Þjóðviljinn - 25.08.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.08.1963, Blaðsíða 2
HGÐVHJIHN Sunnudagur 25. ágúst 1303 P SÍÐA FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld Síldveiðar við Su iurEand Síðustu vikur hefur verið ausið upp tugþúsundum mála af ókynþroska millisíld hér fyr- ir Suðurlandi. Hin óhagst-sða veðrátta til síldveiöa fyrir Norður- og Austurlandi hefur mjög ýtt undir þessar veiðar, þar sem fjöldi skipa hefur beinlínis hœtt veiðum fyrir Austur- og Norðurlandi til bess að hefja veiðar á Vestmanna- eyjamiðum. Hér er áreiðanlega um meiri hættu að ræða heldur en marg- ir gera sér grein fyrir í skjótu svipan. Viðbiögð Fiskideildar Atvinnudeildar voru rökrétt, þegar hún lét hefja rannsókn á þeim síldarstofni fyrir Suður- Togararnir Framhald af 1. síðu. því að missa skipið úr flotanum — frá öflun gjaldeyrisverðmæta í þjóðarbúið, en stefna stjómar- valdanna hefur verið sú að und- anförnu að láta sig engu varða at- vinnugreinar eins og togaraút- gerð en efla sem mest bílainn- flutning og annan álíka gróða- veg kaupsýslumanha í staðinn. Ein afleiðing þeirrar stefnu er sala togarans Freys ef af henni verður sem nú eru allar horfur á. Hárgreiðslan HárgTeiðsIu og snyrtjstofa STETNt) og DÓDÓ Laugavegi 18 m. h (lyfta) Slmi 24616 P E R M A Garðsenda 21. síml 33968 Hárgreiðslu. oe snyrtistofa Dftmur. hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN TJamargötu 10 Vonarstrætis- megln. — Sími 14662 H ÁRGREHIS L U STOFA , ADSTCRBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegj 13 — simi 14656 — Nuddstofa á sama stað sinm PJONISTIN LAUGAVEGI 18 SIMI 19113 TIL SÖLC. Ibúð fyrir einn, karl eða konu. Stofa með svefnkrók, eldhús og snyrtiherbergi, geymsla og aðgangur að þvottahúsi. Allt sem nýtt. Útb. 150 þúsund. Múrhúðað timburhús. 3 herb. íbúð. Selst til flutn- ings með góðri lóð við Vatnsenda. Góð kjör. 3 herb. jarðhæð við Digra- nesveg. Fokheld. Steinhús 4 herb. góð íbúð við Kleppsveg. Útb, 250 þúsund. Timburhús jámvarið á steyptum kjallara. 3 herb. lítil íbúð í Högunum. Raðhús i Kópavogi. Selst tilbúið undir tréverk og málningu. Einbýlishús. fokhelt,' 145 fermetrar með bílskúr, í Garðahreppi. Útb, 300 þús. 2—3 herb. íbúð í Hlíðunum Norðurmýri eða Holtunum óskast. Mikil útborgun Höfum kaupendur með mikl ar útborganir að flestum tegundum fasteigna. landi, sem nú var farið að skattleggja svo gengdarlaust, sem raun ber vitni um. Dómur Fiskideildarinnar er svo kveð- inn upp og birtur í útvarpinu 19. þ.m. Egill Jónsson aðstoðar- maður Jakobs Jakobssonar fiskifræðings kemur þetta kvöld í útvarpið og skýrir frá því að ca. 90% af veiðinni fyr- ir Suðurlandi sé ókjmþroska ungsíld og telur mjög viðsjár- vert að halda þessum veiðum áíram. Egiil líkir veiðunum við fyrirhyggjuleysi bónda í sveit, sem hefði það að venju að drepa aíla sína dilka á haustin og hugsaði hreint ekkert um endurnýjun bústofnsins. Hann leggur áherzlu á, að hér sé ver- ið að eyða af höfuðstólnum, í stað þess að láta sér nægja vextina. Egill Jónsson skír- skotar til dómgreindar útgerð- armanna og sjómanna að þeir sjái að svona lagaðar aðfarir geti ekki gengið. Síðan þettá kom i útvarpinu hafa blöðnáð tali af Jakoói Jakobssyni fiski- fræðing sem tekur í sama streng og aðstoðarmaður hans, og telur að frá efnahagslegu sjónarmiði Islendinga sé mjög varhugavert að drepa þessa ungsíld fyrir Suðurlandi. Eftir því sem næst verður kcan- izt er talið, að búið sé að veiða af þessari síld i sumar i það minnsta rúmlega 100 þús. mál, og hefur eingöngu verið unnið mjöl og lýsi úr síldinni. Viðtal