Þjóðviljinn - 27.08.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.08.1963, Blaðsíða 4
SÍDA Útgefandi: Sósialistaflokk- Ritstjórar: Sameiningarflokkur alþýðu urinn. — Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson "(áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavöröust. 19. Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Reynslan frá 1940 |Jndarlegt er hversu lííseigar gamlar hugmyndir eru, menn halda áíram að'flíka þeim löngu eftir að þróunin hefur gert þær úreltar með öllu. Þetta kemur ekki sízt fram í umræðum um hernáms- málin, en þar stuðlar tilhneigingin til að blekkja almenning einnig að draugalífi úreltra hugmynda. Þannig segir Bjarni Benediktsson, sjálfur formaður Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í fyrradag: „Ef svo illa færi, að ný stórstyrjöld brytist út í þessum hluta heims, þá er bað eins víét og nokkuð getur verið víst hér á jörðu, að ísland mundi drag- ast inn í þau átök. Reynslan frá 1940 sannar, að tilvist varnarstöðva og vera íslands í Atlanzhafs- bandalaginu skiptir þar engu máli. Lega landsins ræður úrslitum. Óskhyggja um að þetta væri með öðrum hætti breytir engu. Áður en Bretar komu til landsins 1940 voru engin hernaðarmannvi'rki í Hvalfirði. Engu að síður varð Hvalfjörður mikil- væg flotastöð. Lega hans er ekki slík að þaðan sé að vænta árása á lönd hugsanlegra stríðsaðila” o.s.frv. o.s.frv. þarna á reynslan frá 1940 að vera til sanninda- merkis um þau vandamál sem nú blasa við og géra úrslit þeirra einsKvís og nokklíð getur verið víst hér á jörðu! En byltingin í hertækni og vopna- búnáði hefur orðið svo alger síðan 1940 að Bjarni Benediktsson gæti með ámóta miklum rétti vitn- að til hermennsku steinaldarmanna máli sínu til sönnunar. Stórstyrjöld verður ekki framar háð á þann hátt að stríðsaðilar leggi undir sig lönd og herstöðvai með ærinni fyrirhöfn, heldur munu tor- tímingarvopn þeirra berast' yfir hnöttinn hálfan á Örskömmum tíma. Vopnunum verður .beint að þeim stöðvum sem hafa „skotmarksgildi", eins og það er orðað í skýrslu dr, Ágústs Valfells, og málalok verða ekki ráðin á ámm eins og í síðustu styrjöld, heldur á vikum oa dögum og jafnvel klukkustund- um. í skýrslu dr. Ágústs Valfells eru einmitt færð augljós og ómótmælanleg rök að því að eins og hernaðartæki er nú háttað þurfi íslendingar ekki að óttast neina árás nema því aðeins að hér séu herstöðvar sem séu taldar hafa skotmarksgildi. Ágúst Valfells taldi miklar líkur á að Keflavíkur- flugvöllur yrði talinn slík stöð, en flotastöð í Hval- firði taldi hann augljóst skotmark fyrir hinar afl- mestu helsprengjur þegar í upphafi nýrrar styrj- aldar. | / ffinar herfræðilegu ástæður fyrir bví að Atlanz- hafsbandalagið ásælist nú Hvalfjörð og hefur stefnt að því marki í áratug eru engan veginn þær sem ollu hernámi Breta 1940; venjulegur herskipa- floti eins og þá tíðkaðist á nú hvergi heima nema á öskuhaugum. En nú eru kafbátar, búnir eld- flaugum, taldir skæðustu árásarvopn Atlanzhafs- bandalagsins, og fyrri kröfur Atlanzhafsbandalags- ins eru sönnun þess að herfræðingarnir telja Hval- fjörð hentuga miðstöð fyrir slíka kafbáta. Ríkis- stjórn íslands er nú að beygja sig fvrir beim kröf- um sem áður hafði margsinnis verið neitað. Því verður ekki trúað að Biarni Benediktsson viti ekki að með því er hann að gera ísland að augljósasta skotmarki nýrrar styrjaldar, þótt hann flíH mein leýsislegum sögulegum röksemdum- menn kunna enn þá list að svíkja með kossi. — m. ÞIÖDVIUINN Þriðjudagur 5. sept. 1963 s Nokkur orð um landsliðið \ k k Knattspyimraienn okkar munu heyja landsleik gegn Englandi 7. september n.k. á Laugardalsvellinum og viku síðar í Dundúnum. 