Þjóðviljinn - 20.08.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.08.1963, Blaðsíða 7
i Þriðjudagur 20. á'gúst 1963 ÞIÓÐVILIINN SÍÐA 1 KARLMANNASKÓR Seljum næstu daga karlmannaskó með leður- og gúmmísóla. Verð aðeins kr. 166.00 — 21000 — 265.00 — 269.00. I . Karlmannasandalar úr leðri og vinyl. 3 Verð kr. 117.00 og 187.00. Kaupið ódýran skófatnað meðan byrgðir end- ast. Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100 bifreiðaleigan HJÓL fjölhæfasta farqtækið á lantfí BENZIN eða DÍESEL Verð á LAND-ROVER með eftirtöldum búnaði Alunalnlum hús, með hliðar- gluggum — Miðstöð og rúðu- blásari—Afturhurð með vara hjólafestingu — Aftursæti — Tvær rúðuþurkur — Stefnu- Ijós — Læsing á hurðum — Innispegill — tJtispegill — Sólskermar. Gúmmí á petulum — Dráttar krókur — Dráttaraugu að framan — Kílómetra hraða mælir með vegamæli — Smur þrýstimælir — Vatnshitamæl- ir — 650x16 hjóibarðar H. D. afturfjaðrir og sverari höggdeifar að aftan og framan Eftirlit einu sinni eftir 2500 km Verð með benzínvél og ofangreindum búnaði ca. kr. 128.200 þúsund Verð með dieselvél og ofangreindum búnaði ca. kr. 145 þúsund Heildverzlunin Hekla h.f. Laugavegi 170 — 172 — Sími 11275. FISKIMÁL - Effir Jóhann J. E. Kúld Viðtal við Finn Devold um útlit síldveiðanna Bími 16-370 Hverfisgðtu 62 í blaðinu Fiskaren 7. ágúst sJ. er viðtal við hinn þekkta norska fiskifræðing Finn De vold þá nýkominn heim frá síldarmiðunum við Norður-Nor- eg og Island á rannsóknarskip- inu Johan Hjört. 1 hafinu út af Norður-Noregi urðu þeir var ir við nokkra síld á 80 mílna breiðu belti, en víða nokkuð dreifða. Telur Devold öruggt að hér hafi verið um millisíld að ræða. Á miðunum kringum Jan Mayen urðu þeir síldar varir, þetta var mjög stór síld og í litlum dreifðum torfum ekiki á- litleg til að veiða með snurpu- nót. Hinsvegar telur Devold að þarna geti vetið um rekneta- veiði að ræða þegar dimma tek- ur nótt. Devold segir: Við héld- um svo til síldarmiðanna út af Austfjörðum, og athuguðum svæðið frá Langanesi og suður fyrir Reyðarfjarðarál. Um þá athugun segir Devold þetta. Við urðum varir við þó nokkra sfld í Seyðisfjarðar- og Reyðarfjarð- arálum. Síldin á þessu svæði var stór, en torfur nokkuð dreifðar. Hvemig virtust veiði- skilyrðin spyri blaðið. Sjávar- hitinn var þafna minni en i fyrra sumar segir Devold, eða 4—5 gróður. Hins vegar var sjávarhitinn lengra til hafs austur frá Seyðisfirði kominn upp í 7—8 gráður og þar góð veiðiskilyrði á 60 kvart-mílna belti austur eftir. Að síðustu athugaði Johann Hjört hafsvæð- ið norður af Færeyjum og milli Færeyja og íslands. Um síldina á þessu svæði segir Devold, að hér hafi ver- ið um yngri órganga að ræða, ekki eins stóra síld. Þá urðu þeir einnig varir við Makríl í torfum á þessu svæði. Um sildveiðihorfumar fyrir Austurlandi segið Finn Devold þetta: Að ekki hefur veiðst meiri sild hingað til undan Austfjörðum í sumar en raun Ráðstefna um barnavernd hald- in í Varsjá Framþald af 5. síðu. böm og skaðlegar skemmtanir. 