Þjóðviljinn - 24.08.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.08.1963, Blaðsíða 8
KútfViUINN Laugardagur 24. ágúst 1963 SKOTTA Halló Jói, hvað ert þú og þrír myndarlegustu vinlr þínir að gera? HelandermáliS — Hver eruð þér, herra minn? spurði Adam Cramer. — Ég heiti Wolfe, James Wolfe. Ég er lögfræðingur. Yður þætti ef til vill fróðlegt að vita að ég talaði persónulega við Silver dómara. og ég vil gjarn- an leiðrétta hjá yður þótt ekki væri nema eitt atriði. Þér gefið í skyn að dómari i undirrétti hafi vald til að breyta úrskurði ríkisstjómarinnar. Það er al- rangt. James Wolfe sneri sér að áheyrendum. — Dómarinn hefur ekki um neitt að velja. Og per- sónulega er hann ekki hrifnari af þessum úrskurði en við hin. — Abraham Silver er slung- inn maður, herra Wolfe. Þér hefðuð þurft að kynna yður málið út í yztu æsar eins og við til að skilja það. Við — — Andartak. Andartak. Það vill svo til, herra Cramer, að ég og fleiri upplýstir menn höfum kynnt okkur málið. Það liggur alveg ljóst fyrir. Þessi tilvitnun í Parker dómara sem þér legg- ið svo mjög uppúr, á engan veg- inn við um vandamálið í Caxton. Nema þér leggið til að lögbrot taki við af löglegum athöfnum. get ég ekki séð að þér hafið lagt fram neinar jákvæðar tillögur. Adam Cramer brosti þolin- móðlega. — Það vill svo til, herra Wolfe, sagði hann, að ég hef hugmyndir. Og þær eru fullkom- lega löglegar. Það þarf hugrekki og dirfsku til að framkvæma þær, það get ég sagt ykkur strax. En þær eru löglegar. — Nú. jæja. Látið okkur heyra. — Fyrst af öllu vil ég fá af- dráttarlaust svar við þessu. Ad- am Cramer talaði skýrt, ávarp- aði alla samkunduna. — Viljið þið fá svertingja í skólann ykkar? Svarið já eða nei! Hópurinn þrumaði: — Nei! — Nei. sagði Adam Cramer og brosti. — Ágætt. Eruð þið bá reiðubúin að berjast gegn þessu til þrautar og gefast ekki upp fyrr en sigur er unninn. önnur þrumandi holskefla: — Já! — Já. Ágætt! Adam Cramer lyfti höndunum og fólkið bagr^- Hárfreiðsian nárgreiðsln og snyrtistofa STETNU og DÓDO Langavem X8 HL h (lyftaj Sími 24616 P E R M A Garðsenda 21. sim| 33968 Hárgreiðslu. og snyrtistofa Dömnr hárgreiðsla vlð alira hæfi tjarnarstofan Tjarnareötn 10 Vonarstrætls- megin. — Sími 14662 hArgreiðsldstofa ADSTDRBÆJAR (Maria Gnðmnndsdóttir) Langavegj 13 — simi 14656 — Nuddstofa á sama stað — .aði. — Jæja, ég er reiðubúinn að vinna með ykkur. Kannski viljið þið fá að vita hvers vegna. Ég er ekki Suðurríkjamaður. .Ég fæddist ekki í Caxton. En ég er Bandaríkjamaður, vinir mínir, og ég elska landið mitt og ég er' reiðubúinn til að fóma lífi mínu, ef nauðsyn krefur, til bess að landið mitt verði áfram frjálst. hvítt og bandarískt! Phillip Dongan sem sjaldan hafði komizt í aðra eins geðs- hræringu, stjómaði fagnaðariát- unum. Þau ætluðu aldrei að taka enda. — Vinir, hlustið á mig andar- tak. Rödd unga mannsins var aftur mjúk. Hún hófst og hneig, orðin voru sefandi eða hvöss eins og svipuhögg. Gerið svo vel að hlusta. Herra Wolfe þama minntist eitthvað á að hafa að- gerðimar löglegar. Að mínu viti er eitthvað liiglegt eða ólöglegt eftir því hvort það er rétt eða rangt. Ef níu gamlar krákur í svörtum kuflum segja mér að það sé ólöglegt að drega and- ann, þá lít ég ekki á sjálfan mig sem neinn glæpamann í hvert sinn sem ég anda. Ég lít þannig á að