Þjóðviljinn - 21.08.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.08.1963, Blaðsíða 3
Midvifcuda-gur 21. ágúst 1963 MðBVDJlKH SÍÐA Atkvæði sósíalista ríða baggamuninn Líkur eru taldar á að stjórn Gerhardsens í Noregi falli OSLÓ 20/8 — Víst má nú telja að norska Stórþingið muni samþykkja vantraust á stjórn Einars Gerhardsens vegna afskipta hennar af hinu svonefnda Kings Bay-máli og vanrækslusynda hennar í sambandi við það. Þetta varð ljóst eftir að formaður Sósíalistíska alþýðuflokksins, Finn Gustavsen, sagði á þingi í kvöld að ríkisstjórnin yrði að fara frá- í fyrra varð spremging í kolanámunni við Kings Bay á Svalbarða og fórst þá 21 mað- ur. Þetta var í fjórða sinn eft- ir stríðið sem slys varð í nám- unni og heldur stjórnarandstað- an því fram að ríkisstjórmin eða þeir ráðherrar henhar sem þarna eiga hlut að máli, iðn- armálaráðherrann Skogly, eigi armálaráðherrann Ckogly, eigi sök á því að ekki var fram- fylgt settum öryggisreglum í námunni. Komið hefur í ljós að vikið hefur verið frá ýms- um mikilvægum reglum sem settar voru til að koma í veg fyrir slys í mámunni og van- rækt að gera varúðarráðstafan- ir sem sérfræðingar höfðu mælt með eftir fyrri slysin. Vantraust Öll önnur pólitísk mál hafa Réttarhöld hafín í máfí Helanders STOKKHÓLMI 20/8 — Réttar-. höld f máli Dick Helanders biskups, sem fyrir tíu árum var iænidur frá embætti fyrir að 'iafa skrifað níðbréf um keppi- nauta sína í biskupskjörinu, bófust aftur í dag fyrir Svea Hovrátt, sem árið 1954 hafði einróma staðfest dóm undir- réttar. Málið hefur fengizt tekið upp að nýju vegna þess að á liðo- um árum hefur verið aflað ým- issa nýrra gagna sem eru til bess fallin að veikja forsend- ar dómsins. Verjandi Heland- i'rs og hinn opinberi saksóknari röktu báðir þau tíu atriði sem dómurimn var byggður á og hélt verjandinn því fram, að hin nýju gögn sem hanm myndi leggja fram í réttinum myndu sanna sakleysi skjólstæðings hans. horfið í skugga þessa máls í Noregi undanfarna mánuði og í dag hófst í Stórþinginu um- ræða um vaintrauststillö-gu sem borin er fram af borgaraflokk- unum. Ríða baggamuninn Þingsæti skiptast þannig í Stórbinginu að Verkamanna- Emar Gerhardsen flokkuriinn hefur 74, borgara- flokkarnir fjórir hafa eimnig 74, og því er það að tveir þing- menn Sósíalistíska alþýðuflokks- ins ríða baggamuninn. í»ess hafði því verið beðið með mikilli eftirvæntin-gu hvaða afstöðu sósíalistar myndu taka í málinu, en skrif málgagns flokksins „Orientering“ um mál- ið að undanfömu hafa þótt benda til þess - að þingmenm hans myndu greiða atkvæði með vantrausti á stjómina. Ekki borgarstjóra Þetta reyndist rétt vera, því að Gustavsen, leiðtogi flokks- ins, sagði í þingræðu sinni í kvöld, að stjórn Gerhardsens ætti að segja af sér. Hér væri ekki um að ræða flokkspóli- tískt mál. en framkoma stjóm- arinnar hefði verið með þeim hætti, að ekki væri verjandi að hún sæti áfram. Hún hefði algerlega neitað að viðurkenna þá réttmætu gagnrýni sem