Þjóðviljinn - 29.08.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.08.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJðÐVILIINK Fimmtudagur 29. ágúst 1963 Viðskiptin við A-Evrópu Framhald af 1. síðu. ' „Austur-Evrópubúar hafa um aldaraðir verið miklir síldar- neytendur miðað við aðrar þjóð- ir. Vestur-Evrópubúar neyta talsvert mikið síldar, einkum Þjóðverjar, Hollendingar og Svíar, en þó mun síldarneyzla vera frekar hnignandi hjá þess- um þjóðum, í vestrinu ræður framboð og eftirspum markaðsverðinu. Sé éigin síldarafli þessara þjóða mikill og fái þær hana ferska, minn}tar innflutningsþörfin og vofa þá ætíð yfir miklar verð- lækkanir. Aústur-Evrópuþjóð- irnar hafa ekki jafn góð skil- yrði til eigiij öflunar á síld og verða þær því að treysta á ár- vissan innflutning. Skapar það meiri stöðugleik í sölum, bæði hvað snertir magn og markaðs- verð inn á þessa markaði..... .... Miðað við hina takmörk- uðu sölumöguleika á síld í Vest- ur-Evrópu, hefur Austur-Ev- rópa verið það svæði, sem hefur tekið á móti mestu magni á því verði, sem íslenzkar kringum- stæður hafa krafizt....“ Forsenda haust- og vetrarsíldveiðanna Á sJ. hausti var verð á síld í frystingu til sjómanna og út- vegsmanna kr. 1,75 á kg, en 0,75 í bræðslu og munar það einni krónu á kg, en 1962 vom seld til Austur-Evrópulanda 15.552 tonn, sem annare hefðu orðið að fara í bræðslu, þar sem markaðir eru ekki fyrir hendi annars staðar. —> „Það þýðir,“ segir í grein Guðmundar, „að útvegurinn hefði fengið um 15,5 miiljónum króna minna í sinn hlut. 121 bátur stunduðu haust- og vetrarsíldveiðarnar við S.- Vesturland tii áramóta 1962/63. og er það ekkert launungarmál, að söiur á frystri og saltaðri síld til Austur-Evrópu eru bein forsenda þess, að hægt væri að gera út á þessar veiðar. Má telja fullvíst, að ekki hefði ver- ið gert út á þær, ef ekki hefði verið unnt að nýta síldina í annað en mjölvinnslu. Verðmaeti heildarútflutningsins árið 1962 var 3618 milljónir króna. Út- flutningur sjávarafurða til Austur-Evrópu árið 1962 var um 62.000 tonn, að verðmæti um 633 milljónir kr., eða um 1/6 hluti heildarútflutningsins. Helztu afurðir, sem þangað voru seldar, voru frystar sjáv- arafurðir, saltsíld, síldar- og fiskimjöl, fiskmeti niðursoðið og þorskalýsi.“ „Á heimsmarkaðsveiði og þar undir . . Þessu næst ræðir Guðmundur þá fullyrðingu Morgunblaðsins, að við kaupum „dýrari vörur“ og verri frá Austur-Evrópu og bendir á, að meginhluti af inn- flutningi okkár frá þes'sum löndum eru hrávörur (elds- neyti, málmur, trjáviður, kork o.fl.), sem eru „keyptar á heimsmarkaðsverði og þar undir,“ — og að aðrar þjóðir hafa á síðustu árum stóraukið innflutning sinn á þessum vör- um frá Austur-Evrópu. Sú til- hneiging sé einnig áberandi í heimi alþjóðaviðskipta að auká samskipti milli austurs og vest- urs og nefnir Guðniundur all- mörg dæmi um það, og segir síðan: „Það eru því fleirl en íslenzk- ir útflytjendur, sem geta hugs- að sér aukin viðskipti austur á bóginn, en því geta allir verið sammála að forsenda Jiess að svo beri að gera af hálfu Is- Iendinga, hlýtur ætíð að vera sú, að við fáum vörur í stað- inn, sem fullnægja kröfum okk- ar. Án nokkurs vafa má auka enn meira hrávöruinnflutning frá þessum löndum. Hvort inn- kaupamöguíeikar frá Áustur- Evrópu hafi verið kannaðir til hlítar, skal látið ósagt. Það er t.d. mál margra, að Austur- Þjóðverjar og Póiverjar byggi prýðileg fiskiskip. Tékkar cru heimsfrægir fyrir framleiðslu sína á glervörum o. s. frv. Að ræða um slíkt er annað og meira mál Ekki fordæmi Alþýðublaðið birtir j gær þá nýstárlegu kenningu að verkamenn eigi í kjarabar- áttu við verkfræðinga, og sé verkafólki það mikið hags- munamál að hlutur verk- fræðinganna sé gerður sem rýrastur. Ekki býðst blaðið þó til að skipta á milli Dags- brúnarmanna upphæðum þeim sem hafðar verða af verkfræðingum, heldur