fólkið skapi lögin, heyrið þið það. Fólkið! Bíllinn sem var með utansveit- arnúmer. beygði hægt inn í Ge- orgs stræti af þjóðveginum. Það var Ford 1939, þakinn ryki og ryði, hávær og skröltandi. Hann kom langt að. Manneskjumar fimm inni í honum voru mátt- vana af hita, þegjandi og áhuga- lausar. Aðeins örlítiU hluti af hugum þeirra var með rænu. Ginger Beauchamp skipti ekki úr efsta gír þegar þau lögðu í brekkuna og hann hafði engar áhyggjur af skröltinu og ískrinu í bílnum. Hann hélt fætinum stöðugt á benzíninu. Hann hugs- aði um það eitt að ljúka af þess- um sjötíu mflum sem eftir voru áður en hann gæti fleygt sér i rúmið /úttaugaður. Það var til- gangslaust að vera að heim-. sækja móður hans. Hún mat það einskis. Fyrst hún var svona á- köf í að fá hann í heimsókn, hvers vegna reyndi hún þá ekki að vera svolítið hlýlegri? hugsaði hann. Jæja, hún er orðin gömul. Ég segist ekki ætla að aka þessa leið framar. en eg geri það samt. Og Harriet vill koma líka með Villa og Shirley og Pésa. Æ. fari það kolað. Ef ég gæti farið einn, þá væri þetta kannski ekki eins afleitt. En það er ekki hægt., Hún vill ekki bara sjá mig, hún vill sjá krakkaha. Og — Ginger Beauchamp sá fólkið sem safnazt hafði saman fyrir framan dómshúsið og hægði ferðina. — Hvað er? sagði Harriel. Hún opnaði augun. en hreyfði sig ekki. — Ekki neitt. Farðu aftur að sofa, rejmdu að sofa. Hann leit sem snöggvast á konu sína og hét þvi að láta hana læra að aka bíl strax í næstu viku. Þá yrði hann sjálfur ekki eins útjaskaður. Þá gæti hann sjálfur hvílt sig öðru hverju. — Hvað er að, Ginger? — Ekki neitt, sagði ég. BíHin rann hægt áfram, hóst- aði enn og stundi undan þungri byrgðinni. Ljósið á götuvitanum framundan varð rautt. Ginger hemlaði og setti í hlutlaust. En sá mannsöfnuður. Hann var að loka augunum sem snöggvast. þegar hann heyrði hvassa skerandi rödd gegnum vélarhljóðið og umlið í mann- fjöldanum. — Hæ, lítið á! Síðan önnur rödd, einnig sker- andi: — Tölum við þá! Komið þið! Ginger leit upp og sá hóp af ungum piltum koma stikandi í áttina að bílnum hans. Það voru hvítir piltar. Hver fjandinn gengur nú á, hugsaði hann. — Ginger, það er grænt ljós, Ginger. Hann hikaði aðeins andartak; svo sá hann hlaupandi fólkið og heyrði köil þess pg steig fast á bensínið. En hann hafði gleymt að setja bílinn í gír. Vélin stundi þung- lega en vann ekki. - — Hæ, niggarar. hæ. Bíðið andartak, ekki flýja! Allt í einu var gatan fram- undan troðfull af fólki. Það um- kringdi bílinn í nokkurri fjar- iægð, aðeins unglingamir komu að honum. — Er nokkuð að? spurði Ging- er. — Ekkert að, svaraði piltur í bómullarpeysu og gallabuxum. — varstu að vona að eitthvað væri að? — Nei, síður en svo, sagði Ginger. Þreytumókið var runn- ið af honum. Harriet starði, gráti nær. Bömin sváfu. —' Við emm bara á leið til Hoilister. — Þið eruð sko barasta. á leið til Hollister? Hvemig getum við vitað það? Einn piltanna tók í glugga- karminn og fór að hrista bílinn. — Vertu ekki að þessu. sagði Ginger. Hann var grannvaxinn maður og beinaber. En vöðvar hans voru stæltir; margra ára æfing í að lyfta þungum köss- um hafði þjálfað þá. — Guð hjálpi mér, sagði ,Harriet. Beauchamp. Hún var farin að titra. — Uss, sagði Ginger. a Annar piltur stökk upp á þrep- ið hinum megin og hristingurinn jókst. — Hættið