Þjóðviljinn - 23.08.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 23.08.1963, Qupperneq 1
Föstudagur 23. ágúst 1963 — 28. árgangur — 178. tölublað. Reykvískir sjómenn fíæmdir burt úr skiprúmum sírium Sjá viðtal á síðu © Réttindalaus? Sjómaður hefur beðið blaðið að koma á framfæri eftirfarandi spurningu: Er það rétt að vakthafandi stýrimaður á lög- gæzluskipinu Ægi, þegar skipið rakst á vélbátinn Fróðaklett GK 250 hafi verið réttindalaus? Eru mikil brögð að því á löggæzluflota landsins, að menn séu þar réttindalausir á vakt? Þessum spurningum er hér með komið á fram- færi við viðkomandi aðila. Þing Samb. ísl. sveitarfélaga: Mörg merk mál á dagskrá þingsins Þing Sambands íslenzkra sveitarfélaga var sett í gær- morgun með ávarpi for- manns, Jónasar Guðmunds- sonar. Þingið hófst klukkan 10 árdegis og situr að Hótel Sögu. Að lokinni setningar- ræðunni flutti borgarstjór- inn í Reykjavík, Geir Hall- grínísson, ávarp og að því loknu skilaði kjörbréfanefnd áliti sem hlaut einróma sam- þykkt og allmörg ný sveit- arfélög voru tekin í sam- bandið. Við forsetakjör hlaut Jónas Guðmusdsson kosningu, en Auð- ur Auðuns var kosin 1. vara- forseti, 2. varaforseti Tómas Jónsson. Ritarar voru kjörnir þeir Jóhann Hermannsson frá Húsavík og Páll Björgvinsson frá Efra-Hvoli. Að loknu kjöri embættismanna var kosið í fastanefndir og for- maður flutti skýrslu stjórnar fyrir tímabilið 1959—1963, þá voru lagðir fram reikningar Framhald á 2. síðu. Búi5 a5 salta í tæplega 400.000 tunnur síldar Samkvæmt upplýsing-^ um Síldarútvegsnefnd- ar var í gær búið að salta í 394.000 tunnur á öllu landinu. Lokið var þá söltun á allri venju- legri saltsíld í gerða samninga og einnig lok- ið að fullu sérverkun síldar á Finnlandsmark- að og hefur hún verið stöðvuð. Eftir er að verka nokkurt magn af kryddsíld, sykursíld og léttsaltaðri síld fyrir hin ýmsu markaðslönd. Stærsti kaupandi saltsíldar í ár eru Sovétríkin með 120.000 tunnur, en mikið magn er einnig selt til Svíþjóðar, Bandaríkjanna, Vestur-Þýzkalands, Danmerkur og Finnlands. Minna til annarra Söltun hefur enn ekki verið stöðvuð, enda verið að reyna samninga um áframhaldandi sölu og fer eftir árangri þeirrar við- leitni hvenær stöðvun verður boðuð. I sumar hefur verið saltað Framhald á 3. síðu Myndin var tekin í gær að Hótel Sögu og sýnlr nokkra þingmenn á Sveitarstjórnarþingiinu að störfum. (Ljósm. Þjóðv. G. O.). Norsk hægristjórn verður skammlíf OSLÓ 22/8 — Atkvæðagreiðsla um vantrauststiilöguna á hendur sóaíaldemálkratas'tjótmar Ger- hardsens forsætisráðherra í Nor- egi fór ekki fram í kvöld eins og búizt hafði verið við. Vitað er þó að tillagan verður sam- þykkt þegar þar að kemur og verður því stjórninni ’ekki lengri lífdaga auðið. Talið er fullvist að hægri- manninum Jolm Lymge verði falið að mynda nýja stjórn en öruggt er að sú stjórn verður ákaflega skammlíf. Þingmaður Sósíalistíska þjóðarflokksins, Finn Gustavsen, skýrði frá því í dag að hann og flokksbróðir hans á þingi myndu hera fram vantrauststillögu á stjórn borg- araflokkanna þegar