Þjóðviljinn - 27.08.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.08.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur t 1963 MðÐVILIINN Fró aðalfundi Skógrcektarfél ags íslands 1963 Clæsilegur árangur gróður- setningar í Eyjafirði Nú verður lauslega sagt frá þeim hluta aðalfuudarins, sem frarn fór utan fundarsalarins í HHðarfjalli. Að drukknu síðdegiskaffi var haldið niður í bæ og stað- næmzt við Lystigarð Akureyr- ar. Um hann þarf kannski ekki að fjölyrða svo mikið, með því að flestir landsmenn, sem heimsótt hafa Alcureyri að sumarlagi, hafa trúlega lagt þangað leið sína. Hér stýrði förinni Jón Rögnvíildsson, garðyrkjuráðu- nautur Akureyrar, sem nú hefur veg og vanda af garð- iraum og hefur skipulagt stækkun hans. Lystigarðurinn er tilkomu- mesti almenningsgarður, sem enn er til hér á landi, enda sá elzti, stofnaður 1912 af kon- um á Akureyri undir forystu frú Margrete Schiöth. Þar er trjá- og blómagróðri blandað saman á hinn fegursta hátt. Þama í garðimum er líka til sýnis hið íslenzka jurtasafn, er Jón Rögnvaldss. gaf Akur- eyrarbæ fyrir nokki-um árum. Er vart hægt að hugsa sér betri kennslu í grasafræði landsins en fæst við að skoða þetta merka safn. Gaman er líka að sjá hið grænlenzka plöntusafn, sem þama er. Gróðrarstöð Ræktnnarfélags Norðurlands Því næst var farið í Gróðr- arstöðina, eins og íiún er nefnd á Akureyri. Fyrir réttum 60 árum hófst þar trjáplðntun undir forystu Sigurðar heitins búnaðarmála- stjóra. Enginn viðartanni var neins staðar sjáamlegur þá, þar sem nú stendur um 10 m hár skógur ýmissa trjáteg- unda. Þessi merki og fagri reitur er Eyfirðingum góður \ vegvísir í trjá- og skógrækt, því að hann sýnir glöggt, hvaða árangurs má vænta, þótt gróðursett sé í skóg- og skjóllaust larnd. Og vel það raunar, því að þarna ,voru ekki notaðar þær tegundir eða kvæmi tegunda, sem nú er mest gróðursett af og bezt gefast. Kjarnaland Síðasti áfanglnn fyrri sýn- ingardaginn var að Kjama, þar sem eitt sinn var hvað mest höfuðból við Eyjafjörð og þar sem til greina kom á sínum tíma að reisa búnaðar- skóla. Að Kjama eiga Skógrækt- arfélag Eyfirðinga og stærsta deild þess, Skógræktarfélag Akureyrar, alls 106 ha af friðuðu landi, sem er innsti hluti bæjarlands Akureyrar. Þarna er gróðrarstöð Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga, sem sl. ár framleiddi 85 þús trjá- plöntur og þarna hafa þessi félög gróðursett um 320 þús- und plöntur í um 65 ha. Á þessum ágæta stað eru A'kur- eyrimgar þannig að eignast á- kaflega glæsilegt skóglendi, sem í framtíðinni mun setja mikinn svip á nágrenni bæjar- ins og reynast drjúgur skerf- ur til ræktunarmenningar Éy- firðinga. Að skoðuðum Kjarnaskógi var á ný haldið til Hliðar- fjalls og setzt að kvöldvwrði I boði bæjarstjórnar Akureyrar. Vaðlaskógur Síðari fundardag voru skoð- aðir skógar í Eyjafirði. Neðst í Vaðlaheiðinni, inni við botn Eyjafjarðar að aust- an, má nú orðið sjá plöntu- teiga, sem setja vemlegan evip á landið gegnt Akureyri. Þetta er hinn/ svonefndi Vaðlaskógur, sem er í eigu Skógræktarfélags Eyfirðinga. Landið er 2 km á lengd með firðinum og 48 ha að flatar- máli. Þarna hefur félagið gróðursett 182 þús. plöntur i 38 ha. Frumkvæði að friðun Vaðla- skógar átti Ólafur Thoraren- sen fyrrum bankastjóri á Ak- ureyri. Á sínum tima — fyrir stríð — gaf Ólafur verulega fjárupphæð til þess að koma þessari ræktun af stað og hugmynd Ólafs var fyrst og fremst, að Akureyringar fengju þar augnayndi, er þeir litu til