þessu, strákar mín- ir, sagði Ginger. — Ég vil ó- gjaman eyðileggja skemmtun fyrir neinum, en við verðum að komast heim. — Hver segir það? — Fólkið þokaðist nær. Sumir karlmannanna tóku sig útur hópnum og nálguðust bílinn. Þeir voru með herping í hálsinum. Hnefar þeirra vom krepptir. Lítill hvítur maður með þvældan flókahatt sagði: „Eng- inn hefur leyft ykkur að aka gegnum Caxton, niggarar. Það liggur þjóðvegur beint til Holl- ister. — Já, auðvitað, sagði Ginger. — Ég veit það. En — — En, en — Hvemig stendur á því að þið emð á okkar götu að útsvína hana alla? Piltamir tveir hristu bílinn i ákafa. Pési Beauchamp .sjö ára gamall, vaknaði og fór að gráta. Ginger leit á litla manninn með þvælda hattinn.' — Hvað gengur eiginlega að ykkur? sagði hann. — Við höfum ekkert gert af okkur. Ekki nokkum skapað- an hlut. ‘ — Þið eruð búin að útsvína götuna okkar, sagði htli maður- inn. Ginger fann hvemig hjarta har.s sló örar. Harriet starði gal- opnum augum og titraði. — Állt í lagi, sagði Ginger. Okkur þykir það leitt Við skul- um aldrei gera það aftur. — Þú segir það. sagði annar maður. — Það mætti segja mér að þú værir að ljúga. — Ég lýg aldrei, herra minn, sagði Ginger. Hann reyndi eftir mætti að halda í skefjum reið- inni sem farin var að ólga í honum. Óljóst heyrði hann rödd hrópa: „Hættið þessu Hættið þessu, látið þau í friði! en hún virtist fjarlæg og óraunveruleg. — Viljið þið gera svo vel og víkja og þá skulum við fara. — Emð þið að segia okkur fyrir veykum? hrópaði einn pilt- urinn. — Hæ, niggarinn er að gefa okkur skipanir. Tveir unglingar í viðbót stukku upp á aurbrettin. Fordbíllinn skókst ofsalega til og frá. — Segið frá erindi ykkar hing- að, sagði litli maðurinn. — Ég gerði það, sagði Ginger. — Ég er búinn að segja ykkur að við emm á heimleið. — Það er helvítis haugaiigi! Ginger Beanchamp fann hvemig eitthvað splundraðist ínnaní honum. Hann setti í fyrsta gír og sagði. — Þið eruð öll full eða vitlaus. Ég er aðeins á leið hér í gegn. Ef þið viljið ekki að ég aki á ykkur, þá víkið til hliðar. Pilturinn í bómullarpeysunni og gallabuxunum teygði sig snögglega inn í bílinn og kippti burt lyklinum. Ginger þreif til hans en um leið fékk hann hnefahögg á hálsinn. Hann tók andköf. í því fóm ungir menn vopnað- ir hnífum að ráðast á hjólbarð- ana á bílnum. Aðrir fleygðu smásteinum í gluggana. Hvassar steinvölurnar hittu Ginger og Harriet í andlit- in og litlu bömin í aftursætinu vom nú öll vöknuð og hágrétu. — Hvað á þetta að þýða! hrópaði Ginger. — Fáðu mér lyk- ilinn minn. — Komdu og sæktu hann, svarti drjóli! — Já. gerðu það, sæktu hann! Steinn lenti í ennið á Ginger. Hann fann heitt blóð streyma niður ennið. Nú var fólkið kom- ið allt í kringum bílinn og það hrópaði og æpti og Fordbíhium var lyft í loft upp. — Kannski skilurðu það núfta að við viljum ykkur ekíci hingað! — Lítið á hann, ræfilinn! — Að sjá helvítis gunguna! Ginger opnaði. Glottandi strák- amir hörfuðu, störðu á hann, biðu. — Gerðu það ekki, elskan! Ginger stóð þama og fólkið hljóðaði. Það starði á hann og hann sá eitthvað í þessum and- litum sem hann hafði aldrei séð fyrr. Hann var þrjátíu og átta ára gamaU og hafði aUa ævi átt heima í Suðurrfkjunum og móðir hans hafði sagt honum sögur. en hann hafði aldrei séð neitt þessu líkt né órað fyrir að það gæti átt sér