á fyrsta degi. Þingmannaskiptingin er þann- ig, að hinir tveir þingmenn sósí- alistíska þjóðarflokksins hafa líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér, livort sem um er að ræða stjórn Sósíaldemókrata eða borgaraflokkanna. Fullvíst er talið að John Lynge verði ekki tilbúinn með ráðherralista sinn fyrr en eftir næstu helgi. Fjórir borgara- flokkar munu taka þátt í stjórn- inni og hafa fulltrúar þeirra þegar sezt að samningaborðinu. Búizt er við atkvæðagreiðslu um vantraustið á morgun. ! Undanfarið hafa all- miklar umræður orðið um smásíld þá, er veiðist um þessar mundir fyrir Suður- landi. Hafa ummæli fiskifræðinga hnigið í þá átt, að hér sé um varhugaverðar veiðar að ræða, sem skaðað geti fiskistofninn. í sær lýsti Guðmundur út- gerðarmaður á Rafnkelsstöð- um því yfir, að hann bann- Mlklar umrœSur um smásildarveiSi Akranesbátar enn á miðin - Raf nkelsstaðabóndi hættur aði sínum bátum að veiða smásíldina. Segist Guðmund- ur litla trú hafa á þessum veiðum, og telur þær „hálf- gerða rányrkju". Persónulcga kveðst hann telja veiðar á smásíld „stórspillandi" og vera þeim algörlega mótfall-. inn Ekki eru þó allir útgerðar- menn þessu sammála. Þjóð- viljinn átti í gær símtal við Sturlaug Böðvarsson, útgerð- armann á Akranesi. Stur- laugur kvað hér um við- kvæmt mál að ræða, en þó myndi fyrirtæki hans halda þessum veiðum áfram. Telur hann of mikið úr því gert, hve síldin sé smá. Þá sé það og venjan, að síldjn fari stækkandi er líði á haust. í fyrradag hafi veiðst síld, sem verið hafi 24—32 cm að stærð, en þegar upp í þá stærð sé komið sé síldin vel vinnsluhæf. Þá sagði Sturlaugur enn- fremur, að sjómönnum og út- gerðarmönnum blöskri, hve miklu Norðmenn ausi upp af smásíld. Sé þar um að ræða síld, sem sé þrisvar sinnum minni en sú, er hér veiðist, og hafi þetta orðið Norð- mönnum og Rússum að deilu- efni. Haraldur Böðvarsson gerir út sex báta frá Akranesi, en alls munu tólf bátar gerðir þaðan út á þessar síldveiðar. Ofsóknirnar magnast í S- Víetnam Myndin sýnir Búddanunnur í Suður-Víetnam sem syrgja einn trúbróðir sinn sem brennt hefur sig I hel til að mót- mæla ofsóknum Diems ein- ræðisherra. Diem hefur nú enn hert á ofsóknunum. Her hans, búinn bandarískum vopnum hefur ráðist á búdda- hofin og orðið nokkrum mönn- um að bana. Á annað þús- und manns hafa verið hand- teknir og verða dregnir fyrir herrétt. — SJÁ Frétt Á 3. síðu. Nýr forstjóri Bæjarútgerð- ar Hafnarfj. Sem kunnugt er hrökklaðist Öttar Hansson fiskifræðingur frá störfum sem forstjóri Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar sl. vetur og drógu þau mál á eftir sér þann dilk að upp úr slitnaði samvinnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í bæjarmálum Hafn- arfjarðar. Hinn nýi meirihluti í útgerð- arráði bæjarútgerðarinnar hef- ur nú ákveðið að ráða Helga Þórarinsson í stað Öttars. Helgi hefur starfað hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en síðustu ár hefur hann verið forstjóri Fisk- iðjunnar á Isafirði. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.