Þjóðviljinn - 29.08.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.08.1963, Blaðsíða 3
I Fimintudagur 29. ágúst 1963 ÞIÖÐVILIINN SÍÐA 3 Havnar Hornorkestir Lúðrasveit Reykjavíkur og Föroyingafelagið í Reykjavík gangast fyrir kveðjuhófi á Hó^el Borg, fimmtudaginn 29. ágúst, kL 9. öllum heimiil aðgangur. Miðar seldir við innganginn. STJÓRNIR FÉLAGANNA. Bækur — Tímarít Kaupi ávallt gamlar og nýjar íslenzkar bækur og tímarit og alls konar smápésa. Hátt verð fyrir fágætar bækur. Einnig kaupi ég notuð íslenzk frímerki, Fyrsta dags umslög og laus merki. BALDVIN SIGVALDASON, Hverfisgötu 16A. Péstkúsið / Reykjavík óskar eftir nokkrum reglusömum mönnum til bréfaútburðar. Byrjunarlaun kr. 6.000.00 á mán., miðað við 42 stunda vinnuviku. Allar nánari upplýsingar gefur deildarstjóri ’oréfapóststofunnar Sveinn G. Bjömsson. FÉLAG ÍSLENZKRA RAFVIRKJA Námskeið fyrir rahirkja ■ • verklegt og bóklegt samkvæmt 16. grein samn- ings við F.L.R.R. hefst við Iðnskólann í Reykja- vík, 15. sept. n-k. Þeir félagsménn, sem hafa hug á að sækja umrætt námskeiö, gefi sig fram 1 skrifstofu félagsins eigi síðar en 6. sept. n. k. FÉLAG ÍSLENZKRA RAFVIRKJA. AugEýsing um lausar lögregluþjónsstöður í Reykjavík Nokkrar lögregluþjónsstöður í Reykjavík eru lausar til umsóknar. Umsóknir skulu ritaðar á þar til gerð eyðublöð, er fást á skrifstofu minni og hjá lögreglustjómm úti á landi. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 28. september næstkom- andi. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 28. ágúst 1963 SIGURJÓN SIGURÐSSON. Krústjoff enn á eynni Brioni BELGRAD 28/8. — Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, og Tito, forseti Júgóslavíu, eyddu deginum á Brioni-eynni, en mánudag og þriðjudag áttu þeir viðræður og urðu sammála um öll meginatriði alþjóðastjóm- mála. Fyrri hluta dags fóru þeir í gönguferðir og stuttar bílferðir um eyna, en stigu síðan á skip og héldu til annarar eyjar í nágrenni Brioni. Á þriðjudag kom forsetinn í ítalska senatinu, Cesare Merzag- ora, með konu og börn til Brioni, og átti viðræður við Krústjoff og Tito. Konur þeirra Titos og Krústjoffs hafa einnig dvalizt á eynni. Mannráni mófmælt LONDON 28/8 — Enska stjómin lýsti því yfir í dag, að hún liti mjög alvarlegum augum á mann- rán það, er framið var á dögun- um í Bechuanalandi. Þá var enska blökkulækninum Kenneth Abrahams rænt. og hann fluttur til Suður-Afríku. Abrahams hafði áður flúið frá Suður-Afríku, en þar er hann sakaður um að hafa egnt til uppreisnar. Hinn stöðugi vöxtur á utanríkisverzlun Kínverska alþýðulýðveldisins hefur haft það í för með sér að Kínverjar byggja nýjar hafnir samkvæmt kröfum nútímatækni, jafnframt því er þeir endur- bæta gamlar. Höfnin í Tangku, sem Iiggur í Norður-Kína við Chili-flóann, hefur þannig verið tví- vegis stækkuð frá því 1949. Hefur höfnin verið stækkuð og dýpkuð, og búin nýtízku tækjum. Fjölmenni mikið í Washington Bandarískir svertingjar fara f jöSmenna mótmælagöngu SKIPAUTGCRB RIKISINS SKJALDBREIÐ fer vestur um land til Akureyr- Iar 30. þ.m. Vörumóttaka í dag til Vestfjarða, Húnaflóa- og Skagafjarðarhafna og Ölafsfjarð- I ar. WASHINGTON 28/8. — Gífurlegur fjöldi banda- rískra blökkumanna lók þátt í göngu, sem efnt var til í mótmælaskyni við kynþáttamisréttið 1 Bandaríkjunum og til að undirstrika kröfur blökkumanna um aukin réttindi. Undanfarið hafa þúsundir blökkumanna hvaðanæva að úr Banda- ríkjunum streymt til Washington til að taka þátt í göngunni, og jafnframt hefur miklu lögreglu- liði, hvífu jafnt og blökku, verið boðið út til að sjá um að allt fari vel fram. Gangan í dag tókst með ágætum, og ekki kom til teljandi óspekta. Er talið, að um tvö hundruð þúsund blökkumenn hafi tekið þátt í göngunni, en einnig var nokkuð um hvíta menn. Göngumenn