bor- in hefði verið á hana fyrir af- skipti hennar af þessu máli og því yrði hún að víkja. Á hinn bóginn væri flokkur lians ekki á því að mynduð yrði stjórn borgaraflokkanna, enda væru þeir í minnihluta á þing- inu. Mátti helzt skilja á Gust- avsen að Sósíalistíski alþýðu- rlokkurinn myndi greiða at- kvæði með Verkamannaflokkn- um gegm slíkri stjórn, sem ef mynduð yrði myndi verða undir forystu Lyng, formanns þlngflokks íhaldsmarina. Tító þakkaói Krústjoff starf 1 þágu fríðarins BELGRAD 20/8 — Krústjoff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, kom með þotu til Belgrad í dag á- samt föruneyti sínu. Fjórat júgó- slavneskar orustuþotur af nýrri sovézkri gerð fylgdu flugvél Krústjoffs síðasta spölinn. I för með honum er kona hans, sonur og dóttir og nokkrir starfsmenn sovézka kommúnistaflokksins. Tító forseti tók á móti Krú- stjoff á flugvellinum og heilsuð- ust þeir innilega .föðmuðust og kysstust. Erlendir sendimenn voru einnig staddir á flugvellin- um, en kínverski sendifulltrúinn sendi einn af undirmönnum sín- um. Tító bauð Krústjoff velkominn og þakkaði honum í stuttri ræðu hið mikla starf hans í þágu frið- ar og friðsamlegrar sambúðar þjóða. Koma Krústjoffs myndi enn. verða til að treysta vináttu Júgóslavíu og Sovétríkjanna. 1 þakkarávarpi sínu óskaði Krústjoff Júgóslövum góðs ár- angurs af sósíalistísku uppbygg- ingarstarfi sínu. Hann minntist fyrri heimsóknar sinnar til Júgóslavíu fyrir sjö árum og sagði að nú myndi aftur tekinn upp þráðurinn úr þeim viðræð- um sem hann átti þá við júgó- slavneska leiðtoga. Mikill mannfjöldi fagnaði þeim Tító þegar þeir óku frá flug- vellinum til borgarinnar og köstuðu böm blómum á veg þeirra. Eftir langa mæðu og mikið málþóf hefur loks tekizt sam- komulag milli stjórna ríkjanna í Suðaustur-Asíu, Malaja, •dónesíu og Filipseyja, um stofnun hins nýja ríkis, Malasíu, en það nær yfir Malaja, Singapore :g fyrri nýlendur Breta á Norður-Borneo. Myndin er tckin þegar leiðtogar þessara ríkja undir- rituðu nýlega sáttmála þar sem stofnun hiins nýja ríkis er viðurkennd og ern þeir frá vinstri: iúkarao Indónesíuforseti, Macapacal, forseti Filipscyja og Raham, forsætisráðherra Malaja. Andúðin á stjórnarfari einvaldsherrans Ngo Dinh Diems, sem situr að völdum í Suður-Vietnam fyrir tilstyrk Bandaríkjapna, magnast stöðugt í Iandinu. Mikill hluti þjóðarinnar á um sárt að bínda vegna kúgunar og ofbeldisaðgerða Diems, og það eru ekki aðeins búddatrúarmenn sem orðið hafa fyrir barðinu á þeim. Framferði hermanna Diems, sem lúta bandarískum foringjum, í sveitum landsins einkennist af slikri villimennsku að orð hefur jafnvel verið haft á þvi í bamda- rískum blöðum. Heil þorp hafa verið lögð í eyði vegna þess að þorpsbúar hafa verið grunaðir — sjálfsagt ekki að ástæðulausu — um stuðnin g við skærulliða úr þjóðfrelsishreyfingunni. — Myndin sýnir vietnamska bóndakonu réyna að bjarga fátæklegum munum sírnun úr ránshöndum ' herman na Diems. !