Þjóðviljinn - 24.08.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.08.1963, Blaðsíða 7
I Laugardagur 24. ágúst 1963 HÓÐVILJINN Laugardagur 24. ágúst 1963 Ritstjóri: Unnur Eiríksdóttir KÍNVERSKT ÆVINTÝRI við, og hann lét ekki bíða að heimsækja stjörnufræðinginn. Stjömufræðingurinn leit á skyttuna og kinkaði kolli á- nægður og þegar Chang Chien sagði honum að hann hefði tekið við henni í dag, sjö- unda dag mánaðarins, hrópaði hann upp yfir sig: — Auðvit- að, þú ert einkennilegasta stjaman. sem ég sá einmitt þennan dag. Stjarna? — sagði Chang Chien undrandi. — Hvemig get ég hafa verið stjarna? — Nú skal ég segja þér sögu, sagði stjörnufræðingur- inn. — Fyrir nokkrum árum bar það við að Drottning vefnaðarins, en hún er dótt- ir konungs himnanna, varð ástfangin af hjarðsveini og giftist honum. Þau voru mjög hamingjusöm. Satt að segja voru þau of hamingju- söm, því þau hættu áð sinna skyldustörfum sínum, kýrnar léku laUsum hala, og vefstóll- inn stóð ónotaður úti í horni. Konungur himnanna varð svo reiður, þegaií hann frétti þetta, að hann lét flytja þau á sitt hvorn bakka fljótsins mikla. sem rennur eftir miðj- um himninum, og nefnist Vetrarbrautin. Þar geta þau aðeins horft hvort á annað yfir fljótið, en aldrei hitzt, það er að segja, sjöunda kvÖld sjöunda mánaðarins fá þau að hittast. Til þess gaf himnabóngurinn leyfi sitt. — En hvernig geta þau hitzt, þegar fljótið mikla er á milli þeirra? spurði Chang Chien. — Þetta kvöld koma allir skjóramir fljúgandi, bæði frá himni og jörðu, og þeir mynda brú yfir fljótið með vængjum sinum. Eftir þeirri brú gengur drottning vefnað- KLÓI — Froskur litli, sagði • Danni við froskinn. — Ég var sannarlega hepp- inn að finna þig, það held ég ,að mamma verði hissa þegar við komum heim! Og mamma varð sannar- lega hissa. — Sjáðu bara fallega litla froskinn sem ég fann, sagði Danni við mömmu sína. — Má ég hafa hann héma heima? — Nei, það máttu ekki, sagði mamma. — Hann á að heita Klói, sagði Danni. — Segðu þá Klóa að fara' strax inn i þitt herbergi, sagði mamma. arins til þess að hitta elgin- mann sinn. Þú hefur sjálf- sagt veitt þvi athygli, að hinn sjöunda dag ménaðar- ins sést enginn skjór á flugi, mælti stjörnufræðingurinh. — Það er rétt, ég hef tek- ið eftir því, svaraði Chang Chien. — Sjöunda kvöld sjöunda ménaðarins var ég að horfa i stjömukíkirinn minn, eins og ég er vanur, — hélt stjörnufræðingurinn áfram, — til þess að sjá þau hitt- ast, en í kíkinum birtast þau mér eins og tvær stjörnur. Þá sá ég allt í einu þriðju stjömuna á milli þeirra. Af frásögn þinni verður mér Ijóst að sú stjarna héfur ver- ið þú. — Ef það er rétt, hef ég siglt bátnum mínum eftir Vetrarbrautinni. Og þá hlýt- ur Gula fljótið og Vetrar- brautin að vera eitt og hið sama, sagði Chang Chien. — Já, svaraði stjörnufræð- ingurinn. — Vitrir ménn hafa lehgi haldið, því ffam að Gula fljótið eigi Upptök sín í Vetrarbrautinni, það ér að segja, renni frá himnum niður á jörðina. Á hinum er fljótið hreint og tært, en á jörðinni blandast það mold og leir og fær á sig gulleit- an lit. Samt sem áður er það sama fljótið. — Heldurðu í raun og veru að fyrir aðeins mánuði síðan hafi ég verið á siglingu uppi á himnihum? Spurði Chang Chien aftur og aftur, — og að blómlegu slétturnar, sem ég sá sitt hvoru megin fljóts- ins hafi tilheyrt himnum? • — Það er vafalaust svar- aði stjömufræðingurinn. — Sástu ekki líka ferskju- tré þar? — Jú. þau sá ég, og þau voru svo falleg að ég hef aldrei séð neitt því líkt áð- ur, svaraði Chang Chien. Stjörnufræðingurinn and- varpaði: — Ég vildi að ég — Danni hafði froskinn • Klóa í sínu herbergi og hugsaði ósköp vel um hann. Hann gaf honum kjöt og ýmislegt annað, sem honum þótti gott að borða. — Mikið var gaman að o froskinum. Hann var svo fimur að hoppa. Danni reisti stafla af bókum á gólfinu og lét hann hoppa