Þjóðviljinn - 17.08.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.08.1963, Blaðsíða 3
l.augarda£ur 17. ágúst 1063 HÓÐVILIINN -----SÍÐA 3 Trúarofsóknirnar í Suður-Víetnclnn Kínverjar munkar og eih nunnaráðasl gegn hafa brennt sig til bana Fjérir SAIGON 16/8. — í dag brenndi búddamunkur einn sig til bana í borginni Hue í Suður-Víet- nam og er þetta þriðja sjálfsmorðið sem búdda- trúarmenn þar í landi hafa framið með þessum hætti í vikunni. Alls hafa fjórir munkar og ein nunna í Suður-Víetnam brennt sig í hel á al- mannafæri til þess að mótmæla trúarbragðaof- sóknum Diems einræðisherra og hyskis hans. í gær og í fyrradag efndu stúdentar í Hue til umfangs- mikilla mótmælaaðgeröa gegn trúarbragðaofsóknunum, en Diem einræðisherra, sem er kaþólslkur, Ihefur að undan- förnu beitt búddista hinu mesta ofríki. Lögreglunni var att gegn stúdentunum og sólar- hrings útgöngubann fyrirskip- að í borginni. Fregnir herma að ástandið í Hue sé mjög við- Vestur-Þjóðverjar ætia aí undirrita BONN og LONDON 16/8. — Bonn-stjórnin vestur-þýzka tók i dag ákvörðun. um að gerast aðili að Moskvu-samningnum um takmarkað bann við til- raunum með kjarnavopn. Áður höfðu stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands friðað Vestur-Þjóð- verja með því að slá því föstu að undirritun samningsins hefði ekki í för með sér neins konar viðurkenningu á ' austur-þýzku stjórninni. Fyrr í þessari viku sendi Sov- étstjórnin brezku ríkisstjórninni' skrá yfir t>au ríki sem undirritr að hafa samninginn í Moskvu, en þar á meðal er Austur- Þýzkaland. f dag munu svo Bretar hafa sent Sovétstjórn- inni orðsendingu og vísað á bug þessari tilkynningu. Kveðst Bretastjóm ekki geta fallizt á tilkynninguna um að Austur- Þjóðverjar hafi undirritað samninginn þar sem Bretar við- urkenni ekki Austur-Þýzkaland sem fullvalda ríki. Bandaríska utanríkisráðu- neytið mun sömuleiðis hafa skýrt Sovétríkjunum frá því að Bandaríkjamenn geti ekki sætt sig við tilkynninguna þar sem þeir Viðurkenni ekki Austur- Þýzikaland né muni nokkum tíma gera það. Austúr-þýzka ríkisstjórnin gerðist aðili að Moskvusamn- ingnúm skömmu eftir að hann var lagður fram til undirritun- ar í Moskvu. Samningurinn liggur auk-þess -frammi-'i'-Bon- on og Washington og er ein- stökum ríkjum frjálst hvort þau undirrita samninginn í öllum borgunum eða einungis einni þeirra. Alls hafa 53 ríki undir- ritað samninginn. sjárvert og að búddistar séu algjörlega að missa þolin- mæðina. Munkurinn sem sjálfsmorð framdi í dag hét Thich Oieu Dieu og var 71 árs að aldri. Tal- ið er að hann hafi gengizt fyrir aðgerðum stúdentanna. Húsbændunum ofboðið Fregnir frá Saigon herma ,að fulltrúar ýmissa erlendra ríkja leitist nú við að koma vitinu fyrir Diem einræðisherra og fá hann til þess að leita eftir sam- komulagi við búddatrúarmenn. Diem einræðisherra ríkir yfir Suður-Víetnam í krafti banda- rískra vopna og bandarísks her- liðs, en svo virðist sem hús- bændum hans þyki nóg um trúarbragðaofsóknir hans. Meðal annars hefur stórblaðið New York Times deilt harðlega á einræðisherrann og hina valda- miklu mágkonu hans Ngoi Dinh Nhu fyrir stefnu þeirra