söfnuðust saman við minnismerki Washington for- seta. Fluttu þar ræður þeir Mart- in Luther King, fyrir blökku- menn, og Walter Reuther, verka- lýðsleiðtogi, fyrir hvíta. Blíðskap- arveður var um daginn. og lá vel á göngumönnum, en mikill hluti þeirra var ungt fólk. Áður en gangan lagði af stað voru m.a. söngvararnir Lena Horne og Bobby Darin kynnt göngumönn- um, svo og baseball-stjarnan Jackie Robinson og ameríski sósíalistaleiðtoginn Norman Thomas, sem sex sinnum hefur verið í framboði við forsetakosn- ingar í Bandaríkjunum. Við minnismerki Washingtons var gerð tilraun til að koma á óspektum. Var þar að verki um 60 manna fasistahópur undir for- ustu bandaríska fasistaleiðtogans Rockwell. Ekki voru fasistar i þetta sinn klæddir einkennisbún- ingum sínum. Lögreglulið kom þegar á vettvang og skipaði fas- istunum að hafa sig hæga. Karl Allen, nánasti samstarfsmaður Rockwells, reyndi þó að halda æsingaræðu. Var hann óðara handtekinn. og ákærður fyrir að hafa reynt að halda ræðu á úti- fundi, án leyfis yfirvaldanna. Skömmu síðar var kona nokkur handtekin, er hún þreif kröfu- spjald af einum þátttakenda, og reyndi að eyðileggja það. Frá minnismerki Washingtons hélt gangan til minnismerkis Lincolns forseta, en hann veitti blökkumönnunum að nafninu til frelsi fyrir hundrað árum. Sungu göngumenn til skiptis ættjarðarsöngva og frelsis- söngva, og mátti sjá í hópnum marga kunna stjórnmálamenn, svo og listamenn og rithöfunda. Var gengið í tveim fylkingum, og telur lögreglustjóri Washing- tonborgar, að 175 til 200 þúsund manns hafi tekið þátt í göng- unni. Göngunni var enn ekki lokið er síðast fréttist. Hafði þá allt farið hið bezta fram. Veir Walter Reuther og Mart- in Luther King gengu á fund Kennedy forseta. Fullvissuðu þeir hann um fullan stuðning í baráttu hans fyrir að auka mannréttindi blökkumanna í landinu. Þá hefur Kennedy birt efni ræðu þeirrar, er hann hyggst halda á bandarískum há- tíðisdegi innan skamms. Kveðst hann þá muni leggja á það á- herzlu, að öllum hljóti nú að vera ljóst, að bandarískir borg- arar séu og eigi að vera jafn réttháir. Einnig lætur hahn í Ijós þá ósk. að beim sigrum, er unnizt hafi, verði aldrei snú- ið upp í ósigur. Kínverjum neitað um kjarnorkuvopn 16250 VÍNNINGAR! Fjórði hver miði vinriur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 rhilljón krpnur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. Reykvíkingar! Norrænu sundkeppninni lýkur 15. september. Sundeild KR skorar á alla þá Reykvíkinga, sem enn hafa ekki synt 200 metr- ana, að Ijúka því nú þegar. Gcrum hlut Reykjavíkur sem stærstan í heildarsigri landsins. SUNDDEILD K R MOSKVU 28/8. — Tímaritið Nýi tíminn, sem gefið er út í Moskvu, birtir í dag grein um deilur Kommúnistaflokka Kína og Ráðstjórnarríkjanna. Segir þar, að andstaða Kínverja við Moskvusamkomulagið um tak- markað bann við kjarnorkuvopn- um, stafi af gremju yfir því, að VONDUÐ F m u r Sýuzþórjónsson &co Jíafna&trœti 4- Sovétríkin hafi ekki látið Kín- verjum kjarnorkuvopn í té. Tímaritið Nýi tíminn er gefið út á fjölmörgum tungumálúm. í tímaritsgreininni segir enn- fremur, að þó Kínverjar geti ekki fyrirgefið Sovétríkjunum þessa afstöðu, sé hér ekki um einkamál að ræða, heldur mál, s'em allan heiminn varði. Ef Sovétríkin hefðu látið til leiðast að láta bandamönnum sínum kjarnorkuvopn í hendur, hefðu Bandaríkin að sjálfsögðu gert hið sama við bandamenn sína. Segir í greininni, að þá hefði verið skammt til kjamorkustyrjaldar. Þetta er í fyrsta skipti, sem viðurkennt er opinberlega í Sov- étríkjunum að Kínverjum hafi verið neitað um kjamorkuvopn. Hefur þetta lengi verið haft fyr- ir satt, en ekki verið staðfest fyrr en nú. v/Miklatorg Sími 2 3136 V K

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.