«■■■■■■■■■■■■■ | Strandhögg | gert á Kábu \ HAVANA 20/8 — Hópur 5 andbyltingarmanna gekk á | land við Santa Lucia á norðurströnd Kúbu á : mánudag og reyndu þeir, { sem voru vopnaðir vél- j byssum og sprengjuvörp- | um, að sprengja brenni- I steinsverksmiðju í loft { upp. Þeir komu á tveim- I ur bátum, en flúðu í öðr- ■ um þelrra þegar kúbansk- : ir hermenn komu á vett- : vang. Konniaistar í Sýrlandi styðja Sovétríkin MOSKVU 20/8 — Málgagn sovézka kommÚTiistaflokksins, „Pravda“, birti í dag yfirlýsingu frá miðstjóm Kommúnistaflokks Sýrlands. þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við sovézka flokkinn í deilum hans við kín- verska kommúnista. Kínversku leiðtogamir em sakaðir um að reyna að einangra þjóðir Asíu, Afríku og rómönsku Ameríku og slíta tengsl þeirra við sósíalist- ísku ríkin, einkum Sovétrfkin. Teller eindregið á móti sprengibanninu BOMBAY 20/8 — Milljón verka- menn í Bombay hófu verkfall í dag til að mótmæla dýrtíð WASHINGTON 20/8 — Dr. Edward Teller, sem stundum er nefndur ,Jaðir vetnissprengjunn- ar“, lagðist eindregið gegn því að bandaríska öldungadeildin fullgilti Moskvusáttmálann um bann við kjamasprengingum. Utanrfkismálanefnd deildarinn- hafði kallað Teller fyrir slg til að fá álit hans á sáttmálanum. Hann var ómyrkur í máli, sagði að Bandarikjastjórn hefði gerzt sek um mjög hættuleg afglöp þegar hún undirritaði sáttmál- ann og sama myndi eiga við öldungadeildina ef hún fullgilti hann. Hún myndi stofna öryggi landsins í mikla hættu og stór- auka líkur á stríði, sagði Tétler. Hann rökstuddi mál sitt með því að Sovétríkin hefðu þegar gert þær tiiraunir sem þeim hefðu verið nauðsynlegar til að koma sér upp vamakerfi gegn Qugskeytum. Sáttmálinn myndi ekki stöðva vígbúnaðarkeppnina, en aðeins koma í veg fyrir að Bandaríkin kæmust yfir vit- neskju, sem Sovéfríkin hefðu þegar aflað sér. Hann sagði það skoðun sína að Bandaríkin yrðu að halda á- fram sprengingum í andrúms- loftinu og á þann hátt myndu þau geta komið sér upp vama- kerfi gegn sovézkum flugskeyt- um, að vísu ekki óbrigðulu, en þó nægilegu til þess að Banda- ríkin myndu geta svarað kjam- orlcuárás með flugskeytum. Sátt- máilirin myndi draga stórum úr vamagetu Bandaríkjanna og það gæti leitt af sér alvarlega sundr- ungu í röðum vesturveldanna. Dr. Edward Teller. Ef öldungadeildin hafnaði sáttmálanum kvaðst hann vona að Bandaríkin hæfu sem allra fyrst sprengingar í andrúms- loftinu og héldu þeim áfram þar til þau hefðu aflað sér þeirr- ar vitneskju sem þau hefðu þörf fyrir. Það gæti tekið mörg ár, sagði dr. Teller. , WASHINGTON 20/8 — Kennedy sagði á blaðamannáfundi í dag að ósennilegt væri að þeir Krú- stjoff myndu hittast á þingi SÞ í New York í haust. Mikil verölækkun d sumarfatna&i Seljum í dag með miklum afslætti sumarkápur úr ull og rayon, einnig svampfóðraðar. — Poplín kápur — Dragtir — Apaskinnsjakkar — Stretchbuxur. Glæsilegt úrval - Mikil! afsláttur FELDUR Austurstræti 10 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.