í trú- málum. f dag efndu búddatrúarmenn til mótmælaaðgerða við Nha Trang, um það bil 300 kílómetr- um norðaustur frá Saigon. Her- lið beitti táragassprengjum gegn mannfjöldanum og særðust nokkrir menn { átökunum. Búddatrúarmenn í Saigcm hafa sent skeyti til Kennedys Banda- ríkjaforseta, Ú Þant, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þ.ióð- anna og margra samtaka búdda- trúarmanna erlendis og beðið um stuðning. Ekki er vitað hvort yfirvöld pósts og síma hafa hleypt þeim skeytum áleiðis. Nehru, forsætisráðherra 1 Ind- landi, skýrði í dag frá þvi í þingræðu að hann hefði að á- nggjan þeirra frú Bandaranaike. forsætisráðherra Ceylons, og Norodoms Sihanouk, forseta Kambódsíu, sent Diem einræð- isherra skeyti og látið í ljós þá von sína að búddatrúarmenn í Suður-Víetnam fengju lausn sinna mála. * PEKING 16/8. í dag réðust öll blöð í Peking í Kina harka- lega á Titó Júgóslavíuforseta og fylgismenn hans, en eins og kunnugt er mun Krústjoff for- sætisráðherra fara í heimsókn til Júgóslavíu á þriðjudaginn kemur. Pekingblöðin segja að Júgó- slavnesk blöð hafi hæit leiðtog- um Sovétríkjanna á hvert reipi fyrir að hafa svarist í fóst- bræðralag með Bandaríkjunum gegn Kína með þvi að undir- rita Moskvu-samninginn. Segja Kínverjar að blöð í Júgóslavíu hafi tuggið upp róg sinn um Kína og skorað á leiðtoga Sov- étríkjanna að gera umfangsmeiri samninga við Bandaríkm. Fundu tólf mffljónir ípokunum LONDON 16/8. Maður og kona sem voru á göngu í skógardragi skammt fyrir sunnan London rákust í dag á tvo poka sem höfðu inni að halda um það bil 12 milljónir króna í pundsscðl- um. Telur Iögreglan fullvíst að hér sé um að ræða hluta af þeim 300 milljónum sem rænt var úr póstlestinni í vikunni sem leið. I Fólkið sem fann pokana hringdi þegar í lögregluna. Við hliðina á pokunum lá !æst skjalataska sem einnig var full af fé. Er lögreglumennimir komu á vettvang fundu þeir auk þess litla ferðatösku sem einnig hafði peninga inni að halda. Lftur út fyrir að „eigandi" þessa góss hafi skilið við það I miklum flýti þar sem ekkert var gert til að fela það. Telur lögreglan því ekki óliklegt að ræningjamir séu nú skelfdir orðnir og hafi losað sig við fjálfúlgumar méð skjót- um hætti. Kosið í kjördæmi Profumos Fylgii hrundi af w Ihaldsflokknum STRATPORD-ON-AVON 16/8. Fram hafa farið aukakosningar í Stratford-on-Avon, kjördæmi Profumos fyrrverandi hermála- ráðherra, og fóru svo leikar að íhaldsflokkurinn beið mikið af- hroð en hélt þó þingsætinu með naumindum. ílialdsframbjóðand- inn, Angus Maude, hlaut 15.846 atkvæði en Verkamannaflokks- maðurinn, Andrew Faulds, 12.376. í kosningunum 1959 hlaut f- haldsflokkurinn 14.129 atkvæði fram yfir Verkamannaflokkinn en nú voru yfirburðirnir aðeins 3.470. Hefur þar með dregið saman með flokkunum um nær 10.000 atkvæði. Frambjóðandi frjálslyndra, Derek Mirfin, hlaut 6.622 at- kvæði. Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki boðið fram í kjör- dæminu um árabil. Tveir menn buðu sig fram utan flokka, þeir Miles Blair sem hlaut 281, at- kvæði og slagarasöngvarinn Davis Sutch sem fékk 209. Sutch hefur hlotið viðumefnið „hinn æpandi" og þótti Bretum það mikil firn að hann bauð sig fram við þingkosningar. íhaldsflokkurinn hlaut nú 43,0 prósent atkvæða en hafði 68,5 í ( kosningunum 1959. Verka- mannaflokkurinn hlaut 34,1 pró- sent en hafði 31,5. Frjálslyndi flokkurinn hlaut 20,9 prósent greiddra atkvæða. 69,39 prósent kjósenda neyttu nú atkvæðis- réttar síns en 76,84 prósent 1959. Andrew Faulds, frambjóðandi Verkamannaflokksins, er leikari að atvinnu og þótti honum tak- ast wel upp í kosningabarátt- unni. Eftir að úrslit urðu kunn sagði hann að flokkur sinn hefði unnið mikinn sigur enda þótt ekki hefði hann hreppt þing- sætið. RIO DE JANERO 1678. 1 dag kviknaði í langferðabifreið ná- lægt Belo Porizonte í Brasilíu. 25 létu lífið og 14 særðust. 40 farþegar voru í vagninum. Næsta skrefið í rétta átt? Eftirlitsstöðvar í austri og vestri WASHINGTON og GENF 16/8. — Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt í dag blaða- mannafund í Washington og lýsti því yfir að Bandaríkjamenn séu reiðubúnir til að ræða um tillögur Sovétríkjanna um að koma upp eftirlitsstöðvum í austri og vestri til þess að koma í veg fyrir skyndiárásir. Rusk sagði að engin ástæða væri til að tengja þetta mál íslenzka veðráttan gefur ærið tilefni til að taka með sér kuldaúlpu í fjalla- ferðir. Loðskinnsfóðraða kuldaúlpan frá VÍR hentar vel til ferðalaga um hálendi landsins þótt sumar sé! V0R Fsest i öllum stærðum VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS öðrum ráðstöfunum eins og t.d. stofnun kjamorkuvopnalaursa svæða og fækkun herliðs. Sagði ráðherrann að Sovétríkin hefðu mikinn áhuga á að ræða ýmis mál sem hugsanlegt væri að samkomulag gæti náðst um. Á afvopnunarrá/ðstefnunni í Genf hélt í dag ræðu aðalfull- trúi Sovétríkjanna, Semjon Tsarapkin, og ræddi um eftir- litsstöðvar til að hindra skyndi- áráíár. Sagði hann að slíkar stöðvar gætu orðið mjög nyt- samlegar jafnframt vissum af- vopBunarráðstöfunum. Tsarapk- in sagði að fækka ætti í hinu erlenda herliði, bæði í Austur- og Vestur-Þýzkalandi og setja upp eftirlitsstöðvar hjá herliði Sovétríkjanna í austurhlutanum og her vesturveldanna í vestur- hlutanum USA og Sovét vinna saman WASHINGTON 16/8. Banda- ríska gcimrannsóknastjórnin til- kynnti í dag að Bandaríkin og Sovétríkin hefði gert með sér samning um samvinnu i himin- geimnum. Munu vísindamenn beggja ríkjanna vinna saman aö lilraunum með f jarskiptahnetti. Ákveðið hefur verið að skeyti verði send milli Jodrell Bank- athugunarstöðvarlnnar í Bret- landi og Zemeki-stöðvarinnar við Gorkí gegnum gerfihnött af Echo- gerð. Ennfremur munu Bandaríkin og Sovétríkin hafa samvinnu með sér um að skjóta á loft veð- urathugunarhnöttum. Árið 1965 munu svo bæði löndin skjóta á loft upp sérstaklega útbúnum hnöttum til að rannsaka segul- svið jarðar og skiptast á upp- lýsingum sem aflað verður með þeim tilraunum. Samkvæmt samningnum mu,nu bandarískir og Sovézkir visindamenn koma saman á fundi til að ræða um geimrannsóknir. Sovézka fréttastofan Tass sagði í dag að samningur þessi muni stuðla að alþjóðlegu samstarfi sem yrði öllum þjóðum til góðs. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.