við skipst]órann á Eldborginni 1 Morgunblaðinu 21. þ.m. kemur svo viðtal við Gunnar Hermannsson skipstjóra á Eld- borginni frá Hafnarfirði, þá fyrir stuttu kominn frá síld- armiðum fyrir Norður- og austurlandi til síldveiðanna hér, ásamt 40—50 öðrum síldveiði- skipum. Gunnar segir sjómenn ekki hrifna af þessum veiðum, en teluT síldina svipaða og veidd hafi verið áður í Skerja- dýpi. En það er kunnugt að undanfarin ár hefur verið aus- ið upp ungsíld þar á haust- síldveiðunum, án þess að nokk- uð hafi verið aðhafzt. En aðalvörn Gunnars skip- stjóra fyrir þessum haustsíld- veiðum n úer sú. að Norðmenn veiðum nú er sú, að Norðmenn lítra af ungsíld hjá sér, og ekk- ert bendi til þess að þeir ætli að minnka þessar veiðar. Síð- an varpar hann fram þeirri spumingu, hvort við eigum að ala upp síldina handa Norð- mönnum. 1 viðtalinu sem Þjóð- viljinn átti við Jakob fiskifræð- ing þá telur hann ungsíldina fyrir Suðurlandi vorgotSsíld af íslenzkum stofni sem gangi hér að jafnaði á miðin. 1 áliti norska haffræðingsins, sem stjómaði sfldarleitinni hér 1 sumar á hafrannsóknarskipinu Johan Hjort, telur hann íslenska sumarsíldveiðar leggj- ast að nokkru á kynþroska vorgotssíld, sem kómi á miðin fyrir Austur- og Norðurlandi. Sé þetta álit rétt, gætu óstjóm- lega miklar veiðar á ókynþroska vorgotssíld fyrir Suðurlandi orð- ið til þess að draga smám sam- an úr sumarsíldveiðunum fyrir Norður- og Austurlandi. Skortir þá manndóminn? Það er ekkert hald í því að aetla að hafa norskar smásíld- ar- og miilisíldarveiðar sem skálkaskjól fyrir ungsíldarveið- amar hér sunnanlands. í fyrsta lagi er nú algjör- lega bannað að veiða ungsíld í bræðslu á geysilega löngu svæði meðfram norsku strönd- inni. 1 sunnanverðum Noregi er þetta einungis leyft til að skaffa hráefni til niðursuðu- verksmiðjanna. En þó ber þess að geta að meginhlutinn af því hráefni er ekki upprenn- andi ungsíld, heldur brislingur, sem er fullvaxinn á stærð við smásíld. Þetta er smásíldarteg- und sem ekki er til hér við land, en er mikið gæða hráefni. í fyrrahaust var gefin út reglu- gerð í Noregi, þar sem lagt er algjört bann við veiðum á ó- kynþroska uppvaxandi síld. Norðurmörk þessa bannsvæðis eru á miðjum Þrándheimsfirði, en ég man ekki í svipinn suð- urmörk þessa svæðis. 1 þessari reglugerð eru skipstjóri og nót- abassi hvers skips gerðir á- byrgir fyrir því, að settum regl- um sé fylgt. Ekki er leyfilegt að háfa úr nót fyrr en gengið hefur verið úr skugga um, að í nótinni sé síld sem leyfilegt sé að veiða. Eftirlit með að þessu banni sé hlýtt er á stöðvunum sem taka við síldinni. Verði skip brotleg er aflinn gerður upp- tækur í ríkissjóð. í öðru lagi. Norsku smásíld- ar- og míllisíldveiðamar, sem Egill skipstjóri drepur á með réttu, þær eru einungis stund- aðar í Norður-Noregi, en þar eru líka stundum miUjónir hekt- ólítra af uppvaxandi síld veiddar til að setjast í bræðslu. Á und- angengnum árum hafa þessar m veiðar verið mjög umdeildar meðal Norðmanna sjálfra. En fiskifræðingar þeirra hafa tal- ið ástæðulaust að banna þær eða takmarka og það hefur ráðið úrslitum. Veiðin á ungsíldinni hér við 'Suðúrlárid er hírisvegar tálin óskynsamleg o^g beinlínis var- hugaverð af okkar fiskifræð- ingum, svo ekki er hægt að jafna þessu tvennu saman. Þær takmarkanir á smásíld- arveiði sem nú eru í gildi í Noregi, þær eru efalaust sett- ar fyrir atbeina eða álit þeirra fræðimanna, á þessu sviði. Á sama hátt ber íslenzkum yfir- völdum að taka tillit til þess, þegar vísindaleg rannsókn hef- ur farið fram, þar sem niður- staðan er