Vaðlaheiðar. Gunnar, bróðir Ólafs vann fyrstu ár- in að ræktuninni. Og einhver fagursti bletturinn, sem þakka má honúm, er með íslenzku birki, sem hann sáði 1940. Þar er Hiklaust nú beinvaxnasta birki, sem til er í skógarreit, á Islandi Af trjám, sem gróðursett hafa verið í Vaðlaskógi, hefur siberíska lerkið vaxið hraðast. Elzta lei-kið, sem er á tæp- lega Vi ha, var gróðursett 1951. Meðalhæði þess er 3,5 m og hæstu trén yfir 5 m á 12 ánim. Meðallengd árssprota 1962 var 55 cm. Er þetta að heita má sajni vöxtur og á Hallormsstað, þar sem mest reynsla er fengin af ræktun lerkis. Þá er vöxtur birkis með af- brigðum góður í Vaðlaskógi. Þannig hafa 11 ára gamlar birkiplöntur náð að meðaltali 1.90 m hæð og 9 ára gamlar 1,85 m hæð. SHkt gerist ekki nema þar sem skilyrði fyrir birkið eru hin beztu. Leyningshólar Ur Vaðláskógi var farið á- leiðis til Leyningshóla, sem eru innst í Eyjafjarðardal. Á leið- inni var stanzað við hið glæsi- lega félagsheimili Freyvang í Öngulstaðahreppi. Þar beið fundarmanna veg- legt kaffiboð, er Skógræktar- félag Eyjafjarðar bauð til. Kvenfélagið Vorönd sá um þessar veitingar af miklum myndarskap. Eins og nafnið Leynings- hólar bera með sér, er þarna hólalandslag. Þetta er skriðu- fall og ákaflega fjölbreytilegt land. Þar varðveittist eini náttúrlegi biákiskógur Eyja- fjarðar. Leifar þess skógar voru friðaðar 1937—39 og hefur síðan geysileg breyting orðið á gróðrinum. Þarna er nú mjög fallegur birkiskógur og hið friðaða svæði, sem er 51 ha að flatarmáli, kjörinn etaður fyrir Eyfirðinga til að leita sér hvíldar á. Grundarstöðin Á Grund í Eyjafirði er næstelzti barrtrjáreitur lands- ins, aðeins Þingvallatrjá- reiturinn er eldri. Hér var næsti áfangi ferðarinnar. 1 þennan reit var plantað fjöl- mörgum tegundum trjáa árin 1900—1907. Einkum voru það plöntur frá Danmörku og hef- ur sjálfsagt margt af því far- izt. Tvennt vekur mesta athygli í þessum reit: Lindifura frá Siberíu sem er um 7 m há, teinrétt og fögur. Um 100 tré eru af hennd. Og svo er það blæösp frá Danmörku. Eftir® stendur eitt tré af öspinni, sem upphaflega var gróður- sett þama, en frá henni er vaxinn heill skógur af blæ- ösp í reitnum (blæöspin breið- ist út með rótarsprotum). Ótalmargt fleira girnilegt er þama, sem of langt yrði upp að telja. Kristnes. Þegar haldið var frá Grand, héldum við að nú myndi ekið beint til Hlíðarfjalls, enda dagur að kveldi kominn. En það var stanzað við heilsuhæl- ið í Kristnesi. Hvað getur ver- ið að sjá þar ? Jú, trjágarður- inn krinigum hælið. Þegar gengið var inn um hliðið eft- ir gangstígnum meðfram aðal- byggingunni og inn í garðinn bak við þær, þá blasti við sýn, sem laust fundarmenn í senni furðu og hrifningu: Hér vor- um við komin í trjágarð, sem á sér engan líka við opin- bera byggingu á Islandi. Vor- um við virkilega ekki komin til utlanda ? Hér hefur markið verið sett svo hátt í upphafi, að maður hlýtur að dást að þeim stórhug. Og hér er unn- ið af þeirri smekkvísi og hóf- semi, að sjaldgæft er. öllu haldið svo vel við sem bezt má verða. Höfundar þessa mikla triá- garðs, þeir Eiríkur Brynjólfs- son, ráðsmaður á Kristnesi, og Jón Rögnvaldsson, garðyrkju- ráðunautur Akureyrar voru imeð okkur í förinni og Eirík- ur rakti fyrir okkur í fáum og skýrum orðum nok'kurt staðreyndatal um garðinn: Það var byrjað nð gróður- setja upp úr 1930. Um 1940 var aðallandið í hlíðinni upp af hælinu tekið til ræktunar., Nú eru skjólbeltin, sem eru uppistaðan í þeim hluta garðs- ins orðin um 12 