stað. Þeirri hugsun skaut all í einu upp hjá Ginger að hann ætti að deyja. Og þar sem hann stóð í miðri þvögu af hvítu fólki ,velti hann fyrir sér hvers vegna. Orðin komu fram á varir hans: — Hvers vegna? Litli maðurinn ræskti sig og spýtti. — Þú veizt það náttúr- lega ekki surtur. sagði hann. Það var engin hreyfing á loft- inu. Aðeins hitinn og ðritalykt- in og þungur andardráttur. Þögnin stóð andartak enn. Svo hlógu piltamir og slöngmðu yfir að bílnum. Einn þeirra studdi sig við tvo aðra, lyfti fótunum og sparkaði í bakrúðuna. Glerið splundraðist inn í bílinn. Framhald af 4. síðu. biskupsembættinu uppgÖtvaði Sundberg kirkjuvörður í Upp- sölum, þar sem Helander hafði áður búið, að hann myndi hafa tekið með sér ritvél af Halda- gerð, sem hann hafði haft að láni. . Við vitum að Sundberg var mjög óvinveittur Helander og vafalaust hefur það verið af meinfýsi sem hann sótti svo fast að fá þessa ritvél aftur. Hann fékk hana líka skömmu síðar, skoðaði hana vandlega og gerði mikilvæga uppgötvun: þetta var ekki sama vélin og biskup hafði fengið. Verk- smiðjunúmer vélarinnar sem Helander skilaði var 114995. en númer réttu vélarinnar var 114963. Sorfið letur Og nú kemur í ljós að bisk- up hagaði sér allfurðulega, svo að ástæða var til að gmnsemd- ir vöknuðu um að ekki væri allt með felldu. Hann segir sjálfur að hann hafi allt í einu komizt að því að einhver hafði sorfið niður letrið á ritvélinni frá Uppsölum og eyðilagt það. Segir að þar hafi kannski verið einhver óviti að verki. Þegar hann var nú krafinn um að skila ritvélinni hið bráðasta, veit hann ekki sitt rjúkandi ráð. Hann veit að hann á óvini í Uppsölum og vill ekki gera þeim til geðs að skila aftur ónýtri ritvéL Hann fer því til Stokkhólms og í verzlun sem selur notaðar ritvélar kaupir hann aðra Halda-vél. Hann gefur upp rangt nafn þegar hann gengur frá kaup- unum, kallar sig „Georg Ar- vidsson stórkaupmann frá Södertálje". Sjálfur segist hann ekki hafa reynt að fá ritvél sem hefði nærri því sama verk- smiðjunúmer og sú rétta, — en það er engu að síður dálítið einkennilegt að fjórir fyrstu tölustafimir í báðum númemn- um skuli vera eins. Nýtf letur Sundberg kirkjuvörður lét sér ekki nægja aðra ritvél jafn- góða, — heldur krafðist hinnar réttu. Síðan fann lögreglan gamla niðursorfna letrið í verk- stæðinu, þar sem Helander hafði látið skipta um letur á vélinni, í það sinn undir réttu nafni. Þetta atriði skiptir vemlegu máli. Það sannfærði dómstól- ana 1953 alveg um sök hans. Aðrir myndu ekki vilja fallast á það, — en framferði Heland- ers bendir óneitanlega til bess að hann muni a.m.k. hafa vitað eða haft gmn um hver bréfrit- arinn- var. Hugsanlegt er að sá seki hafi í skelfingarofboði sorfið niður letrið — en biskup hafi síðan reynt að fela verks- ummerki. Það eitt er víst að á hverju sem gengur hefur Helander biskup steinþagað um þetta mikilverða atriði og harðneitað að hann hafi hugboð um hver bréfin skrifaði. rúmar alla FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 _ _ Sími 24204 *5wIh#ub3ÖRNSSON * CO. P.O. BOX 1366 - RÉYKJAVlK RÁDSKONA og tvær stúlkur óskast 1. september að heima- vistarskólanum Jaöri. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 22960, laug- ardaginn 24. ágúst, frá kl. 2—6 e-h.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.