yfir. (Framhald). Myndir frá lesendum ■ í‘ \ vT ' ■ f ,1 -ly- -X. Kæra Óskastuncf! Hér sendi ég þér mynd úr sveitinni. Þama er ,búið að hirða allt af efra túninu og verið að slá á því, eins og myndin sýnir. Vertu svo sæl. ' Hulda M. Fransdóttir 11 ára. — Sauðanesi pr. Siglufirði. Kæra Óskastund! Ég sendi þér hér með tvær myndir, önnur er af bát en hin er af gömlum bónd^bæ Svo þakka ég þér fyrir 'allt lestrarefnið. Vertu» svo sæl Sólveig Traustadóttir, 12 ára, Sauðanesi Pr. Siglufirði, Eyjafjarðar- sýslu. ! « ’. ■■; ■, ■ .c,. hefði séð þau. Auðvitað viss- ir þú ekki að ef maður borð- ar ávöxt af þessum trjám verður maður ódauðlegur, og ef þú hefðir verið á ferð þama dálítið seinna á árinu hefðu ferskjumar verið full- þroskaðar, og þó þú hefðir ekki borðað nema smábita, hefðirðu lifað um alla eilífð. Eða að minnsta kosti { þrjú þúsund ár. Næsta dag fór Ching Chien á fund keisarans, Han Whu Ti. Hann sagði keisar- anum alla ferðasöguna, um siglinguna löngu eftir fljót- inu, og fékk honum skyttuna, sem stúlkan hafði gefið hon- um, til staðfestingar á sög- unni. Keisarinn varð mjög glað- ur við: — Lokslns! hrópaði hartn upp yfir sig — vitum við hvar GUla fljótið á upp- tök sín. Og við höfum lika fengið að vita að það er möguiegt að ferðast eftir fljótinu frá jörðinni og upp til himins. Skemmtun í eldhúsinu skil ekki Við hvað þú átt, en eigum Við að syngja eða ekki? — sagði Mikki. — Auðvitað syngjum við og skemmturn okkur, sagði kartöflupotturinh — og þú véizt að ég læt ekki mitt eft- ir liggja þar séirt eitthvað skemmtilégt er um að vera — bætti hann við. Allir röðuðu sér upþ, til- búnir að syrtgja af fullum krafti. En Mikki, hafði misst alla frú á því að nokkuð yrði af samsöng. — þagar allt kemur til alls er ég ekki sðngmús, ég held að ég sýni ykkur héldur nokkur töfra- brögð, því hafið þlð áreiöan- léga gaman af. — Skemmtun- in byrjaði nú aamt með þvi að ketillinn söng eihsörtg við mikla hrifningu áheyranda. Þá tilkynnti straujérnið að það ætlaðí að syngja vísuna um óstrauuðu skyrtuna., Vís- an var svo skemmtileg að allir veltust um af hlátri. — Nú, já, það er auðséð að straujámið ætlar sér að vera skemmtilegra en ég 1— sagði Mikki ólundarlega. öll eld- húsáhöldin skemmtu sér kon- unglega, og hnifamir dönsuðu af kátínu, Þeim var klappað lof í lófa, jafnframt þó flest- ir dansarnir enduðu á því að þeir duttu kylliflatir. Er ekki röðin komin að því að skemmta, Mikki? spurði veggklukkan. — Hvað bíður síns tíma — svaraði Mikki. — Fyrst lang- ar mig að sjá piparlaukinn leika listir sínar, sem hann er frægur fyrir. Það var klappað af ákafa þegar pip- arlaukurinn steig fram á sviðið. — Hversvegna felur þú þig á bak við skáphurðina? spurði kaffibollinn músina. — Til þess að vera til- búinn að klappa fyrir pipar- lauknum, auðvitað — svaraði Mikkl. Nú byrjaði piparlaukurinn að leika listir sínar. Hann hoppaði og steypti sér koll- hnýs af miklu fjöri og fimni, og piparinn þeyttist í allap áttir. Fljótlega voru allir famir að hnerra. Þetta hafði Mikki séð fyrir, og þessvegna forðað sér afsíðis bak við skáphurðina. — Ha, ha, þetta er það skemmtilegasta, sem ég hef á ævi minni séð, — hróp- aði hann. — Já, þú getur hlegið — sagði kaffikannan geðvonzku- lega, Loksins, þegar allir voru hættir að hnerra og búnir að þurrka sér um augun, lýsti Mikki því yfir að nú væri hann reiðubú- inn að byrja á töfrábrögð- unum. En eldhúsáhöldin voru bál- (íjramhald). Elín G. Árnadóttir Minning 1 dag fer fram jarðarför El- ínar Guðrúnar Árnadóttur, Brekkustíg 14 B. hér í bæ. Hún andaðist í Lartdakotsspítala 15. þessa mánaðar 86 ára að aldri eftir langa og þunga legu. Elín er fædd á Syðra Rauða- mel í Kolbeinsstaðahreppi og ólzt þar upp hjá foreldrum sín- Um, Áma Halldórssyni og Rósu Sigurðard. Ung að aldri giftist hún, Jónasi Gunnlaugssyni frá Vatnshh'ð í Húnavatnssýslu og bjuggu þau á ýmsum