virð- ist hugsunin vera sú að verkamenn sætti sig frekar við hrakleg laun ef þeir frétti um aðra sem uni hlut sipum illa. Hugsunarháttur af slíku tagi hefur þó alltaf verið fjarlægur verklýðshreyfing- unni á íslandi. Hins vegar hefur ríkisstjórnin tvímæla- laust haft verkafólk i huga í samskiptum sínum við Stéttarfélag verkíræðinga. Stjómarvöldin hafa ekki hik- að við,það að greiða verk- fræðingum margfalt kaup fyrir einstök verkefni með því skilyrði einu að ekki væru gerðir fastir samninsr- ar við Stéttarfélag verkfræ*1- inga urp kaupið. Hafa út- gjðldin til verkfræðistarfa af þessum ástæðum einatt orð- ið miklu hærri en verkfræð- ingarnir fóru fram á. En stjórnarvöldin vildu ekki semja formlega vegna þess að þau óttuðust að samning- arnir yrðu fordæmi fyrir verkafólk. Þess vegna eru nauðungarlög þau sem nú hafa verið sett um kjör verk- fræðinga einnig hugsuð sem árás á alþýðusamtökin, til- raun til þess að fá verkafólk til þess að una skár við laun sem eru svo herfilega lág að slíks eru engin dæmi í ná- lægurn löndum. Tilraunirnar til þess að halda kaupi verkafólks niðri koma fram í hinum furðuleg- ustu myndum. Þegar ritstjór- ar Alþýðublaðsins stóðu i verkfallinu um daginn var því haldið fram í verkfalls- lok að samið hefði verið um 12,5% kauphækkun. Sú tala var auðsjáanlega fengin með því að leggja' saman '5% og 7,5% sem verklýðsfélögin höfðu náð á þessu ári. En i rauminni var samið um 29,75% kauphækkun. Mís- munurinn var aðeins skirð- ur „vaktaálag“ í staðinn fyr- ir kaupbækkun. Til þess að hann yrði ekki fordæmi!! — Austri. Hækkandi tollmúrar Loks ræðir Guðmundur í nið- urlagi greinar sinnar um við- skiptin við Vestur-Evrópu, og kemur þar fram, að þau við- skipti verða nú stöðugt meiri erfiðleikum bundin vegna þeirr- ar stefnu Efnahagsbandalags- mánna að girða sig sem mest- um tollmúrum, en Sölumiðstöð- in muni að sjálfsögðu leggja á- herzlu á að afla framíeiðslu- vörum landsmanna á þessu sviði sem beztra og hagkvæmastra markaða. ' Af því sem hér hefur verið rakið að framan úr grein Guð- mundar um austurviðskiptin, má glögglega sjá hve skamm- sýn og ofstækisfull sú stefna ýmissa ráðamanna er, sem leit- ast við að spilla viðskiptasam- böndum olckar við hin öruggu markaðssvæði Austur-Evrópu Islendingum ber að leita við- skiptasambanda, þar sem þeim bjóðast hagkvæmust viðskipta- sambönd, sem tryggt geta á- framhaldandi þróun í atvinnu- uppbyggingu Iandsins. Hin þröngsýnu og ofstækisfullu sjónarmið, sem oftar en einu sinni hafa skotið upp kollinum í málgögnum ríkisstjórnarinnar, cru stórhættuleg aflfomu fram- leiðsluatvirinuvega okkar og um leið gfltomu f jölda landsmanna, eins og Guðmundur hendir á í upphafi greinar sinnar en varla mun hann verða sakaður um sérstaka þjónustusemi -k við „kommúnistaríkin", þótt það hafi löngum verið viðkvæði stjórnarblaðanna, þegar Þjóð- viijinn hefur bcnt á mikilvægi þessara við.skipta. George Pompidon kominn heim PARÍS 28/8 — Forséetisráð-. herra Frakklands, George Pompi- dou, kom í dag aftur til Parísar eftir heimsókn sína til Danmerk- ur, en þar ræddi hann við Jens Otto Krag, forsætisráðherra. Pompidou lét svo um mælt að hann hefði skýrt sjónarmið Frakka gagnvart Moskvusam- komulaginu um takmarkað bann við kjamorkutilraunum, og rætt afstöðu Dana til Efnahagsbanda- lagsins. Pompidou undirstrikaði það, að aðstaða Dana væri nin erfiðasta í því máli. larméníkusniiling' ur í heimsókn N.k. sunnudag eru væntanlcg hingað til lands harmonikuleik- ararnir Steinar Stöen og Birgit Wingender. Þau ætla að feröast um landið og efna til harmon- ikuhljómleika. Bæði hafa numið harmonikuleik við Hljömlistar- háskólann 1 Trossingen í Þýzka- landl. en hann er stærsti harm- onikuskóli í heimi. Steinar Stöen er norskur og fékk snemma áhuga á harmon- ikuleik. 