km, miðað við einfalda röð. Eiríkur Brynjólfsson lauk máli sínu til gestanna með því að .vitna i austurlenzkan máls- hátt, sem segir: „Trén eru bænir jarðarinnar til himins- ins“, og kvað skógræktarmemn vinna í þeim anda. Svo mikið er víst, að í hinu einstæða ,starfi sínu á Kristnesi hefur Eiríkur Brynjólfssqn unnið 5 anda þessa fagra Piálsháttar. Með þessum mikla og fagra garði hefur hann gefið öllum stærri opinberum stofnumum til sveita á Islandi fordæmi um það, hvernig uml Verfi þeirra á að vera, svo að það andi fegurð og menningu og veiti skjól. Það þyrfti að fara með for- ráðamenn skóla, sjúkrahúsa, rafstöðva og fjölmargra ann- arra stofnana í Kristnes og ta'ka þá i kennslustund. Ekki bara 5 því hvern>v stofnað er fagurt umbverfi. heldur einn ig hvernig ha.ð pr rmktað hirt og því haldið við, — sibl. Þar stendur vagga íslenzkrar trjáræktar SÍÐA 1 Ármann Dalmannsson skógarvörður (t.v.) og Guðmundur Karl Fétursson formaður Skógræktarfélags Eyjafjarðár. — (Ljósm. Þorst. Jónatansson). Minning agnus ríkisbókari f. 8. mai 1904 — I dag er til moldar borinn Magnús Björnsson ríkisbókari. Engum, sem til þekkti, kom það á óvart, að starfsdagur hans myndi senn allur. Und- anfarin missiri hafði Magnús ekki gengið heill til skógar. Og aðfaranótt firomtudags 15. þ.m., er hann var fluttur sjúk- ur af heimili Náttúrulækninga- félags íslands í Hveragerði, var sýnt að hverju stefndi. Með Magnúsi Björnssyni er fallinn sérstæður persónuleiki. Vandasamt og mikid embætti rækti hann af slíkri elju, að vafasamt er. að starf hans verði eins manns verk talið. En þó að starf Magnúsar tæki huga hans og tíma meir en almennt gerist. átti hann stundir aflögu til að fylgjast með nýjungum í bókmenntum og listum. Ef til vill var þessi þáttur í eðli Magnúsar uppbót á lýjandi og langan starfsdag; og sá, sem þetta ritar, hefur ástseðu til að ætla, að hann hefði kosið að semja aðrar bækur og bókmenntalegri en ríkisreikninginn, ef hann hefði mátt sjá af stund til þeirrar rðju. Magnús Björnsson var gleð:- maður í sínum hópi, raeðinn og orðheppinn svo af þar, var þvf oft glatt á hjalla í kring- um hann. og gott þar að vera sem hann deildi geði við menn. Sem stjómandi yfir þó nokkrum hópi manna, var Magnús nærfærinn og af- skiptalitill. Um það má auð- vitað deila. hvernig bezt er að stjórna fólki. Sumir forráða- menn virðast aldrei sjá glað- an dag yfir þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir. þeir ganga um þungbúnir á svip með myrkur skammdegis í augum, og það virðist aldrei öruggt hvaðan næsta hret kemur. Nei, þannig var Magnús ekki. hann var d. 19. ágúst 1963 baráttumaður í starfi sínu, og baráttan varð honum íþrótt, sem afköstin vitna um. Við, sem unnum hjá Magn- úsi, litum ekki aðeins á hann sem húsbónda, er vlð mátum mikils og virtum, hann var okkur ekki síður félagi og vin- ur, sem gott var til að leita, þegar á reyndi. Fyrir þetta viljum við sérstaklega þakka. Þegar ég svo að síðustu kveð vin minn og húsbónda Magn- ús Bjömssoo. koma mér efst í huga orð norska skáldsins er sagði: Þar. sem góðir menn fara, eru guðs vegir. Kristján Bender. INNHEIMTA - LÖOFRÆQlSTÖHrs TILB0D óskast í nokkra fólkssendijeppa og vörubifreiðar. sem verða til sýnis ! áhaldasvæði rafmagnsveitna ríkisins við Súðavog. fimmtudaginn 29. ógúst, kl. 1—3 e.h. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Ránargötu 18. föstudaginr. 30. ágúst, kí. 10 f.h. CNNKAUF VSTOFNUN RÍKISINS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.