bæjum þar vestra. Sambúð þeirra varð skammvinn. Eftir níu ára sam- vistir missti ■ Elín mann sinn, og höfðu þau þá eignazt fimm börn, fjórar dætur, sem allar eru á lífi, og einn son, Gunn- laug, sém hún missti á bezta aldri. Heimilið leystist upp, en Snæfellingar reyndust henni gott fólk og buðust til að taka að sér böm hennar ung. en yngsta dóttlrin fylgdi henni. Dvaldist hún nú á ýmsum bæj- um þar vestra þar til hún gift- ist seinni manni sínum, Jóni Magnússyní. Bjuggu þau fyrst á Ytra Rauðamel og síðan í Yztu Görðum, sem eru mjög i þjóðbraut, og var heimili þeirra rómað fyrir gestrisni og rausn- arbrag. En enn kvöddu raun- imar dyra i lífi Elínar. Árið 1919 urðu þau hjónin að bregða búi vegna heilsubrests manns hennar. Fluttust þau þá til Reykjavíkur og bjuggu í húsinu 14 B á Brekkustíg á rrieðan þau lifðu. Síðari mann sinn missti Elírt árið 1953, og höfðu þau eignazt tvo syni. Annan þeirra, Jónas, misstu þau hjónin á æskuskeiði, hinn lifir enn. Þetta er hinn fáorði annáll lífs hennar. Hann virðist1 ekki stórbrotið söguefni við fyrstu sýn, að minnsta kosti ekki því fólki, sem engin kynni hefur af þeirri lífsreynslu, er hann 'gréiriir ffá. En bák við ytra borðið leynast mikil mannleg örlog, eldskírn mikillar lífs- feýriálú. Fyrir 'þá’,’ sérrí ekki hafa þurft að heyja lífsbarátt- una eins og hún var um alda- mótin og á fyrrí hluta þessarar aldar, er erfitt að skilja hana. Margir ,hafa orðið að gangast undir svipaða próf- raun, en það sem skiptir máli, er hitt, hvemig menn standast prófið, Elín er ein þeirra, sem stóðust prófið með ágætum. Hún tók því sem að höndum bar, með þeim hljóðláta hetju- skap, sem aðeins hinum beztu er gefinn og borgið hefur lífi fslenzkrar alþýðu í tvfsýnni baráttu við ofurefli í þúsund ár. Sumir láta bugast fyrir —— erfiðleikunum, bregðast stétt sinni og sanfæringu til þess að bjarga sjálfum sér, en glata sjálfum sér um leið. Sumir fyilast beizkju. Elín lét aldrei bugast, heldur hélt reisn sinni hvað, sem að höndum bar. Hún var trú stétt sinni og veik aldrei af þeim vegi, sem hún vissi sannastan og réttastan. Hún fylgdi flokki alþýðunnar alla stund eftir að hún fluttist til Reykjavikur og jafnan hin- um róttækasta armi. Hún lét aldrei neitt tækifæri fram hjá sér fara til þess að styðja Þjóðviljann af fátækt sinni. Og fáum manneskjum hef ég kynnzt, sem var lausari við beizkju í garð annara manna. Viðmót hennar andaði frá sér slíkri hlýju og Iffsgleði, að öll- um þótti gott að vera f nálægð hennar. Enda var oft gest- kvæmt á heimili hennar og hún átti marga vini. Síðustu árin, sem hún lifði, var eins og hún ætti aðeins eltt áhuga- mál: hvemig hún gæti glatt aðra. Maður undraðist oft þá konunglegu rausn, sem hún gat stundum leyft sér í allri sinrti fátækt. Slíkar manneskjur fegra líf þeirra, sem eiga þvf láni að fagna að kynnast þeim. Það er eins og blómailmur f kring um þær. Maður saknar þessa ilms, þegar hann hverfur, og gott er að hafa fengið að njóta hans. Og slikar manneskjur eru sjálfar hamingjusamar þrátt fyrir allar raunir. Slíkir mannkostir eru margfallt meir! guðsgjöf en auður og allsnægt- ir. Ef allir menn skildu þetta, væri gaman að lifa á þessari jörð. Vlnur. bifreiðaleigan HJÓL Simi ÍB-Sto Hverfisgötu 82 Nuuðunguruppboð verður haldið að Otskálum við Suðurlandsbraut, hér f borg, eftir kröfu Axele Einarssonar hdl. o. fl., miðvikudag- inn 28. ágúst n.k. kl. 2 e. h. Seld verður hrærivél og plötusteipuvél tilheyrandi Gruna- steypunni hf. Greiðsla fari fram við héunarshögg. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVlK Atvinna óskast Ma’öur meö Samvinnuskólamenntun og vanur skrifstofu- og afgreiöslustörfum óskar eftir vel- launuðu starfi frá 1. okt. n.k. eða fyrr. Tilboð merkt: „Skrifstofustarf“ sendist afgreiðain blaös. ins eöa í pósthólf 310. V 4 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.