Þjóðviljinn - 20.08.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.08.1963, Blaðsíða 8
8 SI®“ ÞIÖÐVILIINH annarlegt. Hún hafði aidrei fyrr séð svona marga svertingja á götunni. Kannski yrðu einhverj- ir þeirra í sömu stofu og hún — sem hún vildi ekki. en hafði þó mikinn áhuga á. Spennandi var það, svo mikið var vist. Hún var klaedd hvítu blússunni og dökku pilsi sem hún hafði pressað kvöldið áður og andlitið sam- vizkusamlega snyrt — aðeins vottur, ósýnilegur vottur af púðri. Hún gekk samhliða Lucy, en þær töluðu ekki saman. Einstöku sinnum leit Lucy við og flissaði, en þær töluðu ekki. Þær gengu hraðar en dökki hóiiurinn, gengu yfir stóru gras- flötina og blönduðust hinum skólakrökkun um og gleymdu hvað var á seyði. Einhver sagði: — Hæ, Ella. Ella sneri sér við og sá Hank Kitchen. Hjarta hennar tók viðbragð. kyrrðist síðan aftur. — Hæ, sagði hún áhugalaust. Þau horfðu hvort á annað stundarkom. Það gat ekki verið, en ■ Hank sýndist stærri, þrek- legri en áður. Hann var snyrti- legur og ungur og ferskur. Hann var vel til fara. Buxumar pressaðar, það stimdi á hvíta skyrtuna, skómir gljáðu, hárið nákvæmlega tveir sentimetrar á lengd. kubbað af eins og eftir' reglustiku. — Sé þig, sagði hann og skálmaði upp tröppumar. Lucy flissaði enn. — Verðurðu með honum þetta skólaárið? — Ég veit það ekki, sagði Ella. — Þú veizt hvemig hann hefur látið. — Já, sagði Lucy. — Ég veit. Og svo er þessi nýi náungi. Þær litu báðar um öxl, sáu svertingjahópinn nálgast grasið, gengu síðan upp tröppumar og inn í' hálfrokkið anddyri skól- ans. Harley Paton horfði rólegur út. Það var engin svipbrigði að sjá á andliti hans, þótt hláturhrukk- umar við augun gerðu hann alltaf glaðlegan á svip. En það var engin gleði í huga hans. Hann Ieit á enskukennarann, Agnesi Angoff, sem var líka að Hárqreiðslan Hárgreiðsln og snyrtjstofa STEINC og DÓDO Langavegi 18 m. h (lyfta) Sími 24616 P E K M A Garðsenda 21. sími 33968 Hárgrejðslu. og snyrtistofa Dömnr nárgreiðsla við a.lira hæfi - TJARNARSTOFAN Tiarnargöto 10 Vonarstrætis megin — Simi 14662 HARGREIÐSLUSTOFA ADSTURBÆ.1AR (Maria Guðmnndsdóttir) Laugavegj 13 — simi 14656 — Nuddstofa á sama stað - horfa og sagði: — Hvemig lízt yður á? Ungfrú Angoff brosti. Ég er mjög ánægð, sagði hún. Ég held þetta fari allt Ijómandi vel. — Hvers vegna? — Ég veit ekki af hverju mér finnst það. En — ég hef eins konar hugboð, skiljið þér. Ég sagði yður víst frá þvi, að ég athugaði einkunnimar þeirra. MacDowell stúlkan er upp á hreina ágætiseinkunn. — Ágætt. — Og Jósep Green hefur feng- ið prýðilegan vitnisburð. — Tja, sagði Paton, — þér verðið að muna að þau koma úr Lincolnskólanum. — Ég veit það. En það gef- ur góð fyrirheit. — Hvað um hin? — Þau eru upp og niður eins og gerist um krakka, sagði kon- an. — Vaughan og Read strák- amir eru ekki miklir námsmenn. til dæmis. En það er ekkert af- brigðilegt við hópinn. Engir vandræðagripir, það er fyrir mestu. — Já, það er víst fyrir mestu, sagði Paton og hugsaði með sér að það væri ef til vill ennþá þýðingarmeira ef engir vand- ræðagripir væru meðal hvítu nemendanna í Caxton. En þeir voru til. I hópi átta hundruð unglinga var ævinlega talsverð- ur hópur sem erfitt var að tjónka við. En til allrar hamingju þekkti hann þá alla. Og hann hafði í hyggju að tala alvarlega við þá alla á morgun. ' Ungfrú Angoff var enn bros- andi. Hinir kennaramir — herra Lowell, stærðfærðikennari: frú Gargan, heimilishagfræði; frú Meekins, stjómskipunarfræði — voru hlutlausir á svip. Paton sagði: — Ég hef alltaf verið dálítið kvíðinn þegar þessi stund nálgast. Eftir leyfin og alla hvíldina. þá byrjar gaura- gangurinn upp á nýtt. Þeir nálg- ast