Þjóðviljinn - 25.08.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.08.1963, Blaðsíða 1
Sunnudagur 25. ágúst 1963 — 28. árgangur — 180. tölublað. Togarar seEcSfr úr landi en bifreiðar fluttar til landsins Samkvæmt öruggum heimildum sem Þjóðvilj- inn hefur aflað sér standa nú yfir saningar um sölu á togaranum Frey úr landi en hann'ér sem kunnugt er einn nýjasti og stærsti togari okkar íslendinga. Þannig er nú unnið að því að selja framleiðslutæki eins og togarana úr landi á sama tíma og fluttir eru inn bílar fyrir hundruð millj- óna króna. ' Togarinn Freyr hefur að und- anförnu verið að veiðum fyrir erlendan markað og seldi hann afla sinn í Þýzkalandi í síðustu viku fyrstur íslenzkra togara á þessu hausti. Eigandi hans er Ingvar Vilhjálmsson útgerðar- maður. Innti Þjóðviljinn hann frétta af sölu togarans í gær og viðurkenndi hann að samningar stæðu yfir um sölu togarns en vildi. annars ekkert um málið segja og óskaði eftir að því yrði ekki hreyft í blöðum að sinni en þar sem fréttin um sölu togarans er þegar umtöluð orðm í bænum telur Þjóðviljinn ekki ástæðu til að þegja yfir henni. Freyr er eitt stærsta og full- komnasta fiskiskip okkar Islend- inga og er vissulega eftirsjá að Framhald á 2. síðu. amii í toparadálunn! armannadeilan óleyst' Um hádegl í fyrradag íökusi samningar millii togaraútgerðar- manna annars vegar og félaga yfirmanna á togurum hins vegar um kaup og kjör hinna síðarnefndu. Höfðu fulltrúar þessara aðila þá setið á samningafundi frá því kvöldið áður. Var samkomu- lagið undirritað með fyrirvara um samþykki viðkomandi félaga. Átti að leggja samkomulagið fyr- ir fundi í félögunum í 'gærdag. Samkomulagið nær til skipstjóra, stýrimanna, vélstjóra og loft- skeytamanna á togurum Samkvæmt upplýsingum sátta- semjara ríkisins í gær stóð sátta- fundur með áðilurn að farmanna- deilunni frá því á föstudagskvöld og þar til klukkan var að verða hálf níu í gærmorgun án þess að samkomulag næðist. Var boð- að til annars fundar með deilu- aðilum í gærkvöldi. Edinborgarhá.íðin •Jr Á 6. síðu blaðsins í dag birtist grein um Edinborg- arhátíðinna er Bryndís Sch- ram hefur ritað fyrir Þjóð- viljann. Segir hún þar m.a. frá helztu atriðum hátíðar- innar í ár er hófst s.l- sunnudagskvöld. MYNIHN HÉR að ofan er af tog- aranum Þorsteini þorskabít, sem nýlega «r komínn öl landsins frá Bretlandi þar sem hann var gerður upp og endurnýjaður allur. TOGARINN hét upphaflega Jðr- undur og var ágætt aflaskip. Átti Guðmundur Jörundsson útgerðarmaður á Akureyri skip- ið, en seldi það síðan til Stykk- ishólms og var þá breytt um nafn á því. ÚTGEKÐ togarans frá Stykkis- hólmi endaði sem kunnugt er VERÐUR HANN GERÐUR ÚT TIL SÍLDARLEITAR? með þvi að skipið Iá Iengí „innifrosið" í Bretlandi vegna skulda og varð rikið að hlaupa undir bagga og er. nú eigandi sldpsins. I RÁÐI ER að togarinn verði gerður út á næstunni í fiski- rannsóknaleiðangur en það mun þð ekki fullráðlð enn. Má í því sambandi minna á að á það var bent hér í blað- ínu á sínum tíma, að nær hefði verið að breyta togaramun Ól- afi Jóhannessyní f rannsókna- skip í stað þess að selja hann til Noregs fyrir smánarverð. I kvö sala \<mb niðu Kúasmalinn ¦£ Hann heitir Jóhann Gunnar Sigurðsson, fi ára Reykvíkingur, og er kúa- smali í sveitinni, nánar til- tekið að Einarsstöðum í Reykjadal. Á 6. síðu blaðs- ins í dag eru myndir og firá- sögn af lífi kúasrnalans. Félag matvörukaupmanna í Reykjavík heíur nú tekið þá afstöðu í deilunni um kvöld- söluleyfi, að leggja til, að öll kvöldsöluley'fi verði afnumin og eftir venjulegan lokunartíma sölubúða megi engin vörusala fara fram nema í biðskýlum strætisvagna og þá einungis á takmörk- uðum vörufjölda. Mun þessi afstaða matvörukaup- manna áreiðanlega vekja megna óánægju almenn- ings enda hafa 't.d. Neytendasamtökin beit? sér fyrir hinu gagnstæða, þ.e. að frjálsræði til kvöld- sölu eigi að vera sem mest. I fréttatilkyningu sem Þjóð- viljanum hefur barizt frá Fé- lagi matvörukaupmanna í Reykjavík um þessi mál segir svo: „Allsherjaratkvæðagreiðsla fór fram í Félagi