Þjóðviljinn - 17.08.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.08.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. ágúst 1963 HðÐVIlIINN \ \ i ! Ritstjóri: Unnur Eiríksdóttir KlNVERSKT ÆVINTÝRI Fyrir mörgum öldum var keisari í Kína, sem hét Han Wu Ti. I þá daga vissu Kínverjar mjög lítið um önnur lönd og álfur;' jafnvel sitt eigið land þekktu þeir aðeins að litlu leyti. Þeir vissu ekki að bak við háu fjöllinn í vesturátt bjó einnig fölk. Þeir vissu ekki hvaðan Gula fljótið kom. og þeir höfðu ekki hugmynd um hvort menn eða risar ætfcu heima fyrir norðan stóru eyði- mörkina í norðri. Han Wu Ti langaði að kanna ríki sitt. Hann sendi þessvegna einn af ráðherrum sínum, Chang Chien að nafni, í leiðangur til þess að rann- saka vestur- og norðurhluta landsins, og líka átti hann að finna upptök Gulá fljótsins. Chang Chien ferðaðist um landið í fimmtán ár. Hann fór víða um eins og geta má nærri. og hafði heim með sér marga nýstárlega hluti, sem enginn hafði áður séð í heim- kynnum hans, svo sem ýmis konar ávexti. hnetur. og ó- þekktar komtegundir. I ferðalaginu lenti hann í ó- tal ævintýrum og mannraun- um. Eitt sinn var hann svo óhepp- inn að lenda i klónum á villt- um þjóðflokki og það liðu nokkur ár áður en honum heppnaðist að sleppa. Þá hafði hann enn aldrei fundið upp- tök Gula fljótsins, og að lok- um hugkvæmdist honum að eina ráðið til að finna hvað- an það kæmi, væri að eftir því á móti straumnum, þá hlyti hann að lokum að finna upptök þess. Gula fljótið er vissulega mjög langt og Chang Chien sigldi mánuð eftir mánuð án þess að ná takmarkinu. Eina nóttina. þegar hann hafði bundið bát sinn fastan \nð fljótsbakkann, gerði skyndilega ofsarok. Báturinn slitnaði upp og barst fyrir storini og straumi án þess að Chang Chien fengi rönd við reist. Það eina sem hann gat gert var að halda sér dauða- haldi svo hann félli ekki út- byrðis. Næsta morgun var komið betra veður. Himinninn var blár og ekki eitt einasta ský á sveimi. og fljótið lygnt og slétt. eins og ekkert hefði f skorizt. Daginn áður höfðu verið há fjöll á aðra hönd. en nú voru sléttir veilir og aldingarðar til beggja hliða. Og fljótið. sem daginn áður var óhreint og ólgandi, var nú alveg slétt og svo tært að steinamir á botninum sáust greinilega. Chang Chien sigldi allan tíaginn án þess að nokkuð bæri til tiðinda. Honum þótti einkennilegt að sjá engin dýr. og aðeins örfáa fugla á sveimi. Á fljótsbakkanum uxu ferskj- utré í fullum blóma, og voru þau mjög falleg. Um kvöldið kom Chang Chien allt i einu auga á hjarðsvein, sem rak kúahjörð niður að fljótinu. Þar nam hann staðar og beið meðan kýrnar fengu sér að drekka. Rétt á eftir sá hann unga stúlku sem sat með vef sinn á hinum fljótsbakkanum. Hún var með skyttu í hendinni og óf af kappi. Chang Chien lagði bátnum þar að landi og ávarpaði stúlkuna: — Fyr- irgefðu að ég geri þér ónæði, .ungfrú góð, sagði hann. — En geturðu sagt mér hvar ég er staddur og hvað langt er til næsta þorps? Ég villtist i of- viðrinu og veit nú ekki hvert ég á að halda. Stúlkan brosti og hristi höfuðið: — Það get ég ekki sagt þér, og þó ég segði þér, mundirðu ekki trúa mér. En taktu við skyttunni minni og farðu til þaka sömu leið og þú komst. Þegar þú kemur heim, skaltu afhenda hirð- stjörnufræðingnum skyttuna og segja honum nákvæmlega daginn og klukkustundina, sem þú varst hér. Ef til vill getur hann þá skýrt þetta allt fyrir þér. Chang Chien undraðist þetta svar, en hlýddi þó ráðum stúlkunnar. Hann sigldi heim á leið og nú gekk ferðin mun greiðara, þegar hann sigldi undan