað. TóSf Eyjabátar teknir fyrir ólöglegar veiðar Síðastliðnar þrjár vikur hel'ur landhelgisgæzlan tekið 12 Vestmannaeyjabáta fyrir ó- löglegar veiðar í landhelgi. 25. júlí sl. voru teknír 4 humarveiðibátar og einn tog- veiðibátur. 8. ágúst tók land- helgisgaezlan aftur 2 humar- veiðibáta og 1 togveiðibát og enn tveim dögum síðar 2 humarveiðibáta og 1 togbát. Lokg tók hún 1 í fyrrakvöid. 'órnar öðin margsaga í lygum "ji \mm ^fyj -i*T smum um Hvalfjörð ¦*• Það er til marks um hina sérstæðu sambúð Guðmund- ar í. Guðmundssonar utanríkisráðherra við sannleikann, að málgögn hans eru nú önnum kafin við að reyna að fela staðreyndir þær sem hann játaði fyrir fulltrúum Alþýðubandalagsins, Hannibal Valdimarssyni og Eðvarð Sigurðssyni, fyrir nokkrum dögum. * I viðtalinu sagði Guðmundur í. Guðmunds- son að það yrði einn liður samninganna um Hval- fjörð að komið yrði fyrir mjög rammgerðum múrningum á fjórum til fimm stöðum í firðin- um. Jafnframt yrðu geymd í firðinum legufæri, og yrði þessum viðbúnaði þannig háttað að hægt yrði að nota hann fyrir herskip og kafbáta, þar á með'al kjarnorkukafbáta. Hins vegar yrðu legu- færin ekki tengd múrningunum nema með sér- stöku leyfi utanríkisráðherra, og myndi hann ekki veita slíkt leyfi nema á sérstökum hættu- tímum eða ef styrjöld væri skollin á. * Þessi ummæli ráðherrans eru algerlega ótví- ræð, og þrátt fyrir skrif stjórnarblaðanna í gær og fyrradag ber ráðherrann ekki við að halda því fram að Þjóðviljinn hafi farið rangt með framburð hans í frásögn sinni í fyrradag. Boða farmenn til vinnústöívunnar? * Að undanförnu hafa farið fram samninga- viðræður um kaup og kjör farmanna en ekkert samkomulag hefur enn náðst. Hafa fimm félög sem að samningum þessum standa nú samþykkt heimild til vinnustöðv unar. Félög þau sem samþykkt hafa heimild til vinnustöðvunar eru Sjómannafélag Reykjavíkur. Fé- lag matreiðslumanna. Fél. fram- reiðslum., Vélstjórafélagið og Stýrimannafélagið en hins vegar hefur Skipstjórafélagið enn ekiri gert ráðstafanir til vinnustöðv- unar. Langt er nú liðið síðan far- mannasamningunum var sagt upp og fara farmennirnir fram á aHmiklar breytingar á þeim einkum varðandi ákvæði um vinnutíma og yfirvinnugreiðsl- ur auk fleiri atriða. Félögin hafa átt viðræður sín á milli um samstöðu í kjaradeil- unni en samkvæmt upplýsingum sem I^óðviljinn fékk í gær tíjá Sjómannafélaginu hafa þau enn ekki tekið neina ákvörðun jrn boðun vinnustöðvunar. Síldarlöndun í Reykjavík í gær MYNDIN Var tekin við Reykja- víkurhöfn siðdegis i gær og sýnir síldarbáta sem verið er að Ianda úr. Bátarnir voru með sníásíld en af henni hef- ur veiðzt allmikið hér að undanförnu fyrir sunnan laad eins og kunnugt er af f réttum. — (Ljósm. Þjóðv. G.O.) Engu að síður hefur Vísir þau ummæli eftir ráðherranum i fyrradag að það sé „tilhæfulaust með öllu að í ráði sé að gera herskipa- og kafbátastöð í Hval- firði". Minnist blaðið ekki einu orði á múrningarnar í fjarðar- botninum og talar aðeins um legufæri í sambandi við odíu- bryggju. Hvort sem þetta er rétt eftir haft í Vísi eða