1 skýrslu sem samin hefur verið fyrir ráðstefnuna af dr. John R. Rees, sem er forseti World Federation for Mental Health, segir að ékki hafi verið færðar sönnur á að afbrota- menn verði til vegna siæmra kvikmynda og hryllingssagna. Það séu djúpstæðir þættár í sál barnsins sem fái útrás í árásarhvöt og uppreisnarþörf, og þessar hvatir verði með ein- hverjum hætti að koma fram. Hins vegar sé margt sem bend- i til þess, að böm, sem hafi þessa þörf fyrir ófélagslega eða andfélagslega hegðun, „læri nýjar árásar- og hegðunarað- ferðir af því, sem þau sjái í kvikmyndum”, og að óhjá- kvæmilega eigi sér stað af- skræming á eðlilegri tilfinn- ingaalstöðu bamsins til grimmdar og ófélagslegra lífs- hátta. Dr. Rees ræðir einnig mögu- leikann á skynsamlegri og raun- hæfari afstöðu til vandamáls- ins um afnám fordóma með til- liti til þess, að „ekkert bam er fæbt með arfgenga tilhneig- ingu til fordóma". Rannsóknarskipið Johan Hjort ber vitni, er aðallega sök óhag- stæðrar veðráttu á miðunum og mikilia frátafa vegna óveð- urs. Hin þráláta norð-austanátt hefur orðið þess valdandi að ó- venjulega kaldur sjór er nú uppundir Austurströnd Is- lands. Af þessari ástæðu verð- ur nú að leita síldar lengra til hafs, en árangurinn er fyrst og fremst undir því kominn að flotinn fái sæmilega gott veiði- veður. Ef veðrið verður sæmi- legt á sildarmiðunum það sem eftir er veiðitímans, þá telur Devold hugsanlegt að hægt verði að bæta stórum afkomu veiðanna. Hans Egede á Grænlandsmið Norski skuttogarinn Hans Egde sem er kringum 1200 brútto smálestir er nú í þann veginn að leggja upp frá Noregi til miðanna við Vestur-Grænland. Skipið á að veiða í salt ein- göngu, en útgangur að vinnast í mjöl, í hinni fullkomnu mjöl- vinnslu skipsins. Þá verður lifrin unnin jafnharðan í með- ala lýsi. Verði fiskur tregur við Grænland er ákveðið að skipið haldi á miðin við Ný- fundnaland. Á skipinu verður 38 manna áhöfn. Vinna við fiskinn er öll framkvæmd und- ir þilfari. Enn gerast undur á hafinu Norsk’ blöð skýrðu nýlega frá því, að tveir sjómenn frá Finnmörku á bátnum Val- kyrien hafi orðið varir við áð- ur óþekkt Sjóskrímsli á miðun- um þar sem þeir voru vi veiðar. Þegar þeir sáu þetta úr nokkurri fjarlægð héldu þeir að þetta væri stórt rekald og héldu að þvi. En brátt kom í ljós að hér var ekki um rek- ald að ræða, heldur geysilega stóra skeppnu. Sjómennirnir segja að lengd skepnunnar hafi verið á að giska 25 metr- ar. Þrír stórir uggar væru upp- úr bakinu og sporðurskepn- unnar langur. En það merki- legasta af lýsingunni er eftir. Þessi undraskepna hafði lang- an háis líkt og á svan væri en höfuðið var frekar smávaxið og líktist Ugluhöfði. Þegar báturinn var kominn í námunda við þessa skepnu þá hélt hún af stað til hafs með svo mikilli ferð að sjórinn var sem einn löðrandi brim- skafl þar sem hún fór. Menn segja að þessi lýsing á skepn- unni komi vel heim við lýsingu á „Sjóorminum" sem sjómenn þóttust stundum verða varir við, á tímum seglskipanna. NYTIZKU HUSGÖGN Fjölbreytt úrval. Póstsendum. Axel Eyjólfsson Skipholti 7 — Sírni 10117. l.f. Egill Vilhjdlmsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.