straumnum og hafði auk þess goluna á eftir sér. Hann var miklu fljótari heim en hann hafði búizt Framhald. Skemmtun í eldhúsinu Það var mikið um dýrðir hjá búsáhöldunum í eldhús- inu. Diskamir hoppuðu og skoppuðp, hnífarnir æfðu höfrungahlaup og ketillinn æfði sig að standa á höfði. Það var nefnilega gamlárs- kvöld, þessvegna voru allir hlutirnir skyndilega bráðlif- andi. Þegar gamanið stóð sem hæst, birtist Mikki, gamla músin. allt í einu, öllum til mikillar ánægju. — Gleðilegt nýár, góðu vinir — hrópaði Mikki og hoppaði í háa loft af ein- skærri ánægju. — Þakka bér fyrir, sömu- leiðis, sagði skörungurinn, — það er sannarlega gaman að sjá þig. Rétt íj þessu átti hópur af köttum leið þarna framhjá Og hávaðinn í þeim. drottinn minn dýri! — Æ þessu hafði és ekki búizt við, sagði Mikki. — Þetta er Ijóti söngurinn. — ' Kannski eru kisurnar að kveðja gamla árið og heilsa bv; nýja, sagði hræri- vélin. — Ha, ha, það væri nú heldur snemmt, sagði Mikki. Þegar hávaðinn ‘loksins hætti. fékk Mikki eina af sínum bráðsnjöllu hugmjmd- um — Hvemig væri að við héldum smá söngskemmtun. bað er vist orðið langt síðan þið hafið heyrt piiS syngja. eða hvað? — Það er satt, það er orð- ið skrambi langt síðan við höfum heyrt þig syngja, sagði steikarpannan, — og síðast þegar þú söngst fyrir okkur, gáfum við þér 25 aura til að fara yfir í næstu gÖtu og syngja heldur þar. Heimbo&ii SlÐA 7 — Geturðu vísað mér leið- ina til kastalans? — spurði telpan lestarstjórann. — Hvaða kastala? spurði lestarstjórinn, — það eru nú kastalar hér í nágrennínu. — Hún sýndi lestarstjóranum ósýnilega bréfið. Hann Ías það og hristi höfuðið. — Þetta er undarlegasta þréf, sem ég hef .nokkurn tíma lesið. sagði hann. — Svo það er sjálfsagt sent frá undarlegasta kastalanum. Og það er einmitt kastalinn, sem þú sérð héma rétt hjá járnbrautarstöðinni — Svo benti hann telpunni hvert hún ætti að fara. Og það var satt. hann var einkennilegur þessi kastali, þvi hann stóð á höfði. - — Aldrei hef ég nú séð annað eins. Það er líklega bezt að ég gangi á höndunum þarna inn — sagði telpan við sjálfa sig. Síðan gekk hún á höndunum inn í kastalann. og það gekk alveg ógætlega. Þarna var dýrðleg veizla, og gestimir svo skrautbúnir að unun var á að horfa. Allir kinkuðu kolli til litlu stúlk- unnar og heilsuðu henni glað- lega. Þeir sem dönsuðu. héldu sig upp við loftið. en aðrir sátu á stólum á gólfinu og töluðu saman í makindum. Telpan fann sér skemmti- legan dansherra, og þau döns- uð af miklu fjöri kringum ljósakrónuna. Dansherrann sagði við telpuna: — Hvað ætlarðu að vera þegar töfra- tíminn kemur? Þá breytist allt hér inni, hvað þeir gera, og hvert þeir fara. Og þá hættir kastalinn að standa á höfði stundarkom. — Jæja, ég heldað ég bíði og sjái hvað setur — sagði telpan. Þegar klukkan sló eitt var auðsjáanlegt að nú var töfra- tíminn byrjaður. Allt veizlu- fólkið breyttist skyndilega í litlar mýs, samt hélt það á- fram að vera í alla vega lit- um skrautklæðum. Svo fór kastalinn að minnka. hann varð smærri og smærri, og síðast sást ekkert eftir af honum nema nokkrir brotnir postulinsmolar, og allar mýsn- ar hlupu i burtu. Þá uppgötvaði litla stúlkan allt i einu að hún sat undir eldhúsborðinu heima ■ hjá sér. Hún stóð upp og læddist hljóðlega inn í svefnherbergið sitt. Sem betur fór heyrði enginn -til hennar. FRÁ LESANDA >T'~- Kæra Óskastund! Ég sendi þér hér með mynd af fugli. Svo þakka ég þér fyrir alit iestrarefnið. Vertu svo sæl. Hulda M. Traustadóttir, 11 ára, — Sauðanesi pr. I 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.