okkur eins og hermanna- floktour. — En prúður flokkur, sagði ungfrú Angoff. Paton uppti öxlum. Hann virti fyrir sér iðandi flötina og and- varpaði. Faðir hans var skóla- stjóri í gagnfræðaskólanum í Carston, í tuttugu og átta mílna fjarlægð; afi hans hafði verið háskólakennari; hann undraðist það ekki lengur að hann skyldi hafa orðið skólastjóri. Það var óumflýjanlegt. Sú staðreynd að honum þótti ekki gaman að starfinu — nema börnunum og vandamálum þeirra — breytti litlu um það. Þannig var lifið nú einu sinni. Hann horfði á svertingjana ganga inn á grasflötina, horfði á borgarbúa — svo sem sjötfu og fimm talsins — sem eltu, horfði á hvítu nemenduma sem stóðu þama og horiðu forvitnislega fram fyrir sig, og honum þótti þetta of gott til að vera satt, of gott til að endast. Á háskóla- árunum hafði hann látið sig dreyma um stund eins og þessa, en aldrei i hreinni alvöru. Nú var hún runnin upp og hann gat ekki trúað þvL — * Haldið þið að það verði einhver vandræði? spurði frú Gargan allt í einu. Paton var í þann veginn að svara en herra Loweli varð fyrri til: — Auðvitað verða vandræði. Þessir krakkar eru böm foreldra sinna. En kannski verður þetta ekki svo afleitt; kannski getum við ráðið við það. — Auðvitað getum við það, sagði ungfrú Angoff snögg upp á lagið. Hún var holdug en aðlað- andi kona, svo sem hálffertug. Hún var gædd rólegum styrk, en einnig næstum barnalegum á- kafa, sem stundum fór í taug- ámar á starfsfélögum hennar.- Agnes Angoff tók ekkert eins nærri sér og að gefa nemanda falleinkunn; en þetta lét hún ekki uppi. Gagnvart nemendun- um gat hún verið ströng og kuldaleg og ákveðin. Þeir báru virðingu fyrir henni en voru ekki hræddir við hana. — Ég vona það, sagði frú Gr^gan með angurværð. — Ég vona það svo sannarlega. Þetta er svo góður skóli. Paton fékk skyndilega löngun til að sparka í bakhlutann á frú Gargan, en sem betur fór bælt hana niður. Hann hafði áður fundið til hans sama. Því að frú Gargan var þversögn: gáfuð kona — að minnsta kosti vel/ menntuð kona — en samt sem áður bjó hún yfir öllum hinum lágkúrulegu fordómum almenn- ings. Hún sá aldrei hin leyndu vandamál æskunnar. Hún vildi að allt gengi snurðulaust. Og meðan ekkert bjátaði á. var frú Gargan ánægð. Stundum lá við að skólastjór- inn í menntaskólanum í Caxton viðurkenndi að hann bæri held- ur litla virðingu fyrir kennara- liði sínu, að ungfrú Angoff und- anskilinni. — Jæja, sagði herra Lowell hrjúfri röddu. — Ætli það sá ekki bezt að vinda sér í það. — Jú, sagði Paton. Tom McDaniel kveikti sér í sígarettu og velti fyrir sér hvers vegna allt hefði gengið svona snurðulaust; ótti hans reyndist ástæðulaus. Hann var ekki bein- linis vonsvikin nema yfir sjálf- um sér. Hann hefði verið sann- færður um að það yrðu mót- mælagöngur sem réttlaettu kvíða hans, skrif hans í dálkunum og undanfarna baráttu. En stað- reyndin var einfaldlega sú að hreint ekkert hafði gerzt. Svörtu bömin höfðu komið niður hlíð- ina, þau höfðu gengið gegnum borgina og nú voru bau á leið yfir grasflötina að skólanum. Tom var að því kominn að fara, þegar hann heyrði fyrsta hrópið. Það var hikandi. var- færnislegt óp, en það heyrðist. — Burt niggarar! Hann hristi af sér slenið og fór að horfa í raðir fólksins. Hann sá einn mann, einn eld- rauðan mann og hann vissi strax hver hafði kallað. Abner West. Snattari hjá Towne efnalauginni; núll. En félagi í samtökum Farra- gut sýslu til verndar stjómar- skránni...... — Heim með ykkur. Við vilj- um ykkur ekki! Svertingjamir stönzuðu eins og klippt hefði verið í snúru. Jói Green snerist á hæli, kreppti hnefana. Einhver í hópnum öskraði: — Við viljum ekki sjá ykkur, svörtu niggarar! Hver