20 manna lið hefur þegar verið valið og er margt gott um það að segja, en með til- liti til síðustu leikja hefur eitt lið ekarað svo fram úr hinum að sú hugsun að láta það fara að mestu óstyrkt gegn Bretum verður alltaf ofaná þegar mannd verður hugsað til þessara leikja. Er hér átt við KR-liðið sem í síðustu leikjran sínum hefur sýnt þá beztu knattspyrnu sem við höfum sýnt í sumar. Það er margbúið að koma á daginn að því heilsteyptara sem liðið er því betur nær það saman, þess vegna yrði það mjög vanhugsað ef landsliðsnefnd myndi velja endanlegt lið sitt úr mörg- um félögum. Ekki er ég að efast um að þeir leikmenn sem valdir hafa verið í 20 manna lið, hafi ekki unnið til þess með getu sinni en þó held ég að fram hjá einum manni hafi verið gengið, Gunnari Guð- mannssyni. Gunnar hefur leikið marga landsleiki fyrir okkur og skilpað fjölmörg úrvalsíið í minni æfingu en hann er í dag. Þess vegna er það furðulegt að einmitt nú þegar hann er 1 sínu bezta formi skuli hann ekki vera valinni a. m.k. x 20 manna lið- ið. Var landsliðsnefnd hrædd við að velja of marga KR- inga? Eg vona, að svo hafi ekki verið. Nú er mér ekki kunnugt um hvaða reglur giida um val manna í landslið, hvort það sé ófrávíkjanleg regla að velja verði 20 manna lið 14 dögum fyiir leikinn og B engu megi þar breyta eða ^ hvort skipta megi um menn á því tímabili. Vonandi er hægt að breyta liðinu án þess að brezkir taki það illa upp, því ég er viss um það að bezta liðið sem við getum valið sem landslið er KR-]ið- ið með Helga Darlelsson í markinu. h. ! j| ofaná þegar mannd verður Ekki er ég að efast um að formi skuli hann ekki vera markinu. h- | • 1 1. deild: j KR-ingar íslandsmeistarar, Akureyringar féllu niður Á sunnudaginn tryggði KR sér sigur í I. deild Islandsmótsins 1 knatt- spyrnu með sigri yfir Akureyringum 2:1, og jafnframt höfðu þessi úr- slit leiksins þá þýðingu að Akureyrarliðið féll niður í II. deild. s. ** .ákV'fci... -Ji, ..-v.Ay.;,* Leikurtnn á Akureyri var allgóður og skemmtilegur og eftir gangi leiksins hefði jafn- tefli 'verið sanngjamari úrslit, því að Akureyringar áttu ekki síður tækifæri til þess að skora en KR-ingar. öll mörkin voru sett í fyrri hálfleik. Fyrsta mark KR-inga kom eftir skot af um 20 metra færi, en skotið lenti i vamar- leikmanni Akureyringa og breytti það stefnu boltans. Var þetta fremur ódýrt mark. Sá sem skaut var Gunnar Felíx- son. Nokkru siðar jöfnuðu Ákur- ‘eyringar upp úr homspymu og var Steingrímur þar að verki. Sigurmark KR-inga skoraði svo Gunnar Guðmundsson eftir að Einar Helgason markvörður Akureyringa hafði hlaupið út full djarflega. Tvivegis i þessum fyrri hálf- leik fengu Akureyringar mjög hættuleg tækifæri sem nýttust ekki. Síðari hálfleikur var öllu þóf- kenndari, og stafaði það eink- um af því að. KR-ingar drógu • . -•■I méira í vöm þar sem þeir höfðu mark yfir og nægði jafn- tefli til þess að sigra í mótinu. Síðustu 20 mínúturnar var næstum óslitin sókn Akureyr- inga og skall oft hurð nærri hælum. einkum í eitt skipti er Hörður bjargaði inni i mark- inu eftir að boltinn hafði farið ýfir Heimi. Héldu margir á- horfendur að þá hefði orðið mark. Þjóðviljinn átti í gær tal við Einar Helgason markvörð Ak- ureyrarliðsins og spurði hann um leikinn. Sagði Einar að þetta hefði sennilega verið lak- asti leikur sinn á sumrinu en- hins vegar hefði liðið í