ekki, forð- ast ráðherrann að láta Alþýðu- blaðið og Morgunblaðið hafa nokkuð eftir sér í gær! I staðinn birtir Alþýðublaðið forystugrein minnist ekki heldur einu orði á múrningamar en reynir að gera sem minnst úr öllu og segir: „1 örfirisey við Reykjavík eru miklir olíugeymar. Þar eru flota- leiðslur í stað bryggju og legu- færi fyrir stærstu skip úti. Er þetta herskipa og kafbátastöö?" Morgunblaðið ætlar að hafa hliö- stæðan hátt á í forsíðugrein, en kemur óvart upp um falsanirn- ar; það segir: „Jafnframt er um það ræts^ að leyfa smíði á bryggju og gerð legufæra i\samræmi við þarfir stöðvarinnar. Legufæri yrðu þó geymd í landi og ekki notuð nema samkvæmt sér- stökum heimildum íslenzkra stjórnarvalda, ef nauðsyn væri talin krefja." Legufæri seni geymd verða í landi og ekki má nota nema samkvæmt sérstökum heimildum eru engar venjulegar bindingar fyrir olíuskip eins og í örfiris- ey!! Þetta er ný aðstaða fyrir flota Atlanzhafsbandalagsins. herskip og kafbáta, eins og ráðh. hci'ur sjálfur játað fyrir vitnum. Framhald á 2. síðu. IBnaðar-og íbúBarhverfí skipulögB A BORGARRABSFUNÐI «l þriðjudag var lagt fram bréf samvinnunefndar um skipu- Ingsmál. dags. 13. þ.m. þar sem skýrt er frá að nefndin hafi samþykkt tillöguuppdrátt að skipulagi íbúðarhverfis í Arbæjarblettum og skipulagi iðnaðarhverfa f Artúnshöfða og svæði milli Vesturlands- vegar og Suðurlandsvegar. Féllst bbrgarráð á uppdrátt- inn í meginatriðum. IÐNAÐARHVERFIÐ verður í fjórum hlutum alls um 1 millj. fermetra en í íbiiðar- hverfinu verða lóöir fyrir 72 einbýlishús. Er það upphaf að íbúðarhverfi fyrir 6—8 þús. manns sem þarna á að rísa í framtíðinni. ðVENJUMIKIB UM SLYSFARIR HÉR Á LANDI IAR: Samkvæmt upplýsing- um sem ÞjóSviljinn fékk hjá Slysavamarfélagi ís- lands í gær hafa alls 82 menn farizt af slysförum hér á landi það sem af er þessu ári eða frá 1. janúar til 15. ágúst. Á öllu árinu 1962 fórust hins vegar alls 55 menn af siysförum héx á landi. - Frá áramótum hafá alls 35 drukknað, þar; af hafa 20 farizt með skiputm, 7 tíefur 82 menn hafa farizt af slysförum frá áramótum tekið út af skipum og 8 hafa drukknað við land eða í ám og vötnum. • A sama tíma hafa 13 manns farizt í umferðaslysum. Þá hafa alls 34v menn farizt af ýmsum orsökum: 6 hafa far- izt af bruna, 2 látizt af eitr- un, 8 af byltu, 14 farizt í flug- slysum, 2 orðið úti, 1 beðið bana af voðaskoti og 1 af raf- losti. I fyrra fórust alls 55 menn af slysförum á öllu árinu, þar af drukknuðu 35, 11 fórust í umferðarslysum og 9 af öðr- um orsökum. Af þessum tölum sést að mun fleiri dauðaslys hafa orð- ið hér á landi á beim sjö og hálfum mánuði sem af er ár- inu en á öllu árinu í fyrra og samanburður við næs.tu ár á, undan leiðir til svipaðrar niðurstöðu. Þannig fórust alls af slysförum á ári'-nu 1961 60 manns, 44 árið 1960. 103 árið 1959 og 57 árið 1958. Aðeins árið 1959 er tíeildartala árs ins hærri en nú, en bað ár var óvenjumikið uvn sióslys. m. a. fórust þá togarinn Júlí og vitaskipið Hermóður bæði með allri áhöjfn i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.