var það? Lorenzo Niesen — umferða- prédikarinn; hann teygði álkuna eldrauður í framan með æsing' í augum. Önnur rödd: — Þetta er hvítur skóli! / En enginn hreyfði sig. Radd- imar hófust og hnigu eíns og skothríð. Þá kom Tom auga á annað fólk sem var á göngu — marsér- aði í áttina að flötinni. Það hélt á spjöldum, sumum klömbruðum saman úr spýtum, öðrum enn hroðvirknislegri. Hann tók upp vasabók sína, opnaði hana, mund- aði blýant og reyndi að lesa á spjöldin. Á flestum stóð: Farið heim Niggarar!!! önnur voru ýtarlegri: Þetta er skóli fyrir hvítt fólk — Við vilj- lún ekki Negra!!! Fimmtán manneskjur alls með spjöld: suma þekkti Tcan, aðra ekki. Sex voru konur. Hann sá þama Maþel Bodge og Ednu Callender. Þær héldu á spjöldum sínum með einbeitni sem virtist nauðsynleg til að leyna vandræð- um þeirra. Þær trúðu á málefnið en ekki eigin styrk. Sumir spjaldherranna voru unglingar, byrjendur í mennta- skóla. Þeir brostu allir héralega, eins og þeim væri ekki fyllilega Ijóst hvað þeir væru að gera og hvers vegna. Tom skrifaði í skyndi.... hóp- ur elti. Stilltur. Abner Weststóð fyrir skætingi úr þvögunni. — Þeir eru ekki eins sperrtir núna, sagði einhver við Tom. Hann snéri sér við og sá Gilla Devenport, rakara borgarinnar. Gilli brosti sælubrosi. — Ætli þeir séu ekki fölir undir litn- um, ha? — sagði hann. Tom gekkt burt. Hann velti fyrir sér hvaðan spjöldin væru komin: Skriftin var sú sama á öllum — og með dökku bleki, sennilega indverksu bleki. Aðeins ein verzlun í Caxtton hafði á boð- stólum indverskt blek. Hann krotaði enn i bók sína. Svertingjamir stóðu grafkyrrir eins og dökkar styttur; síðan sneri Jói Green til höfðinu, sneri sér við og gekk af stað upp að skólanum. Fólkið þokaði sér nær en leyfði þeim að komast hjá. Fjötrunum var aflétt; hvítu námsmennimir sem enn voru utan dyra hreyfðu sig aftur, þeir hröðuðu sér upp tröppumar. Þegar Harley Paton birtist í dyrunum stönzuðu spjaldberam- ir. Fólkið hljóðnaði. Það sá svip skólastjórans — sem var hvorki reiðilegur né hneykslaður, en honum þótti sýnilega miður — og þagnaði h'ka. Jói Green gekk á undan böm- unum ellefu upp tröppumar og inn í anddyrið. Paton skólas'tjóri stóð álengdar þar til allir nem- endumir voru komnir inn, þá fór hann innfyrir líka og lokaði dyrunum. ♦ Hann sagði stiililega: Ég heiti Harley Paton; þið hafið víst tal- að við mig áður. Ég er skóla- stjóri í- þessum menntaskóla. Hann rétti ekki fram höndina. — Þetta verður sennilega dálítið óeðlilegt í dag, svo að þið verðið að sýna þolinmæði. ykkur verður vísað í kennslustofur ykkar strax og við fáum tóm til þess. Jói fann hvemig slaknaði á spennunni. Fyrsta þolraunin var á enda og hún hafði ekki verið eins slæm og hann hafði búizt við; samt gat hann séð fyrir sér spjöldin og svipinn á fólkinu.... Hann leit á bömin sem stóðu umhverfis hann og þau mynduðu röð fvrir utan skrifstofu skóla- stjórans. Það varð töluverð bið. talsvert um augnagotur til að losna við ósvífnisgláp og heimskulegt — Þriðjudagur 20. ágúst 1963 SKOTTA Áhugamál mín eru strákar, strákar, strákar, strákar, hljómplötur og föt, nákvæmlega í þessari röð. Kona óskast Konu vantar nú þegar í eldhús Kópavogs- hælis. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 38011. Reykjavík, 19. ágúst 1963. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA SKRIFSTOFUSTÚLKA ÓSKAST Okkur vantar skrifstofustúlku frá næstu mán- aöarmótum. Nokkur vélritunarkunnátta nauð- synleg. ðkr'iflegar umsóknir sendist bæjar- sknfstofunni í Kópavogi. BÆJARSTJÓRI N Ý K O M I D GREPE SOKKAR N Ý K O M I Ð Kr. 25.00 'pariðy ASA Skólavörðustíg 17 — sími 15188.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.