sú, að varhugavert sé að halda áfram veiðum, eins og nú á sér stað með síld- veiðarnar fyrir Suðuriandi. Ég hitti á götunni einn af mestu afla-skipstjórum Norðurlands- síldveiðanna á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld, mann sem bar þá síldarkonungsnafnið með miklum glæsibrag. Þessi maðu^- var algjörlega ófeiminn að láta í ljósi skoðun sína á ungsíldarveiðunum fyrirSuður- landi nú, sem hann taldi al- gjöra óhæfu. Hann furðaði sig á seinaganginum og afskipta- leysi þeirra sem þetta heyrir undir að lögum, og hann er ekki einn um þá skoðun. Það er víða spurt um það þessa daga, hvort íslenzk yfir- völd, sem þetta heyrir undir hafi manndóm til þess að setja reglugjörð um síldveiðarnar fyrir Suðurlandi, sem feli í sér vemd fyrir hinn uppvaxandi síldarstofn að fengnum tillög- um okkar fræðimanna á þessu sviði. Eða hvort allt verður látið reka á reiðanum i þess- um efnum, og græðgin ein lát- in um stjóm þessara mála. Ef mönnum á að vera í sjálfsvald sett, hverjum og ein- umi hvort hann veiðir ungsíld- ina nú, þó að það valdi stór- skaða í framtíðinni að áliti fróðustu manna á þessu sviði, þá er eins hægt og með svip- uðum rökum, að gefa mönnum það frjálst að veiða innan land- helginnar með hverskonar veið- arfærum sem nú eru bönnuð bar. Hvorttveggja er álíka mikil vitleysa. Um smásíldar veiðar hér með ströndum fram, þarf að sjálfsögðu að setja skynsam- lega reglugerð, sem farið er eftir. Bandarískt njósnagóss ■» wbite ' * .......... Þrátt fyrir vopnahléssamninginn í Kóreu haida bandarisk hernaðaryfirvöld í Suður-Kóreu áfram njósnum sínum í Norður-Kóreu. 1 júlímánuði einum saman voru teknir höndum 40 vopnaðir út- sendarar Bandarikjanna. Myndin sýnir gúmbát, sendistöð, vopn og annan útbúnað sem var í fórum eins njó snarans. Norrænt þlng um fávita- framfærslu og vanvitaskóla Dagana frá 12. til 15. ágúst var haldið í Osló norræn.t þing um fávitaframfærslu og vanvita- skóla. Þingið er hið 12. í röðinni, sem haldið er um þessi mál, en þetta er í fyrsta skipti, sem íslend- ingar taka virkan þátt í því. Þingið sóttu um 1000 manns frá öllum Norðurlöndunum og hefur það aldrei , verið jafn fjölsótt. Frá Islandi voru þátttakendur: Ragnhildur Ingi- bergsdóttir læknir og Björn Gestsson fohstöðumaður úr Kópavogi. Frú Sigríður Ingi- marsdóttir, sem er í stjóm Lyngáss, dagheimilis styrktar- félags vangefinna og Jórina Eyvindsdóttir forstöðukona. Og Kristinn Björnsson skólasál- fræðingur úr Reykjavík. Ávörp og kveðjur fyrir hönd Islend- inganna fluttu Ragnhildur Ingi- bergsdóttir og Björn Gestsson. Helztu viðfangsefni þingsins voru nýjustu rannsóknir á fá- vitasjúkdómum, uppeldi og sál- arfræði vangefins fólks, fræðsla, atvinnumöguleikar van- gefinna og skipulagning á framfærslu þeirra. Framsöguerindi fluttu: Dr. Hallvard Vislie yfirlæknir frá Osio um nýjustu rannsóknir á orsökum fávitaháttar. Dr. Annalise Dupont, yfirlæknir, frá Brejning í Danmörku um meðferð og horfur fávitasjúk- dóma. Prófessor Niilo Máki frá Finnlandi um ný , sjónarmið í uppeldi og sálarfræði. Niels Al- bertsen skólastjóri í Árósum um félagslegt uppeldi vinvita. Ingrid FrÖstedt skólastjóri frá Sviþjóð um skynjunaræfingar. B. Möhl-Hansen námsstjóri frá Danmörku um uppeldi fullorð- inina. N. E. Bank-Mikkelsen frá Danmörku um skipulagningu. Gestir mótsins voru A. Meuz- elaar frá Groningen í Hollandi, sem flutti erindi um atvinnu- möguleika vangefins fólks og Dr. H. C. Gunzberg frá Birm- ingham í Englandi, sem talaði um ný sjónarmið varðandi fé- lagslegt uppeldi og verkkennslu. Auk framsöguerinda voru flutt