matvörukaup- manna um lokunartímamálin svonefndu, dagana 20., 21. og 22. ágúst, í framhaldi af al- mennum félagsfundi er haldinn var í Þjóðleikhúskjallaranum 13. þ.m. Fyrir lágu þrjár tillögur og fór kosning þannig: Tillaga um afnám allra kvöldsöluleyfa, þ. e. að eftir venjul. lokunartima sölubúða megi engin vörusala fram fara nema í biðskýlum strætisvagna og þá takmarkaður vöru- fjöldi, fékk lang flest atkvæði og var því samþykkt sem vilja- yfirlýsing matvörukaupmanna, Tillaga fulltrúa þeirra mat- vörukaupmanna, sem leyfi hafa til kvöldsölu um söluop, um að frestað verði afturköllun kvöld- söluleyfa í 15 mánuði eða um óákveðinn tíma, en öllum níat- vörukaupmönnum, er þess óska, verði veitt slík kvöldsöluleyfi um, söluop, fékk næst flest at- kvæði. iTillaga um tafarlausa lausn níálsins á grundvelli þeirra til- lagna er nú liggja fyrir borgar- ráði og borgarstjórn, er fela m. a. í sér takmörkun vöruteg- unda þéirra, er kvöldsölustaðir mega selja, aðskilnað kvöldsölu- staða frá öðrum verzlunum, en heimild til hverfaopnunar að féngnum tillögum stjórnar K.í. og K1R.O.N., fékk fæst átkvæði. Eins og kunnugt er hafa að undanförnu staðið miklar deil- ur um kvöldsöluleyfin og sitt sýnst hvorum og hafði Félag matvörukaupmanma áður lýst Framhald á 12. síðu. I \ ÞIGJA UM HVALFJARÐARSAMÞYKKT i Hvoruqt stjómarblaðanna, Al- þýðublaðið og Morgunblaðið, minnist í gær einu orði á hina rókiostu og ýtarlegu mótmæla- samþykkt Samtaka hernámsand- stæðinga, sem blöðunum var send í fyrradag. Enda er þar með skýrum rökum svipt burt þeim blekkingum, sem stjórn- arblöðin reyna nú sem ákaíast að halda að lesendum sínum, að einungis sé á íerðinni smáveg- is endumýjum á olíugeymum íyrir Atlanzhafsbandalagið. Með hinum nýju Hvalfjarðar- samningum hyggjast herforingjar Atlanzhafsbandalagsins ná marki sem þeir hafa lengi stefnt að, og Bandaríkjastjórn hefur. allt frá stríðslokum lagt hið mesta kapp á- En allt til þessa hefur kröfum Bandaríkjanna og NATO um her- skipalægi í Hvalfirði verið neitað. Herforingjar NATO virðast þó hafa gengð að því sem vísu, að þeim tækist fyrr eða síðar að knýja ís- lenzku ríkisstjórnina til að láta undan þessum kröfum, a.m.k. nú- verandi stjórnarflokka. Til dæmis um það má mlnna á, að norski hershöfðinginn Holter- mann, sem samdi á sínum tíma ýtairlega álitsgerð fyrir ríkisstjóm- ina um undirbúning svokallaðra al- mannavarna, ræddi þar um brott- flutning fólks „frá svæðinu um- hverfis Hvalfjörð, sem e.t-v. yrði notaður af Atlanzhafsbandalaginu sem flotahöfn". Það álit Holter- manns, að flytja burt allt fólk af svæðinu umhverfis Hvalfjörð, sýn- ir glögglega, að hann reiknar með Hvalfjarðarsvæðinu sem einu fyrsta hugsanlega skotmarki í styrjöld, ef Atlanzhafsbandalagið kemur sér þar upp flotastöð, eins og nú er fyrirhugað. Hið sama kom einnig fram í trúnaðarskýrsiu dr. Ágústs Valfells til dómsmálaráðherra s. 1. vor um afleiðingar kjarnorkustyrj- aldar fyrir ísland; „skotmarksgildi" viðkomandi lands fer fyrst og fremst eftir þeim hernaðarmann- virkjum, sem þar eru fyrir hendi á hverjum tíma. Kafbátahöfn og herskipalægi í Hvalfirði setur ís- !and í fremstu víglínu ef styrjöld kynni að brjótast út. Þessar staðreyndir hljóta að blasa við allra augum, og samtök hernámsandstæðinga eiga þakkir skilið fyrir að gera þjóðinni grein fyrir þeirri hættu, sem yfir henni vofir. En það er fleira en þögn hinna „lýðræðissinnuðu" stjórnar- blaða um samþykktina sem vekur athygli. Tímnn birtr aðeins ör- stuttan útdrátt úr samþykktinni og reynir að gera hana sem rninnst áberandi, og hefur þó flokksstjórn Framsóknarflokksins samþykkt á- þekk mótmæli gegn Hvalfjarðar- samningnum. Menn hljóta að spyrja. hvað valdi þessum viðbiögðum Tím- ans. — Og lohs er ástæða til þess að varpa íram þeirri spurn- íngu, hvort félagskapurinn „Varðberg" ætli ekki að kynna þjóðinni skoðanir sínar á hinum fyrirhuguðu hernámsfram- kvæmdum í Hvalfirði með á- lyktum um þetta mikilsverða mál á sama hátt og Samtök her- námsandstæðinga. i \ »¦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.