Þjóðviljinn - 27.08.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.08.1963, Blaðsíða 5
SfÐA § Modigliani: anna sem hetja. ón hess þó að hafa unnið til þess á siðferði- legan hátt. Höfundi tekst stundum vel upp, begar hann spilar á léttari tóna. en ef hann bregður út af því, renn- ur allt út í væminn grát klökkva, þannig að þá langar mann til að hlæja. Eftir þessi ósköp var mjög 'hressandi og uppörvandi að koma í Traverse og horfa á sprenghlægilega paródíu eftir eftir Alfred Jarry; .enda þót1 Traverse sé atvinnuleikhús verður maður ekki var við þessa atvinnuþreytu, sem er svo oft áberandi í slíkum stofnunum. Starfsliðið er allt ungt fólk, fullt af orku og nýjum hugmyndum, eða þannig áhrif hefur það á áhorfand- ann. Alfred Jarry var fransk- Jeanne Hebutérne. ur sérvitringur. um aldamótin; hann var í læri hjá Bergson og skrifaði hneykslanleg leik- rit. „Ubu Roi“ er skrifað rétt fyrir aldamótin og var ýmist rakkað niður sem heimskuleg- ur þvættingur eða hrósað sem meistaraverki. Það fjallar um fánýti valdagræðginnar og gæti verið ádeila á Napoieon og önnur slík stór nöfn mann- kynssögunnar, sem er haldið i lofti fyrir grimmd og fíkn. Hann reynir að sýna okkur bað, sem sagan reynir að fela á bak við dýrð og frægðar- Ijóma. Jarry var alger absúrd- isti, aðeins hálfri öld á undan samtíð sinni. Á sama hátt leyfist leikurum að hegða sér á hinn fáránlegasta máta, ■ án þess þó, að það eyðileggi Framhald á 6. síðu. ÞriÓjudagur 1963 Eftir tvær heldur lélegar leiksýningar hér á hátíðinni, er mér næst að álykta, að við íslendingar megum prísa okkur sæla fyrir að eiga slíka leik- ara og höfunda, sem raun ber vitni, því að enginn, nema sá sem reynt hefur. getur hugsað sér neitt meira þreytandi og gremjulegra en að sitja í heila tvo tíma undir lélegum leik, jafnvel þó að leikritið sjálft sé gott. „The Unshaven Cheek“ nýtt ástralskt leikrit eftir. Ray Lawler, höfund Sautjándu brúðunnar, sem sýnt hefur ver- ið víða við mjög góðar undir- tektir, veldur almennum von- brigðum. Efnið nær hvergi nærri tökum á manni. rökin eru of veik til að sannfæra, og per- sónur of óskýrar til þess að maður geti tekið einhverja til- finningalega afstöðu til þeirra. Þetta er harmsaga brezks beyk- is, sem gerðist ungur innflytj- andi til Ástralíu og naut til að byrja með miikillar virðingar og velsældar sem forystumaður í sinni grein. Þegar tjaldið er dregið frá, er hann orðinn rosk- inn maður, stétt hans úrelt. og þar með hefur hann sjálfur verið sviptur því. sem réttlætti líf hans, því, sem hann fann sjálfan sig í. Til þess að rifja upp liðna atburði beitir Lawl- er sama bragðinu og Priestley í Tíminn og við; áhorfandinn lifir upp með beykinum honum Hitt leikritið var „The Rabbit Race“ eftir Martin Walser, ung- an vesturþýzkan höfund, =em hlaðinn hefur verið verðlaun- um í heimalandi sínu fyrir verlc sín. og á síðastliðnu ári var The Rabbit Race eða Eiche und Angorra eins og það nefnist á frummálinu, sýnt í Berlín við mikinn fögnuð. En annaðhvort hefur efnið brenglazt í þýðingu eða því má bera við, að vegna slæmra aðstæðna fari það al- gerlega fram hjá áhorfendum, hvað slíkt hnoð hefur á sviðs- f jalir að gera; leiksviðið er pallur, sem nær frá vegg og út í miðj- an sal, þannig að áhorfendur sitja umhverfis þennan stóra pall, og vesalings leikaramir verða að beina orðum sínum til skiptis hingað og þangað til þess að gera ekki upp á milli gestanna. með þeim ár- angri að setningar, eflaust gull- vægar, fljúga út og suður. og brandarar, sem skírskota kannski aðeins til þýzkrar kímnigáfu, missa algerlega marks í þessu slitrótta umhverfi. Auk bessa er húsið mjög stórt, og er ekki erfitt að ímynda sér hvílíkt feikilegt átak og einbeitingu leikarans þarf til þess að halda athygli áhorfandans vakandi í slíku umhverfi. þar sem iafn- vel leiktjöld koma ekki til að- stoðar nema að mjög litlu leyti. þegar sviðið er svona í laginu Samt sem áður og þrátt fyrii allt þetta liggur það í augum uppi, hvað höfundur er að fara. þetta er grínádeila á eftirstríðs- árin í Þýzkalandi, áhrif stríðs- ins á menn og konur; Alois. höfuðpersónan, er enn ein út- gáfan_af góða dátanum Schweik. saklaus einfeldningur. geltur i tilraunaskyni í þrælabúðum nazista. er hafinn upp til skýj- minnisstæða atburði aðeins með fáeinum ljósbreytingum og mis- munandi persónugervum; hér verkar þetta bragð eins og á- hrif frá kvikmyndatækni. Ung- ur völubílstjóri, sem hafði orð- ið það á að keyra gamla mann- inn niður, er sá, sem