Þjóðviljinn - 20.08.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.08.1963, Blaðsíða 1
JMf Þriðjudagur 20. ágúst 1963 — 28. árgangur — 175. tölublað. Saltai var í 7500 tunnur á Seyðisfirii í fyrradag í fyrradag var mesti söltun- ardagur sumarsins á Seyðis- firði og var þá saltað þar í rösklega 7500 tunnur. Síðustu 111111 1111111 tliiill .;jíi:f:iS;ív:f!'-'; !;.¦¦;:¦:: ' ¦ '¦ :;-; . . ""':;' '"' ::':::'ÍIIÍÉ: ¦¦¦.-:;¦;: ; :;:s;;; sólarhringa hefur verið sæmi- leg síldveiði á miðunum fyrir ausrtaai, heildaraflúui 20—30 þús. tunnur á sólarhring, og hef- ur sildin mest farið. í söltun. Sildin veiðist nú 110—120 sjó- milur suðaustur af Dalatanga og út af Norðfjarðarhorni og er allur flotinn þar á miðunum. Um 50 skip af alls um 240 sem síldveiðar hafa stundað í sumar eru nú haett síldveiðum og eru sum þeirra komin til síldveiða hér syðra. Eru í hópi þeirra sem hætt eru veiðum nyrðra og eystra kunn afla- skip eins og Höfrungur II., Akranesi, Helga, Reykjavík, Víðir SU, Eldborgin Hafnar- firði o. íl. Sæmileg veiðiskilyrði eru nú á Digranesflaki og víðar á þeim slóðum og hefur Ægir lóðað þar á talsvérða síld o.g mælt allmikið magn af rauðátu. Var beðlð eftír Verkfræðingar mótmæla gerðardómnum: gerðardémnum? Myndiín hér að ofan er af í- þróttahöllinní í Laugardal. Snemma í sumar var byggingu hennar það Iangt komíð að búið var að Ieggja járnin í hvolfþak- ið mikla, og bjuggust menn al- menn við því að þá og þegar yrðí hafizt handa um að steypa. Reyndin varð þó eklci sú þar sem borgaryflrvöldín höfðu ekki lengur í þjónustu sinni neina verkfræðinga er séð gætu um framkvæmd þess mikla vanda- verks að steypa hvolfþakið, Þau höfðu tregðazt vlð að ganga til samninga við verkfræðingana og afleiðingin varð ekki aðcins langvarandi töf á þessu eina verki heldur margháttaðar tafir og seinagangur á öðrum fram- kvæmdum á vegum borgarinnar. Er það óútreiknað hve mikið tjón borgaryfirvöldin hafa bak- að borginnl 'með þessarí afstöðu sínni. Nú er það hins vegar komið í Ijós eftir hverju borgaryfir- völdin hafa verið að bíða. Ríkis- stjórnin er búin að setja bráða- birgðalðg um gerðardóm í verk- fræðingadeilunni. , Skyldi þá ekki þakið fara að." komast á í- þróttahöllina? Við skulum ætla það að minnsta kosti. — (Ljós- myndari. Þjóöv. G.O.). ref jast að bráoabirgða ögin verði úr gildi felld í gær bárust Þjóöviljanum mótmælasamþykktir frá' Stéttarfélagi verkf ræðinga og Verkfræðingaf élagi ísiands gegn bráðabirgðalögunum um skipun gerðardóms í verk- fræöingadeilunni. Voru samþykktir þessar gerðar á fund- um er haldnir yoru í stjórnum beggja félaganna s.l. laugardag. Stjórnir beggja félág- anna mótmæla harðlega lagasetningu þessari og krefst stjórn Stéttarfé- lags verkfræðinga þess að lögin verði felld úr gildi þar sem þessi af- skipti ríkisvaldsins af Þrír sáttafundir I gærkvöld boðaði sáttasemjari ríkisins til þriggja sáttafunda. Tveir fundanna voru í far- mannadeiiunni, þ.e. milíi full- trúa útgerðarmanna annarsveg- ar og fulltrúa Sjómannafélags- ins og Farmannasambandsins hins vegar. Þriðji fundurinn var í deilu útgerðarmanna og yfir- manna á togurunum. Er blaðið átti tal við