heild barizt betur en oft áður. Hann sagði að KR-ingar hefðu spilað vel fyrri hálfleikinn en í síðari hálfleik hefðu þeir dregið EUert Schram aftur 1 vömina og hefði það haft þau áhrif að þeir hefðu ekki átt nein veruleg tækifæri í hálfleiknum til að sköra. Hánn kváðsf að lokum' vera óánægður með árangurinn í sumar, í heild og táldi að tið- - úð heíði ekki átt að þuría að falla niður í XI. deild. Veður var gott meðan leikur- inn fór fram en- völlurinn miög blaútur. Áhorfendur vom fleiri en nokkru sinni fyrr á veliin- ura á Akureyri og er talið að þeir hafi verið á fjórða þúsund. Staðan í 1. deild L U T J St. M Kr 10 7 2 1 15 27:16 Akranes 10 6 3 1 13 24:17 Valur 10 4 4 2 10 20:20 Fram 10 4 5 1 9 11:20 Keflavík 10 3 6 1 7 15:18 Akureyri 10 2 6 2 6 16:22 Valur vunn Frum með 3:0 / Næstsíðasti leikur Islands- mótsins í knattspyrnu fór fram á Laugardalsvellinum á sunnudaginn og áttust þá við Fram og Valur. Valur sigraði TILKYNNING Verðlagsnefnd hefur ókveðið eftirfarandi hámarksverð á fiski í smásölu og ei söluskattur innifalinn í verðinu: Nýt þorskur, slægður: með haus, pr. kg.............................. Kr. 3,85 hausaður pr. kg..............................— 4,80 Ný ýsa, slægð: • með haus, pr. kg ............................— 5,15 hausuð, pr, kg............................... — 6,45 Ekki má selja fiskinn dýrari, þótt hann sé þverskorinn 1 stykki. Nýr fiskur, flakaður án þunnildá: Þorskur. pr kg............................... Kr. 10.00 Vsa pr. kg.................................. — 12,80 Fiskfars. pr. kg................)........... — 14,00 Reykjavík. í4 ágúsf 1963. VERDIA GSSTIÓRINN með þremur mörkum gegn engu. Leikur þessi var keppni um það hvort félagið myndi hljóta þriðja sætið í 1. deild og höfn- uðu þvi íslandsmeistararnir frá því í fyrra í fjórða sæti að þessu sinni. Fremur var leikurinn til- þrifalítill og laus við alla spennu og leikmenn tóku líf- inu yfirleitt með ró. Marka- talan gefur þó ekki rétta hug- mynd um gang leiksins þvi Framarar fengu mörg ágæt tækifæri en það fór eins og svo oft áður í sumar að þeir eru óttalegir *klaufar upp við markið. Hinsvegar var Birni Helgasyni ekkert að Vanbún- aði að skora í eigið mark en þannig kom 3. mark Vals. Björn spýrnti viðstöðulaust föstu skoti óverjandi fyrir Geir. Valsmenn nýttu vel sín tækifæri sem voru öllu færri en Framara og geta þeir vel unað þessum úrslitum leiks- ins. Báðum liðum hafði tekizt að bjarga á marklínu áður en / mark fékkst skorað en það voru þeir Sigurður Einarsson fyrir Fram og Elías Hergeirs- son fyrir Val. Fyr.sta mark Vals kom á 16. mín. og var þar Steingrímur Dagbjartsson að verki. Ekki fengust fleiri mörk í fyrri hálfleik. 1 síðari hálfleik náðu Vals- menn sérlega góðum leikkafla sem stóð yfir í 5 mínútur og skoruðu þá tvð mörk til við- bótar. Lotan hófst á þvi að Hermann Gunnarsson spyrnti framhjá í opnu færi. Tveim mín. síðar lagði Ásgeir Þor- valdsson h. úth. knöttmn fyrir markið og skoraði Steingrímur öðru sinni. Þriðja markið settu Framarar sjálfir en það var Björn Helgason sem spyrnti 5 netið bolta sem Her- mann Gunnarsson hugðist skalla í mark. Fleiri urðu ekki mörkin þótt 25 mín. væru eftir til leíks- loka. og þeir fáu áhorfendur sem lögðu leið sína á Laugar- dalsvölHnn þennan dag tóku brátt að týna tölunni. Þess skal skal getið a,ð Þor- steinn Friðþjófsson h. bakv. lék sinm 100. leik í meistara- flokki. Dómari var Magnús V. Pét- ursson og átti hann all'sæmi- legan dag. h / 1.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.