12 ára gamall eignaðist hann harmoniku og hlaut tilsögn heima. Er hann var 17 ára inn- ritaðist hann í skólann í Tross- ingen og á vetrarprófi var hann þegar orðinn bezti nemandi skól- ans. Til þess að fá inngöngu í éinleiksdeild skólans varð Stein- ar að ljúka prófi í 22 fögum og hljóta 1. einkunn. Hann hlaut ágætiseinkunn í harmonikuleik og við burtfararpróf ávarpaði skólastjórinn hann sérstaklega. Milljónaborg risin í Síberíu Höfuðborg Síberíu, Novosibirsk, er nú orðin meir en ein milljón að íbúatölu, og þannig fyrsta milljónaborg Síberíu. Þó er borgin aðeins 67 ára gömul. Hún var reist á eyðilegri sléttunni árlð 1895, árið 1917 voru íbúarnir orðnir 70 þúsund að tölu. Skömmu fyrir síðari helmstyrjöld var íbúatalan komin upp í hálfa milljón, og nú er som sagt milljóninni náð. Samkvæint sjö ára á- ætluninni á að reisá citt hundrað þúsund íbúðir i Novosibirsk, og á næsta tímabili er gert ráð fyrir því, að 250 þús. íbúðir bætist við. Mun ekki af veita, þar eð reiknað er með þvi að þegar á þess- ari öld muni borgin verða margfalt stærri. Myndin er af aðalgötu borgarinnar. Steinar er fyrsti nemandi sem fær inngöngu í skólann síðan 1959. I fyrra tók Steinar Stöen þátt í heimsmeistarakeppni harmon- ikuleikara í Prag. Þar hlaut hann verðlaun og var talinn bezti Norðurlandabúinn. Hann hefur fengið tilboð um stöðu við Tón- listarskólann í írak. en hefur hafnaö boðinu og hyggst ferðast um og halda tónleika. Á efnisskránni eru m.a. fanta- síur, fúgur og kóralforspil eftir Bach. Allegro eftir Handel, Zi- geunerweisep eftir Sarasate, La Campanella eftir Liszt, o.fl. Með Steinar Stöen er unnusta hans Birgit Wingender, en hún leikur einnig á hljómleikunum. Þau munu leika í Austurbæjarbíó í Reykjavík og síðan í helztu bæj- um og félagsheimilum. Fyrstu hljómleikamir verða væntanlega mánudaginn 2. september. ' LAUGAVEGI 18 SIMI 1 91 13 T|L SÖþD. ítiúð fyrir einn, karl eða konu. Stofa með svefnkrók. eldhús og snyrtiherbergi, geymsla og aðgangur að þvottahúsi. Allt sem nýtt. Útb. 150 búsund 2 herb. glæsileg íbúð við Ásbraut. 2hcrb. risíbúð í Mosgerði. Útborgun 125 þús. 2 heíb. glæsileg íbúð við kleppsveg. 2 herb. lítil nýstandsett f- búð við Bergstaðastræti. 3 herb. fbúð í Gerðunum. Góð kjör / 3 herb. góð hæð og 3 herb. góð risíbúð við Njáisgötu. Erfðafestulóð. 1 herb. hæð við Ásvalla- götu. Múrhúðað timburhús, 4 herb. góð íbúð við Lang- holtsveg Stór stevptur bílskúr 1 herb. góð íbúð 117 fer- metrar við Suðurlands- braut. Stórt útihús. 4 herb. hæð við Bergstaða- stræti. 4 herb. hæð við Nýlendu- götu. Laus 1. sept. 5 herb. glæsileg fbúð við Kleppsveg. Timburhús 3 herb fbúð við Suðurlandsbraut. Útborg- un 135 bús. Timburhús við Breiðholts- veg. 5 herb. fbúð. Útborg- un 100 bús.1 Tfmburhús 80 fermetrar á eignárlóð f Þingholtunum. 3 hæðir og kjallari. Raðhús f Vogunum. Múrhúðað timburhús. 3 herb. íbúð. Selst til flutn- ings með góðri lóð við Vatnsenda. Góð kjör. 3 herb. jarðhæð við Digra- nesveg. Fokheld. Steinhú? 4 herb. góð fbúð við Kleppsveg. Útb. 250 búsund. Timburhús jámvarið á steyptum kjallara. 3 herb. lítil íbúð í Högunum. 2—3 herb. íbúð í Hlíðunum. Norðurmýri eða Holtunum óskast. Mikil úttiorgun. t SMÍÐUM. 4 herb. jarðhæð við Safa- mýri tilbúin undir tré— verk og málningu nú þeg- ar. 4 herb. fbúð við háaleitis- braut. fi herb. glæsilegar endaf- búðúðir við Háaleitis- braut. 5—6 herb. glæsilegar hæðir með allt sér f Kópavogi. i Raðhús og parhús { Kópa- vogi. Tækifærisverð. Lúx- useinbilishús í Garða- hreppi. KÓPAVOGUR. 3 herb. hæð i timburhúsi við Nýbflaveg l. veðr. laus. 3 herb. hæð ásamt bygg- ingarlóð. Raðhús í Kópavogi. Selst tilbúið undir tréverk og málningu. Einbýlishús, fokhelt. 145 fermetrar með bflskúr, f Garðahreppi. Útb. 300 þús. • Höfum kaupendur með mikj, ar útborganir að flestum tcgundum fasteigna. ÚTSALA á karlmanna- og unglinga- fötum. Stendur aðeins nokkra daga. ÚLTÍMA — Kjörgarði. í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.