höfund- ur lætur flytja boðskap sinn, og er mórallinn sá. að jafnvei þótt beykjar séu stétt sem ekki sé þörf á lengur, þá skipti það i sjálfu sér engu máli, heldur hitt, að svo leogi sem maðurinn velur sér starf, sem hann er reiðubúinn að fórna sér fyrir og finnur sjálfan sig Eftir Bryndísi Schram í, hefur hann ekki lifað til einskis. líf hans er réttlætt. Sem sagt boðskapur existensialista í mjög svo hefðbundnum bún- ingi. Leikurinn var heldur andlaus og þreytulegur, og enda þótt glimti í mjög góðan leik hjá sumum, var heildarmyndin sundurslitin vegna lélegs leiks hjá öðrum. ÞJðÐVILJINN FRÁ EDINBORGARHÁTÍDINNI Um leiksýningar og Modigliani i ! VIKUDVOL VID EYSTRASALT Meðal gesta á hinni ár- legu Eystrasaltsviku í Rost- ock að þessu sinni var Ás- gelr Bl. Magnússon, mál- fræðingur. Þjóðviljinn hitti Ásgeir nýlega að máli og bað hanra að segja lesendum blaðsins frá för sinni og varð hann fúslega við þeim tilmælum. — Eg var þarna með 4 Islendingum öðrum, og dvöidum við lengst af í Rostock. Við fórum að heim- an 6. júlí með flugvél ti) Kaupmannahafnar og kom- umst til Rostock um kvöldið Daginn eftir hófust hátiða- höldin með mikilli skrúð- göngu og útifundi á aðal- torginu í Rostock. Dagskrá hátíðahaldanma var mjög fjölbreytt og gafst gestum tækifæri til að kynn- ast mörgu. Meðal annars hafði verið komið upp í Rostock geysimikilli fram- leiðslusýningu og voru þar eingöngu framleiðsluvörur Austur-Þýzkalands. Einkum voru þetta allskonar iðnað- arvörur, vélar og því um líkt. Þá var okkur sýnt sam- yrkjubú skammt frá borg- inni; meðalstórt bú á þeirra mælikvarða, en búskapurinn er að mestu rekinm með þvi fyrirkomulagi þama. 1 Rostock gafst ökkur tækifæri til þess að skoða margar merkar byggingar og gamlar minjar. Við heimsótt- um m.a. háskólann og hina frægu klausturkirkju í Dúbenau. Ýmsar skemmtani voru einnig á boðstólum eitt kvöldið sáum við t.d rriikla balett- og þjóðdanr- sýningu í Palace der Jugen- Einum degi eyddum við Berlín. —- Hefur þú komið til Austur-Þýzkalands ? áðm — Já, ég kom þar 1956, var þá á germanistaþingi í Berlín. Mér fanmst mjög á- berandi að þes%u sinni, hve vönival var nú miklu meira í verzlunum. Klæðnaður fólksins er nú einnig almennl miklu betri, og gat ég ekki séð neinn mun á klæðnað; þar og á Norðurlöndum. í fljótu bragði virðast lífskjör nokkuð svipuð og á Norður- löndum, og áberandi var, hve bifreiðum hefur fjölgað frá þv’i 1956. Af litlum bil- um bar talsvert á Trabanf og Wartburg, en þeir eru framleiddir í Austur-Þýzka- landi; einnig var mikið af Tatra og Volga. Stórar r ólksbifreiðir eru einkum ’ingverskar, en Austur-Ev- ópulöndin hafa með sér all- víðtæka verkaskiptingu um bílaframleiðslu. Ungverja- land, Rússland og Tékkósló- vakía framleiða mikið af * "VÍII böfninni í Rostock. Afgreiðsluskilyrði þar eru í hvívetna hin fullkomnustu. "ólksbifreiðum, en Austur- Þýzkaland vöruflutningabif- reiðir. I Rostock og Warne- múnde hefur verið komií’ upp geysimiklum skipasmíða stöðvum, og framkvæmdur við raýbyggingu Rostock hafnar er mjög langt komið. en hún verður með fullkomn- ustu höfnum á meginland- inu. — Eitt af því, sem kom mér mjög á óvart var að sjá -ilíuborturna í héraði einu kammt frá Rostock, en þa* æfur fundizt nokkurt magn f olíu 5 jörðu. — Á ferð okkar nutum við ágætrar leiðsagnar þýzks ! lögfræðings, og var hann mjög fróður um sögu Meckl- enburgs. Það finnst vitan- lega á öllum Austur-Þjóð- verjum, að þeim finnst á- kaflega erfitt undir því að búa, að þeim er meinað að ferðast til annarra landa Vestur-Evrópu nema þeir fái til þess sérstakt vegabréf frá hernámsyfirvöldum í Vestur- Berlín. Sambúð Austur- og H Vestur-Þýzkalands er lfka k miklum annmörkum háð, og \ er Berlínarmúrinn. órækasta b dæmið um það. Flestir virt- * ust á þeirri skoðun, að ekki hefði verið annars úrkosta en að reisa múrinn vegna margvíslegrar ekemmdar- verkastarfsemi og ágengni, sem rekin var frá Vestur- Berlín, meðan austurhlutinn var „opin borg“. En það er mjög ríkt í huga Austur- Þjóðverja að friður haldist, svo þeir fái færi á að halda áfram uppbyggingu lands síns. 1 stórum dráttum virt- ist mér um hraðar framfarir að ræða í landiniu, einlrum í iðnaðinum. — Okkur var tekið þarna af mikilli vinsemd og geet- risni, og veitt það tækifæri til kynningar, sem unnt er að búast við á svona stutt- 'im tíma. (Vegna blaðamannaverk- fallsins hefur viðtal þetta beðið birtingar um nokkum tíma). ! ! i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.