tvö til fjögur styttri er- indi um hvert mál og síðan frjálsar umræður. Annan dag þingsins voi-u flutt yfirlitserindi um það, sem - ... gert hefur verið í þessum mál- um á Norðurlöndum frá því, að indi frá íslandi. I sambandi við mótið var sýning, sem öll Norð- urlöndin tóku þátt í. Mest bar á hælisteikningum frá öllum Norðurlöndunum. Frá Islandi voru sýndar teikningar af Lyng- ási, dagheimili styrktarfélags vangefinna, nýreistu starfs- mannahúsi Kópavogshælis og fyrirhuguðum hælisdeildum í Kópavogi. Frá Danmörku voru sýndar iðnaðarvöi-ur unnar af vangefnu fólki. Frá nokkrum heimilum í Noregi var sýnt föndur og handavinna. Einnig voru á sýn- ingunni kennslutæki, kennelu- bækur og fleira. Erindi voru ekki haldin um byggingar, en arkitektar og aðrir, sem um þau mál fjalla og mótið sóttu, hittust og ræddu hinar ýmsu teikningar, sem á sýningunni voru, sín á milli og skiptust á skoðunum. Teikningar af fyrirhuguðum hælisdeildum I Kópavogi vöktu athygli og hlutu mjög góða dóma. Arkitektarnir Gísli Hall- dórsson og Jósef Reynis hafa gert þær. Flestar teikningamar, sem sýndar voru, voru af aðalhælum (centralinstitution), en um hlutverk þeirra fjallaði N. E. Bank-Mikkelseni meðal annars í framsöguerindi sínu. Norðurlöndunum er flestum skipt í héruð og í hverju hér- aði er eitt aðalhæli, en fólks- fjöldinn á Islandi er ekki meiri en svo, að eitt aðalhæli gæti fullnægt þörfinni. Aðalhæli er stofnun, þar sem hægt er að rannsaka fávita og veita þeim þá meðferð læknis- fræðilega, sem þeir þarfnast. Á þeim stofnunum eru þeir fávit- ar vistaðir, sem þarfnast hæl- isvistar. 1. Þeir, sem þarf að rannsaka. 2. Þeir, sem þarfnast sérstaks iækniseftirlits og meðferðár. 3. Þeir, sem þarfnast uppeldis og kennslu, að undanskildum þeim bömium og unglingum, sem sækja vanvitaskóla og aðrar heimangöngustofnanir. Aðalhæli þarf að ná ákveð- inni stærð, svo að hægt sé að greina vistfólk í samstæða hópa. Deildimar verður að gera eins heimilislegar og hægt er, en það krefst meðal annars, að þær séu ekki hafðar of stórar. Aðalhæli verður að vera svo stórt, að þar sé hægt að hafa það sérmenntaða fólk, sem þörf krefur vegna kostnaðar. Hæli fyrir 300 til 400 vistmenni er yfirleitt talin heppileg stærð, en það svarar þeirri þörf, sem vera mun hér á landi. Á aðal- hæli þarf einnig að vera að- staða til að mennta starfslið, en þjálfað starfslið er frumskilyrði þess, að hægt sé að reka elíka stofnun sæmilega. Þangað verða foreldrar og aðrir aðstandendur einnig að geta leitað eftir rannsókn og ráðleggingum vegna þeirra, sem heima búa. Vísir að þessu öllu er þegar í Kópavogi. Aðalhæli þarf að vera ná- lægt stórum spítala, sem hefur þeim sérfræðingum og tækjum á að skipa, sem ekki er hægt vegna kostnaðar að hafa á hæl- inu sjálfu. Öll þessi mál þróast nú mjög ört á Norðurlöndum og í stuttu máli má segja, að niðurstöður þess, sem mótið f jallaði um séu, að ekki hafi enn komið neitt fram innan læknisfræðinnar, sem leitt geti til þess, að hægt sé að lækna fávitahátt, aftur á móti er unnið af kappi að rann- sóknum á ýmsu, sem komið getur í veg fyrir, að einstakl- ingar verði fávitar vegna nokk- urra meðfæddra eða áunninna sjúkdóma. Rétt er þó að taka fram, að umrædd sjúkdómstil- felli eru mjög sjaldgæf. Talið er að keppa beri að þvi, að allir vanvitar (debilir eimstaklingar) fái þá fræðslu, sem þeir geta notið bæði bókiega og verklega og þannig uppeldi, að sem flest- ir þeirra verði færir um að sjá sér farborða á vinnumarkaði. Einnig, að hálfvitum (imbecil- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.