sátta- semjara laust fyrir miðnætti stóðu allir fundirnir ennþá og hafði ekkert markverk gerzt. Bjóst sáttasemjari við að þeir stæðu eitthvað fram eftir nótt- inni. Þetta er fyrsti -;fundur sáttasemjara með deiluaðilum og eru viðræðurnar enn skamnnt á veg komnar. Enn hefur ekki verið boðað til verkfalla í sambandi við deilur þessar. deilunni séu tilefnislaus Stjórn Verkfræðingafé- lag-s íslands mótmælir og harðlega þeirri árás á verkfræðingastéttina að'taka samningsréttinn af stéttarfélagi þeirra og bendir jafnframt á að bráðabirgðalögin sýni algert skilningsleysi stjórnarvaldanna á nauðsyn þjóðfélagsins fyrir tæknilegar fram- farir. Mótmælasamþykkt stjórnar Stéttarsambands verkfræðinga er svohljóðandi: Stjórn stéttarfélags verkfræð- inga mótmælir harðlega bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar dags. í dag um gerðardóm til að ákveða kjör verkfræðinga hjá öðrum en ríkinu og afnámi verk- fallsréttarinns í yfirstandandi kjaradeilu verkfræðinga. Hér er um að ræða harkalegustu árás á verkfaais- og samningsrétt stéttarfélaga, sem starfar sam- kvæmt lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Þetta er gert á sama tíma og samn- ingaviðræður standa yfir og von er á árangri af þeim. Stjórn Stéttarfélags verkfræðinga telur afskipti ríkisvaldsims fSi. þessari deiilu tilefnislausa með öllu og krefst þess, að lög þessi verði feUd úr gildi. Stjórn Stéttarfélags verkfræðinga. Mótmælasamþykkt stjórnar Verkfræðingafélags íslands hljóð- ar svo: M Ö T M Æ L I Stjórn Verkfræðingafélags Is- lands mótmælir harðlega árás þeirri á verkfræðingastéttina, er felst í hinum nýju bráðabirgða- lögum um svonefnda lausn á kjaradeiluverkfræðinga. þar sem almennur samningsréttur er tek- inn af Stéttarfélagi verkfræðinga og ráðgjafarverkfræðingar svipt- ir rétti til að ákveða gjöld fyrir Framhald á 2. síðu. Icecah tekinnl almenna notkun Samkvæmt fréttatilkynningu sem Þjóðviljanum barst í gær frá póst- og símamálastjórninni var nýi sæsíminn um Grænland til Nýfundnalands tekinn í notkun í gær kl. 1 fyrir almenn talsíma- og skeytaviðskipti við Ameríku. Kl. 14.00 í dag (mánudaginn 19. ágúst) verður hinn nýji sæ- sími ICECAN, sem liggur vm Grænlánd til Nýfundnalands, tekinn í notkun fyrir almenn talsíma- og skeytaviðskipti við Ameríku. mrni Benediktsson játar Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra staðfestir í Reykjavíkurbréfi í fyrradag að Þjóöviljinn haf skýrt réttilega frá því að í Hval- fjarðarsamningunum nýju verði herskipa- og kafbáta- flota Atlanzhafsbandalagsins tryggð aðstaða í Hvalfirði. Ráðherrann segir: ,,Skýrt hefur verið frá, að í athugun sé að bæta af- greiðsluskilyrði og olíu- geyma í Hvalfirði, jafnframt því sem við hendina veröi legufæri fyrir skip, ef á þarf að halda. Allir vita, að of seint kann að ver&a að gera úíkar ráðstafanir, ef til ó- friðar kæmi. Allt getur oltið á því að vera viðbúinn." Legufærin og múrningarn- ar í hafsbotni á Ijórum til fimm stöðum í firðinum eiga Bjarni Benediktsson. að tryggja það að hægt sé að breyta Hválfirði í her- skipa- og kafbátalægi á svipstundu. Nú er sagt að sú breyting verði fram- kvæmd, „ef til ófriðar kem^ ur", en auðvitað þarf ekki nema nýja beiðni frá Atl- anzhafsbandalaginu til þess að viðbúnaðurinn verði tek- inn í notkun þegar hers- höfðingjar Atlanzhafsbanda- lagsins telja sér henta. Eins og kunnugt er var þessi sæsími lagður í. lok síðasta árs og þá farið að nota hann fyrir öryggisfjarskipti alþjóðaflug- þjónustunnar, en hann bilaði stuttu &íðar, hvað eftir annað,. meðal annars vegna óvenju stórra ísjaka við Grænland. Var þvi frestað að taka hann í notkun fyrir almenn símviðskipti þartil nú, er viðgerðum er' lokið. Und- anfarið hefur simasambandið við Ameríku því farið fram um Bretland og að nokkru leyti um beint radíósamband, þegar um skeyti var að ræða. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja sæsímann í grennd með löngum borholum í gegnum f jall þar sem sæsíminn er leidd- ur í gegnum niður á mikið dýpi, og frekari framkvæmdir í sama skyni verða gerðar síðar. Næsta viðskiptastöðin vestan- hafs verður í Montreal í Kanada og er hún rekin af Canadian Overseas Teiecommunication Corporation, sem ásamt Mikia Norræna Ritsímafélaginu er eig- andi að sæsímanum. Þar verð- ur samtenging fyrir viðskipti við aðra staði í Ameríku. Hver er forseti Sameinaðs þings? Fær hann tvo þriðju hluta forsetavalds? •k Fyrir helgi var gef- in út tilkynnlng frá for- sætisráðuneytinu um utan- för forseta íslands og að við-hefðu tekið handhafar forsetavalds, forsætisníð- herra, forseti ðæstaréttar og forseti Sameinaðs þings. Forseti Sameinaðs þings var á síðasta þlngi Frið- jón Skarphéðinsson, en hann féll í kosningunum í sumar og tekur ekki sæti á þingi f haust nema þá sem varamaður. •k Nokkru áðut en þessi tilkynning forsætisráðu- neytisins var gefin út hafði utanríkisráðherra lýst yfir því við stjórnarandstöðu- flokkana að ríkisst'jónnm teldi að utanríkismála- nefnd Alþingis væri ekki tH. Hefðu umboð hinna fyrri þingmanna' fallið nið- ur á kjördegi í sumar og þar með þingnefnda, enda hefðu sumir af nefndar- mönnum ekki verið kjönn- ir á þing aftur. Ef ríkis- stjórnin telur þessa reglu gilda virðist einsætt að hún gildi á sama hátt um forseta Sameinaðs þings. •k Þjóðviljinn ræddi i gær við Knút Hallsson stjórnarráðsfulltrúa og spurðist fyrir um það hvernig ætti að skilja til- kynningu forsætisráðu- neytisins um handhafa for- setavalds. Kvað hann hér um að ræða vandamál, sem ekki hefði enn verið ráðið fram úr, hvort líta ætti á Friðjón Skarphéð- insson sem forseta .Sam- einaðs þings þar til nýr hefði verið kjörinn, hvort taka ættí fyrsta varafor- seta Sigurð Ágústsson þar sem Friðjón féll, eða ald- ursforseta Alþingis sem sjálfkrafa þingforseta i upphafi þings. Ekki væri að vita hvort handhafar forsetavalds þyrftu að taka nokkrar ákvarðanir . með- an forseti væri fjarver- andi, en allavega væri hér um athyglisvert stjórn- lagalegt vandamál að ræða. T*r í sambandi við þann möguleika að aldursfor- seti alþingis verði talinn forseti Sameinaðs þings þar til nýr hefur verið kjörinn skal á það bent að Ölafur Thors er nú elztur þingmanna. Hann er þeg- ar handhafi forsetavalds að einum þriðja hluta sem forsætisráðherra! Á \\- I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.